Dagsbrún - 01.01.1917, Blaðsíða 1

Dagsbrún - 01.01.1917, Blaðsíða 1
FHBMJIÐ EKKI RANOINDI DAGSBRÚN BLAÐ JAFNAÐARMANNA t>OLIO BKKI RANQINDI GEFIN ÚT MEÐ STYRK NOKKURRA IÐNAÐAR- OG VERKMANNAFÉLAGA RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMABUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON tbl. 7/^ Reykjavlk, mánudaginn 1. janúar 1917. (Öagsbrún þakkar lesendum sínum fyrir liðið ár og óskar þeim góðs og gleðilegs nýárs. Frá alþiugi. Mestur tími þingsins heíir gengið í stjórnarskiftin. Hefir endir þeirra mála orðið sá, að þrir aðalflokkar þingsins leggja til sinn ráðherrann hver, og verða þrír ráðherrar framvegis. Er því fyrirkomulagi að fagna, því sá tiltölulega litli kostnað- arauki er af þvi leiðir fyrir landssjóðinn er ekkert á móts við það gagn sem landið ætti að geta haft af auknu aíli til iramkvæmda i stjórnarráðinu. Til þess að verða ráðherrar eru tilnefndir þessir: Af Heima- Rtjórnarflokknum: Jón Magn- ússon bæjarfógeti, sem verður forsætisráðherra, af Þversum: Björn Kristjánsson bankastjóri, af Framsóknarflokknum Sig- urður Jónsson ritstjóri í Yzta- felli. Framsóknartlokkurinn er nýr flokkur, Bændaflokkurinn gamli og Óháðir bændur runnir saman í eitt. Til þess að geta komist í nofndir, sem nauðsynlegt er hverjum þingmanni, sem ætlar einhverju til leiðar að koina, hefir eini þingmaðurinn sem Alþýðuflokkurinn á, hr. Jörund- ur Brynjólfsson gengið í kosn- ingasamband við Framsóknar- flokkinn og komst með því ttióti í sjávarútvegsnefnd og nefnd þá sem hefir til með- ferðar brezku samningana. Tvö merk frumvörp. Mótstöðumenn Alþýðuflokks- ins gerðu mikið úr því í haust að einn maður gæti ekkert gert i þinginu o. s. frv. Nú hefir Jörundur borið fram tvö mjög Uierk mál í frumvarpsformi, úuk þingsályktunartillagna. Annað er frumvarp um afnám sykurtollsins. A fjölmennum borgarafundi er haldinn var hér í Rvík fyrir ^kömmu, og skýrt var frá hér * hlaðinu, var svo sem menn ^úna, samþykt í einu hljóði skora á Alþingi að afnema Þegar í stað sykurtollinn o. fl. i°lla. Samskonar tillögur voru samþyktar í einu hljóði á fundi 1 Hafnarfirði og án efa koma samskonar áskoranir víðar að hl Þingsins, því krafan um af- Uám þessara tolla er bæði rétt- lát og sanngjörn. Það er því otrúlegt að margir þingmenn tieysti sér að vera á móti þeim, ekki sízt þegar litið er á hinn góða núverandi hag landssjóðs, og á það, að með því að leggja nýjan tekjuskatt á stórefna- mennina er auðvelt að afla landssjóði tekjur í skarðið. Lands-einkasala á steinolíu. Frumvarp um það flytur Jörundur Brynjólfsson og með honum Benedikt Sveinsson. Urðu töluverðar umræður um frumvarp þetta við 1. umr., og urðu tveir menn til þess að reyna að bregða fyrir það fót- unum. Var annar þeirra Pétur Jónsson, sem áleit að þing- menn hefðu svo mikið að gera heima hjá sér, að þeir mættu ekki vera að því að ræði önnur eins mál og þetta. Hinn n: ður- inn var Matthias ólafsson. Tal- aði hann langt og miki > og lézt vera málinu fylgjandi, en engu var líkara en að hann ætlaði að reyna að kæía frum- varpið í faðmlagi. Taldi hann öll vandkvæði á þvi að koma málinu í framkvæmd og voru rökfærslur hans hver annari hjákátlegri. Ein var það að ekki væri hægt nú, eða að mjög mundi erfitt nú að útvega »tank«-sldp og steinoliugeyma i úr járni, til þess að geyma steinolíuna í. Hingað til hefir, svo sem kunnugt er, ekki þurft slík áhöld við steinoliuverzlun hér, svo ekki verður séð að þau séu bráðnauðsynleg þegar i stað, þó að landið taki að sér steinolíuverzlunina. Önnur og enn þá hjákátlegri mótbára hans var, að ef samþykt yrði nú að landið tæki að sér steinolíu- verzlun mundi steinolíufélagið hætta að flytja steinolíu til landsins, og hér verða olíulaust. Var þetta einkum hjákátlegt þegar litið er á það, að hr. M. Ó. þóttist vera fylgjandi því að landið tæki að sér steinolíu- verzlunina seinna. Er þá ekki hætta á því að steinolíulaust verði þá 9 Það væri óskandi að menn væru ekki með slík látalæti í þinginu að þykjast vera með málum sem menn berjast á móti af alefli. Með niálinu töl- uðu auk flutningsmannanna Skúli Th., Bjarni frá Vogiog Sv. Ól. 1 frumvarpinu er gert ráð fyrir að landið græði 2 aura á hverjum litra af olíu og kom fram við umræðurnar að Bene- dikt var ekki samþykkur Jör- undi í þessu atriði; áleit ekki rétt að landið græddi á olíunni, réttlátara að lagt yrði útflutn- ingsgjald á fisk, kæmi það rétt- látará niður, því þá yrðu þeir mest að borga sem mestöfluðu. En að þessi skoðun Benedikts sé röng er auðsætt. Það er ekkert óréttlæti framið gagn- vart olíukaupendum þó landið græði á því að verzla með steinolíu, ef landið selur hana ekki dýrara en olíufélagið gerði. Og allra sízt er það óréttlæti ef landið selur olíuna ódýrar en félagið, og alt bendir á að það mundi gera það. Hinsvegar væri sérlega órétt- látt að leggja útflutningsgjald á fisk, í tilefni af landssölu á steinolíu, því þá jæðu t. d. tog- araeigendur, róðrarbátaeigend- ur og skútueigendur (og hlut- armenn og hálfdrættingar) að borga fyrir mótorbátana og mótorskipin. Ýins m ál. Ymsar þings><Ivktunarti 11 ögur hafa verið bornar fram. Jör. Bryniólfsson og Pétur Ottesen hafa borið fram tillögu um það, að landið kaupi matvöru og selji félögum með innkaups- verði að viðbættum kostnaði. Sig. Sigurðsson fiytur þingsál.- till. um lánsstoínun eingöngu fyrir landbúnaðinn. Sjávarút- vegsnefndin fl. till. um að rannsakað verði hafnarstæði fyrir vélbáta sunnarlega á Austfjörðum (svo sunnarlega að hægt verði þaðan að ná í vetrarfiskinn). Sveinn i Firði flytur frv. um breytingu á lögum um vátrygg- ingu sveitabæja, þannig að hægt verði að vátryggja þá fyrir 6/e hluta verðs í stað 2/3 sem lögin nú ákveða. Virðist réttlátt að sama gildi um samskonar hús í kaupstöðum og sveitum. Tekjur á togurum. Sami maður og sagt var frá í 43. tbl. hafði árið 1915 tekjur sem hér segir: Mánaðarkaup (alls) . 1016,64 Lifrarpeningar . . . 614,36 Aðrar tekjur .... 120,00 Samtals tekjur 1751,00 Þess skal getið að hann var einn af þeim sem höfðu at- vinnu alt árið á togara. í ár (1916) hafy tekjur hans orðið sem hér segir: Mánaðarkaup (alls) . 830,00 Lifrarpeningar . . . 1058,62 Aðrar tekjur .... 120,00 Samtals tekjur 2008,62 Mánaðarkaup þessa manns var i ár 90 og 100 kr. á rpán- uði, þ. e. 15 til 25 kr. liærra en alment kaup, og hann er meðal þeirra manna sem lengst hafa haft atvinnu. Af öllu þessu geta menn gert sér nokkra hugmynd um tekjur togaramanna. Galdra-Loftur. Leikfélagið hefir leikið Galdra- Loft Jóhanns Sigurjónssonar nokkrum sinnum. Er hann yfirleitt vel leikinn, og er á- stæða til að nefna leik Emilíu Indriðadóttur, frú Stefaníu, Árna Eiríkssonar, og þó eink- um Jens B. Waage. Mikill hávaði og gangur hefir öll kvöldin verið meðal áhorf- endanna og truflar það mjög leildnn. Kvað svo mikið að þessum gangi og hávaða meðal áhorfendanna annan jóladag, að fullkomið hneyxli var að. Fullkomið hneyxli má og telj- ast, að menn skulu skella upp yfir sig á alvarlegum stöðum í leiknum, t. d. þegar Steinunn segir frá barninu og þegar hún rífur af sér klæðin. Börnum yngri en 12 ára ætti að lik- indum ekki að gefa kost á að sjá þennan mjög alvarlega leik. ,Flóru‘-fólkið. \ _________ Fyrsta skylda hvers ríkis er að vernda einstaklinga sína gegn yfirgangi annara ríkja. Það virðist því liggja beint við að landssjóður greiði »Flóru«- fólkinu skaðabætur fyrir skaða þann er það varð fyrir í sumar af liálfu Englendinga, vilji þeir ensku ekki borga fyrir skaðann. En ætla þeir ensku að borga? Fólkinu liggur á að fara að fá peningana. Er ekki hægt að fá að vita hvort Englendingar ætla að borga eða ekki? Leiðrétting. í nokkrum eintökum síðasta tbl. Dagsbr. er greinin »Fjör- egg brotið« skakt raðað í dálka þannig, að sumir kaflar henn- ar eru ekki á réttum stað heldur ýmist fyr eða seinna í greininni, en með nokkurri at- hugun má sjá hvernig röð lín- anna á að vera. í sömu grein er og prent- villa á 1. dálki annarar siðu, 7. 1. að ofan: »valið« f. vaxið.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.