Dagsbrún - 19.05.1917, Blaðsíða 1

Dagsbrún - 19.05.1917, Blaðsíða 1
fremjið ekki RANGINDI DAGSBRUN[ ÞOLID EKKI RANQINDI BLAÐ JAFNAÐARMANNA GEFIÐ DT AF ALPÝÐUFLOKKNUM RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON 12. tbl. Húsaleigulögin. Eins og menn muna samdi bæjarstjórnin í vetur lög um húsaleigu í Rejdijavík og sendi stjórnarráðinu, og hefir ekkert heyrst um þau fyr en nú þann 15. maí — daginn eftir flutn- ingsdag — að Lögbirtingablað kemur með »Bráðabirgðalög um húsaleigu í Regkjavíka. Lögin eru nokkuð breytt frá frumvarpi bæjarstjórnarinnar, og að því er virðist, ekki til hins verra. Aðalinnihald lag- anna er þetta: Húsaleigunefnd skal skipuð af Landsyfirdómi, bæjarstjórn, og Stjórnarráði, og skulu vera í henni fimm menn: formaður, sem hvorki má vera leigjandi að íbúð, né leigja öðrum, tveir menn sem eru leigjendur, og tveir menn sem leigja út. Nefnd þessi hefir þegar verið skipuðþ og eiga sæti í henni: Formaður: Einar Arnórsson prófessor. Til vara Oddur Gísla- son lögmaður. ^Leigjendur: Ólafur Rósin- kranz leikfimiskennari, Oddur Hermannsson cand.»„ jur. Til vara Guðm. Davíðsson kennari, Magnús Sigurðsson bankastj. Húseigendur: Ágúst Jósefs- son bæjarfulltrúi, Sra Vilhjálm- úr Briem. Til vara: Samúel Ólafsson söðlasmiður, Sigurjón Sigurðsson byggingam. Nefndarmenn eru skyldugir ®ð starfa í nefndinni, en eiga að fá borgun eftir því sem ^æjarstjórn ákveður. Nefndar- fundir eru aðeins ályktunar- ferir þegar allir nefndarmenn eru á fundi, og taka þátt í at- kvæðagreiðslunni; sé aðalmað- úr íorfallaður á varamaður að Ltka sæti hans. Nefnd þessi á að vera nokkurskonar dóm- stóll sem sker úr ágreinings- utriðum milli leigjenda og hús- e*genda til dæmis um hámark fúisaleigu. Samningar sem gerð- lr eru um hærri húsaleigu en nefndin ákveður á hverjum stað er ógildur að því er upp- hæð húsaleigunnar snertir, frá 7 degi næsta mánaðar eftir að nrskurður nefndarinnar er fall- mn. Lf leigjandi hefir borgað leigu yGrfram, sem er hærri en netndin ákveður, þá er leigu- lnunurinn afturkræfur. ^a sem kreíst hærri leigu en jtefndin ákveður, tekur við hærri ejgu, eða brýtur ákvæði húsa- e,gulaganna á annan hátt, skal Jfta sektum frá 10 til 2000 kr. 1 renna í bæjarsjóð. Reykjavik, laugardaginn 19. mai. Leigjandi og liúseigandi hefir livor um sig rétt til þess að leita úrskurðar nefndarinnar um hámark húsaleigu, en þeg- ar nefndin hefir gefið úrskurð út af áf ágreiningi um leigu, verður þeim ágreiningi ekki skotið aftur til nefndarinnar fyr en 14. maí eða 1. oktober næst á eftir, og það því aðeins, að nýjar ástæður liggi fyrir. Úrskurðum húsaleigunefndar verður hvorki áfrýjað til dóm- stólanna né annara æðri stjórn- arvalda, nema nefndin fari út fyrir starfssvið sitt, eða brjóti lög þessi. Lögin banna að taka íbúðar- herbergi til annara notkana en íbúðar, og banna að rífa ibúð- arhús nem þau sem heilbrigð- isnefnd bannar að nota til íbúðar, annarsstaðar í bænum. Lögin ná til allra herbergja í bænum, sem búið er í, eins til einstakra herbergja sem leigð eru af öðrum leigjendum. Eitt hið eftirtektarverðasta við lögin eru fyrirmæli 2. gr. um það að það má ekki segja upp hiís- næði, þeirn, sem nú hefir, ef hann óskar að halda því nema hann vanræki að borga húsaleigu, eða á annan hátt rjúfi samning við húseigend- ann (þó auðvitað ekki þann samning sem skv. þessum lög- um er ógildur.) Yerði ágrein- ingur út af þessu sker húsa- leigunefndin úr, en þeim úr- skurði (ekki úrskurði nefndar- innar um hámark húsaleigu) má skjóta til dómstólanna, en úrskurði nefndarinnar skal hlýta, þar til dómur er fallinn. TJppsagnir á húsnæði sera þegar hafa farið frara skulu ógildar nema húseigandi sanni fyrir húsaleiguneínd að hann hafi áður en lög þessi voru sett (14. raaí) samið ura leigu á húsnæðinu við einhvern sem er húsnæðislaus, eða hann þurfi á hósnæðinu að lialda til íbúðar fyrir sjálfan sig.* Lög þessi gilda aðeins fyrir Reykjavík, en með ltonung- legri tilskipnn má láta þau öðlast gildi fyrir aðra kaupstaði, og verður vafalaust gert, ef * Ákvæði þetta er mjög eftirtektar- vert, eigi að eins fyrir þá, sem sagt hefir verið upp húsnæðinu frá i. okt. eða fyr, heldur einnig fyrir þá, sem hraktir hafa verið úr íbúðum sínum núna 14. maí, því þeir geta fengið sig setta inn í þær aftur, séu þeir enn þá sjálfir húsnæðislausir, og þær ekki leigðar húsnæðislausu fólki fyrir 14. maí. ótvirætt kemur í ljós að menn óski þess þar alment. Einstaka atriði í lögunum er ekki vel greinilegt. T. d. hvort húseigandi sem býr sjálf- ur uppi, geti sagt upp þeim sem býr niðri, og flutt þangað sjálfur, en leigt öðrum ibúð þá er hann áður notaði sjálf- ur. Allur andi laganna bendir á að hann geti það ekki, en gæti hann það, væri þetta slæmur leki á lögunum, sem sem allra fyrst þyrfti að setja undir. ★ ★ ¥ Enginn vafi er á því að lög þessi munu koma að miklu haldi, eklti sízt af því að húsa- leigunefndin, (sem, þegar hún ákveður hámarksverð íbúðar, á að taka tillit til verðs húss- ins, viðhalds, ásigkomulags þess, útbúnaði til hitunar og legu í bænum) virðist heppi- lega valin. Varla þurfa þó leigjendur að gera sér von um, né húseigendur að óttast, að nefndin lækki húsaleigu alment. En lögin setja þverslá fyrir, að hin gifurlega hækkun síðustu ára, á húsaleigu, haldi áfram, og veitir stórum hluta bæjar- búa þann frið og þá ró, sem sú vissa gefur að þeir verði ekki þá og þegar húsnæðis- lausir, og losar þá við hinar taugaslítandi áhyggjur útaf hús- næðisleysi sem svo margir íbúar þessa bæjar því miður kannast við. Matvælaúthlutunin. Landsstjórnin hefir með reglugerð. um sem bygðar eru á ófriðarlögunum lagt hald á flestallar nauðsynjavörur, er til landsins flytjast, og til að sjá sem jafnasta úthlutun á þeim, eru skipaðar nefndir i hreppum og kaup- stöðum landsins. Hér i Reykjavík hefir bæjarstjórnin kosið matvælanefnd, og éru í henni, auk borgarstjóra: Sig, Björnsson kpm., Kl. Jónsson landritari og Sig. Jónsson kennari. Að tilhlutun þessarar nefndar hafa nú verið gefin út brauðkort, og er hverjum manni ætlað 1500 grömm af rúgbrauði og 500 gr. af hveitibrauði yfir vikuna, en kortin, sem ganga í gildi á morgun eiga að endast til júnímánaðarloka. Tilætlunin með þessu er auðvitað sú, að rúgmjöls- og hveitiforði bæjar- ins endist sem lengst, og er það í sjálfu sér síður en svo lastandi, þar sem enginn veit, hvernig tekst með aðflutninga, en mjölvörubirgðir litlar. En með þessu fyrirkomulagi, að af- henda seðlana til sex vikna í einu, nær það engan veginn þeim tilgangi sínum, að spara. Því ef mönnum entist nú alment þessi skamtur nerna t. d. i s vikur, þá mætti þó til að 1917. halda lifinu í þeim sjöttu vikuna, ef nokkuð væri til, því ekkert heimili mundi komast af brauðlaust heila viku í einu. Það væri því meiri sparnaðar von að því, að láta brauðkortin ekki gilda til lengri tíma en viku í einu, því betra er að vera brauðlaus hálfan dag eða heilan í hverri viku, en að hafa nóg brauð í fimm vikur og verða að svelta þá sjöttu. Sama máli er að gegna með sykur- skörntunina. Þrjár vikur er of langur tími, því margir munu þeir, sem eigi endist skamturinn lengur en hálfan mánuð, og eru sykurlausir þriðju vikuna. Þegar byrjað var að skamta sykur í vetur, reis nokkur óánægja út af því, hversu mikill tími færi í það að ná í seðlana. Og út aí því hefir líklega það óráð verið tekið að hafa skamt- ana til lengri tíma en einnar viku í senn. En það var að eins fyrsta um- ferðin, sem gekk seint, síðan hefir af- greiðslan gengið ágætlega. Og það hagræði, sem vikuskömtunin veitir almenningi til að láta sér endast til- tölulega betur úthlutunina, vegur meir en upp fyrirhöfnina við að ná i seðl- ana vikulega. Um úthlutun til sveita er auðvitað dálítið öðru máli að gegna, þar verð- ur skamturinn að vera til lengri tima i senn, af skiljanlegum ástæðum. Bændur leggja líka víðast sjálfirfram mikinn hluta af mat sínum og eru ekki eins á fiæðiskeri staddir og kaupstaðabúar, þó eitthvað þrjóti í bili. Smjörlíkislaust að kalla hefir nú verið í bænum þessa viku og því eng- um smjörseðlum verið úthlutað. Isl. smjör er heldur ekki fáanlegt. Það verður að ætlast til þess, að lands- stjórn og bæjarstjórn í sameiningu geri ýtarlegar ráðstafanir til að bæta úr viðbitsþörfinni, því nú er svo kom- ið, að fólk hér i bæ verður að borða brauðið þurt, fiskinn feitmetrs- og kartöflulausan og grautinn mjólkur- lausan. A. Sigurður Eiriksson sextugur. Hinn landskunni forgöngu- maður bindindishreyfingarinnar, Sigurður Eiríksson regluboði varð sextugur 12. maí, og sáu Goodtemplarar sóma sinn í því að halda honum veglegt heið- urssamsæti þann dag. Var hon- um færður að gjöf göngustafur silfurbúinn — gripur góður. í samsætinu var sungið snjalt kvæði til heiðursgestsins; hafði Guðm. Guðmundsson skáld ort það. Málverkasýning. Einar Jónsson málari heldur málverkasýningu þessa daga í Verzlunarskólanum, og eru þar margar myndir sem menn hafa gaman af að sjá. Inngangur aðeins 25 aurar.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.