Dagsbrún - 25.08.1917, Blaðsíða 1

Dagsbrún - 25.08.1917, Blaðsíða 1
íemjið ekkH i a a o T5 i j T T M rp°L,D *K* J U A U D D n U 1N i_~*_ BLAÐ JAFNAÐARMANNA GEFIÐ ÚT AF ALPÝÐUFLOKKNUM RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON 26. tbl. Reykjavlk, laugardaginn 25. ágúst. 1917. Atvinna. Það er fyrirsjáanlegt, að þingið þarf að gera alvarlegar ráðstafanir til þess, að sjá almenningi fyrir atvinnu, ef ekki eiga að verða stórlega miklu meiri vandræði að dýrtíðinni en þegar er orðið. Og þó það virðist svo í fljótu bragði, að það muni að eins vera fátt og lítið, sem hægt er að gera, fyr en þá næsta sumar, þá mun það þó sýna sig við nánari athugun, að það er margt, sem landið getur Veitt mönnum atvinnu við nú þegar í haust og vetur. En það er ekki til noitt eitt ráð við dýr- tíðinni, eða til nein ein tegund atvinnu, sem nægi handa fjöldan- Um. Þess vegna verður líka að Setja eins margbreytilega atvinnu í gang og hægt er, og líka verður vinnan að vera á sem flestum stöðum, því fyrir allan fjöldann er ógerandi að sækja vinnuna í önnur pláss, en einkum er það sunnan- og vestanlands að þörf er fyrir Vinnuna, eða með öðrum orðum á þeim stöðum á landinu, þar sem menn eru vanir að hafa at- vinnu á vetrin. Hér í Reykjavík verður bygður áður en'_ langt um líður landsspít- ali; hér verður einnig á næstu tíu árum bygt annað hvort nýtt þing- hús, eða háskóiabygging, og raddir komu nýlega fram um það í þing- inu að selja ráðherrabústaðinn og Wggja annað ráðherrahús úr steini. Þingið er nú búið að sam- þykkja landseinkasölu á steinolíu, og það er fyrirsjáanlegt, að byggja þarf stór steinhús til þess að geyma í steinolíufötin. Einnig er gert ráð fyrir að landið láti búa til einn afarstóran olíugeymi*). í allar þessar byggingar þarf afar Oiikið af grjóti, og má vinna meiri hlutann úr vetrinum við það að toýlja grjót og höggva, og nálga það bæinn, og má veita fjölda öianna atvinnu við þetta, enda gerði ekki neitt, þó byggingarefnið Vrði of mikið í þessi hús, því svo sannarlega sem ísland og höfuð- borg þess á framtíð fyrir sér, þá Verður nóg þörÞ fyrir byggingar- effli hór. Veguiinn milli\Reykjavikur og Öafnarfjarðar er fjölfarnasti þjóð- v®gur á landinu, og enginn vafi er á því, að eftir því sem bæir þessir 8tækka verður hann fjölfarnari. f’að er því hin bráðasta nauð- syn, a5 vegur þessi sé gerður Veíulega góður, en úr því að hann 6r endurbættur á annað borð, ætti gera hann þannig úr garði, að , *) Hami Wður verður reyudar liklegast utanborgar. hann héðan í frá þyrfti lítilla um- bóta við (mest af þeim vegum, sem Rómverjar lögðu stendur enn í dag). Við vegagerð þessa ætti töluvert stór flokkur manna að geta haft atvinnu, því það má vinna í einu á mörgum stöðum, og menn úr Reykjavík og Hafnarfirði gætu sótt hana heiman frá sér (sjálf- sagt væri þá að reikna. að minsta kosti aðra leiðina á vinnustaðinn með vinnutímanum). Bygging vita, hafna og brúa og hafna, sem bjargráðanefndin talar um í frumvarpi sínu, getur varla komið til fyr en að sumri, en stjórnin ætti að hafa athugun sína beinda að þessu til fram- kvæmda næsta ár. Þó gæti verið að vinna mætti í vetur að því að lengja brimbrjótinn í Bolungarvík, ef skift væri um byggingaraðferð við hann. Að sönnu hefir ekki verið veitt fó til framlengingar hans enn þá, en verkið er bersýni- lega nauðsynlegt, og verður áreið- anlega framkvæmt hvort eð er, áður en mörg ár líða. Jafnvel þó vélbátaútgerð haldi áfram á komandi vetri að miklu eða öllu leyti, er fyrirsjáanlegt, að æði margir sjómenn verði atvinnu- lausir. Yafalaust eru margir þeirra sem heldur vildu róa, heldur en að vinna í landi, ef kostur væri á því að fá báta til þess að róa á. Landsstjórnin ætti því að láta smíða nokkuð af róðrarbátum, og leigja þá gegn hlut yfir vertíðina, eða selja fyrir það sem þeir kosta, þeim er kaupa vilja. Ef til vill er ekki til efniviður í marga báta, en það er enn þá nógur tími til þess að fá efniviðinn frá Ameríku og smíða bátana áður en vertíð byrjar. Það getur vel verið, að þó, salt og steinolía verði svo dýr, að vólbátaútvegur borgi sig ekki, þá gæti það orðið góð atvinna að róa á árabátum og herða fiskihn. Það þarf vandlega að athuga alt, sem líkindi eru til að hægt sé að gera til þess að bæta úr atvinnu- leysinu, til þess ekkert sé látið ógert, sem hægt er að gera. En eins og tekið var fram í upphafi þessarar greinar þá er ekkert eitt verk sem getur bætt upp alt at- vinnuleysið. En til þess að bæta úr dýrtíðinni og vandræðunum er atvinna einu sinni ekki nóg, það þarf llka að veita afslátt á helstu lífsnauðsynjum almennings. Alþýðuflokksfundurinn. Stjórn Verkm.fél. Dagsbrún og Alþýðusamb. ísl. boðaði til alm. alþýðufundar í fyrradag, og þrátt fyrir það menn séu vanalega nær ófáanlegir til þess að koma á fund um þetta leyti árs, var þessi fund- ur furðu fjölmennur. Eftirfarandi tillögur voru samþ. í einu hljóði. 1. Fundurinn mótmælir meðferð Nd. á dýrtíðarmálunum og telur knýjandi nauðsyn til bera, að þing- ið heimili landsstjórninni að selja vörur undir sannvirði vegna dýr- tíðar. Ennfremur að þingið heimili landsstjórninni að veita kaupstöð- um og hreppsfélögum fé, er eigi þurfi að endurgreiða, til þess að veita mönnum hjálp, sem ekki geta framfleytt sér og sínum. 2. Vegna fyrirsjáanlegrar stöðv- unar sjávarútvegsins og vegna þess hve gersamlega atvinna verka- fólks við síldveiðarnar i sumar hefir brugðist, svo að sýnilegt er að allur þorri þess kemur skuld- ugur eða slyppur frá sumaratvinn- unni, og það bitnar að meira eða minna leyti á nær hverju heimili í kaupstöðum og kauptúnum sunn- an og vestanlauds, — þá skorar fundurinn á þingið, að heimila landsstjórninni iajarlausar at- vinnuframkvæmdir í þeim heruð- um, sem harðast verða úti, til þess að draga úr fyrirsjáanlegum skorti. Notkun rafmagnsins. i. Margir virðast halda að köfn- unarefnisáburðar-verksmiðja sem rekin væri með afli úr Sogsfossun- um mundi miða við sölu áburð- arins innanlands. En þegar það er athugað, að 10 þús. kilówatta stöð (þ. e. ca. 13600 hestafla, 1 hestafl er 0,736 kilowatt) getur framieitt 5000 smálestir af köfnunarefni er svarar tll þess að verksmiðja sem gengur fyrir 15 þús. hestöflum rafurmagns getur framleitt 150 þús. smálestir á ári af 13% köfn- unarefnisáburði, þá er það auðséð, að það er aðeins mjög lítill hluti af áburðinum sem hægt verður að selja innanlands. Fengi einkafélag að set ja bér upp áburðarverksmiðju ætti þó eitt af skilyrðunum að vera að það seldi áburðinn hér ekki dýrara en hann er seldur erlendis -S- flutningskostnaði þangað. Það hefir verið talað um að það væri áhætta fyrir landið að reisa verksmiðjur til þess að framleiða vörutegundir sem aðallega á að selja erlendis, og þess vegna eru undirorpnar þeim verðsveiflum sem vetða á þeim á heimsmarkaðnum. Og óneitanlega er stór mun- ur á því hvað landssjóðsfyrirtæki stm eingöngu eru miðuð við þarfir landsins sjáifs eru vissari. sem gróðafyrirtaki fyrir landssjóð, svo sem einkásala á steinolíu, kolum, salti og tóbaki, og hér með má einnig telja rafmagnsframleiðslu til Ijósa, suðu, upphitunar og iðnað- ar er landsmenn nota sjálflr. Hins- vegar er þessi áhætta miklu mínni en úr henni er gert, því landið gæti vafalaust, ef það ætti köfn- unarefnisverksmiðju, gert tíu ára samning (eða jafnvel lengri) við dönsk samvinnufélög, eða aðra kaupendur áburðarins, um verð sem bæði kaupandi og seljandi stæðu sig við. En úr áhættunni má einnig draga með því að búa til fleiri efni en ábúrðarefni, skal vikið að því síðar. Róðrarbátar. Þó ekki séu nema fá ár síðan vélbátar komu hingað til lands, þá hafa þeir að heita má nærri gersamlega útiýmt róðrarbátunum gömlu, bæði hinum stærri og smærri. Er nú komið svo, þar sem áður var til á hverjum bæ við sjávarsíðuna á vestur- og suður- landi bátar til haust-, vetrar- og sumarróðra, að þá eru nú ekkitíl í þeim sömu héruðum nú nema fáeinir bátar, sem þá flestir eru úr sér gengnir, og naumast sjó- færir. Við slíka báta hefir þjóö- in bjargast árum og öldum saman, og þó þeir þyki ef til vill ekki tískutæki, þá verðurnú að bjargast við fleira, en hið ákjósanlegasta. En þar sem þessi útvegur er úr sög- unni að mestu, þá kemur til álita, hvort ekki beri að reisa hann við aftur að nokkru leyti að minsta kosti. En öruggasta og fljótfarnasta leiðin til þess væri, að þingið heimilaði landsstjórninni að láta nú þegar bgggja róðrarbáta l stórum stil og aj ým&um stœrð- um og lagi, eftir því sem ráðlegt kynni að þykja þar um sérfróðum mönnum, og bátarnir síöan Ieigðir þeim, er sjálfir vildu stunda sjó- róðra, en landssjóður tæki svo hlut eftir þá, samkvæmt gömlum sið- venjum. Það mætti að vísu segja, aö þeir sem sjávarútveg vildu stunda á opnum bátum, gætu sjálfir látið smíða bátana, og veita þá þeim, er eigi gætu það af eigin ramleik, lán til þess; en það má telja alveg víst, að það yrði bæði minna úr framkvæmdum og seinna, ef sú leið yrði farin, heldur en hin. Því verið getur, að menn séu ófúsir til að taka aftur upp þessa báta, vegna þess, að sjósókn á þeim er líklega erfiðari, kaldsamari

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.