Dagsbrún - 01.09.1917, Blaðsíða 2

Dagsbrún - 01.09.1917, Blaðsíða 2
66 DAGSBRÚN húsum í Berlín. Allir eiga að fá jafnmikið að éta, konur sem karl- ar og heflr matvælaráðaneytið lát- ið vísindamenn reikna út hvað fullorðnir þyrftu mikið svo allir fengju nóg, og engar leyfar yrðu. Enginn má vera nema stutta stund að éta því allir þurfa að komast að, og rúmið er lítið. Á auglýsinga- stólpum geta menn séð hvað eld- að er á hverjum degi, og lesa menn næstu auglýsingu eins og leikauglýsingar nú! Þetta er örlítið brot af skop- mynd Richters, en allur þorri þjóð- anna myndi nú feginn ef það væri orðin alvara, þá væri trygging feng- in fyrir mat, íbúðum og öðru er menn þurfa. Og bvað hefði Richter séð ef hann hefði lifað í dag? — Allar ófriðarþjóðirnar í ákafa að koma á hjá sér nokkurskonar stríðssocial- isma til að auka mótstöðuafl sitt. Það er þrautalendinging þjóðanna, sú þjóð sem ekki framkvæmir í verki þessa skrípamynd af jafn- aðarstefnu friðarins, hún verður undirokuð. Hlutlausu þjóðirnar sigla í kjöl- far ófriðarþjóðanna, ríkis og sveita- stjórnir skifta sér nú orðið af öllu á fjármálasviðinu. Aldrei hefir ágæti hugsjóna jafnaðarmanna komið eins vel í ljós og nú, þó framkvæmdirnar séu aískræmi móts við veruleikann. Ef E. R. lifði pú og sæi Evrópu, þetta stynjandi, hungraða hegn- ingarhús auðvaldsins, sem löðrar í blóði barna sinna, og sem í ör- væntingu heflr gripið til jafnaðar- stefnunnar til að kremjast ekki undir heljarþunga ófriðarbölsins, myndi hann fljótt hafa skift skoð- un. Sízt af öllu hefði hann notað mat- arauglýsingar til aðhræðamenn á. Jón nokkur Dúason hagfræðis- nemi Khöfn hefir valið sér hlut- skifti Richters á íslandi, en tekist heflr honum ver en R. þar eð landið nú þegar er farið að reka framleiðslu, (Kolagröft) verzlun og siglingar í stórum stíl. Jón kemst því varla í tölu Bstærri“ spámann- anna og trauðla getur það brugð- ist að menn minnist skrifa hans um socialismann, með undrun og viðbjóði, að 25 árum liðnum ef þau verða þá ekki alveg gleymd. F. J. Hvalveiðar. Falklandseyjar, og eyjarnar þar, suður og austur af, svo sem Suður- Hjaltland, Suður Orkneyjar og Suður-Georgia, er nú aðal-bæki- stöðvar hvalveiðamanna. Falklandseyjar eru austan við sunurenda Suður-Ameríku, en hin- ar liggja þaðan í suðaustur, nema Suður-Hjaltland, sem liggja það- an beint í suður, og ekki langt frá meginlandi Suðurpóls-fastalandsins. Ekkert af löndum þessum voru bygð áður en Norðurálfumenn fundu þau, og á Falklandseyjum einum er bygð (önnur en hval- veiðamannanna), en ekki eru íbú- ar nema nokkur fá þúsund. Eru þeir afkomendur brezkra nýbyggj- ara er þangað fluttu fyrir 80—90 árum, en Bretar eiga öll þau lönd er nefnd voru. Hvalveiðamennirnir hafa sömu rándriftina á veiðunum á þessum slóðum, og þeir hafa haft hér við land, við Noreg, og líður varla á löngu þar til hvölunum heflr íækk- að jafnmikið þarna og annarsstað- ar þar sem gróðaííkn auðvaldsins hefir óhindruð fengið að svala sér á hvaladrápi. Sumarið 1913 —14 (þ. e. hjá okkur á norðurhvelinu veturinn 1913—14) voru drepnir þarna 9429 hvalir og voru þeir samtals 2372 milj. króna virði, eða um hálft þriðja þúsund krón- ur hver hvalur. Áður fleygðu hvalveiðamenn þessir beinunum en nú síðustu árin eru þeir farnir að hiiða þau; sjóða úr þeim lýsi, en búa til áburð úr beinunum. Nam allur áburðurinn (hval-gúanóið) sem bú- inn var til þarna 1913—14 94,835 pokum, og var 850 þús. kr. virði. Hvalir eru nú sem stendur frið- aðir um tíu ára bil hér við land (einnig við Noreg) og ef til vill veitir ekki af, þegar þar að kemur, að sá tími verði framlengdur. Hvalveiðar ætti aldrei framar að leyfa að reka hér á landi sem einkafyrirtæki, heldur ætti landið að reka hvalveiðarnar. Það gæti orðið álitleg tekjugrein fyrir land- ið, og væri um leið bezta trygg- ingin fyrir því að ekki yrði drep- ið meira af hvöluunum en að þeim gæti fjölgað hér um bil eins, þrátt fyrir veiðarnar. Norsku fossalögin. Samkvæmt norsku fossalögun- um er út komu 1909 þarf leyfi ríkisins til þess að nota afl fall- andi vatns ef aflstöðin er stærri en 100 hestafla. Leyfi ,,þurfa þó ekki sveitafélög, og ekki þarf heldur leyfi fyrir aflstöð, sem einn maður á, ef hann er norskur þegn. (Hlutafélög þurfa leyfið, þó þau séu al-innlnnd.) Leyfishafi má ekki taka þátt í neinum samtökum um verð á rafmagni til ijósa eða ann- ars, og skuidbindur sig til þess að selja hreppnum sem aflstöðin er í 5% af aflinu fyrir [fyrirfram] á- kveðið lágt veið, og ríkinu önn- ur 5% of krafið er, fyrir sama verð. Leyflð er veitt fra 60 til 80 ára; að þeim tíma liðnum fellur íossinn og mannvirkin til ríkisins endurgjaldslaust. Ignatus. Skammarlega borguð vinna. Hér í Reykjavík eru um 30 tó- baksskurðarmenn og fá þeir líkleg- ast minsta borgun allra manna fyrir vinnu sína. Fyrir stríðið fengu þeir 40 aura fyrir að skera rjól- puDdlð; síðan var kaupverðið hækk- að við þá um 5 aura, og stóð það þangað til um siðasta nýjár, þá gátu þeir marið verðið aftur upp um 5 aura, svo þeir fá síðan 50 aura íyrir pundið. Hve smánarlega lítil borgun þetta er, má sjá af því, að vanur tóbaksskurðarmaður er í svona hálfan fjórða tíma að því að skera pundið, og er tíma- kaupið þá eftir því 14 aurar. Það eru ekki nema allra fljótustu tóbaksskurðarmenn sem skera þrjú pund á tíu tímum, og þannig kom- ast upp í það að fá 15 aura um tímann, eða fjórða part af því sem alment tímakaup er. Blindur maður sem eg þekki er þetta 12 til 14 tíma að skera hver þrjú pd. af tóbaki, tólf til fjórtán tíma að vÍDna fyrir hálfri annari krónu! Óskorið tóbak kostar 3 kr. 25 aura, er kaupmenn selja það skor- ið á 5 kr. í heilum pundum, en hafa minst 6—7 kr. fyrir skorið pund selt í smáskömtum, svo ekki verður sagt að lauDÍn séu svona óheyrilega lág af neinni neyð tó- bakskaupmannanna, enda mundu tóbaksneytendur kaupa tóbakið engu síður þó verðið hækkaði svo- lítið, enda ætti borgunin fyrir að skera pundið ekki að vera minni en króna. Flestir eða allir tóbaks- skurðarmennirnir eru mjög fátækir og margir þeirra eru fatlaðir, og geta við fáu eða engu öðru gefið sig. Þegar nú það bætist ofan á þetta líka góða(!) kaup, að í ágúst- mánuði, og eftir nýárið og fram í febrúar er mjög lítið að gera við tóbaksskurð, þarf engan að furða að margir tóbaksskurðarmenn verði að þyggja af sveit. Rétt á litið er það þannig bærinn sem borgar nokkurn hluta af launum tóbaks- skurðarmannanna fyrir tóbaksneyt- endur og kaupmennina! Eg vil nú með þessum línum alvarlega skora á tóbakskaupmenn að hækka launin við tóbaksskurð- armennina, og vona eg að þeir verði við þeim tilmælum, þar eð þeir sjálfsagt hafa ekki athugað hve hlægilega lítið eða öllu heldur grátlega lítið, kaupið er sem þeir borga. Þeim er alveg óhætt — ef þeir ekki treysta sér til annars — að setja verðið upp á söxuðu tó- baki að sama skapi og þeir hækka kaupið. Rík. Bréf írá Akureyri ág. 1917. . . . Útlitið er hér afar ískyggi- legt. AtviDna að sönnu nokkur fyist í vor, en nú má heita at- vinnulaust. Engin sild að kalla komið hingað á land á þriðju viku. Kaup var aiment í fyrra 1 kr. á tímann alt sumarið, nú fer það varla upp úr 80 aurum. Yflrleitt fá menn liklega minst J/3 lœgra kaup nú en í fyrra eða ef til vill enn lægra, ef ekki kemur því meira sildarhlaup. Samkvæmt skýrslum hagstof- unnar var vöruverðið í kr. í byrj- un júlí hækkað um 152% frá því stríðið byijaði (þegar ófaanlegum vörum er slept), og altaf hækkar það. Engin ástæða er að halda að minna hafi það hækkað út um land. Verður því sú spurning efst í hugum allra hugsandi manna: Hvernig geta menn lifað í vet- ur ? Það eru tveir vegir. Annar er sá að sveitastjórnirnar hlaupi undir bagga með mönnum, með „sveitarstyrk". Ekki er sá vegur fýsilegur vegna þess, að við það missa margir mannréttindi sín að óverðskulduðu, og líka vegna þess að sveitarstyrkurinn núver- andi hefir siðspillandi áhrif á marga. Ekki er heldur víst að allar sveita- stjórnir gœtu veitt sér svo mikið fé, sem þyrfti. Hinn vegurinn er að Alþingi veiti almenna dýrtíðarhjálp, og taki til þess lán, líklega væri réttast að bæja- og sveitastjórnir tækju einhvern þátt í því láni. Ekki ætla eg að gera neinar tillögur um hvernig þessari dýrtíðaruppbót yrði háttað, aðeins taka í sama streng- inn og þeir, sem áður hafa vakið máls á þessu, það verður að hfálpa öllum fjöldanum til að lifa í vetur, annars verður af ýmsum farin sú leiðin, sem er enn meiri vegleysa en sveitarstyrkur- inn, þ. e. hungurleiðin. Þeir þing- menn, sem verða kunna á móti almennri dýrtíðarhjálp, vísa á þann veginn, vonandi verða þeir ekki margir. Hungrið hefir áður tekið íslenzku þjóðinni þær blóðtökur að hún er ekki búin að ná sér ennþá. Þá var hægt að ásaka Dani — og náttúruöflin, nú er það ís- lendingum sjálfum að kenna ef almennur skortur verður, vegna þess að fæstir hafa ráð á að kaupa matvælin, sem til eru í landinu* Hér dugar ekkert kák né hálf- velgja, aðeins öflugar ráðstafanir geta komið í veg fyrir þá stœrstu blóðtöku, sem Íslandi getur orð- ið tekin, ef löggjafarnir opna ekki augun fyr en um seinan. Verkamaður. Ráðherraskiitú Björn Kristjánsson fjármálaráð- herra hefir sótt um lausn frá em- bætti, en í hans stað er skipaður Sigurður Eggerz bæjarfógeti. Yoru. ráðherraskiftin tilkynt á þingfundi í fyrradag. Smjörlíkisframleiðsla í Danm. Smjörlíkisframleiðsla var í Dan- mörku ánð sem leið 56,500 smá- lestir, en 52,800 smal. 1915. Alls eru í Dm. 51 smjörlikisverksmiðja og eru 33 peirra mjög litlar og íramleiða samtals aðeins 1,200' smalestir, en nær helminginn (37,800 smál.) af öllu smjörlíkinu búa fjórar stærstu verksmiðjurnar til. Til framl. fóru 1916 29,500 smál. af kókosolíu, 14,000 smál. af annari jurtafeiti, og 4,500 smál. af dýrafeiti (stórgripatólg). Enn- fremur smjör, mjólk, vatn og salt samtals 8000 smálestir. Danir brúka heldur meira smjör- líki en þeir sjálflir framleiða, eða 1916 58,100 smálestir; það er 40 pd. a mann. 1915 var ej tt í Danm. 38 pd. á mann, 1914 31% pd. og:

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.