Dagsbrún


Dagsbrún - 09.07.1918, Blaðsíða 1

Dagsbrún - 09.07.1918, Blaðsíða 1
DAGSBRÚN BLAÐ JAFNAÐARMANNA GEFIÐ ÓT AF ALí’ÝÐUFLOKKNUM RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON 29. tbl., 4. Reykjavlk, þiiðjudaginn 9. júll. 1918. Alyktun um sambandsmálið. Fulltrúaráðsfundur Alþýðu- flokksins, haldinn í Reykjavík 6. júlí 1918, lætur i ljós von sína um, að samningar þeir, sem nú standa yfir milli Alþingis Islendinga og erindreka stjórn- ar og ríkisþings Danmerkur, beri þann árangur, að lokið Verði um sinn deilunni um sambandsmál íslands og Dan- aierkur með samningi, sem báðir málsaðilar mættu vel við Una. Þetta telur fundurinn hina Uiestu nauðsyn, svo að islenzka þjóðin geti heitt öllum kröft- Um til þess að vinna að inn- lendum þjóðþrifamálum. Sem undirstöðuatriði í við- unanlegum samningi telur fund- Urinn þetta: 1) ísland fái sinn sérstaka siglingafána. 2) Sambandið milli íslands og Danmerkur haldist sem frjálst samband milli fullvalda (suveræn) og jafn-rétthárra þjóða, og séu skýr ákvæði um, bvernig samningum megi breyta, ef þörf krefur. Fæð- ingjarétturinn sé sameiginlegur, sem frá sjónarmiði verkamanna Verður að álita undirstöðuat- riði undir sönnu þjóðasam- bandi. 3) Meðan Dönum er falið uð fara með stjórn utanrikis- tnála fyrir íslands liönd, hafi utanríkisstjórnin íslenskan ttiann sér við hönd til ráðu- tteytis. F undurinn aðhyllist þá stefnu, ttð Norðurlandaþjóðirnar taki sem fastast höndum saman um sameiginleghagsmunamál,með- an ófriðurinn stendur og eftir bann. Lætur fundurinn þá von * ljós, að þetta geti siðar stuðl- að að sameiginlegri þátttöku þeirra í stofnun Bandarikja ^orðurálfu. Pundurinn skorar á fulltrúa jafnaðarmannaflokksins á Al- þingi að beita sér af alefli fyrir því, að samningar geti tekist á þeim grundvelli, sem hér var iýst. 4 Ýegua fundarályktunarinnar ttrn aambamismálið var þetta blað iátið bíða dagsins í dag. Næsta b'að kemur á laugardaginn eins °8 vanalega. Bæjarmál. Hesthús og hlaða. Bæjarstjórn hefir samþykt skv. tillögu veganefndar, að stækka hesthús bæjarins við HriDgbraut, svo að það rúmi 24 hesta. Jafn- framt á að byggja þar hlöðu sem á að rúma 1200 hesta af heyi. Kostnaður við þetta er áætlaður 8000 krónur. Sjávarborgarhúsið. Fasteignarnefnd hefir samþykt að léggja súð og pappa undir járn- ið á Sjávarborgarhúsinu, sém er eign bæjarins, en nota langböndin sem nú eru til hesthúss- og hlöðu- byggingar þeirrar er fyr var getið. Sorphreinsunin. Bæjarstjórnin hefir ákvarðað að bærinn taki sjálfur að sér sorp- hreinsunina í bænum, og hefir bæjarstjórnin falið veganefnd að sernja frumvarp til gjaldaskrár fyrir hreinsunina. Yerður þetta vafalaust til þess að bærinn verði mikið þrifalegri eftir en áður, eins og það var stór framför í þá átt þegar bærinn tók að sór salerna- hreinsunina. Langakeyrslan. Bærinn hefir nú sjálfur tekið hana að sór, og er hún fram- kvæmd fyrst um sinn með bif- reið bæjarins (bærinn á tvær bif- reiðar), en ráðgert að hana fram- kvæmi í framtíðinni 1 maður með 2 hestvagna. Ýmsar endurbætur við Laug- arnar hafa verið samþyktar, þar á meðal að byggja þar safngryfju og ný salerni, en rífa þau gömlu. Ágúst Jósefsson, Guðm. Ásbjörns- son og Briet Bjarnhéðinsd. hafa umsjón með þvottalaugunum og öllum framkvæmdum þeim við- víkjandi. Laugavegur. íbúar við Laugaveg á kaflanum frá Frakkastíg að Yitastíg hafa farið fram á að gert sé við þann kafla af Laugaveg á þessu sumri, og er ráðgert að það verði gert, ef hægt er að komast yfir það, annars að sumri, en vonandi þarf það ekki að bíða. Mótekja bæjarins. Bæjarstj. hefir samþ. við fyrri umræðu að fela borgarstjóra að taka 20 þús. kr. lán til mótekj- unnar. Ætlast er til, að hætt sé að taka upp mó 6. júlí. Eftir sögn er nú þegar búið að taka upp eins mikið af mó í Kringlumýri og í fyrra, svo mikið betri er að- staðaD við verkið nú, en það var þá. Örflrisey. Landsverzlunin hefir fengið eyna leigða hjá bænum þannig, að leigu- málin séu óuppsegjanleg þar til 6 mánuðum eftir að heimsstyrjöld- inni er lokið, þó ekki lengur en til 1. okt. 1921, þó styrjöldin sé ekki þá á enda. Sambandsmálið. Á öðrum stað hér í blaðinu birtist ályktun fulltrúaráðsfund- ar Alþýðuflokksins í Reykjavík um sambandsmálið. Er það stefnuskrá flokksins í málinu. Einn af samninganefndar- mönnunum íslensku, Bjarni Jónsson frá Vogi, hélt ræðu á íþróttavellinum 19. júni og hvatti mjög kjósendur til þess að láta uppi skoðun sína um málið, láta þingmenn vita og finna, að þjóðin hefir gát á gerðum þeirra nú með óvenju mikilli athygli. Við þeirri sann- gjörnu og viturlegu áskorun hefir Alþýðuflokkurinn viljað verða, ef ske kynni, að það mætti verða til þess að styðja þá og létta þeim starfið. Stefnan er skýr og ákveðin. Fáninn er settur efst. Flokk- urinn hefir þegar gert það, sem í hans valdi stóð, til þess að það mál gengi fram. Þarf ekki áð eyða fleiri orðum um það atriði. Með tilliti til hins væntanlega sambands Norðurlanda æskir flokkurinn ekki skilnaðar, ef vér fáum fánann. En vert er að taka það fram, að fáum vér hann ekki, mun flokkurinn fylgja fram skilnaði, svo sem áður hefir verið látið í ljós. En vér vonum og teljum víst, að til þess komi ekki, því ef vér hefðum ekki átt að fá fánann með góðu, þá hefði sending mauna hingað frá Danmöjrku verið tilgangslaus eftir þvi, sem á undan var gengið. Flokkurinn vill fá fullveldi vort skýrt viðurkent. Annars getur sambandið ekki orðið »frjálst samband milli fullvalda og jafn rétthárra þjóða«^ og annað samband er ekki til frambúðar en það, sem byggist á fullu frelsi. Borgararétt vilj- um vér hafa sameiginleg- an, samkvæmt þeirri grund- vallarhugsjón jafnaðarmanna að tengja sem llestar þjóð- ir saman brœðralags- bönd- um. Mun enginn geta sagt að lullveldi sé týnt með því, þótt borgararéttur sé sameiginlegur með báðum þjóðum, því að þá ^lgreiðsla »* innheimta Dagsbrúnar er flutt á Frakbastíg 12. Kaupendur blaðsins eru beðnir að tilkynna afgreiðslunni bústaða- skifti og snúa sór til mín með borgun fyrir blaðið. Guðm. Davíðsson. væri Dönum veitt hin sama fullveldisskerðing, og hver mun trúa því, að Danir láti fullveldi sitt fyrir samband við oss? Umhugsunarefni. Tilraunir og ávextir þeirra. Fyrst eftir að stjórn með ábyrgð komst á fót í Ástralín skiftn verka- menn atkvæðum sínum milli fram- sóknar- og afturhaldsflokksins. Stundum komu þeir framsóknar- mönnum til valda með atkvæðum sínum og áhrifum, og stundum afturhaldsmönnum. En foksins komust daglauna- mennirnir að þeirri niðurstöðu að ekki væri mikill munur á löggjöf þeirri sem þeir fengu hvort heldur framsóknar- eða afturhaldsflokkur- inn væri við völd. Þeir fundu það út að þetta var aðeins glíma milli tveggja flokka þar gem annar féll og hinn stóð. Til þess að geta haldið áfram að blekkja fólkKð breytti framsóknarflokkurinn um nafn og kallaði sig verndarflokk, og á sama tíma breytti afturhalds- flokkurinn um nafn og kallaði sig flokk frjálsrar verzlunar. Verndar flokkurinn leitaði fylgis hjá verkamönnum vegna þess að hann ætlaði að leggja háa tolla á aðfluttar vörur, og koma þannig í veg fyrir að tilbúnar vörur yrðu fluttar inn í landið; var mönnum talin trú um að þetta yrði til þess að skapa næga atvinnu í landinu sjálfu, hækka kaupgjald og koma í veg fyrir þau vandræði sem at- vinnuleysi hefði í för með sér. Þeir sem frjálsri verzlun fylgdu á hinn bóginn leituðu fylgis verka- manna á þeim grundvelli að þeir skyldu afnema alla tolla og á þann hátt veita verkafólkinu það sem þeir kölluðu ,ókeypis morgunverð". Um tíma var stjórnmáladeilan bæði heit og hávær milli þessara tveggja flokka. Yerkamennirnir skiftust og fylgdi sinn hlutinn hverjum ílokki. Verkamennirnir sem vildu fá „nóga vinnu“ áttu oft i handalögmáli við hina sem vildu fá „ókeypis morg- unverð". Stundum urðu fríverzl- unarmenn í meiri hluta á þinginu

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.