Fréttir

Tölublað

Fréttir - 13.02.1916, Blaðsíða 1

Fréttir - 13.02.1916, Blaðsíða 1
Hádegis-útgáfa. "V"erð: 2 aurar 106. tbl. Reykjavík, Sunnudaginn 13. febrúar. 1016. Tjón af sjóróti á Isafirði og nágrenni. Eignatjón um 40 þús. krónur. Á laugardagsmorgunin 5. þ. m. var óvenjumikið sjórót hér við bæinn. Á föstudaginn var storhríð af norðri, sem herti því meir sem á daginn leið; er það versta veðrið sem á vetrinum hefir komið, og með verstu veðrum sem hér koma. Um nóttina jókst sjógangur stöð- ugt og varð mest á flóðinu kl. 7—8 um morguninn. Var ílóð óvenju- mikið og olli því miklum skemd- um á og i húsum þeim er næst standa sjónum hér norðanvert í kaupstaðnum. í Króknum urðu aðallega hús þeirra Jóns Þórólfs- sonar bátasmiðs og Jóns Jóns- sonar stýrimanns fyrir skemdum. Braut sjórinn smíðahús Jóns Þór- ólfssonar, fylti það grjóti og tók burtu alt lauslegt úr húsinu. í- íbúðarhúsið gekk einnig sjór og eyðilagði ýmsa búshluti og jnat- björg alla. Frá húsi Jóns stýrim. tók sjór- inn algerlega burtu skúr, er stóð áfastur við húsið, og uppfyllingu þá er hann stóð á. Einnig gróf til stórskemda undan íbúðarhúsinu, svo það má telja í fári, og gerði þar töluverðar skemdir. Er tjón þeirra nafnanna mikið og tilfinn- anlegt. Auk þess skemdist nokkuð bús- hlutir og hús Einars Guðmunds- sonar skósm., er stendur nokkru utar, og fjárkofi er stóð utanvert við húsið eyðilagðistogmisti Einar þar einnig nokkuð af heyi, en hann er hláfátækur fjölskyldumaður. í húsi Sig. Sigurðssonar á Gildrunesi urðueinnigsmávægilegar skemdir. — Tvö sjávarhús (pakkhús og hjallur) er standa innanvert við hús Jóns stýrimanns skemdust einnig nokkuð, og sjór gekk í fleiri hús í króknum en skemdir þar smávægilegar. í geymslurúmi Marísar M. Gils- Qörð urðu nokkrar skemdir á vörum. Á húsi Guðjóns Jónssonar næt- urv. og Jóns Sn. Árnasonar kaupm. urðu töluverðar skemdir; fylti þar kjallarann með vatni. Einnigeyði- lagðist bólverkið er húsið stend- ur á nokkuð. Hús Karitasar Hafliðad. varð og fyrir miklum skemdum. Eyði- lagðist þar bólverkið og tók burt skúr norðanvert við húsið. Brotn- uðu þar flestir gluggar í nyrðri hliðinni og sjórinn freyddi inn i húsið svo fólki varð eigi viðværl og eyðilagðist mikið. Hjá Sigurði kaupm. Guðmunds- syni gerði sjórótið mikið spellvirki. Gekk sjórinn í neðstu hæð hússins. Átti Sigurður þar nokkrar vöru- birgðir, sem eyðilögðust að mestu leyti. Einnig brotnaði pakkhús þar rétt hjá, er Guðm. Guðmundsson skipasm. á, og vélaverkstæði hans fyltist sjó, en skemdir eru þar víst litlar sem betur fer. í húsi þeirra Bergsveins Árna- sonar járnsm. og Friðgeirs Guð- mundssonar skipstj. skemdist og nokkuð. Tók út skúr norðanvert við húsið og eyðilagði allmikið af matvælum en búshlutir skemdust. Hús Kristins Gunnarssonar varð og fyrir miklum skemdum. Tók út skúr er áfastur var við húsið og braut bólverkið að heita má til grunna. Var sjórótið þarsvo mikið, að brimið hafði kastað stórum sementssteypustykkjum langt upp á götu, líkt og börn henda smá- skeljum. Öll þessi hús, — að fráskildum Krókshúsunum, — standa við Fjarðarstræti og þar var sjórótið mest. Er gatan á þessu svæði öllu(ofan úrKrók og niður í Norð- urtanga) alveg eyðilögð. Liggja djúpir malarhaugar og stórgrýti yfir hana. Sumstaðar hefir stór- grýti borist langt upp fyrir götu. Mun kosta mikið fé að fá það lagfært aftur. Nær alt það fólk er í þessum húsum bjó er fátækt verkafólk. Einkum það er bjó kjöllurnm húsanna. Hefir margt af því mist aleigu sína af matvælum. Var strax á laugardaginn flutt úr flestum þessum húsum, því ekki var fýsi- legt að eiga þar náttslað næstu nótt, ef til vill undir sömu ósköpum. Bæjarstjórnin sendi þegar sama daginn um kvöldið út samskota- lista fyrir þá sem harðast urðu úti og fátækastir voru. Hefirhann feng- ið besta byr. Auk þess hafði vel- ferðarnefnd uin fjöruna á laugar- daginn veitt mönnum aðstoð til þess að styrkja hús sín gegn frek- ari sjávarágangi, sem margir ótt- uðust. Allmargir bátar stóðu uppi á þessu svæði og bárust sumir þeirra nokkuð til fyrir sjávarrótinu, en skemdir á þeim urðu fremur litlar. Við Sundstræti urðu miklar skemdir á fiskiverkunarhúsi Eden- borgarverslunar. Reif sjórinn al- gerlega burt suðurhorn hússins nær að helmingi. Fiskur allu var geymdur í efri hlið hússins, svo ekkert skemdist af honum. Einnig tók burtu lítinn fiskipall er versl- unin átti utanvert við fiskihúsið. Tók sjórinn hann svo að segja í heilu lagi og bar niður fyrir Mjó- sund og lagði upp á salttunnur, er þangað köfðu borist, eins kyrfi- lega og gert væri af mannahönd- um. — Stór skemdir urðu einnig á grunni svonefnds ísafoldarpakk- húss. Sjórinn tók einnig út um 250 salttunnur, er Karl Olgeirsson verslunarstjóri á. Skemdust flestar tunnurnar og saltið er alveg eyði- lagt. Er það bæði bagalegt og til- finnanlegt tjón. Sami maður misti og töluvert af tómum síldar tunum. Við Sundstræti skemdist land bæjarins víða og munu þær skemd- ir nema töluverðu. — Aðrar skemd- ir urðu og nokkrar. Um eignatjónið hér í bænum vitum vér enn eigi til fulls, en sennilegast þykir að það muni vera um 20 þús. kr. í Hnífsdal urðu einnig töluverð- ar skemdir á húsum, bryggjum og nokkrar á bátum. Mest tjón hafa beðið þar Á. Ásgeirsson versulun, Valdemar kaupm. þorvarðsson, Guðm. Sveinsson kaupm., Sigurð- ur Þorvarðsson kaupm. og Helgi Kristjánsson útvegsm. Sagt er að skemdir þar nemi 8 þúsund kr. í Bolungarvík urðu miklar skemdir. Tók sjórinn þar stórt og vandað smíðahús, sem Jóhann Bjarnason átti og eyðilagði að mestu. Ennfr. brotnaði að nokkru fiskihús Péturs kaupm. Oddsson- ar og verbúð er hann átti. Enn- fremur tók út töluvert af síldar- vörpum, er var eign Jóh. kaupm. Eyfirðings og þeirra bræðra. — Tveir hjallar brotnuðu einnig, og ] nokkrar aðrar skemdir urður. Telja má að tjónið þar sé ekki minna en í Hnífsdal. (»Vestri«). Það er í frásögur fært að 16 punda steinn hentist með hafgusu inn um glugga í húsi einu og lenti í hjónarúminu. Var þetta kl. 8 árd. og hjónin í rúminu. SnjóflóS i ^nijsðal. Ekki er ein báran stök. í dag (8. febr.) um hádegisbil- ið féll snjóflóð í Hnífsdal, rélt utanvert við svonefnt Bræðrahús (eign Halldórs Pálssonar og db. Jóakims Pálssonar). Tók það fjár- hús hlöðu og fjós er stóð ofan- vert við húsið og færði langt úr stað. Höfðu þegar fundist 16 kind- ur dauðar og 1 kýr. Einnig tók snjóflóð þetta véla- byrgi og smiðju, er vélaverkstæði Hnífsdælinga á, og flutti smiðjuna fram á sjó. Varð þar ogfyrir snjó- flóðinu gamall inaður, Jóhannes Elíasson járnsm., en talið að hann muni lifa. — Ennfr. tók snjóllóð- ið hja[l er Halldór Pálsson átti. Auk þessa urðu nokkrar aðrar skemdir. (»Vestri«) Síðar hefir fréttst að maðurinn náðist lifandi, var hann grafinn upp eftir rúman klukkutíma frá því flóðið féll. Snjóflóðið mikla í Hnífsdal var 18. febr. 1910 og fórnst þar 18 manns. Petta snjóflóð kom á sama stað og hitt, en nú voru ekki í- búðarhús bygð á þessu svæði og því varð ekki manntjón. Frá löndum vestra. Hjörtur Thordarson hefur kom- ið fram með mjög merkilega og þýðingarmikla uppgötvun í raf- magnsfræði á sýningunni i San Fransisco. Er hún talin ein af helstu nýjungum sýningarinnar og hann orðinn stórfrægur fyrir hana. Séra Runólfur Félsted er orðinn professor við háskólann i Cortage Illinois. Hann er doktor frá Har- ward háskóla í gömlu málunum. Einar Páll Jónsson og Sigrún Baldvinsson voru gefin saman í Winnipeg 15. des. af sr. Fr. J.' Bergmann. Brúðurin er dóttir B. L. Baldvinssonar aðstoðar fylkisritara. Einar vinnur við blaðið Advance í Wynyard. Árni Eggertsson veiktist af botn- langabólgu seint í nóvember og var skorinn upp, var hann orð- inn aftur allhress fyrir jól. Hann hefir sótt um yfirráðsmanns- stöðu í Winnipeg. Stefán G. Stefánsson hefir fengið 14 dali (50 kr.) skáldastyrk hjá Bókmentafélaginu fyrir sitt ágæta kvæði »Vopnahlé«: sem birtist i Skírni í fyrra (og er það 21 stór blaðsíða). »Er það sómi Bókmentafélags- ins að hafa metið þannig gildi þess« — segir i vestanblaðí. Karel Kjarval bókbindari frá Reykjavík er nýlega kominn til Chicago og sestur þar að sem bókbiudari. Vínlaust i Saskatchewan. Til at- kvæða var gengið 14. des. síð- astl. um vinsölubann í bæum i fylkinu Sask. i Kanada og var vínið þar alstaðar úti.lokað.

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.