Fréttir

Tölublað

Fréttir - 13.06.1918, Blaðsíða 1

Fréttir - 13.06.1918, Blaðsíða 1
FRÉTTIR DAGBLAÐ 47. blað Reykjavíb, flratndaginn 13. júní 1918. 2. árgangnr. Enn. Góða vordís! sumarsóí sendu enn að verma bœinn; láttu glóa geisla’ á hól, glóa Esju’ og Tindastól. Margt, sem vor og œsku ól átlu til að leggja’ í blœinn. Góða vordís! sumarsól sendu’ að verma kaldan bœinn. Enn við gróður legðu lag Ijóssins dís! af fullu hjarta. Snú þú öllu heill í hag, hrygð og sorg í gleðibrag. Láitu þegar liður á dag lifsdgrð alla fegurst skarla. Við hvern gróður legðu lag Ijóssins dís! af fullu hjarta. Hjá þér lœrði’ ég Ijúfa siund lengi’ og vel í hug að geyma, líta’ í ró á lokuð sund, leggja þrá með frœi’ í grund. Oft er geislar léku’ um lund lindir yndis fann ég streyma. Hjá þér lœrði’ ég Ijúfa stund lengi og vel í hug að geyma. Bráðum lœkkar sumarsól, samt mun ég þvi kvíða eigi. Peim, sem bar sitt bar og ól, bjó því vetrarhlíf og skjól, vœttum lífs í von það fól, vetur grandar ei né tregi. Bráðum lœkkar sumarsól, samt mun ég þvi kvíða eigi. Oftast bar mitt gat ég geymt góða dís! að ráði þinu; oftasi vetrar verkum gleymt, veð af snjó og frosti heimt. Enn fcer vorblœr um mig streymt eins og hann gangi þar að^sínu. Enn þá bar mitt get ég geymt góða dís! í skauti þínu. S. F. dCaifar Rar Idug ar og fioló 6öó fdst ásamt massage, sunnudaga ekki sidur en virka daga, á Hótel Island. Simi 394. Vidtalstími kl. 12-6. xJfíassagelœfinir éJuémunéur c&éfursson. Khöfn. 12. júní. Sókn þjóðverja. Þjóðverjar sækja í áttina til Estrées St. Denis. Hafa þeir tekið hæðirnar suðvestan við Noyon, farið yfir Matz-ána og tekið Ribécourt. Eiga þeir nú ófarna af norðanverðum sóknarstöðvunum 70 kíló- metra vestur til Parísarborgar. Fangatala þeirra er orðin 10,000. Frakkar gera áköf gagnáhlaup. próssneskn kosningalðgin. Prússneska kosningaréttarbótin er farin út um þúfur. Stjórnin neitar samþykki sínu. 5umarhugir. Síðdegis i gær brá til blíðveðurs í lofti og sólskin lék um láð og lög. Undanfarna daga hefur drungi verið í lofti, úr og kuldi, og sorti til sævar og fjalla. Nú er sól um sund og sumar i hverri lund. Vekur nú sól og sumar bjart- sýni í hverju geði, en það er hin bezta dýrtíðarhjálp. Því að engin er leið öruggari til farsældar en bjartsýni. Verða þeim flestir vegir færari en hinum, er eiga gleði og traust bjartsýninnar í brjósti sér. Vex þeim ásmegin, svo að eigi hvika þeir, þótt nokkuð gangi á móti og öðrum virðist eigi byr- vænlegt. Svo höfum vér heyrt af Alþingi, að drungi hafi þar nokkur verið í lofti til þessa. Hafi sumum þing- mönnum hvergi þótt geiglaust að ganga, og lítt sigurvænlegt að snúa til stórræða. Hafi þeir látið úrfelli mikið dynja á stjórninui, sakað hana um atgerðaleysi og úrræða. En sjálfir hafi þeir engin úrræði séð, er að var spurt, bara skamm- að stjórnina, lamið lóminn, og lagst svo fyrir eins og lundakofur undir klöppunum i Vigur. Mikið mein væri að orðið, ef bölsýni tæki fuiltrúa íslendinga slíkum heljartökum, að þeir gerðu það eitt að skamma stjórnina i bráðrœði sinu, en sofnuðu svo í ráðleysu — með sjálfstæðið á vör~ unum! Nú mun drungi sá horfinn, er hvílt hefur yfir þingvelli, en sumar- hugir seztir þar að. Nú mun þokusuddanum létt og sólskin leika í lund. Nú munu jafnvel »gamlir lundar« skriða úr holum sínum og sjá, að sól er á lofti, og skilja eftir ólund og fýlu í holunni. Nú munu sumarhugir sjá fram- tíð landsins farborða í samtaka ráðsnild til bjargar þjóðinni. Og bjartsýni gerir alla víðsýna og stórhuga. Fess vegna mun þingheimur vor ekki að eins líta á liðandi stund, — ekki að eins snúa sér að bjarg- ráðalagasmíð, er í bili má duga, heldur og hyggja á þau bjargráð- in, er bezt duga til langframa. En þau eru, að sjá fullveldi fósturjarðarinnar borgið, — sjá við því, að eigi þurfum vér að sæta í framtíðinni erlendum afarkostum og yfirdrotnun, þótt nú stappi nærri, fyrir óeðlilega rás viðburð- anna, að svo sé. Sumar er í landi. Smásálarskapurinn, nánasarhátt- urinn, milljónageigurinn, bráðræð- ið og ráðleysan, — alt mun þetta útlægt og úalandi dæmt, er »fylk-

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.