Fréttir

Tölublað

Fréttir - 27.06.1918, Blaðsíða 1

Fréttir - 27.06.1918, Blaðsíða 1
FRETTIR DAGBLAÐ 59. blað. Rcybjavík, flmtndaginn 27. júní 1918. 2. árgangnr. Peir sem gerast áskrifendnr „Frétta“ 1. júlí fá blaðið ókeypis frá byrjun. Rósir Gambettu. Eftir Daniel Fallström. Á Gambettu kistu — svo er sagt, að sveig hafi einhver í kgrrþey lagt úr ilmandi rósum einum. En hvernig hann kom og hverjum frá er hulin ráðgáta enn sem þá, en lýðurinn gat þess í leynum: Til Palais B o u r b o n, — svo var hvískrað hljótt — er hljómuðu klukkur um miðja nótt í turnum við torgin og ána, kom frelsisgyðjan með glœstan kranz úr glóaijdi rósum frá Provenfe til Frakklands foringjans dána. Á ströndinni Ijósri þœr las Jiún þar, og lifandi’ á kistunni sérhver var og angandi — eins og um vorið. Pví hvað sem hún eittsinn hefur snert, ein hending, eitt blóm, er ódauðlegt gert, það lifir á líkfjalir borið. Guðm. Guðmundsson. 6turgjöldirv Svefninn er einhver hin mesta hamingju-lind sem oss mönnum er gefin. Svefninn hvílir, svefninn endurnærir. Svefninn varðveitir lífið og er hollur og góður. En mönnum er þó eigi ætíð óhætt að sofa. Ferðamaður fór um farinn veg með marga dýrgripi og dýra fjársjóðu. Hann hafði gengið langt og var þreyttur orðinn og syfjaður. Hann lagðist þá í gras- brekku við veginn og sofnaði. Þar lá hann og dreymdi fagra drauma, en ræningjar tóku á meðan allan auð hans, en skildu við hann bundinn í brekkunni. Hættulegur varð honum svefninn, af því að staður og stund leyfði honum eigi hvíldina. Otur, bróðir þeirra Fáfnis og Regins, át lax blundandi og misti lífið fyrir. Raunar urðu Æsir að gjalda svo mikið gull fyrir vfgið, að það þakti otur-belginn utan og innan. En oturgjöldin urðu hvers manns höfuðbani, er átti. Nú verður íslenzka þjóðin að gæta þess, að henni fari eigi sem Otri, að Loki ljósti hana blund- andi til bana. Að vísu stendur þingið óskift í sjálfstæðismálunum og vill nú eigi semja við Dani nema á þeim grundvelli einum, að þeir viðurlcenni fullveldi landsins i kon- ungssambandi við Danmörku, og er þá auðvitað ætlast til að ráðstöf- un fullveldismálanna hverfi þegar undir oss. En þessa samheldni þingmanna vill margt slíta: Grýl- ur, er menn gera sér sjálfir, hug- leysi og andleg sjóndepra. Þótt engrar veilu hafi kent enn þá hjá þingmönnum, þá væri ástæða fyrir kjósendur að íhuga, hvort þeir geri rétt, er þeir blunda og þegja. Landsdómur og þing situr að dómi yfir stjórninni, en yfir þinginu er enginn dómari annar en kjósend- ur. Og í þessu máli eru þeir bein- linis dómendur. Því að ef þingið samþykkir breytingar á sambandi íslands og Danmerkur, þá er skylt að bera þá breyting undir alþjóð- ar atkvæði. Ef þingmenn verða nú 'arir við ugg og ótta hjá kjósend- um> þá mega þeir ugga um sig, og búast við að vinna eigi málið fyrir dómstóli þjóðarinnar. Kynni þá svo að fara, ef þóf gengur langt úr hófi, að sumir þingmenn óttaðist hverflyndi Qöldans og þyrði því eigi að fylgja málinu fram til þrautar. Enda mun hinn aðilinn eigi hræðast mjög sofandi þjóð. Gætið þess því, kjósendur, að sofa nú eigi, því að sofandans þögn er hættuleg, þegar Hallvarður gullskór kemur. Munið það, að þrír menn höfðu gert samtök um að standa á móti öllum kröfum Hákonar gamla til yfirráða hér á landi, áður Hallvarður kom. En tveir þeirra brugðust, er Hallvarð- ur hafði mælt við þá. Almenning- ur þarf eigi að myrða neinn mann með tortryggni, þótt hann telji sér skylt að hafa vakandi auga á öllu, og vera við því búinn, að setjast í dómarasæli og dæma um verk þingsins, svo sem viturri og stór- geðja þjóð samir. En hvernig sem þjóðin snýst í ! þessu máli, þá verður hún að vita það, að þau oturgjöld sem hún fengi fyrir sjálfslæði sitt, fossa sina og aðrar auðsuppsprettur, mundu bæði verða rýr og eigi gefast bet- ur en hringurinn Andvaranautur. Sérstaklega skal borgarlýðurinn í Reykjavík ámintur um, að láta eigi blekkjast af örvitahjali þeirra manna, sem reyna að hræða hann með stórvelda-grýlunni. Þeirra manna einkunnarorð er með nokk- uð öðrum hætti en Eiriks þess, er fór á handahlaupum upp jökul þann, sem við hann er kendur síðan. Hann kvað: Hjarta mitt er hlaðið kurt hvergi náir skeika. Með fótinn annan fór eg á burt, fáir munu’ eftir leika. En þessir kveða: Hjarta vort er hlaðið kurt, hvergi náir skeika. í brókunum er það enn þá kjurt, illa þó til reika. Adrepur. Eftir Eilif Ófeigsson. II. Yerkmannaskólar. Því hefur löngum verið haldið fram og því trúað til skamms tíma, að alþýða á íslandi væri miklu betur að sér en í öðrum löndum. Hér væri alþýðumentun á mjög háu stigi. Þetta er nú ein þjóðlygin okkar. Sannast mun það að segja, að fleiri alþýðumenn kunni hér að lesa og skrifa að tiltölu en viða erlendis. En það út af fyrir sig er engin mentun, — ekkert nema tæki til mentunar. í hverju hefur þessi háttlofaða og »margprísaða« alþýðumentun á íslandi verið fólgin? Jú, í því að íslendingar hafa verið vel að sér yfirleitt í fornsög- unum, — íslendingasögum, Noregs- konungasögum, riddarasögum og rímum, — kunnað að segja þær eða kafla úr þeim, oft nærri orð- rétt, en dómgreindarlitið og lítil skil kunnað á sambandi orsaka og afleiðinga í viðburðaröðinni. Kunnað vel að segja frá bardögum. Vitaskuld hafa einstöku menn og þeir allmargir tiltölulega verið fræðimenn, þótt ólærðir væri og í alþýðuflokki, og einnig hafa verið og eru til enn alþýðumenn, er gera sér allítarlega grein fyrir atburðum sögunnar. Og ýmsir alþýðumenn eru líka sæmilega að sér í ýmsum öðrum fræðum, svo sem almennri sögu, landafræði o. fl. En þeir eru leyfi eg mér að segja undantekn- ingar frá því sem alment er. Ekki skal því hér heldur haldið fram, að allir séu vel mentaðir, þótt skólagengnir séu og »lærðir« kallaðir. Enda er öll skólamentun vor, að fráskilinni háskólamentun, ekkert annað en mentunartæki, — óhjákvæmilegur undirbúningur og fræðsla, er þarf til þess að geta notfært sér hina raunverulegu mentun, sem lífið og lestur góðra rita veitir, samfara ýmislegri hag- kvæmri rannsókn og tilraunum. En einmitt af því að skólament- unin er vegurinn til menningar, er mikils um vert að sem flestir geti

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.