Fréttir

Tölublað

Fréttir - 09.07.1918, Blaðsíða 1

Fréttir - 09.07.1918, Blaðsíða 1
DAGBLAÐ 71. blað. Reykjavíb, þriðjudaginn 9. júlí 1918. 2. árgangur. w XJrslitakappleikur milli Víkings og skipsmanna af Islands Falk verður kl. 9 annað kvöld. Játningin. % Ejtir Elsu Dahlén. Jeg kveð mjer hljóðs, á meðan Ijósið lifir, en lampinn tœmist — eftir stundar-bið, og myrkrið sœkir á og vofir yfir. Nú eru forvöð hinstu’ að talast við. Við eyddum okkar sumri’ í sól og hjali, en sál mín geymir launung sjer til meins, er, þótt jeg vildi’, eg þorði’ ei hreyja’ í tali og þagði svo, — þú spurðir aldrei neins. Nú kemur nótt, og bœði hugum hljóðum við horfum máske lengra, og inn á við. Og áður en skyggir langar mig í Ijóðum að Ijetta’ á hug, — um dóm þinn svo jeg bið. Reyn þú að muna. — Lít þú langt til baka, — z' liðnum draumum minning grœtur hljótt. — Pey, — andvörp lampa-loginn er að taka og Ijósið deyr. Nú missi’ eg allan þrótt. Guðm. Gnðmundsson. Ný bökZ HEÆÐUB I. eftir SsSig-. Heiðdal. Fæst hjá bóksölum. Aðalútsala í bókaverzlun Arinbj. Sveinbjarnarsonar. Islandsmál í norskum blöðum. í norska stórblaðinu Tidens Tegn er einatt ritað ura íslandsmái af góðvild og skilningi. Hefur blaðið fylgst vel með í því, er ritað er um þau í blöðum Dana og Svía, og veit vel, hverju fram fer hér heima. Ein þessara greina hefur áður verið birt í blaði voru. Oflangt mál yrði að birta allar þessar greinar, enda ástæðulaust, þar sem flestar þeirra eru að eins frásagnir um gang mála vorra, er allir þekkja, en rétt er rþar skj'rt frá í flestum atriðum, og mun réttara en yfirleitt í er- lendum blaðagreinum um ísland. í blaði þessu er löng grein 9. maí síðastl.: »ísland nú og fyrr«, með myndum frá íslandi og yfirlits- greinargerð um menningu þjóðar- innar. Hefur grein þessa með kvæði Munchs hinu fræga, er Matth. Joch. hefur þýtt: »Lýsir af eyju við ís- þoku slóð«. Og þá segir svo að kvæðislokuin: »Síðan A. Munch orti þetta, hafa íslendingar að mestu leyti losnað undan »erlendu valdi« (svo í ísl. þýð. M. J„ en í kvæðinu og blaðinu stendur: »fremmede Love«) fyrir ótrauða sjálfstæðisbaráttu. Svo er að heyra á síðustu fregn- um frá Danmörku, að íslendingar muni fá fána sinn viðurkendan með góðu og leyfi til að nota hann á öllum höfnum. Ef svo fer, gleður það vafalaust alla hér í hinu forna ættlandi íslendinga. En hvernig sem því lyktar, er eigi annað unt, en að hlýr samhugur Norðmanna fylgi íslendingum í frelsisbaráttu þeirra........« Pá er minst nokkuð á fjár- málaviðskifti Dana og íslendinga, og því meðal annars haldið fram, að íslendingar hafi að eins »under Reservation« — með fyrirvara — tekið við rikissjóðstillaginu danska sainkv. stöðulögunum 1871, er banir hafi sett einhliða, og aðeins tekið við því sem afborgun fyrir eignir, er Danaríki hafi tekið í sína e'gn í siðaskiftatíðinni, fyrir seldar eignir íslenzkrar kirkju og tjón það, er ísland hafi beðið af einokunar- Verzlun Dana frá 1602—1786. Þá Segir svo í greininni: »Það sem nú er mælt að sé pólitisk krafa Islendinga —, að ísland sé fullvalda ríki og sam- bandið við Danmörku persónu- samband — var í raun réttri sam- þykt á Alþingi 1909. Ef þess er spurt, hvort hin fámenna íslenzka þjóð geti bjargast á eigin spýtur, getur hún bent á það, meðal ann- ars, að fólksfjöldi á eynni var meiri en nú í lok 11. aldar, áður en sambandið við erlenda þjóð komst á. Og nú eru/ möguleikarnir þó meiri en þá til þess að komast vel af, og komst hún þó^vel af i þann tíð, svo telja má^ víst, að henni fari enn drjúgum fram. En í ófriði yrði íslendingar allra þjóða vanmáttugastir — svo vanmegna, að hvert það ríki, er beita vildi her- valdi við þá, hlyti að kenna sig seka um hinn mesta glæp samtíðarinnar. Og svo mikið gott eiga bæði hinar germönsku og engilsaxnesku þjóðir hinni fornu einkennilegu íslenzku menningu upp að unna, að máttug öfl mundu einnig af þeim ástæðum vaka yfir því, að Islendingar yrði ekki ofbeldi beittir«. — í annari grein’ í sama blaði er sagt frá því er »Sterling« kom fyrst með fána vorn til Noregs, — (Overland) Sími 128. blakti íslandsfáni á því fyrstu skipa á Kristjaníu-höfn í vetur. — Flytur blaðið mynd fánans við sigluhún, en harmar það, að eigi blaktaði hann í heiðurssæti, en danskur fáni var í öndvegi á ís- lenzku skipi og danskt þjóðernis- merki (Dannebrog) málað á hliðar þess, svo að fáir gáfu hinum ís- lenzka fána gaum, er hann blakti að eins sem hvert annað »firma- merki« á skipinu. Mjög er það ræktarlegt af Norð- mönnum að taka svo jafnan svari voru sem stórblað þetta gerir, með fullri einurð, en kurteisi og góðu trausti á því, hvernig Danir muni reynast í fullveldismálum vor ís- lendinga. Munum vér þar fyrst og fremst njóta sanngirnis þeirra og blóðs þess, er rennur til skyld- unnar, en þá eigi síður þekkingar á málstað vorum fyrir rit N. Gjels- vik prófessors o. fl. mætra manna. „trð“. í 63. tbl. »Frétta« er A. J. að amast við tillögu minni um orðið »úð«, er birtist í Morgunbl. fyrir skömmu. Að sjálfsögðu viður- kennir hann, að full þörf sé á því, að finna hugtakinu »Stemning« ís- lenzkt heiti, en hitt vill hann ekki játa, að tillaga mín ráði bót á þeirri þörf. Og þó felst hann á, að í niðurlagi samsetninga sé ekk- ert að athuga við úð í þessari merkingu. Það verður hann að játa nauðugur viljugur. En hon- um virðist ekki vera það ljóst, að með því er í rauninni björninn unninn. Eg tók það einmitt fram, að þannig mundi orðsins tíðast þörf. Og mér er næst að halda, að ávalt megi koma því svo fyrir ósköp eðlilega. Hugtakinu er sem sé þannig varið, að það er jafnan

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.