Fréttir

Tölublað

Fréttir - 10.08.1918, Blaðsíða 1

Fréttir - 10.08.1918, Blaðsíða 1
103. blað. Faslar ferðir iil Piagvalla annan hvern dag frá Nýja Landi, sími 367. Nýr Over- land-bill fæst ávalt í ,privat‘- ferðir. Magnús Skaftfeld, sími heima 695. Sitð til fólirbxti'. Almennur áhugi mun nú orðinn með sveitabændum víðsvegar um land að afla sér síldar til fóður- bœtis í grasleysisári þessu, og munu margir ekki í horfa, þótt nokkuð þurfi fyrir að láta, svo mikið sem er í húfl, þar sem er bústofn þeirra mest allur. Nýlega var í blaði einu veizt að þeim fyrir vanþekkingu, er hvetja vildu bændur til að »kaupa síld«.- En þó er þar ekki borið á móti, að síld sé gott skepnufóður, að eins að ekki sé of mikið gefið fyrir hana, og bent á ráð til þess, að fá ódýra síld, sem sjálfsagt er goít ráð, ef að haldi kæmi. En það ráð kemur ekki almenn- ingi að haldi, þótt einstöku maður gæti ef til vill birgt sig að fóður- bæti á þann hátt. Ráðið er, að bændur, jafnvel heil sveitarfélög fái sér umboðs- menn í síldveiðistöðum til þess að kaupa úrgangssíld, þ. e. síld, sem fer forgörðum við flutning á land, — marða, skemda, særða síld og síldarbúta, sem eftir verða við söltun og venjulega er kastað í sjó eða í safngryfjur. Svo og sild er höf. segir »selda lágu verði« í bræðslu eða í sjó fleygt, ef engin bræðslustöð er nálæg." Og í þessa síld á annað hvort að nota úrgangssalt eða láta hana ósaltaða í tunnur — t. d. tómar steinolíutunnur, er höf. virðist ætla, að fáist fyrir 5—6 kr. — hella af henni sjálfrunna lýsinu að vetr- inum og bræða enn á ný og nota ásamt bömsunum til skepnufóðurs. Þótt greinarhöf. sé kunnugur á síldveiðistöðum, mun hann játa það, að þótt saman væri lagt á öllum síldveiðistöðunum, fer aldrei svo uiikil síld forgörðum á þann hátt, — við flutning á land og söltun— að nokkru myndi nema til fóður- bætis landsmönnum. Og ef salt þrýtur, mundu síld- veiðamenn tæplega halda út dýrri DAGBLAÐ Reykjavík, laugavdaginn 10. ágúst 1918. 2. árgangnr. Undir regnhlífinni. Eftir LUDWIG BARTOK. Hauslregn í húmi drýpur, — frá hljómleikum gengur öld. Nú œtla jeg, Ijúfan mín litla, að leiða þig heim í kvöld! Pað rignir og rignir í ákefð, en ráð jeg kann þvi við: Nú bregð feg upp regnhlíf — við reikum í rökkrinu — lilið við hlið. Hve kgnlega bregður: — það birlir svo blik í augu mjer skín. Að kvöldhimni allt í einu er orðin regnhlífin mín! Og kringum mig stafar og streymir frá stjörnum geisla-flóð. — Ætli það sje ekki’ augun þín, ástin rrtin Ijúf og góð ? Gaðm. Guðmundsson. (Ludwig Bartok er ungverskl Ijóðskáld, fœddur 1851). fú vestirvigstilmnn. Bretar og Frakkar sækja á aust-suðaustan við Amiens og hafa sótt fram um 4 kílometra á breiðu svæði. Leir hafa tekið hæina Moreail, Demnin og Aboucourt. ljdjferich . er nýkominn til Berlín til þess að gefa skýrslu um að- stöðuna og ástandið í Rússlandi. útgerð til þess eins, að veiða síld til þess að selja sérlega vægu verði til fóðurbætis, a. m. k. yrðu þeir að fá fyrir útlögðum kostnaði og mundu bændur varla telja það »vægt verð«. Úrgangssíld er einnig seld til á- burðar á tún í síldveiðistöðum og grend við þá, og þótt hún hafi ódýr verið að undanförnu, er óvist að svo yrði, ef síldveiðimenn vissu að ettirspurn eftir henni ykist, og »umboðsmaður« færi að fala hana af þeim. Úessir umboðsmenn mundu og eitthvað vilja fá greitt fyrir snúð sinn, þótt ef til vill væri það nú engin ósköp. En verkið, að hirða og tína saman úrgangssíld og setja í ílát, gerir sig ekki sjálft, og svo er mikið annríki í síldveiðistöðum um veiðitímann, að enginn þarf að hugsa til, að fá fólk til þess verks fyrir lægra kaup, en aðra sildarvinnu, þar sem jafnvel börn og gamalmenni fá jafnhátt eða hærra kaup, en sveitabændur borga nú kaupafólki sínu. — Steinolíu- tunnur munu nú varla fást tómar undir 10—12 krónum, — svo hætt er við, að þessi úrgangssild yrði nokkuð dýr, þegar öllu er á botn- inn hvolft. Nei, eins og sveitabændur láta eftirspurn ráða verði afurða sinna, eins mega þeir vita, að sjávar- bóndinn gerir og útvegsmaðurinn við sínar afurðir, — jafnvel þótt úrgangsvara sé, ef fast er sótt á að fá hana. En þótt ráð greinarh. geti ekki komið almenningi að notum eins og hann segir í þetta sinn — ekki fyrir það, að þau komi of seint, því að þau hefðu ekki komið al- menningi að haldi af framan- greindum ástæðum, þótt fyr hefði komið — þá eru þau góð á sína vísu. Lau eru bending um bót á hirðuleysi því, er víða ríkir, skort á nýtni, er ekki verður um of ámælt. Því að þótt ekki fari svo mikið forgörðum af sjófangi ýmiskonar, að nægi til að birgja landsmenn að fóðurbæti í illu ári, skemmist svo mikið af slíku fyrir trassaskap, að stoð gæti verið að i meðal-ári, auk þess sem sjófang er ágætis áburður. Og einmitt af skrifi greinarhöf. geta sjávarbændur, sérstaklega kíld- veiðimenn, séð, að fé er að vinna með því að hirða úrganginn og selja sveitabændum a. m. k., ef þeir eru ekki alt of dýrir á lion- um við þá. Fóðurbætismálið mun nú fyrir áhuga landstjórnar og bænda vera að komast i sæmilegt horf, og munu framkvæmdir til þess að bjarga bú- stofni bænda eigi stranda á neinni smásmygli né kotungs-hugsunar- hætti, sem þjóðinni er með öllu ósamboðin.

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.