Fréttir

Tölublað

Fréttir - 14.09.1918, Blaðsíða 1

Fréttir - 14.09.1918, Blaðsíða 1
FRÉTT DAGBLAÐ biðja menn um bíla á Nýja-Landi, sími 367 Magnús Skaftíeld Stefán Jóhannsson Bókmentir. Ársrit hins íslenzha fræðafélags í Kaupmannahöfn, með myndum, 3. ár, Khöfn 1918, hefur oss verið sent til umræðu. Vel útgefið er ársritið að vanda og ódýrt mjög, 1. kr. til ársloka, en er 152 bls. í stóru 8 bl.br. Fyrst er »Einangrun« löng rit- gerð eftir dr. Þorv. Thoroddsen, — þá »Nokkur orð um landaþekking« eftir sama. — »Frá írlandi« (höf. ekki nafngreindur). »Norðurlönd« eftir Boga Th. Melsted, — Fjöldi »smágreina« eftir ýmsa, mest eftir Boga Melsted. Fyrsta ritgerðin »Einangrun« er mjög fróðleg og fjörugt rituð, eins og alt er dr. Þ. Th. ritar. Segir í I. kafla hennar frá áhrifum þeim er einangrun hefur á dýralíf og jurta, hversu hún varðveitir líf- tegundir og þjóðflokka, er ella mundu undir lok líða, siðu og háttu þjóða, er ella mundu semj- ast að siðum stórþjóðanna. Eru þess mörg dæmi talin af fróðleik miklum. í II. kaflanum ræðir um áhrif einangrunar á íslendinga sér- staklega, kosti hennar og galla, og er þar margt rétt mælt og vitur- lega, en eigi viljum vér jákvæði gjalda við öllum skoðunum hins háttvirta höf., þótt frægur sé, — svo sem að nota útlendar skóla- bækur í æðri skólum vorum. Vér játum að illkleift er fyrir kostnaðar sakir að gefa út á íslenzku stórar og dýrar sérfræðibækur til not- kunar í háskóla íslands, en nauð- syn verðum vér að telja það, ef þess er nokkur kostur. Sérstaklega ætti allar kenslubækur í almenn- um fræðum handa Mentaskólan- um að vera íslenzkar. Nemendur verða að venjast við að hugsa og segja frá og rita um fræði þau, er þeir nema þar, á móðurmáli sínu. Einmitt það sézl gjörla á skrifum Lítill ágóði Fljót skil VERZLUNIN Lítill ágóði Fljót skil EDIN 2 9 8^ s,„mi ^ 298 P Nýkomið mest og bezt úrval í bænum af vefnaðarvöru og glervöru Vefnaðarvörudeildin: Alklæði — Kjólatau, mikið úrval — Flunel, hvít og mislit — Fiðurheltléreft — Sængurdukur — Lakaléreft, fl. teg. — Drengjafataefni — Rifstau svört og mislit — Kvennskyrtur — Náttkjólar — Millipils — Tvinni — Smellur — o. m., m., fl. Glervörudeildin: Leir- og postulínsbollar, ótal teg. — Diskar — Skálar — Tarínur — Kartöfluföt — Fiskiföt — Þvottastell — Þvottaföt — Olíuofnar — Prímusar og prímus- hausar — Kolakörfur — Kolaskúffur — Bollabakkar — Brauðhnífar — Brauðbakkar — Mjólkurkönnur — Tepottar — Kaffikönnur — Straujárn — Strau- pönnur — Pvottabretti, gler og tré — Ferðatöskur Rottugildrur — Lampaglös og kveikir — Sunlight Sápa — Handsápa — Fægiduft — og ótal margt fl. | | | Vörur sendar heim | | | Verslunin EDINBORG Litili ágóði Fljót skil Hafnarstræti 14 Sími 298 margra »lærðra« manna hér á landi, að þeir hafi hugsað og ritað á erlendu máli og meira að segja ber setningaskipun dr. Þ. Th. sjálfs þess ótvíræðan vott bæði í þessari ritgerð og hinni næstu og víðar í ritum hans, einkum í seinni tið. Háskólavistin bjá Dönum og Hafnardvöl ýmsra íslenzkra menta- manna hefur verið meinvættur tungu vorri einkum síðustu ára- tugina. Fjölnismanna og Jóns Sig- urðssonar hugurinn og áhuginn á því, að fegra og hreinsa tungu vora, hefur einhvern veginn yfir- gefið þá í seinni tíð. »Landaþekking« eftir Þ. Th. er eigi ómerkileg grein, og gaman að ýmsu í henni, því fjörug er frá- sögnin um skakkar hugmyndir Is- lendinga um útlönd og útlendinga um ísland. »Frá írlandi« er mjög fróðleg og merkileg ritgerð í 3 köflum. — Segir þar skýrt og skipulega sögu íra að fornu og nýju og er átakan- lega lýst þar grimdar- og heimsku- verkum Breta gegn írsku þjóðinni fyr og siðar. Mun grein þessi lesin verða hér á landi með mikilli at- hygli. Ritgerð Boga um »Norðurlðnd« kemur víða við. Sparar Bogi þar eigi stór orð i garð íslendinga, einkum landsmálamanna þeirra hér, er eigi eru »Skandínavistar« eins og hann sjálfur, og er Bogi »dansk- ur vel« í ritgerð þessari. Kennir hins sama í »smá-greinum« hans sumstaðar, svo sem á bls. 132, er hann telur vafa leika á, hvort Muller amtmaður hinn danski, er »kríumálið« er við kent (var hér amtmaður 1688 — 1718) hafi »verið lakari embættismaður en sumir af ráðherrum þeim, er sjálfstæðis- mennirnir hafi komið til valda á vorum dögum«. Boga virðist vera heldur illa við sjálfstæðismenn hér á landi og situr sig eigi úr færi að hnýta í þá. Yfirleitt er tónninn til vor ís- lendinga slíkur hjá þeim báðum, Þ. Th. og Boga Melsted, að vér kunnum þeirn litlar þakkir fyrir. Þessi yfir-föðurlegi knésetningar- stíll og hárembingur þeirra sæmir lítt hámentuðum manni eins og Þ. Th,, en er skiljanlegri um Boga. Situr það illa á þeim herrum, að bregða íslendingum um stór- menskubrag og þjóðernisrembing í sjálfstæðis-sókninni, er þeir sjálfir geta eigi minst á mál vor nema með þekkingar-gorgeir og yfirlætis- rembingi, — bregða íslendingum jafnan um þekkingarleysi og hafa

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.