Fréttir

Tölublað

Fréttir - 30.09.1918, Blaðsíða 1

Fréttir - 30.09.1918, Blaðsíða 1
DAGBLAÐ Augun. EJtir SULLY PRUDHOMME. Blá eða dökk, öll blíð, öll skœr — þau blikuðu ótal við morgun-glóð. t grafdjúpum bgrgir þau blundur vær, og blíðröðull enn Jer um veður-slóð. Lágnœttin, dögunum Ijújari, þeim í leiðslu töfrandi bœrðu við. Stjörnurnar lwíldarlausl staja geim, en stjörnur lwarma já nœturgrið. Ó, hefur þeim förlast að fullu sgn? Nei, fjarstœða mesta sá grunur er. En heimur í annari átt þeim skín, hinn ósgnilega er köllum vér. Sem virðist stjörnurnar hverja’ í höf, á liimninum kgrrar þótt skíni þœr glatt, svo bgrgir hvarmanna blástjörnur gröf, en að blik þeirra slokkni’ er ekki salt. Blá eða dökk, öll blíð, öll skœr — þau blikandi augu sem lykjast liér, í víðlendum eilíjðar veröld jjœr hið volduga morgunroð fgrir ber. Gnðm. Guðmundsson. (Sullg Prudhomme, frakkneskt Ijóðskáld, /. 1839. Fékk bókmentaverðlaun Nobels 1902 og andaðist skömmu síðarj. frönskn og Spönsku kennir Adolf Guðmundsson Laugavegi 24. Sími 670. Heima 4—6. Framundan. í sjálfu sér er það íslandi engin nýjung, að vera fullvalda ríki og að hafa rétt til þess, að ráða sér sjálft. Hvorttveggja hefur að lögum verið fullur réttur þess frá því er ríki var sett hér á fót 930. En nú eru margar aldir síðan því auðn- aðist að njóta réttar síns. Er það alkunna, að þegjandi ofríki frænd- þjóða vorra hefur valdið því, fyrst Norðmanna konungar og síðan Dana. Því að þeir rufu allir hinn forna sáttmála og forfeður vora skorti dug og vitsmuni til þess að neyta réttar vors, að hrista af sér konungana, ef sáttmálinn ryfist.— Síðustu hundrað árin höfum vér búið undir þegjandi ofríki Dana og eigum nú loks að komast úr lögleysunni hinn 1. desember næst- komandi. Það gerum vér með hin- um nýja sáttmála, er Alþingi hefur nú samþykt og samþyktur verður með alþjóðar atkvæði 19. október næstkomandi. Vafalaust er það með öliu að þessi nýi sáttmáli er eigi lakari en hinn gamli. Er því mikið undir því kortiið, að vér gætum nú vel til að hann verði framkvæmdur rétt og vel haldinn. Sú yfirsjón varð Dönum nú í samningunum, að þeir vildu eigi Iáta oss í té við- urkenning á fullum rétti vorum, heldur sóttust eftir réttindaveizlum í staðinn. Með þvi hafa þeir skilið eftir óánægjuefni, er veldur því, að nokkrir menn risa gegn sátt- málanurn. Danir ætluðu að ná fullum friði og var það auðsótt, ef þeir hefði kauplaust veitt viður- kenning þá, er þeir voru og eru skyldir að veita. Þó verður því eigi neitað að hérlendum mótstöðu- mönnum samningsins vaxa gall- arnir ofmjög í augu. Hefði verið rétt af þeim að benda rækilega á gallana og einkum á þær hættur, er þeir telja af honum stafa. En því næst ætti þeir að flýta sér að gera ráðstafanir til að varast þær. í samningi þessum felast nú engar hættur, ef rétt er á haldið. En ísland er óvant að vera viður- kent fullvalda ríki, og vandi fylgir vegsemd hverri. Eigi er minna vert að gæta fengins fjár en afla, en sama má segja um sjálfstæðið. Og þar sem ýms atvik lágu nú að því, að vér náðum sjálfstæði voru með litilli fyrirhöfn og alls engri hættu, þá megura vér eiga víst að miklu meiri vandi er að gæta þess en að ná því. t*ess vegna verða nú allir að hafa vakandi auga á því, sem er framundan. I. Framkvæmd sáttmálans. II. Trygging atvinnuveganna. III. þjóðarhagurinn. IV. Þjóðerni og sjálfstæði. V. Andlegt sjálfstæði. [Meira.] Spánska veikitt í Svíþjóð. Símskeyti gat þess um daginn, að spánska veikin hefði drepið 700 manns í Svíþjóð. Sænsk blöð ný- komin segja veikina fara þar geyst yfir og drepa fjölda manns. í einu þeirra er þessa látið getið um veik- ina og faraldur hennar: »Sjúkrahúsin og sóttvarnarhúsin um landið alt eru full af sjúklingum, er tekið hafa spönsku veikina. Fæstir leggjast reyndar í sjúkrahúsin vegna hennar sjálfrar, jafnvel þótt hún taki menn mjög geist, heldur eru það eftirköstin, sem einatt eru býsna alvarleg, er neyða sjúklingana til að leita sjúkraskýlanna og njóta þar aðhlynningar. Flest sjúkrahús í Stokkhólmi, einkum barna-sjúkrahúsin, eru full af sjúklingum, að minsta kosti mikill „Hugfró” Laugaveg 34. Sími 739. Selur i Qölbreyttu úrvali: Tóbaksvörur. §ælgætl, Gosdryhki, öl, Keykj arpípur, ' Tóbakspunga, o. m. fl. Verð hvergi lægra. Vörur sendar heim. hluti af húsrúmi þeirra. Er þar beitt allri þeirri varkárni, er gæta ber um næmar og skæðar farsótlir. í Sera/ím-sjúkrahúsinu eru tveir stórir salir af »spönskum« sjúkling um. Ritstjóri sænska blaðsins hefur snúið sér til forstöðumanns sjúkra- hússins Israel Hoímgren prófessors og spurt hannfrétta um gang veikínnar. Þótti nauðsyn bera til þess, fyrir þær sakir sérstaklega, að allskonar kviksögur og bábiljur hafa verið á ferli manna meðal um veikina og útbreiðslu hennar. Það er t. d. almenn trú manna, að þeir sem fengu hina mannskæðu inflúenzu- veiki 1890 séu óhultir fyrir spönsku veikinni, ómóttækilegir fyrir hana með öllu. Þar á ofan tæmir fólk lyfjabúðirnar að kíníni, ferrín og öllum mögulegum meðölum, er fást án lyfseðla, og heldur að það geti varið sig gegn veikinni með því að eta einhver ósköp af þessu góðgæti. »Er unt að eyða sóttkveikjunum á þennan hátt?« spurðum vér próf- essor Holmgren. »Nei, það er nú öðru nær!« svaraði Holmgren próf. »Hvorki geta fyrri sjúkralegur né noklcur meðöl gert menn ómóttækilega fyrir veikina, Menn geta fengið liana upp aftur og aftur. Sóttkveikjur bessar eru svo áleitnar, að þær láta ekki nokkurt lyf vísa sér á bug svona fyrir fram. Ungum mönnum og hraustum er þó sjaldnast nokkur veruleg hætta búin af veikinni sjálfri, — hún er slæm meðan á henni stendur að visu, og eftir- köstin geta orðið hættuleg, ef óvar- lega er farið. Samt sem áður hefur fjöldi manna aðallega í hersveitum Svía dáið úr henni, — því er ekki að neita. En mannalátin eru ekki afarmörg, þegar litið er til þess, hver geysi fjöldi hefur sýkst. Ástand- ið verður þá í raun réttri eins og við má búast. En hitt er alvarlegt, þegar gamal- menni eða veiklað fólk sýkist. Þá verður spánska veikin einatt sú vindhviðan, er feykir um koll fúnum

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.