Fréttir

Tölublað

Fréttir - 10.10.1918, Blaðsíða 1

Fréttir - 10.10.1918, Blaðsíða 1
F DAGBLAÐ 162. blað. Reykjavík, fimtndaginn 10. október 1918. 2. árgangnr. Svikin stejnnskrá. Herra »sjálfstæðismaður« (Valtý- ingur), þér haflð auðsjáanlega vist- ast hjá Einari gamla til fjósaverka. Annars munduð þér eigi hafa snúið orðum yðar til min í stað þess, að eiga orðastað við Fréttir, er töldu fram öfugmæli yðar um stefnusvikin. En þér megið fyrir mér njóta aðstöðu yðar og láta dulnefnið hylja blygðun yðar. Eg mun eigi ræða við yður um fundahöld í félagi því, sem þér nefnið, að eg sé formaður i, og þar rataðist yður þó satt á munn um formenskuna. Eg get nú vel trúað þvi, eftir munnsöfnuði yðar, að þér eigið alls eigi heima í fé- laginu og eg veit eigi heldur, hvort þér, sjálfstæðismaður Einars gamla 8. október, eruð sami maður sem sá, er í 1. blaði hans misþyrmdi sannleikanum. En eitt veit eg, og það er, að þér hafið aldrei beiðst þess við mig, að fundur yrði hald- inn í þessu félagi. Ef þér eruð fé- lagsmaður skuluð þér fá hjá mér greið svör um félagsmál, ef þér komið til min og biðjist þeirra, en það er lítilmanntegt af yður, að blanda inn í opinbera ritdeilu því málefni, sem lesendur geta ekkert uni vitað. Gerið nú þó fram- vegis, sem yður líkar um það. Nú kem eg að rökvisi yðar. Þér tilfærið þessi orð úr Fréttum: »Sáttmáli sá, er þingið samþykti um daginn, færir oss fulla viður- kenning um fullveldi íslands; hvernig má hann þá skerða full- veldi þess?« — Þetta kallið þér barnalega spurt. Svo byrjið þér og segið: »Fyrst er nú það, að víðurkenning á fullveldi er ekki sama sem /ullveldi«. í*arna þótt- ust þér góður. En hver var að tala um þetla? Blaðið spurði, hvernig sáttmáli, sem hefði inni að halda viðurkenniug á fullveldi (áður óviðurkendu) mætti skerða það, eða hvort þér telduð viður- kenning fullveldis sama sem skerð- ing fullveldis. Þessu getið þér auð- vitað ekki svarað, af því að þér höfðuð hlaupið á yður áður og kunnið nú ekki að draga yður út úr bobbanum. Það er af þvi, að þér skiljið ekkert í málinu. Þér 'vitið ekki, að svo stendur á, að ísland er að lögum fullvalda, en getur eigi notið þess réltar í fram- kvæmd, af því að það vantar við- urkenning fullveldis síns. Þar sem svo stendur á, mun vera styttra liOftskeyti. I. I*ííitíí-í 9. október. í nótt tóku Frakkar stöðvar Ljóðverja suð-austan St. Quentin, eftir harðvítuga vörn þeirra milli Harby og Neuville St. Amand og komust inn í það þorp að norðan. Stórskotahríð grimmileg var háð sunnan Oise og við Suippe. Pjóðverjar reyndu að ná aftur af Frökkum vinn- ingum þeirra í gær norðan Arne, en stórskotahríðin dundi á þeim og fengu þeir ekki að hafst. Tóku Frakk- ar þar yfir 600 fanga í gær. Midveldin bída með óþreyju svara Wilsous. Ztirich: »Stuttgarter Tageblatt« segir óþreyju fólks- ins þar svo mikla eftir því,. að út af flugufregn í blaði einu, að komið væri jákvæði Wilsons forseta við friðar- umleitunum Pjóðverja, hefði orðið slík fagnaðarlæti, að upphlaupi hafi verið líkast. En vonbrigðin orðið afskap- leg, er fregnin reyndist röng. Svipað segja Vínarborgar- blöðin þaðan. Hafi fólkið ekki ætlað að fást til að trúa því, að flugufregnir þær, er fyrr segir, væri ósannar. Símasambandi milli Pýzkalands og Búlgaríu er fyrst um sinn slitið, að því er auglýst er í wBerliner Tageblatt«. II. Opinb. till<. JBaiidaríkjanna. i • Baudarikjaherinn hefur tekið Corney og heldur áfram sókn gegn þrálátu viðnámi Pjóðverja. í Argonne og skógunum vestan Meuse hafa Frakkar og þeir gert stóráhlaup í grend við Caurés-skógana og Haumont-skóg- ana og tekið þorpin: Brabant, Haumont, Beaumont og Consemoie og hrakið óvinina drjúgum undan sér. Beggja megin Meuse hrekja þeir og Frakkar Pjóðverja frá þeim slóðum, er orrustan mikla stóð við Verdun. Fangatala þeirra síðustu daga er yíir 3000 og hafa Frakkar tekið 1600 þeirra fyrir austan Meuse. Auk þess herfang mikið og 18 stórskotabyssur. Fimm miljarðar eru innritaðir af hinu nýja herláni Bandaríkjanna á einni einustu viku. Undirtektir frábærar og framlög stór og almenn. „Hugfró” Laugaveg 34. Simi 739. Selur í Qölbreyttu úrvali: Tóbaksvörur. Sælgæti, Gosdryhhi, ÖI, Reyhj arpípur, Tóbakspuuga, o. m. fl. Verð hvergi lægra. Vörur sendar heim. milli viðurkenningar á fullveldi og fullveldis en þér haldið. En þér komist út úr þessari þoku yðar framvegis, ef þér gerið yður ljóst, að óviðurkent fullveldi (eins og ísland hefur) er ekki annað en réttur til fullveldis, en viðurkenning fullveldis veitir máttinn til þess að nota réttinn. Þetta gerir nú sáttmálinn. Hann leysir bundið fullveldi íslands. — »Og svo er hitt«, segið þér, »þau ákvæði geta verið í sáttmálanum, sem hann*svo kall- ar, að fullveldið skerðist ...... Slík ákvæði geta verið i einhverj- um sáttmála, en þá felst ekki í þeim sáttmála viðurkenning, heldur skerðing fullveldis. Nú sögðu Fréttir, að í sáttmál- anum fœlist viðurkenning á full- veldi íslands. Ef þér vilduð finna að spurningunni, sem fyr var nefnd, þá þurftuð þér frá upphafi að hrekja það í stað þess að snúast þetta eins og hundur i bandi og segja að sáttmálinn gerði ísland ófullvalda, práit fyrir alla viður- kenning. Þetta er nefnilega eins og menn sæi yður vera að skoppa »kringlóttum ferhyrningum«. Þér komið nú og að þessu eftir allan hringdanzinn, og hvernig fer þá? Eftir það farið þér með stað- lausu stafi og ranghermi. Hvort þau eru gerð af heimsku eða ill- vilja, fer eftir gáfnafari yðar. En séuð þér meðal-greindur maður, þá hefðuð þér eigi þurft að segja svo rangt. Þér spyrjið: »Hvernig stendur nú ríkið ísland eftir þessum Bjarna- sáttmála.......?« Og þér svarið: »Engan samning má Island gera við önnur riki af sjálfsdáðum«. Þetta er (víss-vitandi?) ranghermi. 1 7. gr. segir skýrt, að Danmörk fari með utanrikismál íslands í untboði þess. Yðar svar getur eng- inn samvizkusamur og fullvita maður dregið út úr þessu. Þvert á móti: ísland gerir sjálft samn- inga sína við allar þjóðir, en læt- ur að eins danska menn vinna

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.