Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttir

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Fréttir

						DAGBLAÐ
193. blað.
Keykjavík, mánnudaginn 2. desember 1918.
2. árgangur.
fullvdðishátíðin.
í gær var uppi fótur og fit hér
i borginni. Menn vörpuðu af sér
pestarmörunni og tóku fagnaði
þeim tveim höndum, er dagurinn
hafði að flytja.
Veður var hið fegursta, heiðríkt
og þurt. Sólin varpaði geislum sín-
um yfir borgina nókkru áður en
hátiðin skyldi hefjast.
Danska herskipið »Islands Falk«
var árla morguns fánum prýtt
siglanna á milli. Skipaði þar danski
fáninn það hið æðra öndvegi, en
hinn íslenzki hið óæðra.
Stuttu eftir klukkan hálf tólf
gengu hermenn af Fálkanum í
fylkingu með axlaðar byssur og
bera byssustingi, fiá bryggjusporði
og upp á stjórnarráðsblettinn. Safn-
aðist nú að fjöldi manna. Komu
nú foringjar »Fálkans« skrýddir
fögrum einkennisbúningi og sendi-
herrar erlendra rfkja. Gengu þeir
upp að dyrum stjórnarráðshússins,
en þar stóðu helztu borgarar borg-
arinnar, sem boðnir höfðu verið
til athafnarinnar.
Er klukkuna skorti fjórðung
stundar í tólf lék lúðrafélagið
»Harpan« »EldgamIa lsafold«. Því
næst hóf fjármálaráðherra ræðu
sína þá, sem birt er hér í blaðinu
í dag. Var síðan íslenzki fáninn
dreginn við hún á stjórnarráðshús-
inu. Tóku þá allir ofan hatta sina,
»lslands Falk« tók að skjóta, her-
mennirnir kvöddu fánann og lúðra-
sveitin tók að leika fánasönginn
»Rís þú unga íslands merkk. Að
því loknu hóf foringi »Islands Falk«
ræðu þá, sem hér er birt í blaðinu.
Að ræðunni lokinni var leikið
»Kong Christian«. Að lokum talaði
forseti sameinaðs þings fyrir minni
Danmerkur. Er ræða hans birt hér
í blaðinu. Lék siðan hljóðfærasveit-
in »Det er et yndigt Land«. Að
siðustu var leikið »Ó, guð vors
lands«. — Gengu síðan dönsku her-
mennirnir af stað í fylkingu.
Klukkan tvö var hátíðarguðs-
þjónusta í dómkirkjunni. Flutti
biskupinn ræðu. Var þar viðstadd-
ur fjöldi manna, svo sem foringjar
»Fálkans« og sendiherrar erlendra
ríkja.
Hátíðin fór fram hið bezta. Allir
sem við voru staddir tóku af hjarta
þátt í henni og fögnuðu hinu
fengna  fullveldi.
*
Samfagnaðarskeyti.
Svarskeyti frá konungi til sameinaðs þings.
Alþingismaður Jóhannes Jóhannesson Reykjavík.
Drotningin og ég flytjum alþingi hjartanlegt þakk-
læti með hlýjustu óskum um hamingju og gengi til
handa íslandi og þjóðinni.
Christian R.
Skeyti frá Ragnari Lundborg.
Heiðurskveðja til islenzku þjóðarinnar á þjóðardeg-
mum.
Ragnar Lundborg.
Símskeyti frá Akureyri
til forsætisráðherra íslands.
íbúar Eyjafjarðarsýslu og Akureyrarkaupstaðar fagna
því, að óskir og vonir íslendinga hafa ræzt í dag, að
landið er viðurkent fullvalda ríki. Peir vænta að full-
veldið verði lyftistöng til andlegra og efnalegra fram-
fara þjöðarinnar og vilja leggja sinn skerf til þess að
svo megi verða. Peir minnast með þakklæti allra þeirra
jafnt íslendinga sem Dana er fyr og sfðar hafa unnið
að því að fá fullveldi landsins viðurkent, en fyrst og
síðast minnast þeir Hans Hátignar konungsins, er stað-
fest hefir sambandslögin treystandi því að hinn nýi
sambandssáttmáli verði undirstaða undir sívaxandi vin-
áttu og bróðurþeli milli sambands og bræðraþjóðanna
íslendinga   og Dana,   báðum þjóðum til gagns og sóma.
Sýslumaður   Eyjafjarðarsýslu   og bæjarfógeti Akureyrar
Páll Einarsson.
Símskeyti frá Vík í Mýrdal
til Stjórnarráðsins.
Til hamingju með daginn. Mætti hann á ókomnum
árum verða björt minningarstund, þjóð vorri og afdrif
hans heillarík fyrir hið íslenzka ríki.
Gísli Sveinsson.
Símskeyti frá Eskifirði
til Forsætisráðherra.
Eskfirðingar   fagna   fullveldi íslands og óska lands-
(Frb. á 3. síðu.)
Rœía fjártnálaráðherra.
íslendingar!
Hans Hátign konungurinn hefur
staðfest sambandslögin í gær og í
dag ganga þau í gildi. ísland er
orðið viðurkent fullvalda ríki.
Þessi dagur er mikill dagur í sögu
þjóðar vorrar. Þessi dagur er runn-
inn af þeirri baráttu, sem háð hef-
ir verið í þessu Iandi alt að því í
heila öld. Hún hefur þroskað oss,
baráttan, um leið oghún hefir fært
oss að markinu. Saga hennar verð-
ur ekki sögð í dag. Hún lifir í
hjörtum þjóðarinnar. Þar lifir
einnig minning þeirra, sem með
mestri trúmensku hafa vakað yfir
málum vorum. Hér engin nöfn. Pó
að eins eitt, sem sagan hefir lyft
hátt yfir öll önnur á sínum breiðu
vængjum. Nafn Jóns Sigurðssonar.
Hana var foringinn meðan hann
lifði. Og minning hans hefur síðan
hann dó verið leiðarstjarna þess-
arar þjóðar. 1 dag eru tímamót. í
dag byrjar ný saga, saga hins við-
urkenda íslenzka ríkis. Fyrstu
drættina í þeirri sögu skapar sú
kynslóð, sem nú lifir, frá þeím
æðsta, konunginum, til þess sem
minstan á máttinn. Það eru ekki að
eins stjórnmálamennirnir, er miklu
ráða um mál þjóðarinnar, sem
skapa hina nýju sögu, nei, það eru
allir. Bóndinn, sem stendur við orf-
ið og ræktar jörð sina, hann á hlut-
deild í þeirri sögu, daglaunamað-
urinn, sem veltir steinum úr göt-
unni, hann á hlutdeild í þeirri
sögu, sjómaðurinn, sem situr við
árarkeipinn, hann á þar hlutdeild.
Allir, sem inna lífsstarf sitt af
hendi með alúð og samvizkusemi,
auka veg hins íslenzka ríkis.
Og sú er skylda vor allra.
Hans Hátign konungurinn hefir
með því að undirskrifa sambands-
lögin, leitt þá hugsjón inn í veru-
leikann, sem vakti fyrir föður hans,
Friðriki konungi VIII., sem öðr-
um fremur hafði djúpan skilning
á málum vorum. Og í gær hefiir
konungurinn gefið út úrskurð um
þjóðfána íslands, sem blaktir frá
þvi í dag yfir hinu íslenzka  ríki.
Hlýr hugur hinnar íslenzku þjóð-
ar andar á móti konungi vorum.
Fáninn er tákn fullveldis vors.
Fáninn er ímynd þeirra hug-
sjóna, sem þjóð vor á fegurstar.
Hvert stórverk, sem unnið cr af
oss eykur veg fánans. Hvort sem
það er unnið á höfunum, í barátt-
unni við brim og úfnar öldur, eða
					
Fela smámyndir
Blağsíğa 1
Blağsíğa 1
Blağsíğa 2
Blağsíğa 2
Blağsíğa 3
Blağsíğa 3
Blağsíğa 4
Blağsíğa 4