Fréttir

Tölublað

Fréttir - 04.12.1918, Blaðsíða 1

Fréttir - 04.12.1918, Blaðsíða 1
DAGBLAÐ 195. blað. Reykjavík, miðrikadaglnn 4. desember 1918. 2. árgangur. Næsta þing- verður merkilegt þing og mun þess verða lengi minnst til ills eða góðs eftir því, hvern veg því tekst. Síðasta þing bar giftu til þess, að fá viðurkenning fyrir fullveldi fslands í konungssambandi við Dani. En þetta var gert með samn- ingi og muna menn að sum á- kvæðin þóttu orka tvímælis. En þólt þau sé eigi með þeim hætti, sem mótstöðumenn sáttmálans héldu fram, þá eru þau þó svo vaxin, að eigi stendur á sama, hvernig þau eru framkvæmd. Það verður því að sjálfsögðu verk næsta þings, að sjá um að fram- kvæmd öll verði svo, að eigi verði tii fþess, að draga úr eða villa öðrum þjóðum sjónar á eðli sam- bandsins. T. d. verður það að krefjast þess, ef eigi verður það framkvæmt áður, að umboðsmenn vorir í utanríkismálum segi frá þvi og sýni með skjaldarmerki voru og fána, að þeir fari með umboð hins íslenzka konungsríkis. Það verður og að mæla svo fyrir, að vér höfum senditierra þar sein þeir eru óhæfir til að fara með umboð vort, þ. e. a. s. hjá sjálfum sér. Þá er fjöldi laga, sem breyla þarf eða semja að nýju og er það ærið verk og vandasamt. Mun einkum verða að vanda til hinnar nýju stjórnaarskrár, þvi að í henni verða ýms ákvæði, er snerta sátt- málann og framkvæmd á honum. Má einkum nefna ákvæði um hið islenzka ríkisráð, eða þá íslenzku stofnun, er jafngildir ríkisráðum annara þjóða, hvert heiti sem því verður valið hér. Því að það er algerlega rangt að ráðgjafanefndin komi í stað ríkisráðsins danska í íslandsmálum. í þess stað kemur auðvitað íslenzkt ríkisráð. Margt fleira verður líks eðlis, er ákveða verður í stjórnarskránni. Þá verður og að selja lög um íslenzkan þegn- rélt og um það, hvernig menn öðlist hann og glati honum. Mun þar koma Ijóslega fram að það er rangt, er Zahle sagði í ræðu sinui um sáttmálann, að þegnréltur væri gagnkvæmur. Nautn þeirra rétt- inda, er honum fylgja, er gagn- kvæm, en ekki þegnrétturinn sjálf- ur. Pótt íslenzkur þegn njóti þess- ara réttinda í Danmörku, þá heldur hann þó áfram að vera íslenzkur þegn, nema hann afsali sér íslenzk- um þegnrétti og sé veittur danskur þegnréttur. Pá þarf að gera ný lög Fyrirskipanir að fimleikum. (19 11). íþróttir og fimleika æfa landsins börn. Á dönsku ákaft æpa þeir allir, nema Björn1). Þeir kveinka sér og vilja nú keppa loks við Björn. Nú vilja íslenzk verða þau víkingabörn. En veikur er viljinn og veik eru börn. Seiminn dregur aldanna sultargörn. Bictrni Jónsson frd Vogi 1) Björn Jakobsson, leikfimiskennari, sagði lengi einn manna fyrir a islenzku. og breytingar á eldri lögum um alt það, er snertir fánann og notkun hans. Margt fleira þarf að gera, en þetta sýnir að næsta þing á ærið að starfa, og er mikið undir komið að vel takist. Raunar má telja víst að þingmenn geri sitt ítrasta, þar sem kosningar eiga að fara fram þegar að afstöðnu þingi. Þó ætti nú kjósendur þegar að taka öll slík mál til íhugunar, svo að þeir sé við því búnir að segja vilja sinn á þingmálafundum í vor. Nú þurfa þeir að sýna, að þeir vilji og kunni að gæta fullveldis síns. Litiðjeftir næsta þingi, kjósendur, og látið það vita vilja yðar um þessi mál öll. Og gleymið eigi að það á að fjalla um fossamálið. Gætið þess, að fullveldi voru og þjóðerni verði eigi stefnt í voða í því máli. Loftskeyti. Brezk blaðaskeyti 3. des. Frakkar í Klsaísis. Forseti lýðveldisins franska, ásamt Clemencau og öðrum fulltrúum, fer til Elsass og Lothríngen 7. des. Hátídahöld. Áttunda desember fara fram hátíðahöld, og á mánu- dag fara Frakkar inn í Strassburg. Hersýning. Foch marskálkur stjórnar hersýningu, sem fram á að fara og viðstaddir verða nokkur liundruð þingmanna og hundrað manna úr öldungaráðinu. Elsass Lothringen. Tíunda desember fer lýðveldisforsetinn til Colmar og Múhlhausen, og er ællað að þessi dagur marki tíma- mót og upp frá honum tengist Elsass Lothringen aftur móðurlandinu, Frakklandi. Fregn frá Sofíu. Fregn frá Sofíu hermir, að áður en Pjóðverjar yfir- jtorrœn mentaðeilð ( þýskalanði. Eftir hinn alþekta danska vis- indamann og ritsnilling prófessor Karl Larsen. Úr „Pólitiken“. Háskólinn í Greifswald er gömul stofnun, sem reist er á enn þá eldri grundvelli heldur en þeim, sem vor alma mater (háskóli) í Kaupmannahöfn er reíst á. Rubenou borgarstjóri í Greifs- wald fékk þegar árið 1456 leyfi páfa tii að setja á stofn háskóla, og er þess nú eigi laugt að bíða, að á litla vísindakertinu, sem hann þá tendraði í kirkjustjaka, hafi nú logað í fimm aldir, þrátt fyrir það, þólt oft hafi verið að því komið, að stórviðrí hinna ýmsu tíma slöktu á því. Á fimta ófriðarárinu kom eg til þessarar borgar og háskólans, er hin mestu fárviðri, sem menn nú á tímum bera kensl á, geisuðu enn í heiminum. Og koma mín til Þýzkalands hinn fjórða dag októ- bermánaðar 1918, mun mér aldrei úr minni líða. Himinn var heiður, en loft haust- legt og þungt. Fáir ferðauienu höfðu verið á skipinu og mjög fátt var talað. Oss bárust í hendur blöð nokkur, er í land kom, en í þeim I

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.