Frækorn - 15.04.1901, Blaðsíða 6

Frækorn - 15.04.1901, Blaðsíða 6
62 FRÆKORN. nú sat í þessu embætti, hét Burrus Aíraníus*, og var maður mjög siðferð- isgóður og hirðmaður iiinn bezti. Á- samt heimspekingnum Seneka hafði hann verið fóstri og kennari Neros keisara, en nú var hann alls ekki glaður út af því. Burrus las nákvæm- lega þæi' embættisskipanir, sem Júlí- us hafði afhent honum viðvikjandi föngunum, og ákvað þar eftir: „Sá maður, sem heitir Sái, en er nefndur Páll, máverafrjáls, enhonumskal fylgja hermaður". Festus, landstjóri í Júdea, hafði nefnilega skrifað, að mál Páls að eins snerti litilfjörlegar þráttanir milli gyðinglegra sértrúarmanna, og að hann, Festus, mundi hafa geflð Pál lausan, ef hann hefði ekki sjálfur skotið máli sínu til keisarans. Þegar hinir kristnu heyrðu það, að Páll mætti ganga frjálsum, urðu þeir glaðir, og Martialis og kona hans buðu honum að koma endilega og gista í húsi þeirra, Þau sögðu: „Komdu til okkar til þess að hvílast, þvj að guð hefur blessað hús okkar með þrifnaði og friði.“ „Fi iðar hef eg engan rétt til að Jeita“, svaraði Páll, „en hér við hlið mér sjáið þið bróður, sem þarfnast rósemi hins góða heimilis vegna þeirra verka, sem hann ætlar sér að fullenda. Hann er fjölhæfur listamaður: læknir, * Sagan hefur hér leyft sér að taka með tímaskekkju. Höf. málari og rithöfundur. í ykkar húsi skal hann mála myndir af frelsaran- um og móður hans, svo að vér og þeir, sem koma eftir oss, geti séð þær, til þess að það geti verið eins og vér hefðum hina elskuðu líkamlega fyrir augum oss; og hjá ykkur mun hann, leiddur af andanum, rita frá- sögnina um það fyrsta, sem mætti bræðrunum og um gjörninga hinna ■fyrstu sendiboða Krists.“ Og þannig var það. Lúkas fylgdi Martialis til heimilis hans og ritaði þar seinna á árunum guðspjall sitt og „postulanna gjörninga*, og málaði einnig myndir Jesú og Maríu meyjar. Páll leigði sér hórbergi nær þeim hluta bæjarins, þar sem landar hans þá höfðu og enn þá hafa verustað — hinu svo nefnda Ghetto, þar. vsem hið einkennilega þjóðlíf og hinar þröngu, óhreinu götur hvetja málar- ann til að vinna, en þefFæri hans til að hvíla sig. Þetta hús, eða rettara það hús, sem seinna var reist á þeim stað, þar sem Páll bjó, heitir enn í dag „skóli Páls“, af því að hann þar í tvö ár kendi daglega um Krist og þrengdi sér enn dýpra inn í leyndar- dóma Messíasar-kenningarinnar. Þar ritaði hann bréf sín til Efesusmanna, til Filippiborgarmanna, til Kólossa- borgarmanna, og hið litla bréf til Filemons, sem er svo undurfagurt, hvort sem það er skoðað frá almennri

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.