Gjallarhorn - 01.01.1904, Blaðsíða 1

Gjallarhorn - 01.01.1904, Blaðsíða 1
fj/írra,! ttw u i - GJALLARHORR Ritstjórar: Bernh. Laxdal * Jón Stefánsson. NR. 1. ^ Akureyri, 1. janúar 1904. ^ 2. ÁR. Hannes Hafstein. Vjer þykjumst þess vissir, að vjer seðjum forvitni margra manna með því, að láta blað vort sýna svip þess manns, er innan skamms tekur við hinu nýja ráðherraembætti íslands, og það því fremur sem nafn hans hefur opt, undanfarin ár, verið á vörum þjóðarinnar. Hannes Þórður Hafstein er fæddur á Möðruvöllum í Hörgárdal 4. desbr. 1861. Faðir hans var Pjetur Hafstein, amtmaður Norðlendinga yfir tuttugu ár, sonur Jakobs Hafsteins, er var kaup- maður ( Hofsós um og eptir alda- mótin 1800. Faðir Jakobs hjet Niels, og var Jakobsson, en sá Jakob var kallaður Nielsson Heinson og var kom- inn í beinan karllegg frá Jóni Heinesen, er var lögmaður í Færeyjum. Hálfbróð- ir þess Jóns var hinn frægi sjógarpur, Magnús Heinesen herforingi, sem Frið- rik II. sendi til að leita Grænlands og síðar var gjörður út með herskip til varnar skipum móti sjóvíkingum í norðurhöfunum, er þá gjörðu víða ó- skunda. En nokkru síðar var Magm’.s rægður af óvinum sínum og sakaður um að hafa verið i víking sjálfur. Var hann svo líflátinn í Kaupmannahöfn 28. febr. 1589, eptir röngum dómi. Þeir bræður, Jón og Magnús, voru synir Heine jirófasts í Færeyjum, sem var sonur prests nokkurs á Sunnmæri í Noregi. Þegar Heine var á unga aldri rak hann f ofviðri á bát frá landi við Sunnmæri og hrakti til Færeyja. Var hann eptir það kallaður >Hafreki« og ílengdist og kvongaðist á Færeyjum. Móðir Hannesar Hafsteins er síð- asta kona Pjeturs amtmanns, Krist- jana Gunnarsdóttir prests í Laufási Gunnarssonar, alsystir Tryggva banka- stjóra Gunnarssonar; er sú ætt svo’al- kunn, að óþarfi er að rekja hana hjer. Hannes Hafstein ólst upp með for- eldrum sínum, meðan þau lifðu bæði, og svo með móður sinni, eptir að faðir hans dó 24. júni 1875. Segja þeir svo frá, sem kyntust honum í uppvexti, að hann hafi verið bráð- þroska og fyrir jafnöldrum sínum, og jafnan sýnt drenglyndi, ef eitthvað bar til milli hans og leikbræðra hans. — Hann fór kornungur í latínuskólann í Reykjavík og útskrifaðist úr honum 18 ára gamall árið 1880. Sigldi hann þá til háskólans í Kaupmannahöfn og tók þar embættispróf í lögfræði 1886. Um það leyti, sem hann kom til Hafn- ar, var þar mjög fjörugt andlegt líf; rifrildi og gauragangur milli vinstri og hægri manna, sundurlyndi og deilur meðal stúdenta og allt í uppnámi. Tóku íslenzkir stúdentar, sem nokk- urt fjör var í, þátt í því eptir því sem þeir gátu, og varð Hannes brátt þar einna fremstur í flokki. Kynntist hann þá mörgum merkismönnum Dana. Má nefna af þeim t. d. Georg Brandes, og varð Hannes honum mjög handgeng- inn. Er líklegt að hann hafi á margan hátt fært sjer í nyt bendingar og kenn- ingar þessa mesta vandlætara og siða- meistara Norðurlanda, og að Brandes hafi orðið hlýtt í geði til hans sjest bezt á mörgu því, er síðar hefur kom- ið fyrir. Er það og ekki óeðlilegt að svo yrði, þar sem Hannes er gæddur mörgum þeim hæfilegleikum, sem hægt er að ímynda sjer að Brandes mundi helzt kjósa að menn hefðu. Hannes Hafstein. Hannes Hafstein fór til íslands sam- sumars og hann varð kandídat. Var hann þá settur sýslumaður í Dalasýslu, síðar ( Gullbringu- og Kjósarsýslu,‘og svo málfærslumaður í Reykjavík, þar til 3. nóvember 1889 að hann varð landritari. Sama ár giptist hann ung- frú Ragnheiði dóttur Stefáns présts Thordersens, og hafa þau átt 4 börn, er lifa. 26. septbr. 1895 varð hann sýslumaður í ísafjarðarsýslu og bæjar- fógeti á ísafirði, og með brjefi dag- settu 13. nóv. síðastl. skýrði íslands- ráðgjafi Alberti honum frá því, að kon- ungur hefði ákveðið, að hann tæki við ráðherraembætti íslands 1. febr. næst- komandi. — Arið 1901 var hann á al- þingi sem þingmaður ísfirðinga, og var þá, sem fremsti maður í sínum flokki, kjörinn af honum til að fara á fund stjórnarinnar, til að bera fram ósk flokksins um ráðherra búsettan á ís- landi, og er sú ósk nú uppfyllt. Hvaða orðstýr og álit hann hefur getið sjer í Höfn sjest á því meðal annars, að hann er nú fenginn til að skipa ráðherra- sessinn. Síðastl. vor (1903) varð hann þingmaður Eyfirðinga. Þegar ljóðmæli Hannesar Hafsteins komu út í einni heild árið 1893 var hann fyrir löngu orðinn kunnur sem eitt af þjóðskáldum landsins, og var því tekið móti þeim með fögnuði af þjóðinni. Kvæðin bera með sjer, að höfundur þeirra ann ættlandi sínu af heilum hug, og hann yrkir ekki með uppgerðar orðaskrúði, þegar hann lýs- ir hinu tröllslega, en þó fagra, í nátt- úru landsins. En sá þráður, sem gengur 1 gegn um þau og sem einkennir þau mest, er frelsislöngunin — þráin eptir takmarkalausu frelsi, sem engin bönd hvíla á og sem hvergi hefur markað- an bás. Nú hefur hin frjálslynda danska stjórn gjört hann að forverði fyrir frelsi lands síns. Vjer vonum og treystum honum að hann standi á verði í fullu samræmi við framkomu sína að undan- förnu, vonum að eins og hann hefií af einlægni og áhuga barizt fyrir heima- og sjálfsstjórn þeirri, sem loks er feng- in, eins auðnist honum nú — þegar hann heldur sjálfur um stjórnvölinn — að vinna að því að þjóðin færi sjer hið aukna frelsi sem bezt í nyt og það verði henni og landinu til sem allra mestar gæfu og framfara. ýldrepa, Amtmaðurinn yfir Norður- og Aust- uramtinu er eflaust fjölfróður maður, starfsamur og stórveitull af fje, ein- arður og ófælinn að segja sinni eigin þjóð til »siðleysis«syndanna. Hann virðist vera trúmaður mikill og ákafur til þess, að efla menntun landa sinna. Vinur kaþólska kirkju- valdsins og Harboes, vinur klerkanna frá því fyrsta að þeim óx vald og allt til þessa dags. En jeg hef ávallt átt erfitt með að skilja eitt orð, sem amtmaðurinn þó er nokkuð svo örlátur á við þjóð sína, og það er orðið »siðleysi«. Sturlungaöldin var siðleysistími — eptir þv(, sem jeg hef skilið orðið, — en nú er öldin önnur, menn eru ó- herskáir og halda sæmilega gervar sættir; þjóðin þolir góð lög og þá stjórn, sem stillir vel í hóf. Hún er nú um aldamótin, gagnólík því, er Sturlungatíðin var. Amtmaður Briem minnist einnig lítt á »siðmenning« framfaraþjóðanna; milli siðleysis og siðmenningar er mikið djúp, vegurinn hefur reynzt torsóttur og seinfarinn mannkyninu. íslendingar eru að vísu ekki eins siðgóðir og æskilegt væri, en sjeu Englendingar »siðmenntaðir« þrátt fyrir Indversku skuggahliðina, Búastríðið og háttsemi írlandsstjórnar, þá neita jeg því, að vjer sjeum »siðlausir«. Sama verður og þótt vjer sjeum bornir saman við Frakka, með Dreyfus mál þeirra, klaustra rifrildi, skýrlífi her- mannanna og siðfágun fiskimanna þeirra er hjer koma að landi. Þessar þjóðir eru ekki teknar af verri nje óglæsilegri endanum, og samt neita jeg því, að þær sjeu í heild sinni svo miklu framar að góð- um siðum, sem þessi tilfærða orða- táknun amtm. Br. ákveður. Fyrir mig og fyrir þorra alþýðu, væri þarflegt að amtmaður Br. vildi ljóslega skýra þessi tvö orð »siðleysi« og »siðmenning«, gerði það ljóst og skilmerkilega, það getur verið, að vjer þá samþykkjum með honum tákn- un orðanna, en að svo komnu gjörum vjer það ekki. Amtmaður Br. hefur ritað all-langa grein um »íslenzkt þjóðerni« Jóns Jónssonar, og jeg er ósamþykkur ýmsu í þeirri grein, kann mjer nú heldur ekki betur hóf en svo, að jeg læt það opinberlega við veðri komast. »Þjóðin kallar sig söguþjóð og samt á hún enga sögu um sitt eigið líf í margar aldir og kann ekki að meta sagnarrit« — Norðurl. 7. tbl. III. ár. — Það viðurkenni jeg og skil, að vjer eigum enga aðgöngugóða nje henta Islandssögu, og hitt, að það sje ekki nema örfárra manna færi, að meta rjettilega slíka sögu, nje géra hana vel við fyrstu tilraun, og að til samnings hennar þurfi bæði fje og tíma mikinn. Hitt skil jeg ekki, að vjer höfum ekkert sagnarit um marg- ar aldir. Fyrst eru þá íslendingasög- ur, og lýsa þær lífinu til forna svo, að hver sæmilega greindur alþýðu- maður fær skilið kjarna og mörk þess; að þeim er þjóðin elsk, og þeim er fjöldinn manna vel kunnugur. Þá taka við Biskupasögur og íslendingasaga hin mikla (Sturlungasaga). Síðan Ar- bækur Espólíns og eru þær raunar engu síður saga en árbækur, enda táknar höf. það sjálfur með því, að segja »Árbækur í söguformi* og »Drög til Árbóka« fylgja sömu stefnu. Þær taka við þá er Sturlungasaga endar, og þær fræða lesendur sína — sem eru ekki svo fáir — um líf þjóðarinn- ar til ársins 1832. Sýna þeim yfir- gang höfðingja, bæði kennimanna og leikmanna, læging alþýðu, verzlunar- nauð, erlend áþján, niðurdrep þjóð- ernisins, harðæri og óáran, drepsóttir og landplágur; sýna vald kaþólsku kirkjunnar og það, hversu þjóðholl hún var eður eflandi sjálfstraust og starfandi áhuga. Árbækurnar geta siða- bótarinnar og þess einnig, hversu frjáls þjóðin gjörðist þá, getur um >/-

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.