Gjallarhorn - 16.11.1912, Blaðsíða 1

Gjallarhorn - 16.11.1912, Blaðsíða 1
GJALLARHORN. Ritstjóri: Jón Stefansson. • • #"#-#- -#-#-• • • • #♦ • ♦ • ♦ • • • • •••••• • • • • • • • •• • •-•••- • • • • • •• ♦^•^>^•♦• • •♦ VII. 4. Akureyri 16. nóvember. i 1912. Vezlunarsambönd í svíþjóð er bezt að fá með því að auglýsa í , Göteboi gs Handels och Sjöfai fsfidning. Adr.: Upplag 30,000 expl. Qöteborff. Laugardaga 55,000 expl. G. Gíslason & Hay, Ltd. Reykjavík Leith er elzt og stærst af íslenzkum heildsölu- verzlunum, og stendur því langbezt að vígi með að selja og útvega, kaupmönnum og kaupfélögum, allar útlendar vörur, hverju nafni sem nefn- ast, með hæfilegu verði og góðum kjörum og kaupa og taka í umboðssölu, allar íslenzkar af- urðir, svo seljanda verði sem hagnaðarmest. Firmað hefir erindreka í Noregi og Danmörk. Kaupmenn og Kaupfélög! Áður en þið kaupið hjá öðrum, eða ráð- stafið innkeyptum afurðum, ættuð þið að leita upplýsinga hjá G. Gislason & Hay, Ltd. Július Havsteen yfirréttarmdlaflatningsmaður Strandgötu 37 er til viðtals kl. 10—11 f. h. 2—3 og 5— 6 e. h. Talsími 93. Myrens mek. Værksted, Kristiania Viking Remfabrik, — Lövners Maskinforretning — Teknisk Bureau, Stavanger Representeret ved Gust. Blomkvist, Sigíufjord. „Andels Anstalten Tryg“ er stærsta og ódýrasta lífsábyrgðarfé- lagið, er starfar í Danmörku. Árið sem leið voru keyptar lífsábyrgðir í dönsk- um lífsábyrgðarfél. fyrir þessar upphæðir: Andels-Anstalten Try gkr. 18.500.000 Hafnia — 14.317.421 Stats-Anstalten - 13.000.000 Danmark — 6.000.000 Dansk Folkeforsikring — 5.185.652 Carentia — 5.000.000 Nordisk Livsforsíkring — 1.813.371 Fremtiden - 1.293.559 Dan — 800.000 Koldinghus — 200.000 Andels Anstalten langefst á blaði. Barnalíftryggingareru hvergihent- ugi né betri en í þessu félagi. Hægt að kaupa ábyrgðir þannig, að öll ið- gjöld hætta, ef faðir barnsins eða fóstri deyr, en lífsábyrgðin er samt sem áður í íullu gildi og verður borg- uð út á ákveðnum tíma. Allir ættu að líftryggja sig f 'Atidels Anstalten.u Umboðsmaður: Jcm Stefdnsson Akureyri. fRjúpurjf kaupir í allan vetur verzlun J. V. Xausteens á Öddeyri. Til 20. nóvember verða þær borgað- —ZZZIar með alt að ~~ ™25 aur. stykkið. Gránufélagsverzlun kaupir stöðugt nýjar og vel skotnar Rjúpur langhæsta verði Oddeyri 8. nóv. 1912. Héfur fPé/ursson, Hið íslenzka fræðafélag heitir félag sem íslendingar í Kaup- mannahöfn stofnuðu þar f sumar og er tilgangur þess meðal annars sá, að gefa út bækur og handrit sögulegs efnis, er snerta ísland eða íslenzk efni. Formaður félagsins er Bogi Th. Melsteð sagnfræðingur. Félagið hefir þegar farið vel á stað og gefið út tvær bækur: Endurminningar Páls Melsted eftir sjálfan hann og Pislarsögu séra Jóns Magnússonar. Bjarni Jónsson bankastjóri er umboðsmaður félagsins hér á Akureyri og fást bækurnar hjá honum. Þegar Hafnardeild Bókmentafélags- ins var flutt heim voru ymsir íslend- ingar í Höfn óánægðir yfir að þar væri enginn félagsskapur til stuðn- ings íslenzkum fræðum svo sem verið hefir nú um langt tímabil undanfarið og hugðu þeir þá á stofnun slíks fé- lags sem nú er komið í framkvæmd. Er enginn vafi á að íslenzkum bók- mentum getur orðið hinn mesti styrk- ur að félaginu, því Ijöldamargt er enn óprentað af íslenzkum handritum, sem liggja á söfnum í Khöfn og flestum hulinn fjár sjóður. íslendingar ættu S RJUPUR stöðugt keyptar og borgaðar hœsta verði. Verzlun Sig. Sigurðssonar. 3 Köbenhavns Margarinefabrik selur bezta og ódýrasta smérlíki sem er á boðstólum. Rað er hvítt eins og ásauðasmér, alveg ólitað, svo kaupendur verða ekki svikn- ir á efni pess. Dýrari tegundir pess eru eins og bezta rjómabúa- smér að gæðum, en mikiu ódýrari, Áreiðanlegum kaupendum gefinn laijgur gjaldfrestur. Aðalumboðsmaður á íslandi: Jón Stefansson Akureyri, þvi að kaupa þær bækur er fjelagið gefur út og styrkja það á þann hátt. Þeim mönnum sem nú eru í stjórn félagsins er vel trúandi til þess að velja vel það sem út verður gefið. + Jón Borgfirðingur andaðist í Reykjavík 20. okt. síðastl eftir 10 daga lasleika. Jón Borgfirðingur var fæddur á Hvanneyri í Andakil í Borgarfirði 30. september 1826, Hann langaði mjög að ganga skólaveginn í æsku, en gat ekki af eigin ramleik og átti enga að er hjálpuðu. Mentaði hann sig því af sjalfsdáðum svo sem hann gat, nam vel dönsku og las með miklum áhuga alt sem hann náði í. Má geta þess til merkis um áhuga hans, og andlegan þroska, að hann fékk sig lausan, hjá húsbónda sínum, tii þess að sækja þjóðfundinn mikla á Þingvöllum 1851, þá 25 árat gamall og sýnir það at- vik að hann hefir fylgt vel með þvf sem gerðist, af eigin hvötum, þvf ekki er kunnugt að hann hafi verið neinum þjóðmálamönnum kunnur um það skeið, er hefðu áhrif á hann, og er þetta atvik alveg einstakt f sinni röð. Laukst upp fyrir honum nýr sjóndeildarhring- ur á fundinum og fór hann sama ár til Reykjavíkur, til þess að afla sér frekari mentunar, því alt af var hug- urinn við það. Þar lærði hann prent- störf hjá Einari Þórðarsyni, og stund- aði jafnframt bókasölu. Sumarið 1854 fór hann norður að Kaupangi í Eyja- firði, til þess að læra þar bókband, og þar kvæmtist hann tveim árum síðar, Önnu Guðrúnu Eiríksdóttur (bónda á Vöglum). Fluttu þau svo til Akureyrar og settust þar að, og rak Jón þar bókbandsiðn og bókaverzlun með miklum dugnaði, en 1865 fluttu þau til Reykjavíkur, því Jón fékk þar þá lögregluþjónsstöðu er hann gegndi með miklum ötulleik og samvizkusemi til ársins 1888. Konu sfna misti hann )88i, Árið 1891 varð Klemens son- ur hans bæjarfógeti á Akureyri, og fór Jón þá til hans og var hjá hon- um til æfiloka, fyrst á Akureyri en síðan í Reykjavík, er Klemens varð landritari 1904, og flutti búferlum þangað. Önnur börn þeirra hjóna, sem upp komust, eru: Finnur prófessor í Höfn, Vilhjálmur cand phil póstaf- greiðslumaður í R.vík dáinn 1902, Ingólfur stúdent, verzlunarstjóri í Stykk- ishólmi, Guðny kona Björns Ðalasýslu- manns og Guðrún, ógift, hjá Klem- ensi bróður sínum. Það var mjög orð- rómað hve Jón lagði mikla alúð við að leita börnum sínum mentunar, enda naut hann þeirrar ánægju, að hjá þeim héldust í hendur góðir hæfileikar og dugnaður, svo þeim farnaðist vel og náðu slíkum þroska sem kunnugt er. Mun það hafa bætt honum upp á efri Tvíritunarbækur Og Verzlunarreikningar fást í prentsmiðju Odds Björnssonar.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.