Gjallarhorn - 07.12.1912, Blaðsíða 2

Gjallarhorn - 07.12.1912, Blaðsíða 2
36 OJALLARHORN VII. Sfórt uppboð. Eg hefi áformað að breyta verzlun minni og læt því selja allar vöruleifar mínar við opinbert uppboð, sem haldið verður við hús mitt við Hafnarstræti nr. 100, og byrjar fimtudaginn 12. des., kl, 11 f. h. Allt verður selt. Langur gjaldfrestur. Akureyri 6. des. 1912. Jóhannesson. Guderin fæst á Akureyrar Apoteheki. Borgið „Qjallarhorn"! Þeir sem hafa veitt blaðinu móttöku frá byrjun, en aldrei borgað einn eyri fyrir það, [eru vinsamlega beðnir að greiða þvi skuld sina nú fyrir áramótin. Upp- hæðin er ekki há hjá hverjum einstökum kaupanda, en blaðið munar miklu að eiga hana hjá mörgum. Það er ekki gefið’út af neinum >flokkssjóði« og þarf á öllu sínu að halda. lendis. Brunaboðar eru 29. Slökkvi- lið er og skipað i bænum og eru í þvi 36 menn fastir, 12 fyrir hvern aðalhluta bœjarins ('þrjá). — Andrés Féldsted augnlœknir kvœntist i haust án „handaálegging- ar“ yfirvalda og klerka og hlaut lof kreddulausra manna fyrir. Nú ný- lega fór Stjórnarráðið á stúfana, úr- skurðaði þetta hjónaband ógilt að lögum, og hótaði Féldsted jafnvel sakamálshöfðun!! Er svo sagt að hann muni ætla að giftast borgara- legu hjónabandi til þess að gera þeim rétt-trúuðu til geðs. — fón Hermannsson skrifstoju- stjóri slasaðist á mánudaginn. Datt á götu í Reykjavík, i mikilli hálku, og meiddist i fæti og handlegg svo hann liggur rúmfastur. — Vélarbátur sem „Export“ hét sökk á laugardaginn á Isafjarðar- djúpi, kom leki að honum snögglega og varð ekkert við gert. Annan vél- arbát bar að þegar „Export“ var rétt að sökkva og gat sá með naum- indum bjargað mönnunum af „Ex- port“ — Landburður af þorski á ísa- firði oggrend. Á laugardaginn höfðu 3 vélarbátar aflað 6 þúsund pund hver. — Pjófnaðarmál mikið og flókið er komið upp i Skagafjarðarsýslu, og hefir Magnús sýslumaður Guð- mundsson haldið réttarpróf i þvi undanjarið. Líkur sagðar til að tveir eða þrír séu riðnir við málið, og aðallega um kinda-þjójnað að ræða. — Christján Popp kaupmaður á Sauðárkróki fór til Kaupmannahafn- ar með „Ceres“ um daginn, alfar- inn frá Sauðárkróki. Kona hans og börn voru farin á undan honum — Peir síra Björn Porláksson á Dvergasteini og Jóh. Jóhannesson bœjarfógeti á Seyðisfirði fóru til Reykjavíkur með „Botnía“ að sögn á hinn væntanlega þingmannafund um sambandsmálið. — Kosningar til Alþingis (í stað hinna dánu alþingismanna) fara fram i Suður-Múlasýslu, Barðastrandar- sýslu og Gullbringusýslu 1. mai nœstk. Trjáplöntun í stórum stil aetlar ungmennafélag- ið >Arroðinn.« f Öngulstaðahreppi, að gera á næsta vori. Hefir Einar bóndi Arnason á Eyrarlandi gefið land til þess í svonefndri Búðalág og ráð- gerir félagið að gróðursetja 8oo plönt- ur fyrst um sinn. Fleiri félög ættu að fara að dæmi >Arroðans« og er þetta þess vert, að því sé baldið á pfti, öðrum til eftir breytni, Ófriðurinn á Balkanskaga. Vopnahlé komið á. Símað var frá Khöfn í gærdag að vopnahlé væri komið á, áBslkanskag- anum, samþykt al báðum málspörtum og ófriðinum þar með þvt lokið að menn vona. Astandið í Miklagarði er hræðilegt segir sama símfrétt. Kólera geysar þar og ætlar alt að drepa. Að meðaltali hafa dálð þar úr henni 50 manns á dag undanfarið. Ekki getur skeytið neitt um mis klíðina milli Serbíu og Austurríkis- og má þvi vona að hún jafnist með stór- Veldagerðinni eða á annan friðsamleg- an hátt. y\kureyri. Afmœli Guðl. Guðmundssonar bæjar- fógeti og alþingismaður 8 desbr. Hallgr. Krislinsson kaupfélagsstjóri og kona hans, komu með >Botniu« til Seyðisfjarðar á miðvikudaginn, úr utanför sinni. Þeirra er von landveg að austan að viku liðinni. Kyikmyndafélagið hefir fengið nýjar vandaðar myndir frá útlöndum með síðustu skipsferðum. Eru það óslitin leikrit sem mörgum mun þykja mikill fengur í að sjá og góð skemtun og vcrður nánar sagt frá þeim sfðar. Fél- agið byrjar bráðlega að sýna mynd- irnar í hinum nýja samkomusal An- tons Jónssonar á Oddeyri og ættu bæjarbúar að sækja vel sýningar þess, svo það geti haldið áfram störfum. Pormóður Eyjólfsson bókhaldari á Sigluíirði, er hefir legið hér á sjúkra- húsinu nær hálft ár, fór heim til sín með >Mjölni« og var á góðum bata- vegi. — Steingr. læknir gerði á hon- um mikinn og hættulegan skurð sem hepnuðist vel, svo hann vonar að Þormóður verði jafngóður og albata Stúdenlafélagið hélt fund á >Hótel Akureyri* 5. þ. m. Þar flntti Matth. þjóðskáld Jochumsson fyrirlestur um >Alþýðuskáld a fyrri öld, á Norður- landi « Fyrirlesturinn var sérlega fróð- legur og skemtilegur. Þyrfti að kom- ast á prent. Skautafélagið. hafði skemtifund f gærkvöld á »Hótel Akureyri.« Félag- ið ákvað, meðal annars, að fara mik- inn »sleðatúr« milli jóla og nýárs, Skipaferðir. Ringheim, norskt eim- skip kom frá Reykjavík á þriðjudag- inn, tekur hér saltfisk og fer austur um land til Spánar. Mjölnir, skipherra Datnm, kom aust- an um land á miðvikudaginn. Farþeg- ar frá Seyðisfirði: Hallgrímur Einars- son myndasmiður og frú hans. Prjonasaumur er keyptur hæsta verði í vefnaðar- vöruverzlun Gudmanns Efferfölger. Frá Seyðfirðlnaum : — Nýlega voru kosnir í niðurjöfn- unarnefnd Pájl Guttormsson bæjargjnld keri og Sveinn Arnason. — Slys 23. f. m. urðu tvö börn f Mjóafirði fyrir skoti er hljóp úr hlað- inni byssu er ungur drengur var að rjála við. Annað þeírra særðist á öxl og baki, hitt á höndum. — Botnvörpungurinn »Ágústa« kom hingað 20 f. m Hafði lent í mikhim bafís, 50 fjórðungsmílur út af »Horni« brotið tvö skrúfublöðin og orðiu lekt, Utan úr heimi. Vara-forseti Bandarikjanna var kos- inn Thomas Marzhall landstjóri í Ind- iana. Hann hefir lítið haft sig frammi í pólitik þar til hann fyrit tveimur ár- um varð landstjóri í Indiana. Þar áð- ur var hann við ýms lögfræðisstörf. I. P. Möller íþróttamaður hefir ferð- ast um England nú undan farið og haldið fyrirlestra um »Mín aðferð,« og gefið leiðbeiningar viðvíkjandi þeim efnum. Nýlcga héldu ýms hinna stærri fþróttafélaga Lundúna honum heiðurs- samsæti þar í borginni. Siórbruni varð nýlega í Ringe í Dan- mörku, var það greifasetur Muckadells, greifa sem brann. Inni brunnu 1200 svfn Og 140 dýr. Húsin voru vátrygð fyr- ir 116 þús kr. en nm gripi og lausa- fé er eigi kunnugt. Jörðin ferst. Þýzkur prófessor Schaltz að nafni, kveðst hafa vísindalegar sftnnanir fyrir þvf að jörðin farist ár- ið 1922. Hann segist bráðlega gera opinberlega grein íyrir sönnunargögn- um sfnum. Parísar-konur nota ilmvatnsinnspraut ingar sér til stundar-hressingar í stað morfíns. / tungubroddinum hefir maðurinn næmastar tilfinningar. Danir eru taldir mestu matmenn heimsins. » Alfons konungur hefir nú fyrir skömmu, byrjað á að kynna sér allt er lýtur að kafarastörfum, og ætlar að bregða sér sjálfur niður á sjávarbotn. Vísindamaður þýzkur hefir stungið upp á að leggja sérstakan háan skatt á þá menn í þýzkalandi sem noti mik- ið útlend orð. Frakkland hefir selt á þessu ári bifreiðar til Englands fyrir 39 miljón- ir króna. Prtslar íEnglandi geta fengið keypt- ar ræður sínar tilbúnar, prentaðar, fyr- ir hverja m^sau, Jíóta- „g netjagarn í verzlun Sig. Sigurðssonar. YSSA tvíhleypt vöríduð, nýleg, hefir horfið nýlega. Merkt Burgsmuller & Sön. Ríflega póknun verður greidd peim sem getur skilað henni eða gefið upplysingar um hvar hana er að finna. Akureyri 2/u 1912 Halldór Skaptason. Tvistur nýkominn í verzlun Sig. Sigurðssonar. í Ást/alíu byrjar sumarið fyrstu dag- ana af nóvember. »Quö blessi bis: KristJán!" Eftirfarandi smásaga er sögð af því er ríkisþingið danska var sett 7. f. m.: Þegar Kristján konungur X, hafði lokið að lesa upp ávarpsræðu sína til þingsins, stóð J. C. Christensen á fætur og sagði: »Konungurinn lifi!«. Þingmenn tóku undir með nfföldu húrra, en þegar síðustu húrra — tón- arnir voru að deyja út, rauf sterk karlmannsraust af áheyrandapalli þögn- ina, og hvelt og snjalt heyrðist um þingsalinn: »Guð blessi þig KristjánD Eftirlitsmaður einn, er var nærstaddur þeim er kallaði þetta, þaut þegar að honum og spurði hverju sætti að hann dirfðist að rjúfa helgi þingsins. »Eg veit eg má ekki tala hér, en það var svo fallegt, það sem hann sagði< svaraði hinn og hvarf inn í mann- þröngina án þess menn vissu hver hann var, en síðan var sagt að það hefði verið gamall sjómaður. Klrkjan. Hádegismessa á morgun. [Skemri guðsþjónusta.j

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.