Huginn - 22.08.1907, Blaðsíða 1

Huginn - 22.08.1907, Blaðsíða 1
NÝJUNGAR (HUCINN) I. árg. Reykjavík 23. ág-úst 1907'. jts 1. Slysfarirnar í Öskju. Lýsing á Öskjuvatni. Hingað bárust fyrir nokkru fregnir um drukkn- un Þjóðverja tveggja norður í Öskjuvatni í Ódáða- hrauni. Það voru þeir Dr. v. Knebel jarðfræðing- ur og Max Rudloff málari. Förunautar þeirra voru þeir Ögmundur Sigurðsson kennari og Hans Speth- mann, ungur stúdent þýzkur. Fyrstu tregnir um slysið voru mjög óljósar og er því tekin hér upp allítarleg skýrsla um það og lýsing á Öskjuvatni, samkvæmt því er blaðið »Norðri« flýtur eftir þeim Ögmundi og Spethmann. Dag þann, 10. júli, er mennirnir burfu, var Ogmundur Sigurðsson á ferð niður á Akureyri til þess að sækja póst og ýmislegt fleira handa þeim félögum. Um hádegisbil skildi Spethmann við þá dr. v. Knebel og Max Rudloff málara, við tjald þeirra í suðausturbarmi Öskjuskálarinnar. Gekk hann í norðurátt, að austanverðu við vatnið, og var það hlutverk bans þann dag að mæla fjallið þar og gera uppdrátt at því. Hinir tveir fóru nið- ur að vatninu og höfðu þeir meðferðis bát, er gerð- ur var úr vatnsheldum dúk að súðinni til, en bönd öll úr málmi. Ætluðu þeir út á vatnið á bátnum og vestur yfir það til þess að leita að stað, er vel væri til þess faflinn að mála þaðan fjöllin um- hverfis. Spethmann dvaldi lengi við starf sitt og kom ekki til baka til tjaldsins fyrr en kl. 10 um kvöldið. Voru þá félagar bans ókomnir. Þoka var yfir, og virtist honum því þýðingarlaust að leita þeirra um kvöldið, enda bjóst hann við að þeir kæmu á hverri stundu. Daginn eftir bóf hann leit eftir þeim og leitaði þeirra i fimm daga án þess að finna þá, eða bátinn. Þótti honum það daufleg æfl sem von var, að vera þar aleinn langt upp á fjöllum og vita ekkert um afdrif félaga sinna. Þó beið hann komu Ögniundar, er kom til baka úr Akureyrarferð sinni að kvöldi þess 15. Leituðu þeir daginn eftir einkum í jökul- og hraunsprung- um, og meðfram vatninu, þar sem unt var fyrir ófærum. Fundu þeir á nokkrum stöðum spor hinna horfnu manna og vetlinga og sáu merki þess, að þeir hefðu livílt sig með bátinn, er þeir höfðu borið á milli sín. Þann 17. fengu þeir bóndann í Svartárkoti og vinnumann bans til þess að leita með þeim; leituðu þeir þann 18., og fundu þá spor alla leið að vatninu og landfestar, er sjá mátti að nota hefði ált til þess að festa bátnum. Frá 19. til 25. héldu þeir Spethmann og Ögmundur áfram leitinni en fundu ekkert frekara. Nú var haíin leit af nýju. Réðust til þeirrar farar 10 menn úr Bárðardal, undir forystu Þórðar bónda Flóventssonar í Svartárkoti og Baldurs bónda Jónssonar í Lundarbrekku. Fluttu þeir með sér bát upp að vatninu og leituðu í fjóra daga, bæði á vatninu og í kring um það, en fundu aðeins aðra árina og tvö kassabrot. Þeim þykir líklegast, að báturinn hafi farizt skamt frá landi, þar sem merki sáust til þess, að hinir horfnu menn hefðu lagt út. Rendu þeir færum á því svæði, en hraunbotn, mjög ósléttur var undir og festust önglarnir í lionum og brotnuðu. Misdýpi var afarmikið; þar sem þeir mældu dýpið var frá 8—40 faðma dýpi. Á einum stað rendu þeir út öllum þeim færum, er þeir höfðu með sér; voru það 240 faðmar, en fundu þó eigi botn. Á einum stað fundu þeir allmikinn hita i yfirborði vatnsins og sáu þess glögg merki, að þar voru liverar undir. Telja þcir voniaust, að likin finnist nokkurn tíma, nema ef vera kynni, að þau flytu upp á yfirborðið, þegar þau taka að rotna. Ögmundur Sigurðsson lýsir landslagi í Öskju á þessa leið: »1 Dyngjufjölium í ódáðahrauni er slakki mikill, sem kallast Askja, fjöllum luktur á alla vegu, rúm míla á breidd frá norðri til suðurs, en nokkru lengri frá austri til vesturs; í botni þessa slakka er hraun, ilt yfirferðar og úfið, sem hefir komið úr mörgum eldgígum í fjallgarðinum alt í kring. Á einum stað að austanverðu er skarð í fjöllin, sem kallast Öskjuop; hafa miklir hraun- straumar runnið út um það. Suðvestan til í Öskju varð öskugosið mikla 1875; er þar eldgigur mikill og afardjúpur með vatni í botninum, blönduðu brennisteinsleðju, græn- gult á lit; sjTður þar og bullar dag og nótt, og legg- ur þaðan óþolandi brennisteinsfýlu. Rétt sunnan við eldgíginn liefir stór sporöskju- mynduð spilda af landinu sokkið niður við gosið; var niðurfall þetta afardjúpt. Nú hefir myndast þar stöðuvatn mikið og djúpt, hefir það smátt og smátt vaxið upp yfir marga hveri, sem áður voru þar. Norðanverðu við vatnið er hamar þverhnýpt- ur, 50 stikna hár, sem víða slútir fram yfir sig, en að austanverðu við það er 4—20 stikna þykt vik- urlag; undir því er gamall snjór, sem vikurinn hefir hlíft. Þegar vatnið nær upp í snjóinn, þiðnar hann undir vikrinum, falla þá oft niður stórar spildur af honum út í vatnið með dunum og dynkjum og stórar öldur ganga þaðan yfir á vatnið. í vikur- inn eru margar sprungur og ilt yfir að tara. Sunn- an vatnsins er snarbrött hlið með brennisteins- hverum; þaðan koma snjóflóð og grjóthrun í leys- ingum út í vatnið og verða þar dunur miklar og ókyrð á yfirborðinu. Aðeins að vestanverðu og á litlum kafla suðaustantil er greið aðganga að vatni þcssu, því að þar er niðurfallið hallandi en ekki þverhnýpt. Vetrarlegt er þar efra 3600—4000 fet yíir sjáv- armál, snjór í öllum lautum og ísrek á vatninu fram í júlí, lítið um gróður eða dýr, aðeins fáeinar flugur, skófir og einstaka ' blómsturplanta í skjóli mót suðri«. »NorðurIand« getur þess eftir Ögmundi, að hiti vatnsins sé nú vart 1 stig, en árið 1884 var hitinn 8 stig þegar þeir Þorvaldur Thoroddsen komu þangað. Nú er vatnið orðið helmingi meira um sig og er á stærð við Ljósavatn i Þingeyjarsýslu. Bróf frá íslandi. Það er ekki mjög fátítt, að dönsk blöð flytja héðan fregnbréf með þessari fyrirsögn. Hér í landi eru nokkrir menn svo innrættir að þeir liafa á- nægju af að skrifa i önnur lönd ýmsa markleysu og falsaðar frásagnir um viðburði, sem hér gerast. Einkum tekst þeim upp að umhverfa sannleikan- um þegar þeir segja frá þingmálafundum cða öðr- um þjóðlegum samkomum. Reyna þeir þá að gera sem minst úr öllu, afbaka atburðina og rægja og smána þá menn, sem við þá eru riðnir. Ágælt dæmi um ónáttúru þessa og ósvífni, er írétta- bréf af Oddeyri dags. 18. júní þ. á. og birtist í »Politiken«, en höfundurinn kallar sig »Köbmand«. Hann segir frá samkomunni, sem haldin var þar 1 kaupstaðnum afmælisdag Jóns Sigurðssonar, á þessa leið: »1 gær var lítilsháttar ungmennauppþot á Ak- ureyri. Það er að segja, að nokkrir unglingar, ekki af betra tægi, en með átján ára embættis- mannsson fremstan í flokki, tóku upp á því að minnast 98 ára afmælisdags Jóns heitins Sigurðs- sonar (hann dó í Khöfn 1874), sjálfsagt að undir- lagi forsprakka stjórnarandstæðinganna. Flokkur- inn kom saman hér á Oddeyri og gekk svo i skrúðgöngu inn á Akureyri, og fremstur gekk em- bættismannssonurinn og bar nýja Tánann, bláan með hvítum krossi. Næstir honum gengu nokkrir félagar hans og því næst kerra, sem í sátu fjórir »staðarsöngvarar«, einn þýzkur skraddari sem horn- leikari, einn skóari úr »Hjálpræðishernuim með Violin, einn snikkari sem líka var með Violin og ökusveinn með flautu og keyri. Aftast í lestinni var barnahópur, piltar og stúlkur og nokkrar gaml- ar konur. Á leiðinni um Akureyri óx lestin og bættust við slæpingar og forvitið fólk og þegar þeir komu að stórum steini, sem liggur við veginn skamt íyrir sunnan Akureyri, þá fanst þeim víst að bann væri vel fallinn til ræðustóls, því að nú gekk formaðurinn upp á steininn og flutti ræðuumfán- ann til unga fólksins! Þrítug búðarloka sem hét Adam leysti hann af hólmi, og talaði einnig til »fólksins« og vék því næst fyrir roskinni konu. En þessi gamla Eva hafði ekki nándarnærri jafn mik- inn byr sem hinn ungi Adam, og hún var dregin niður af steininum með miklum hávaða. Nú sneri lestin við og stefndi inn í bæinn og nam staðar á brekkubrúninni hjá gagnfræðaskól- anum til þess að bíða eftir lækni vorum. Læknir- inn, sem ritaði bækling í fyrra, »Afturelding«, sem þýdd hefir verið í »Tilskueren«, er mjög duglegur skurðlæknir og gáfumaður, en slæmur stjórnmála- maður. Hann er forkólfur í stjórnarandstæðinga- flokknum hér og hann talaði blossandi, klæddur háum hatti og »diplomat«. Að því loknu var end- að með dansi. Nú, alt þetta var nánast broslegt, enda var að því brosað: en það sem óneitanlega vakti mikla undrun var það, að tvær stórar, al- danskar verzlanir flögguðu með bláa fánanum með hvíta krossinn. Tveir smákaupmenn fóru að þeirra dæmi, en aðrar stórar verzlanir mótmæltu þegar með því að hafa Dannebrog uppi i nokkrar klukku- stundir til þess að sýna hverjum fána vér lútum«. Svo mörg eru þessi snjöllu og viturlegu orð! Hversu líkar nú Akreyringum fréttaburðurinn? F réttir. Mislingarnir eru all-ískyggilegir hér í bænum. Á sunnudaginn var sýktist stúlka af mislingum í Selkoti við Brekkustíg (í Vesturbænum). Hafði hún fyrir 10 dögum verið stödd í öðru húsi (nr. 8 í Tjarnargötu) og kom þar þá inn í svip stúlka sú, er fyrst lagðist hér og flutti veikina til bæjarins vestan úr Stykkishólmi. Sýnir þetta, hve afarnæmir mislingar geta verið, því að stúlkurnar höfðu ekk- ert livor við annari snert og aðeins dvalið skamma stund i sama herbergi. Allir sem mislinga geta fengið í þessum tveimur húsum eru sendir i sótt- varnarhúsið. Þingniannavagiiar landssjóðs voru boðnir upp á þriðjudaginn. Ekki seldust þó nema 8 vagnar eða 9, því að verðið þótti heldur hátt. Fóru þeir fyrir 202—225 krónur, sem seldir voru. Hina ætlar landssjóður að eiga fyrst um sinn. Vildu ráðs- menn hans engan vagn láta undir 200 kr. Var auglýst, að þeir hefðu kostað 275 krónur í Dan- mörku. Þessir keyptu vagna: Sr. ólafur Ólafsson, Guðm. Björnsson, Klemenz landritari, Einar Zoéga, ólafur Iljaltested, Hermann Jónasson og Sturla Jónsson kaupmaður. Aktýgi voru seld jafnmörg vögnunum og kostuðu þau 30—40 kr. Hótel ísland. Þar er nú allmikil bylting og ráðabreytni. JLætur Carlsen af stjórn og fer béðan alfari bráðlega, en þær taka við forstöðunni frænd-

x

Huginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Huginn
https://timarit.is/publication/187

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.