Höfuðstaðurinn

Tölublað

Höfuðstaðurinn - 18.03.1917, Blaðsíða 1

Höfuðstaðurinn - 18.03.1917, Blaðsíða 1
169- tbf. Sunnudaginn 18. marz 1917 m HðFTJDSTADURIMT | ! Til st ,Yerðandi‘ nr 9. >: hefir skrifstofu og afgreiðslu Þlaghoitsstræti 5. gj Opin daglega frá 8—8. Útgefandinn til viðtals 2-3 og 5-6. jg Ritstjórnar og afgr.-sími 575. || Prentsmiðjusimi 27. Pósthólf 285. Símfrétt af Akureyri. Fregnir af Goðafossi. Nú er búiö aö bjarga öllam vörunum, sem eftir urðu í Goða- fossi í haust og voru þær seldar á uppboði á Aðalvík nýlega. Stein- oiíufatið var seld á 55 kr. og mjölsekkurinn á 4—5 kr. voru þó kornvörumar vitanlega nokkuð skemdar. Skipið stendur á íéttum kjöl, er hvergi brotið nema í botn- inn og segja menn að enn sé eigi vonlaust nm að megi bjarga því mað vorinu. Skipaferðir. f vikunni sem leið kom skip frá Englandi til ísa fjarðar með tunnur og sait til Karls Olgeirssonar og fór um hæl aitur til Englands til þess, að sækja meira al sömu vöru. Mokafli á ísafirði hvenær sem á sjó gefur. ÁKureyri. Sýslunefndarfundur Eyfirð- inga, verður haidinn í næstu viku og hefst á þriðjudag. Hinar sameinuðu íslenzku verzlanir hafa fengið símfregn um það, að Glyg sé farinn áleiðis frá Englandi með kolafarm til verzl- ananna. Sjónleikur. í dag verður byrj- að að leika hér »Andbýiingarnir< (Genboerne) eftir Hostrup. Er það kvenfélagið Framtíðin, sem stendur fyrir sýningunum, Síld hefir veiðst hér dáiítið á Pollinum undanfarna daga og hrogn- kelsaveiði er nýbyrjuð. Ágætt veður á hverjum degi. „Verðandi* volduga dís víst ertu, — hundgömul; stúka - aldur sem ei bugað fær. Elli þú leggur í kör. Ódáins eplin sem éturð’, þau eru ekki léttmeti stundum, hákarli hraustara fljóð; hetja sem gagn vinnur þjóð. Meir ertu drembin en duflgjörn, dáindis þrifleg og bústin. Ráðherrar ræktu þín boð. Ráðherrar stigu þinn .dans. Heill sé þér dáðríka drós! Drotnaðu, ríktu á Fróni. Kerling sem kveður í drótt karlmensku, vilja og þrótt. Höfuðstaðurinn kostar 6 0 a u r a um mánuðinn, fyrir fasta kaupendur. — Pantið blaðið í síma 5 7 5 ----eða 2 7.---- HÖFUÐSTAflURINN Andri Jarl. Arshátíð heldur stúkan Verðandí nr. 9, sunnudagskvöidið 18. þ. m kl. 87,. Þar skemta: sr. Tryggvi Þórhallsson, Gunnþórunn Hall- dórsdóttir, Fóstbræður syngja, H Ijóðfærasveit Bernburgs o. fl. Aðgöngumiða geta félagsmenn vitjað í Templarahúsið frá kl. 2—-6 í dag. Aðrir templarar geta á sama sfað fengið aðgöngumíða á 1 kr. Öll íslensk þiiskip og flestir mótorbátar nota Svendborgs Grlobus’- dæluna af því hún er lang best. Pantið tímanlega. Sími 605 og 597. Símn, Ellingsen. O. Ellingsen Aðalumboðsmaður fyrir Island og Færeyjar. Lausa vísa. ísafold er ekki svöng sem stendur. Ofan í síg hún ælu fékk oflátungs í 5. bekk, Vísa þessi gengur um bæinn þessa dagana og er i margra munni. Sagt að hún sé síðasta skáldverk »afkastaskáldsins.« Sindri sem átti að fara í gær á hádegi til Dýrafjarðar, er ófarinn enn. Kvæðið, sem er í blaðinu í dag, verður fiutt á árshátíð stúkunnar Verðandi, í kvöld. Augiýsing er hér í blaðinú um fyrirlestur Árna Pálssonar, sem sumum þykir ef til vill fróðlegt að lesa. Alliance Nú mnn vera aö raestu lokið við að !osa hana og er sagt að hún verði tekin upp í Slippinn til aðgerðar í næsta stórstraum. Stúdentafélagið er sagt að ætli að halda fund á miðvikudaginn og að banniögin verði þar til umræðu. — Fróðlegt verður vafalaust að vera þar, því að ekki eru allir bannmenn í Stú- dentafélaginu, Meðal farþega að norðan á Ceres var Sigurjón Jónsson cand. theol., úr kynnisför norðan úr Fljótum. Síldarvinna. Stúlkur, sem ætla að ráða sig í síldarvinnu hjá mér í sumar, eru beðnar að gefa sig fram sem fyrst. — Stúlkur, sem hjá mér voru í fyrra og mér líkaði vel við, ganga fyrir. Gustaf Grönvold. Veðráttan í dag | Loftv. Átt Magn Hiti Vme. 755 V 2 2.5 Rvík 753 vsv 3 2.1 Isafj. 750 7 2.4 Akure. 749 A 1 5.0 Grst. 716 S 3 0.8 Seyfj. 748 S 4 4.9 Þórsh. 754 V 8 4.6 Magn vindsins er reiknað frá 0 (logn) til 12 (fárviðri).

x

Höfuðstaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Höfuðstaðurinn
https://timarit.is/publication/188

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.