Ingólfur

Tölublað

Ingólfur - 10.06.1906, Blaðsíða 1

Ingólfur - 10.06.1906, Blaðsíða 1
INGÓLFUR. IV. ÁR. licykjavík, suimudaginn 10. júní 1906 26. blað. ikófatnaðardeildin i skul- Do. Do. Do. frá 1,10 — 5,80 — 4,50—6,00 — 5,45 — 5,50—8,50 — 8,50—12,00 — 9,75—12,25 — 9,00—10,85 — 4,25—6,55 3,95, 4,15, 5,25 frá 7,65—7,90 er altaf vel birg af alskonar skófatnaði, og fær nýja viðbót raeð hverju skipi; um vér nefna nokkuð sem til er: svo sem: Yíir 20 tegundir af barnastígvélum og skóm Telpustígvél fín, brún og svört margar teg. Do. ódýrari með skeifu á hælum Drengjaskér spentir á rist Drengjastígvél margar teg. Dömu Clievrauxstígvél með lakktáhettum Do. Do. brún Do. Boxcalfstígvél mjög haldgóð Boxcalfbandaskór og rista Chevrauxskór og rista á Boxcalf reima- og hnepptir skór Karlmanna Boxcalfstígvél svört og brún, spent og reim, fín — 13,25—14,00 Do. Do. — 9,00—10,00 Mjög margar teg. af karlmannaskóm — 5,85 Miklar birgðlr af hinum makalausu verkmannastígvélum sem, eins og allur annar skófatnaður sem nú er til í Edinborg, eru beinlínis verzlunina. Öummiskór og skóhlífar af öllum stærðum. Sex teg. Legghlífar brúnar og svartar frá 3,00—6,00. Alskonar skósverta og áburður, reimar og ótal m. fl. Sérhver sem keypt heflr skófatnað í Edinborg, vill ógjarna annarstaðar úr því, því að reynslan heflr sýnt: að hann er sterkur, að hann er smekk- legur og fer vel á fæti, að hann lekur ekki, hvað sem á gengur og að hann er ódýr eftir gæðum. — smíðuð fyrir kaupa hann LandYÖrn og Yaltýskan. Allir Landvarnarmenn kannast við það brigsl, sem þeir hafa verið bornir um mök við Valtýskuna, er ósamkvæm væru stefnu þeirra í stjórnarskrármálinu. Þetta brigsl hafa Landvarnarmenn frá öndverðu borið vel af sér, enda heflr það verið nauðsynlegt fyrir virðing landvarn- arstefnunnar og von um viðgang hennar meðal beztu landsmanna. — Sérstak- lega var ljóslega sýnt fram á það í byrj- un, þá er Landvörn fyrst myndaðist, að óhjákvæmilegt og réttlátt var að gera upp á milli flokkanna á þingi; á þann hátt, sem gjört var, og að í því fólst þá ekkert samband við hina sannnefndu Yal- týsku frá hálfu vorra manna. Eins og nú horfir við virðist það eiga vel við að landvarnarblöðin ítreki skýr- inguna á afstöðu sinni í þessu efni fyrir almenningi. Nafninu heflr verið beitt sem grýlu í flokkabaráttunni, og það hefir nnnið svo mikið tjón, þar sem því hefir verið beitt ranglega, og verið svo gjör- eyðandi fyrir opinbert álit þeirra, er bor- ið hafa það með réttu, að það er ómaks- ins vert, að endurnýja röksemdir Land- varnarmanna gegn valtýsku-brigslinu. í þessu skyni er fyrst og fremst nauð- synlegt að gera sér Ijóst, hvað Valtýskan nú sannarlega er. Frá upphafi var nafn- ið gefið þeirri stefnu í stjórnarbaráttunni á alþingi, sem vildi láta liggja i þagnar- gildi kröfuna um skilnað sérmála vorra frá ríkisráðinu. Deilan um það, hvort sú þögn hefði að lögum getað álitist þegj- andi, bindandi staðfesting á tengslum málanna við ríkisráðið, kemur ekki mál- inu við hér. Það sem nú getur kallast Valtýska, binzt ekki við neina skoðun eða stefnu, heldur opinbera aðferð og fram- komu, sem með réttu dregur nafn af dr. Valtý Guðmundssyni, og á meginrót sína að rekja til persónulegra hvata hans. Allir hljóta að sjá, hve bauvænlegt það hlyti að vera fyrir þjóðarvirðing á hug- sjónum Landvarnarmanna um varðveizlu á frelsi og réttindum landsins, ef þeir hefðu nokkurn tíma með réttu getað orð- ið sakaðir um fylgi við hina hreinu og ósviknu Valtýsku eins og hún er nú orð- in opinberuð og ákveðin fyrir almennings sjónum. Hvernig hefðu þeir menn getað vænst þess að verða heyrðir hjá óspiltri þjóðern- isrækt og heilbrigðri skynsemi landsmanna, sem jöínum höndum vildu slá til hljóðs fyrir hinum fornu kröfum íslendinga gagn- vart Dönum og kröfum dr. Valtýs um það, að öllu væri fórnað fyrir persónulega met- orðagirni hans? Valtýskubrigslið gagn- vart Landvarnarmönnum helir ekki neitt aunað að lifa af heldur en misskilning á því, hvað Valtýska er og vöntun þekk- ingar hjá mörgum á því, hve snauð að fylgi hin sanna Valtýska er orðin í land- inu, einnig meðal þeirra, sem upphaflega vildu sinna frumtillögu Valtýs á þinginu. Það er því vandalaust verk að leysa flokk vorn frá þessu ámæli í augum allra, sem rétt vilja sjá, — en það ernauðsyn- legt verk. Meðal annars sem mundi leiða af því ef Landvörn gæti álitist menguð af Val- týskunni, er ámæli og óvirðing fyrirhlut- dræga baráttu með og móti einstökum mönnum sem hafa völd, eða vilja hafa völd. Málstaður Landvarnarmanna er á því stigi, að það er ekki unt að mæla með neinum til valda fremur en öðrum. Landvörn hefir háð baráttu sína fyrir utan vébönd alþingis enn sem komið er, og þess vegna liggur það ekki fyrir að flokkur vor láti sig skifta á þann hátt sem Valtýskan gjör- ir, hverir eru hér við völd. Eins og kunn- ugt er, féllust báðir þingflokkarnir á þau ákvæði í stjórnskipunarlögum landsins, sem Landvörn hóf baráttu sína á móti, og það eru alls ekki afskifti af innanlandsmálum, sem enn þá marka verksvið eða stefnu- mið Landvarnar, og því er það heldur ekki hennar hlntverk enn þá, að taka einn fram yfir annan til valdastöðu af andstæð- ingum sínum í aðalmálinu. Það er mjög skiljanlegt og samkvæmt framkomu dr. Valtýs og þess litla brots, sem enn þá ber valtýsku nafnið með réttu, að iáta alt víkja fyrir því einu, að reyna að koma sjálfum sér til valda. EnLand- vörn er hrein og verður að vera hrein af slíkum hvötum. Það er hlutverk flokks vors að finna vegi til þess að koma mál- um íslands fram, en ekki valdasjúkum mönnum eins né annars flokks. Þeir sem líta vilja réttlátlega á sögu Landvarnarflokksins frá því er hann hófst og til þessa dags, hljóta að játa, að engin eigingirni né mannahatur eða persónuleg hlutdrægni, hefir verið sett í fyrirrúm fyrir hugsjónir og stefnu flokksins. — Ef það hefði verið gjört, þá hefði Land- vörn borið Valtýskunnar skarpa og að- greinandi einkenni. — Og jafn-ranglátt sem Valtýsku-brigslið sjálft því er í garð Landvarnarflokksins — svo rangt er það einnig, að halda áfram að veifa valtýsku- ámælinu að þeim öllum, sem upphaflega héldu fram þagnargildinu um ríkisráðs- ákvæðið. — Af báðum þeim meginflokk- um, sem áður deildu hér í landi um það efni, hefir Landvörn fengið sína fylgis-

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.