Ingólfur


Ingólfur - 06.04.1912, Blaðsíða 1

Ingólfur - 06.04.1912, Blaðsíða 1
X. árg. 14. blað HSTGS-ÓLFUIl. kemur út elnu sinni í viku að minsta kosti; venjulega á þriðjudögum. Árgangurinn kostar 3 kr., erlend- is 4 kr. Uppsögn skrifleg og bund- in við áramót, og komin til útgef- anda fyrir 1. október, annars ógild. Ritstjóri og ábyrgðarm.: Gunn- ar Egilsson Laugaveg nr. 38. — Má finna á afgreiðslunni frá kl. 11-12. Afgreiðsla og innheimta í Kirkju- strœti 12 kl. 11—12 og 4—5 hjá P. E. J. Halldórssyni, lækni. laiínl Eftir H. Ibsen. Síðustu gestir frá garði riðu; ómar af Tcveðjum með kvöldblænum liðu. I eyði og tóm lá túnið og bœrinn; þar hafð’ hún mig töfrað með tónunum, mœrin. Nú er söngurinn dáinn og s'ol hnigin vestur; framandi hom hún og fór eins og gestur. Si<fyuzdwt Sicj,ut3í>í>on þýddi. Símskeyti frá konungi. Ráðherra fékk 2. þ. m. frá konungi vorum eftirfarandi símskeyti. „IAnledning af det sörgelige Bud- ak*b om Fiakekutteren „Geirs“ Forlis, hvorved 27 Fiskere har fundet deres Död, beder jeg Dem overfor de Eft- erladte at udtale min hjerteligste Del- tagelse; hvis Indsamling foregaar, önsker jeg at yde mit Bidrag. Frederik B. (Á íslensku: Út af hinnm sorglegu fregnum um að fiskiskipið „Geir“ hafi farist, og hafiþar 27 sjómenn tapað lífinu bið ég yður að votta hinum eftir- látnu, hjartanlega hluttekningu mína; ef samskot fara fram, óska ég að leggja til minn skerf.) Þetta símskeyti Hans Hátignar kon- ungsins gjörist hérmeð öllum hlutaðeig- endum kunnugt. Kristján Jónsson. RáSherra þakkaði konungi að sjálf- sögðu akeytið. Á miðvikudaginn var barst ráðherra svo annað skeyti, og er honum þar tilkynt, að konungur og Reykjavík, laugardDffinn 6. apríl 191^. drotning hans gefi 2000 krðnur til ekkja og munaðarleysingja eftir þá, sem drukn- uðu. — Er þetta rausnarleg gjöf, og gleðileg- ur vottur um það, að konungur vor ber umhyggju fyrir hag þióðar vorrar, engu síður enn hag sinnar eigin þjóðar. Islensk pólitík. Það hefir oft verið sagt um íslenska pólitík, að hún væri eingöngu persónu- pólitík, og að hún anérist ekki um þau mál, sem fyrir lægju, heldur um það, hverir beittu sér fyrir þau mál og hverir á móti. Þetta er að miklu leyti satt; íslensk pólitík er miklu frekar persónu- pólitík heldur enn pólitík stórþjóðanna. Aðalorsökin, sem til þess liggur, er vafa- laust fólksfæðin á þessu stóra, strjál- byggða landi. Hér þekkir hverannan; hér er hver stjórnmálamaður bundinn svo mörgum vináttu- frændsemis og mágiemda-böndum, að þræðirnirjná svo að aegja út á hvert anne* og uppí hvern afdal í landinu. Þetta gerir það að verkum, að menn geta ekki litið óvilhöllum augum á málin sjálf sem fyrir koma; mennirnir, sem bera þau fram, skyggja á þau, og málefnin hverfa í skugganum. Þessa mætti finna mörg dæmi úr stjórnmálasösu íilands, bæði fyr og síðar. Afleiðingin af þessu verður sú, að prinsípin eða grundvallarskoðanirnar verða að lúta í lægra haldi fyrir alger- lega persónulegum tillitum, annaðhvort til eigin hagsmuna, eða til hagsmuna vina og vandamanna; eða þá, að per- sónulegar tiifinningar manna fyrir hinum eða þeisum itjórnmálamanni, sem fram- arlega stendur, ræður afitöðu þeirra; en altaf eru það prinsípin, sem verða að lúta. Og þetta er einmitt það, sem meit einkennir íslenska pólitík, það er prinsíp leysið. í öðrura löndum skiftast menn í flokka eftir lífsskoðunum: íhalds- menn í einn flokk, frjálslyndir menn í annan, o. s. frv. Hér á landi er slíkt óþekt; hér ægir saman í hvorum flokkn- um fyrir sig bæði íhaldsmönnum og frjálslyndum; hér eru í sama flokki menn, sem berjast með og móti kosn- ingarétti kvenna, með og móti þræla- lögunum, o. s. frv.; slík prinsípmál geta ekki skift flokkum hér á landi; nei, þar er annað sem mestu ræður. En nú munu sumir segja: Það er sambandsmálið, sem sbiítir flokkum hér í landi, og það er þó prinsípmál. — Athugum þetta þó lítið eitt. Sjálfstæðis- fiokkurínn berst eða barðist gegn nefnd- ar-uppkastinu 1908 og minnihlntafrum- varpinu 1909 af þeim ástæðum, að frumvarpið fæli ekki í sér viðurkenningu um það, að ísland verði fullvalda ríki. En Heimastjórnarflokkurian eða upp- kasts-flokkurinn, telur það einmitt frum- varpinu til gildis, að ísland sé þar viðurkennt sem fullvalda rikí. Það er þvi ekki prinsípið, sem skíftir hér flokk- um; um það virðist báðum flokkum ein- mitt koma afarvel saman, að pnnsípið sé það, að ísland verði fullvalda ríki; en það sem flokkana deildi á um, var það, hvort ísland væri eða væri ekki fallvalda ríki eftir Uppkaitinu, og út af þessu fæddist það moldviðri af lög- fræðisskýringum, stóryrðum, fullyrðing- um, o. s. frv., sem girti fyrir og gerði ómögulega alla skynsamlega og rólega athugun málsins. Sá gnýr, sem af þeim bardaga stóð kom ebki til af því, að tveim andvígum prinsípum lenti saman; slíkt háreyiti heyrist aðeins þegar per- sönum lendir saman. Nei, hér í landi hefur ríkt, og ríkir enn, hið meita stefnuleysi; það er &ð mestu leytj tilviljun sem ræður því, í hverja fylkinguna menn skipa sér, en ekki akoðanir þeirra. Þetta keyrir svo fram úr öllu hófi, að menn afneita jafuvel prinsipum sínum, vegna þess, að þeir halda að þau séu óvinsæl. Hér á landi fæst varla nokkur maður til að kannast við það, að hann sé íhaldssam- ur; slibt þykir skömm að vera, og er það verk frelsis- og framfara vindbelgj- anna, ábyrgðarlausra og oft hugsunar- lanara manna, sem setja æru sinni það takmark, að hrópa hærra en aðrir um frelsi og framfarir, og stimpla alla þá sem afturhaldimenn og jafnvel föður- landssvikara, sem ekki vilja öskra með þeim. Einna greinilegast dæmi þessa hafa menn mátt horfa uppá í kvenn- réttindamálinu; þar er nú sveit þessara frelais öakurapa að reyna að koma inn hjá þjóðinni þeirri trú, að það sé brot á almennum mannréttindum að hafa á móti k03ningarétti og kjörgengi kvenna, og velja þá um leið þeim mönnurn, sem eru svo djarflr, að þeir vilja andæfa þeisu, hin verstu ónefni og reyna að gera þá óvinsæla með allrahanda brixl- um, um samábyrgðarskap, um fyrirlitn- ingu fyrir „sauðsvörtum almúganum“, o. s. frv. Þetta eru vopn 6em hrífa; þegar farið er að beita þeim, hafa þeir, sem fyrir þeim verða, ekki um annað að velja en að beygja sig fyrir þeim, eða þá hörfa burt af vígvellinum sem aigraðir menn. Og þessu vopni er beitt, óspart og hefur verið beitt síðnstu árin. Það er þvi ekki undarlegt, þó víða sé farnar að ijáit afleiðingar þess; en þær lýsa sér í þvf, að þeir menn, sem vilja ota aér fram á stjórnmálabrautinni byrja Ritstjóraskifti. Með þessu tölublaði læt ég af rit- stjórn Ingólfs. Yil ég um leið þakka mönnum þá trygð, er þeir hafa sýnt blaðinu og stefnu þeirri, er það hefur fylgt, og verið hefur sðaláhugamál þess, baráttunni gegn árás löggjafarvaldsins á eðlilegt persónulegt athafnafrelsi manna. Það er mín trú, að sú stefna verði *ig- ursæl, og mundi það fá 'mér mibillar gleði, ef blað mitt hafur orðið til að leggja sinn skerf til þes* atarfs. Við rititjórn tekur nú hr. cand. Arni Pálsion. Veit ég það, að til þe»s manns má bera hið mesta traust, og að það sem hann leggur til þeisa mál*, muni verða drjúgt á metunum. Vona ég að allir skoðanabræðnr okkar veiti honum lið- ainni í baráttunni fyrir málefni voru, engu siður en þeir hafa gert meðan ég hefl stýrt blaðinu, og helat enn betur. Ounnar Egilsson. með því, að kasta útbyrðis öllum prin- sípum og öðrum farartálma; næsta skreflð er það, að komast eftir hverjum stjórnmálaföringia meiri hluti kjósenda fylgi, og fylgja honum síðan sjálfur; siga síðan „almúganum" á mótstöðu- mann sinn og þá er sigurinn vís. Það er með öðrum orðnm sjaldnast svo hér á landi, að þingmannaefni fari þá leið- ina að segja við kjósendur sína: „Mín- ir herrar, þessar og þessar skoðanir hef eg á þessum og þessum málum; þessu vil eg framfylgja, hinu vil eg vinna á móti; ef þið viljið eiusog eg, þá kjósið mig, annars ekki". Heldur velja þeir þá leiðina að segja: „Kæru kjósendur, látið þið mig bara vita hvaða sko^anir þið haflð á þessum og þessum málum, og þá skal eg framfylgja því; sjálfur hef eg enga skoðun, og þó eg hefði einhverja skoðun, þá met eg ykkar skoðun meira“. — Einna Ijósast dæmi þessa er bannmálið; mikill hluti þeirra. sem greiddu atkvæði með því á þinginu, lét það uppi sem ástæðu, að þeir vildu fara að vilja kjósenda sinna. En það er einmitt eitt af aðalmeinun- um í íslenskri pólitik; það er þetta, sem orsakar alla þá ringulreið og allan þann lausagopaskap, sem er yfir henni; það er prinsipleysið, eða fyrirlitning stjórn- málamannanna fyrir prinsípinu annars- vegar, og hins vegar snápsháttur þeirra fyrir „ vilja kjósendanna“— sem vitanlega eru jafn prinsíplausir og þeir sjálfir — og tilhneyging þeirra til að dingla róf- unni framan í hvert atkvæði. Við erum eins og stýrislaust skip út í stórsjó; okkur vantar stýrið þegar okkur vantar öll prinsíp. Það er „vilji kjóa-

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.