Ingólfur

Tölublað

Ingólfur - 28.10.1913, Blaðsíða 1

Ingólfur - 28.10.1913, Blaðsíða 1
INGÖLFUR XI. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 28. október 1918. 43. blað maóLFim kemur ót að minsta kosti einu sinni 1 viku á þriðjudögum. Árgangurinn kostar 3 kr., erlend. is 4 kr. Uppsögn skrifleg og bund- in við áramót, og komin til útgef- anda fyrir 1. október, annars ógild. Ritstj.: Benedikt Sveinsson, Skólavörðustig 11 A. Talsimi 345. Afgreiðsla og innheimta i Austur- strœti 3. Talslmi 140. Póstkort íslands (stórt kort með öllum póitleiðum) fæst í Afgreiðslu Ingólís Austurstræti 8. Kostar 95 aura. Lítið í gluggann! Alþingi roíið. Kosningar 11. apríl næstk. Horfurnar í stjórnarskrár- málinu. _____• 22. þ. m. barst landritara svo látandi aimakeyti frá ráðherranum: Khöfn 20. okt. 1913. Alþingi roiið í dag. Kosningar fara fram 11. apríl 1914. Tekið fram í konungsbréfinn, að ef nýkosið Al- þingi samþykki stjórnarskrárfrum- rarpið óbreytt, muni konungur stað- festa það, en jafnframt verður ákveð- ið eitt skifti fyrir «11, sarakræmt 1. gr. frumrarpsins, með konungsúrskurði, sem ráðherra íslands ber upp fyrir konungi, að lðg og mikilsrarðandi stjórnarráðstafanir rerði,eins oghing- að til, borin upp fyrir konungi í rík- isráðinu og á þrí rerði engin breyt- ing nema konungur staðfesti Iðg um réttarsamband milli landanna þar sem önnur skipnn sé gerð. Dagblaðið „Vísir“ fékk skeyti frá Khöfn 21. þ. m. og hljóðar það á þessa leið: Stjórnarskráin í ríkisráðinu í gær- dag. Umræður prentaðar. Konung- ur Yill staðfesta frumvarpið (en) setja óbreytilegt ákvæði «neð undir- skrift ráðherra að íslenzk lög og stjórnargerðir ræðist (og) berist upp í ríkisráðinu, (þar til) ríkiseiningin (er) lögfest. Sím»keyti þes»i eru ekki »vo glögg, að á þeim megi byggja fullnaðardóm um afstöðu konungsvaldsins gegn stjórn- arskrárfrumvarpinu. Simskeyti „Ví»is“ »egir, að umrœður um málið hafl verið birtar — og munu þær vera lærdómaríkar. Að »vo »töddu er því fátt að «egja um boðskap þenna, en þess muu nú brátt kostur að athuga hann betur. Skógrækt og sandgræðsla á Suðurlandi. Kunnugur maðnr segir frá. Síðuatu áriu hefir ekki all-litlu fé verið varið til skógræktar og sand- græðslu hér á landi, en því miður virð- ist eftirtekjan ekki hafa verið að sama skapi. Lands»tjórnin hefir verið heldur ó- heppin í afskiftum sinum af akógrækt- armálinu, eins og mörgu öðru. Fyrsta sporið var stigið á „löggjafarþinginu í Botuíu“ 1906, þegar þingmannalið stjórnarinnar lofaði kapteininum, að það *kyldi ráða hingað útlendan búfræðing til^forstöðumanna skógræktarmála, mann sem sldrei hafði í»land «éð, og greiða honum 5000(J) hr. árslaun. — Ingólf- ur talaði einn blaða gegn „Botníu fjár- veitingunni" um þingtímann 1907. Sýndi fram á, hve ó»kyn»amlegt væri að ráða til þeisa starfs mann, alókunnan öllum landiháttum, og hversu óforsvaranlega þeir þingmenn færi með landafé, er heitið höfðu óþektum búfræðing 5000 króna áralaunum 1 Ádrepa blaðains hafði svo mikil áhrif, að þingherrarnir sáu sér ekki annað fært en heykjaat á loforðunum um kaupgjaldið, og færðu það niður í þrjú þúsund krónur, sem að vísu eru óvenju há búfræðingslaun hér á landi, en að öðru leyti var Botníu- loforðið haldið og stjórnin veitti „ókunn- uga manninum11 þesaa nýjú atöðu. Það hefir komið æ betur og betur í Ijós siðan, hversu stórlega misráðið það var að taka bráðókunnugan mann til þeas að stjórna skógrækt og aandgræðslu. í þá atöðu þarf einmitt mann, sem gagnkunnugur erlandsháttum, þekkir ís- lenzka veðráttu, jarðvog, búnaðarháttu og þjóðina ajálfa svo vel, sem einungis er á færi innlenda manns. Útlendingur hlýt- nr að verða að mörgu leyti sem álfur út úr hól, hver»u góðan vilja sem hann kann að hafa og hversu vel, sem hon- um kann að hafa látið bústjórn aust- ur i Kúsalandi eða suður á Spáni. Ingólfur telur það nauð#ynlegt, að al- Þjóð manna viti hverjn fram viudur um skógræktarmálið og hefir því hitt að máli mann, aem gagnkunnugur er ■kógrækt og aandgræðslu á Suðurlandi. Hann sagði af létta, það sem um var spurt og fóru»t orð á líka luud »em hér segir: „Eins og þér vitið, á skógræktarstjór- inn að sjá um verklegar framkvæmdir hér á landi, bæði um aandgræðslu og skógrækt. Héfir hann unnið að þeim störfum aíðan 1906. Það »em unnið hefir verið að aandgræðslunni hefir meat verið gert með girðingum. Fyrstu girðinguna setur hann ajálf- ur það ár austur á Itangárvöllum, hjá Stóra-Hofi. Síðan hafa verið aettar girð- ingar á sjö stöðum öðrum: Reykjum á Skeiðum 1908 og 1909; hjá Kallað- arnesi i Flóa, milli Þjórsár og Rangár (inn á afrétti) og á Hvolsvelli í Hvol- hreppi 1910; hjá Óaeyrarnesi í Flóa 1911 og 1912 og hjá Mjósundi í Flóa og Ytri-Sólheimum í Vestur-Skaftafells- sýalu 1913. Fyrst er þá að minnast á þessar girð- ingar. Allar held eg þær sé settar nið- ur samningalaust, ekkert minst á eign- arrétt á þeim, viðhald eður afnot. Girð- ing sú, er akógræktarstjóri setti sjálfur hjá Stóra-Hofi, var sett á sandmel, sem reyndist ófær til græðslu, ecda var það augljóst, því að sandklöpp var þai víð- ast ber, sem girðingin var sett. Var hún þvi tekin upp og fiutt austur á Hvolsvöll 1910. Royndar hafði verið reynt að sá í hana meðan hún stóð hjá Hofi, en það kom að engu gagni. Um- tal varð um það, þegar flytja átti efnið úr henni, hvort bóndinn á Hofi (Guðm. Þorbjarnarson) ætti hana ekki; kvaðst hann telja sig hafa keypt hana sem önnur mannvirki með jörðinni, en lét þó kyrt það mál. Flestum mun finnast sjálfsagt, að girð- ingum þesíum eé haldið við af sand- græðslufé — en þó telja ábúendur þeirra jarða, sem þær standa á, sjálfsagt, að þeir hafi arð þann, sem þær gefa af sér. Á þrem stöðum var t. d. »íðast- liðið sumar slegið í sandgræðslu-girð- ingum: Á Reykjum á Skeiðum um 250 hestar; hjá Kallaðarnesi líkl. um 200 hestar og hjá Mjóaaundi víst 60— 70 hestar, en ekkert af þessu gengur til kostnaðar eða viðhalds girðingunum. Með öðrum orðum: Ábúendur jarðanna skoða ví»t þessar girðingar óvarðandi sig að öðru leyti en því að hirða úr þeim afurðirn&r. Ef samningar væri gerðir um það í upphafi, að sandgræðslan hefði það land til um»jónar að öllu leyti, aem girt er, — hefði bæði kostnað og hagnað um ákveðið árabil, þá gæti það ataðist, að haldið væri áfram að girða. En ef haldið er áfram að girða blint á ýms- um stöðum með sömu fyrirhyggju sem að undanförnu, þá má búast við, að það fé, sem veitt er, fari eingöngu til við- halds girðingunum þegar fram i sækir. Það, sem mér finnst þurfa er þetta, í fám orðum: 1. Fastir samningar um hverja girð- ingu, sem sett er, eða aett kann að verða. 2. Ekki ætti að setja fleiri girðing- ingar en efni leyfa, að hægt sé að fram- kvæma í þeim alla nauðsynlega vinnu t. d. á næstu 5—10 árum. Því að eftir þann tima má búast við, að við- hald á girðingunni vaxi. Ef girðingin er algerlega í höndum sandgræðslunnar þes»i 10 ár, svo að húu eigi allar af- urðirnar þann tíma og þá búiðaðhefta ■andfokið svo að óhætt sé að nota land- ið, mætti afhenda það til eiganda. Ófært er að bæði sandgræðslumenn og eigendur geti metist um yfirráð á því landi, sem græða á. Þá er nú að athuga betur, hvað skógræktar»tjóri gerir í þesau. Flestir skoða svo, að það fé, sem veitt er í fjárlögunum til sandgræðslu, »é ætlað til að hefta sandfok og varna uppblæatri á landi. Girðingar þær, sem settar hafa verið og hér eru áður nefndar, eru líka fleat- ar settar í þeim tilgangi, þótt þær nái ekki tilgangi sínum af því að vinnu vantar á þeim svæðum, sem girt hafa verið. Má þó nefna tvær girðingar, sem ekki virðast settar til að varna uppblæstri eða sandfoki. Önnur er milli Þjórsár og Rangár; hana verður að skoða, sem afréttar- girðingu til að varna fé að Landmanna- afrétti. Hin girðingin var sett í vor hjá Ytri-Sólheimum íMýrdal. Eruþargirt- ir aurar, sem myndast hafa af árfram- burði og er ekki nokkur vottur þar af saudfoki. Mælast slíkar girðingar ekki vel fyrir, þegar stór svæði eru að eýði- leggjast í frjósömum héruðum og ekk- ert hægt við að gera vegna fjárskorts. Einnig standa margar sandgræðalugirð- ingarnar og eyðileggjast ár frá ári án þess *ð nokkuð sé unnið í þeim að gagni. Verst er þó og aárast með það fé, aem verja á til vinnu, að því sé varið á þann hátt, að vinnan komi ekki að gagni, en spilli fyrir málefninu, og verði á þann hátt bæði beint og óbeint mest til þess að vekja vantraust almenn- ings á slíku nauðsynjaverki, sem sand- græðslan er og til að anka útgjöld, sem ekki koma að gagni. Fróóðlegt væri að vita, hvaðan skg- ræktarstjórinn hefði sína sandgræðslu- þekking. Verk hans og fyrirskipanir virðast margar benda til þess að ráð- stafanir hans sé þekkingarlaust tilrauna- fálm. Fer þar oft saman vanþekking á íslenzkum staðháttum, íslenzku þjóð- lífi og íslenzkri stjórn og verklegum framkvæmdum. T. d. má nefna það, að í sumar skip- ar hann skógarvörðum Einari Sæmund- aen og Sumarliða Halldórssyni að fara austur í LaugardaJ, höggva þar skóg upp í Efstadal og fleyta honum niður eftir (Brúará og svo eigi sandgræðslu- meDnirnir að flytja hann að Reykjum og nota hann við sandgræðsluna. Þetta hcpna»t svo vel, að eftir hálfs máuað- ar veru skógarvarðanna og þriggja ann- ara manna í 10 daga, komast loks fram að ferjuitað hjá Reykjaneii 120 knippi af skógi; af 270 knippum sem kastað var í ána. Hitt sat fa»t í ánni, ýmist í gjám, eða á klettum og eyrum, sem ekki var hægt að ná til. Þessi 120 knippi vóru svo fiutt á ferju yfirHvítá og þaðan á vögnum að Reykjum á Skeið- um. Fróðlegt væri að fá að sjáglögg- an reikning yfir, hvað skógur þessi hef- ir ko»tað, með öllum þeim böndum og útbúnaði sem hafður var! Óhætt er að fullyrða að ekki kom- ust að Reykjum meir en eitthvað 20— 25 hestburðir og varla tekur hver hest- burður af hrísinu yfir meira en 6—8 ferfaðma. Verk þetta var framkvæmt um hásláttinn og var því öll vinna og allur koatnaður talsvert mikill. Menn hafa að líkindum ekki fengist fyrir minna, en 5 krónur á dag. Flestir aem á mintust þesaa hádönsku verk-

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.