Landið


Landið - 11.01.1918, Blaðsíða 1

Landið - 11.01.1918, Blaðsíða 1
lUuqéri: Jsk*b Jék. Smárl maciater artiam Stýriruimna:U( g B. LANDIÐ Afgreiðslu og innheimtum Ólafnr Ólafsson. Lindargötu 25. Pósthólf. 353. 2. tolublað. Reykjarík, föstudaginn 11. jan. 1918. 111. árgangur. Aðalfundur í blaðfyrirtækinu »LANDIЫ verður haldinn hjá Jóni Björnssyni kaupmanni, Vesturgötu 4, fimtu- daginn 17. þ. m., kl. 8^/2 síðdegis. ylnðersen 2 Sön, Reykjavik. Landsins e 1 z t a klæðaverzlun og saumastofa. Stofnsett 1887. Aðalstræti 16. Sími 32. Stærsta úrval af allskonar fata- efnum og öllu til fata. Tennur. eru tilbúnar og settar inn, bæði heilir tanngarðar og einstakar tennur á Hverfisgölu 46. Tennur dregnar út af lækni dag- lega kl. ii—12 með eða án deyf- ingar. — Viðtalstími kl. 10—5. Sopliy Bjarnarson. Bazarinn á Laugfaveg- 5 hefur ávalt allskonar tæki- færisgjafir fyrir börn og fullorðna. Ennfremur bróderaðir og áteikn- aðir dúkar, kragar og fleíra. Hin ágæta saga Hvíti hanzkinn er nú til sölu hjá flestum bóksölum. Vanskil á blaðinu. Ef vanskil verða á blað- inu, eru kaupendur beðnir að gera afgreiðslunni að- vart um það svo fljótt sem hægt er. LANDIÐ er ódýrasta vikublaðið á Islandi. I. Eins og menn muna, leið ekki langur tími frá því er hin mikla heimsstyrjöld byrjaði, þangað til Bandamenn fóru að tala um við- skiftastyrjöld, að heimsstyrjöldinni lokinni. Hvarvetna var þessari uppástungu illa tekið, menn þóttust sjá í gegn- um hana sama grundvöllinn, sem heimsstyrjöldin byggist á, hættu- lega, fjárhagslega eiginhagsmuna- pólitík og þar af leiðandi efni í nýjan ófrið áður en langt liði. Eigi var heimsstyrjöldin fyr byrjuð en sama hugsjónin vaknaði hér á landi, í miklu ákveðnari og sterkari mæli en að undanförnu. Fáeinir fésýslumenn í Reykjavík utan verzlunarstéttarinnar tóku sér fyrir hendur að gangast fyrir við- skiftastyrjöld hér á landi, og að koma henni inn í landspóiitíkina. Þeir gengust því fyrir því, að stofnaður yrði sérstakur þingflokk- ur, og tóku í lið með sér þá menn úr sveií, er þeir höfðu unnið sam- an við að undanförnu að ýmsum gróðaviðskiftum, og létu þá. gang- ast fyrir flokksmynduninni, svo það gæti heitið svo, að ^bœnduV* mynduðu flokkinn. Og af því bœndur gengust fyrir þessarri flokks- myndun, gengu ýmsir alþýðumenn í þann félagsskap, einkum yngri menn, efnileg bændaefni, sem eðli- lega vissu ekkert um ræturnar und- ir þessum félagsskap. Og stefnuskráin var, að útrýma öllum kaupmönnum í landinu, sem væru mesta niðurdrep fyrir þjóð- félagið, en koijia allri verzluninni yfir á hendur kaupfélaganna. Fésýslumennirnir vissu, að hæg- ast mundi vera, að slá á þessa strengi, því mikill andróður hafði Iifað meðal þjóðarinnar gegn kaup- mannastéttinni, síðan á einokunar- tímunum, og því auðgert að vekja þann draug upp aftur, í endur- fæddri útgáíu. Þetta var og heillaráð, því að sú hugsun gat og vaknað um leið hjá efnilegum, ungum mönnum, að þeim opnaðist atvinnuleið, ef allri kaupmannastéttinni yrði steypt af stóli. — Um leið og flokksstofnunin var undirbúin, var vakinn áhugi manna fyrir þvf, að nauðsyn bæri til aí stofna nýtt blað, sem hefði sama stefnumarkið og væntanlegur flokk- ur átti að hafa, að útrýma kaup- mannastéttinni, með illu, ef ekki með góðu. Aðal-undirróðurinn undir þvf, að koma verzlun kaupfélaganna undir flokkspólitisk áhrif, var bygður á því, að kaupmenn ömuðust við kaupfélögunum, og var sú ástæða að mestu leyti sótí aftur í tímann, tii þess tíma, er kaupfélögin voru p'óntunarfélög, sem afhentu vöruna án alls álags, nema hins beina kostnaðar. Við þeirri verzlunaraðferð ömuð- ust kaupmenn, sem vonlegt var, bæði af því, að sú aðferð gaf al- menningi ranga hugmynd um verzl- unina, og allan kostnaðinn, sem á venjulegum verzlunarrekstri hvílir, hvort sem er kaupmanns- eða kaupfélagsverzlun, og svo komust slík félög hjá því, að greiða öll opinber gjöld, sem kaupmenn urðu að greiða. Þegar verzlun kaupfélaganna komst, að því leyti til, í réttara horf, að þau fóru að verzlá á venjulegan hátt, alveg eins og kaupmenn, með venjulegu húsa- og manna-haldi, og greiddu nú al- menn gjöld til opinberra þarfa, þá fóru kaupmenn að líta á félögin sem hverja aðra keppinauta, og stóð eðlilega á sama, hvort þeir hefðu kaupmann eða kaupfélag fyrir keppinaut. En samt sem áður var óvinátta kaupmanna notuð að yfirvarpi, til þess að telja mönnum trú um, að kaupmenn væru fjandmenn kaup- félaganna, og að nauðsynlegt væri, að stofna til verzlunarstyrjaldar í landinu og að gera hana að lands- pólitík eða flokkapólitík. Annað áhrifameira fundu fésýslumennirnir ekki í bili. En sannindin eru. að kaupmað- ur skoðar nú ekki lengur kaup- félög meiri eða hættulegri keppi- naut, en hvern annan kaupmann, nema síður sé. Sjálft blað þessarrar nýju póli- tisku stefnu hefur oftar en einu sinni orðið til þess, að flytja þessa bendingu um, að aðaigrundvöllur inn undir þessarri pólitisku hreyf- ingu sé ástæðuiaus, enda hefur reynslan sýnt það. Kaupfélag Þingeyinga hefur nú starfað í mörg ár og dafnað allvel, og Kaupfélag Eyfirðinga hefur stækkað svo, að það er orðið hæsti gjaldandinn á Akureyri o. s. frv. Og svona hafa þessi félög dafn- að, án pess að hafa hingað til haft nokkurn pólitiskan pingfiokk að styðjast við, og án þess að hafa þurft að skapa nokkra æsingu í landinu, verzlunarstríð eða þing- flokk. Þetta sýnir bezt, hvað haldlaus þessi viðskiftastyrjöld er, og að verið er að reyna að gera frjálsa verzlun, frjálsa samkepni, að ein- okunarverzlun, því frjáls er verzl- unin ekki lengur, þegar búið er að draga hana inn í froskalausu flokkapólitíkina okkar. Þrátt fyrir þetta, tókst þessum fésýslumönnum að mynda þing- Verzlunin Jjörn Xristjánsson flokk utan um þessa óheillastefnu og jafnvel að ná allmiklum tökum í stjórn landsins. / II. Slík pólitisk áhrif hafa þó geflzt alt annað en vel annarsstaðar. Með þessu móti var viðskifta- stytjöldin hafln, með allra* handa staðlausum undirróðri, sem venja er til, svo sem að bankarnir ekki vildu styðja kaupfélögin, að banka- stjórarnir, sem einmitt höfðu stutt þau í mörg ár, væru starfsemi þeirra óvinveittir o. s. frv. Með þessu móti hafa kaupfélögin strandað á sarna skerinu sem sum kaupféiög annarsstaðar, að una ekki við jafnrétti, frjálsa samkepni við kaupmenn, heldur krefjast auk þess pólitiskrar aðstoðar þings og stjórnar. Ut í þær gönur hafa og kaup- félög annara ianda farið. Og farast einum hinum nafnkendasta höfundi Þýzkalands, um banka og verzlun- armál, Georg Obst svo orð, er hann er að rita um hinar ýmsar greinar kaupfélagsskaparins þar í landi: „Hörð andstáða hefur skapazt „ smámsaman milli landbúnaðar-kaup- „félaganna og verzlunarstéttarinnar. „Þetta á í fyrstu röð rót sína að „rekja til stuðnings hins opinbera „ við landbúnaðar-kaupfélagsstefnuna „sem olli því, að verzlunarstéttin „fann að sér þrengt. Þar við bæt- „ist svo öfgar á sviði landbúnað- „ar-kaupfélagsskaparins, þar sem „sumir forgöngumenn þeirra prédik- „uðu að verzlunarstéttin væri skað- „ræði, sem þyrfti að útrýma og „eru þeirrar skoðunar, að mögulegt „sé að leiða allan verzlunarhaginn í „vasa sveitabænda. Þetta ósamræmi „hefur þegar valdið margskonar og „ískyggilegu tjóni, einnig fyrir „landbúnaðinn"..................... „Ailar þessar tegundir af kaupfé- „lögum eru f sjálfu sér réttmætar, „og geta þrifizt, ef rétt er til þeirra „st'ofnað, en þau hljóta að mis- „hepnast, ef farið er út fyrir hið „eðlilega svið, ef stefnt er að t,ak- „marki, sem er óframkvæmanlegt". Ástandið hér er alveg sama nú, eins og George Obst bendir á að verið hafi í Þýzkalandi, sem sé það, að bændur og kaupfélögin hugsi sér að hafa allan haginn einir af framleiðslu sinni, og ætli sér að fá þing og stjórn í lið með sér til þess. Þetta mun ekki verða fram- kvæmanlegt, því það ríður alveg f bága við tilætlun náttúrunnar og reynsluna, því — að einn eigi að lifa á öðrum. Ein stétt getur aldrei til lengdar notið alls hags- ins af framleiðslu sinni, það stríðir á móti alheimsviðskiftalögmálinu, og einnig kærleikslögmálinu, að unna engum hags, eða að geta lifað nema sjálfum sér. Verði þessari stefnu haldið fram í alvöru, þá líður ekki á löngu áður en önnur öfl vakna einnig fyrir alvöru, sem gera þessarri stefnu þyngra undir fæti en nú blasir við. Þess vegna er kaupfélögunum vafalaust hollast, að haida við- skiftum sínum alveg lausum við flokkapólitíkina, eins og þau hafa gert fram að þessu. Þá munu þau þróast og dafna alveg á eðlilegan hátt, eftir því, hverjir stjórna þeim, og reynslan hefur sýnt, að þau hafa þrifist vel, þar sem þeim hef- ur verið vel stjórnað. En auðvitað geta þau farið á höfuðið, eins og aðrar verzlanir, ef þeim er misjafnlega stjórnað, eða óhöpp ber að höndum, eins og altaf getur fyrir komið í verzlun. (Frh.). G. 1‘orvaldnr Ujörnsson, fyrv. yfirlögregluþjónn, átti sjötugs- afmseli 2. þ. m. og bárust þann dag margar heillaóskir og auk þess afmæl- isgjöf frá vinum hans, silfurdósir og 500 kr. í gulli. Ól. Björnsson ritstj. færði honum gjöfina. Skipaferðir. „Sterling" kom austan um land að norðan 3. þ. m. „ Geysir" kom frá Khöfn s. d. eftir langa útivist. „Mjöln- ir" fer héðan til Spánar. „Lagarfoss" fór á mánud. var áleiðis til Akureyrar austur um land. Willemoes, Sterling og Botnía eiga að flytja kjöt það til Noregs, sem útflutn- ingsleyfi er fengið á.

x

Landið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landið
https://timarit.is/publication/194

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.