Alþýðublaðið - 16.07.1963, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 16.07.1963, Blaðsíða 10
SKÍÐADEILD ÍR gekkst fyrir stórsvigi í KerlingarfjöIIum laug- ardaginn 13. júlí. Þetta er fyrsta skíðamótið, sem haldið er á miðju sumri á íslandi. Þátttaka var öll- um heimil, keppendur voru 29 frá Reykjavíkurfélögunum Ármanui, ÍR, KR og Víkingi. Keppnin fór fram í Fannborgarjökli og vorn öll skilyrði eins góð og frekast cr hægt að kjósa, snjór mikill og góður, veður bjart, en nokkuð kalt, hitastig líklega við frostmark eða aðeins fyrir neðan. Keppt var i öllum flokkum karla og kvenna, og fóru allir keppenduv sömu braut. Rásmark var í liðlega 1300 metra hæð, endamark um 100 metrum neðar. í brautinni voru 21 hlið, lengd brautarinnav um 400 metrar. Mótstjóri var Sigurjón Þórðar- son og framkvæmdanefnd móts- ins naut góðrar aðstoðar jicirra Valdimars Örnólfssonar, Eíríks Haraldssonar og Sigurðar Guð- t mundssonar, en þremenningarnir l hafa um þessar mundir vinsæl skíðanámskéið í Kerlingarfjöll- um. Þeir komu fyrir dráttarbraut fyrir keppendur og aðra í Fnnn- borgarjökli, sem dró keppendur alla leið að rásmarki. Þá lánuðu þeir húsnæði til mótssiita, verð- launaafhendingar og lokakvöld- vöku. Úrslit í einstökum flokkum urðu sem hér segir: A-flokkur karla: Guðni Sigfússon, ÍR 44.0 Sigurður R. Guðjónssor Á 44.5 Valdimar Örnólfsson, ÍR 45,2 Þorbergur Eysteinsson ÍR 46.8 B-flokkur karla: Þorgeir Ólafsson, Á. 47.4 Björn Ólafsson, Vík. 48.6 Hrafnhildur náði lágmarkstíma SSÍ Á FIMMTUDAG synti Hrafnhiid- ur Guðmundsdóttir ÍR 100 m. skriðsund á 1:05.5 mín. í 33i/ú m. Iaug og náði þar með lágmarks- tíma SSÍ vegna Nórðurlandamóts- ins, sem fram fer i Osló dagana 13. og 14. ágúst. — Áður hafði Guðmundur Gíslason ÍR náð Iág- markstímanum í 200 m. flug- sundi, 2:28,6 mín. Kristján Jónsson ÍR 49.5 Einar Gunnlaugsson, KR 50.2 C-flokkur karla: Helgi Axelsson, ÍR 51.1 Þórður Sigurjónsson, ÍR 52 2 Jóakim Snæbjörnsson, ÍR 52.4 Drengjaflokkur: Georg Guðjónsson, Á 53.6 Tómas Jónsson, ÍR 55.0 Eyþór Haraldsson ÍR 55.5 Jónas Lúðvíksson, Á 57.7 Kyennaflokkur: Kristin Þorsteinsdóttir KR 106.2 Sigrún Sigurðardóttir ÍR 125.0 Stúlknaflokkur: Ingibjörg Eyfells ÍR 62.0 Auður Björg Sigurjónsdóttir, 76.5 Sigurvegarar í öllum flokkum hlutu verðlaunabikara t.ii ''ignar. Sigurjón Þórðarson, mótsstjóri, sleit mótinu með ræðu, þakkaði keppendum þátttökuna og forráða mönnum námskeiðanna ómetan- Iega aðstoð. Hann lét í ijós ósk um, að slík mót yrðu háð árlega í framtíðinni. Valdimar Örnólfsson þakkaði skíðamönnunum komuna og sagði að þeim félögum þætti leitt, hve lítið þeir hefðu getað sinnt að- komumönnum, en þeir voru önn- um kafnir í sambandi við rám- skeiðið. Hann kvaðst vona, að síðar gætu þeir gert bet.ur og lýsti ánægju sinni yfir því, að mót þetta skyldi haldið. Að lokum bað hann menn að hylla sigurveg.ir- ann, Guðna Sigfússon, sem verið hefði virkur skíðagarpur i sam- fellt 20 ár, og var það gert kröft- uglega með ferföldu húrrahrópi. Var síðan dvalið við gleði og söng í skálanum fram eftir kvöldi. Hér skora Akurnesing-ar hjá KR úr vítaspyrnu. glega me FLESTIR knattspyrnuunnendur bjuggust við spennandi og skemmtilegum leik á sunnudags- kvöldið þegar Skagamenn og KR- ingar mættust hér í Reykjavik á í hinum glæsilega leikvangi í Laug- ardalnum. Ekki varð mönnum oð von sinni, leikurinn var í alla staði daufur, það vantaði alveg þá spennu, sem einkennt hefur leiki þessara aðilja á undanförnum ár- mwwwwwwMMtiimw Heimsmet í 110 yds. skriðsundi BOBBY MC Gregor, hinn nitján ára Englendingur setti nýtt heimsmet í 110 yds skrið sundi í landskeppni Breta og Svía í Blackpool nm helg- ina, hann synti á 54.3 sek. Gamla metið 55.1 átti Dc- utMmmmtuMttnmnwv ÞAÐ er stjórn KSÍ sem hefur með höndnm niðurröðun leikja í landsmótin í knattspyrnu og ber ábyrgð á framkvæmd þeirra, öðrum fremur. Þessari stjórn ber og skylda til, að sjá svo um, að Ieikirnir, hvort heldur er í I. eða II. deild, fari fram við mannsæmandi skilyrði. En svo var t. d. alls ekki í Hafnarfirði á sunnndaginn, og mim það ekki eins dæmi. Getl aðilar, sem stjórn KSÍ felur framkvæmd leikja ekki „staðið í stykkinu” og skapað viðunandi skilyrði leikmönnum og á- horfendum, ber stjórninni fyrst og fremst að taka í taumana, og gera viðeigandi ráðstafanir. Stjórn KSÍ er æðsta framkvæmda- vald knattspyrnuhreyfingarinnar og sá aðilinn, sem á að kippa því í Iag, sem ábótavant er hverju sinni — og gera það fljótt og vel. — EB. um. KR-ingar sigruou með 3 mörk um gegn 1 og var sá sigur fremur keppni en hæfni að þakka. Fyir: hálfleikinn áttu Skagamenn mun meira í leiknum, en framlína þeirra var sérstaklega dauf og lít- ilsmegandi, þegar að því kom að reka endahnútinn á sóknarloturn- ar. Er ékki fjarri lagi að ætla, að hefði hin kunna kempa þeirra, — Þórður Þórðarson, leikið með, þá hefði öðruvísi farið í peim efnum. Akurnesingar náðu oft allgóðum samleik í fyrri hálfléik og voru þeir framverðirnir Sveinn Teits- son og Jón Leósson ötulir við að byggja upp. Virðist Sveinn vera nú að nálgast sína fyrri getu. Þótt Akurnesingar ættu mestallan fyrri hálfleikinn voru það KR- ingar, sem skoruðu fyrsta mark- ið. Fékk Ellert góða sendingu frá Halldóri, þar sem hann var óvald- aður á miðju; óð upp óhindrað og skoraði framhjá Helga Dan, sem kom hlaupandi út á móti honum. Snemma í seinni hálfleik bætir Sigþór við öðru marki fyrir KR. Kom það fyrst og fremst fyrir mis- tök varnar Skagamanna og átti Jón Leósson þar mestan hlut að, þó ekki væri Helgi alveg saklaus heldur. Akurnesingar .skora svo úr víta- spyrnu, sem Skúli framkvæmdi af öryggi. Var vítaspyrnan dæmd vegna þess, að Garðar hrinti Skúla á ólögmætan hátt innan vítateigs KR. Akurnesingar herða sóknina, þegar þeir sjá nú möguleika á að jafna metin, en allt kemur fyrir ekki. Lánið er ekki þeirra megin þetta kvöldið. Síðustu 10 mínút- ur leiksins sækja KR-ingar all fast; eiga nokkur hröð og hættu- leg upphlaup. Á síðustu mínútu skora KR-ingar svo 3. mark sitt, og enn einu sinni fyrir gróf mistök varnar ÍA. Gaf halldór h. úther.ii KR prýðisvel fyrir mark ÍA og Sveinn Jónsson var ekki lengi að afgreiða knöttinn í netið af stuttu færi. Þetta var seinni leikur þess- ara félaga í keppninni. Akurnes- ingar unnu leikinn heima í vor 2:1. Hafa því stigin skipst jafnt milli þessara aðila þetta árið. Það er ekki ástæða til að fjöl- yrða um frammistöðu liðanna í leiknum, því hún var í einu orði léleg. Úrslitin voru ekld sann- gjörn og hefði jafntefli verið nær sanni eftir gangi leiksins. Dómari var Grétar Norðfjörð og átti hann ágætan dag. STAÐAN Úrslit um helgina: ★ KR - Akranes 3:1 ★ Akureyyri -Fram 1:2 Staðan íl. deild: KR 7 4 12 13:11 9 Fram 7 4 1 2 9:10 9 ÍA 8 4 13 19:15 9 ÍBA 7 2 2 3 14:15 6 Valur 5 2 12 10:8 5 ÍBK 6 1 0 5 9:15 2 Úrslit um helgina: B-riðill: * Hafnarfj. - Siglufj. 5:3 Þróttur 4 2 11 10:8 5 Siglufj. 5 2 12 16:18 5 Hafnarfj. 5 2 12 14:12 5 ísafj. 4 112 8:10 3 A-riðiIl: ★ Breiðabl. Vestm.eyjar 4:0 UPPHAFLEGA voru fjögur lið í A-riðli, en tvö þeirra, Dímon og Reynir hafa hætt við þátttöku. Það er því að- eins einn leikur eftir í riðl- inum, Breiðablik-Vestmanna eyjar og nægir UBK jain- tefli til sigurs í riðlinum. Sumarmót Skíðadeildar ÍR: GUÐNI SIGFÚSSON ÍR SIGRAÐI í A-FLOKKI Ritstióri: ÖRN EIÐSSON lö 16. júlí 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.