Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 14.11.1906, Blaðsíða 1

Lögrétta - 14.11.1906, Blaðsíða 1
LOGRJETT = Ritstjóri: PORSTEINN GÍSLASON, Pingholtsstræti 17. M ^3. Reykjavík 14. nóvember 1906. I. árg1. • MAq Sy ■ HThAThomsen- HAFNARSTR-17-18192021-22-KOLAS I-2-LÆKJAKT1-2 Karlar, konur, krakkar! kveljandi knldi, komið. kaupið KOL Kjarahaup, keyrð kauplaust. Kolasunds-Rolai ultLM Blaða-ávarpið Og undirtektir ,Lögrjettu‘. I „Ávatpi til íslendinga", er undir hafa ritað, að rninsta kosti 4 blað- stjórar1), nefnilega stjórnendur blað- anna „h'jailkotiunnar“, „Ingólfs", „ísa- föidar" ög „Þjóðóifs", er því lýst, að undirskritendur hafi komið sjer sahian uni að ; veita fylgi sitt og styðja að því,1 fað1 ákveðin verði staða Islands gagnvart Danmerkur ríki svo sem hjer segir: „Island skal vera frjálst sambands- land við Danmörku og skal með sam- bandslögum. er ísland tekur óhaðan þátt í, kveðið á um það, hver mál- efni íslands hljóti eftir astæðum lands- ins að vera sameiginleg mál þess og ríkisins. I ölluin öðrum málum skulu Islendingar vera einráðir rneð konungi um löggjöf sína og stjórn, og verða þau mál ekki borin upp í ríkisráði Dana". Jafnframt er því lýst, að undirskrif- endur vilji á þessurn grundvelli ganga að nýjum lögum urn rjettarstöðu ís- lands, væntanlega með ráði fyrirhug- aðrar millilandanefndar. Það er tekið fram, að þingmenn hafi í Danmerkurförinni í sumar sem leið kornið fram sem einn maður í þessu mali og þurfi og eigi blöð Is- lands og opinberar raddir almennings að koma fram á sama hátt; er skorað á þjóðina að taka í sama streng með hverjum þeim hætti, er henni veitist færi a að lýsa yfir skoðun sinni og brýnt fyrir mönnum, að þessum mal- stað verði þvi greiðlegar sigurs auðið, því augljósara sem það sje, að öll þjóðin veiti honum samhuga og ein- beitt fylgi sitt. Það er kunnugt, að allir fulltrúar hinnar íslensku þjóðar, þeir er Dan- merkurförina fóru, komu sjer saman j Ritstjóri „þjóðviljans" bættistviðhinn 5., eftir að ritnefndinni var sýnt ávarpið. Af hinum afarmiklu birgðum af alskonar vefnaðarvörum í versluninni EDIIBORG í Ite> k jat ík. sem eru mjög smekklega valdar og afaródýrar eftir gæðum, má nefna meðal annars: lijereft, hl. og óbl. Sirts — Stumpasirts — Oxford, margar teg. — Flanelette, ótal teg. með ágætu verði. — Borðdúkatau — Handklæðatau — Rúmteppi, livít og misl.— Kommóðudúkar Serviettur —- Handklæði Dorðtliiloir. hv. og misl. — Regatta — Tvisttau — Denims — Yasaklútar — Herðaklútar — Ljómandi efni i kteini-vt'li*;»ry(irliafiiir — 14jólatan alsk. — Pils — Barna- svuntur— Slör. - Yfirliafnir handa ungum stúlkum — Flauel — Velveteen — Moleskin — Fóð- urtau alsk. — Hnappar og tölur alsk. — lliifur og tiattar handa gömlum og ungum — Silki og Silkiborðar — og ótal margt íleira. Vefnaðarvörukaup áreiðanlega best í EDINBORG að vandal um þau tvö meginatriði væntanlegra sambandslaga, sem tekin eru fram í ofannefndu skjali, að Island skuli vera frjálst sambandsland við Danmörku, og skuli með sambandslögum. er Is- land tæki óháðan þátt í, kveðið á um það, liver malefni Islands skuli vera sameiginleg mál, en að í öllum öðrum málum skuli Islendingar vera einraðir með konungi um löggjöf sína og stjórn. Það var með ráði gert og samkomu- lagi allra þingmanna, að hreyfa ekki í þessu sambandi og að svo stöddu hugsanlegum breytingum a stjórnar- skránni, svo sem afnámi ríkisráðs- ákvæðisins, eða skipun landstjóra. Vjer, sem allir erum þingmenn og höfum tekið þátt 1 ofangreindum sam- tökunr þingmanna, munum að sjálf- sögðu vinna að því, að samkomulag náist innanlands um þær kröfur, er alþingi flutti í Danmörku og snerta sambandið milli landanna. Vjer göngum að því vísu, að jafn- framt verði ræddar í blöðunum breyt- ingar á sjermálastjórninni, en vjer á- lítum að þar geti verið um fleiri en eina leið að velja og þær ekki enn svo I rækilega íbugaðar, eftir afstöðu máls- | ins nú, að vjer teljum rjett að gera j nú þegar samtök um að halda að ; þjóðinni einni ákveðinni breytingu á j stjórnarskránni, svo sem er afnám ríkisraðsákvæðisins. Að öllu öðru leyti erum vjer sam- þykkir fyrnefndu ávarpi og vjer vonurn, að geta sýnt í verkinu samvinnufús- leik vorn, einnig þá er kemur til breyt- inga á stjórnarskránni. Reykjavík 12. nóvbr. 1906. Ritnefnd „Lögrjettu": G. Bj'örnsson. Jón Magnússon. Þorh. Bjarnarson. Horfur. Fyrir fjóriini ínánuóum voru stjórnmálahorfur hjer á landi alt annað en glæsilegar. Menn láu enn í sárum eftir bardagann á þinginu 1905. Gömlu blöðin ljetu mjög ófrið- lega; sum höfðu enda andæft móti því, að þingmenn tæki heimboðinu til Danmerkur, sum voru farin að hafa hátt um fullan aðskilnað, sum tóku hart á allri óánægju, allri ný- breytni. En ungum blöðum og frið- sömum, Lögrjettu og Norðra, komu hnútur úr óllum áttiun. Þá var ekki friðvænlegt. Og þó fanst það á öllu, að menn óskuðu þess undir niðri, að sættir kæmust á innanlands um þau mal, er snerta samband Islands við Danmörku. Reynslan skein svo bjart, margra ára reynsla, fyrir því, að inn- anlands sundrung hefur jafnan verið verri farartálmi á sjalfstæðisbraut þjóð- arinnar, en mótstaðan utanlands; hún var farin að skína svo bjart, þessi lífsreynsla þjóðarinnar, að enda þeir sau glampann, senr mest hafa verið blindaðir af innbyrðis illdeilum. —— Menn sáu, hversu mikils það var vert, að þingmenn væru allir sem einn rnaður meðan þeir dveldu í Danmörku. En fáir trúðu því, að það gæti tek- ist. Og þess var ekki von, að menn tryðu því. I*j óðarfögnuður. Það er hörmulegt máltæki, að ís- lands óhamingju verði alt að vopni, ljós vottur um ótrú þjóðarinnar a sjálfa sig og hamingju sína. En ástæður eru til als, og hjer er ástæðan sú, að þjóð vor hefur lifað fleiri hörmungastund- ir en fagnaðar. Fögnuðurinn yfir stjórnarskránni 1874 var ekki óbland- inn; hann var ekki óblandinn fögn- uðurinn 1903, þegar stjórnarbótin fjekst. Þegar þingmenn lögðu af stað f sumar, fylgdu þeim heitar óskir, en daufar vonir. Þeim mun rneiri var fögnuðurinn, og það var eindreginn og óblandinn þjóðarfögnuður, þegar sú fregn barst heinv í hraðskeyti til Lögrjettu, að þingmenn hefðu allir verið sem einn maður í Danmörku, borið fram ein- róma kröfur um frekara sjálfstæði til handa þjóð sinni og fengið góðar undirtektir. Fjört'iríí þjóðarinnar. Sjáifstæði út a við — það er fjör- egg þjóðarinnar. Það er brothættur hlutur. Menn mega ekki kasta því milli sín. Það sjá menn nú betur en aður. Þvi hefur Danmerkurförin valdið. Hún varð til þess að sættir tókust meðal þingmanna. Og af því hefur aftur leitt meiri frið innanlands, meiri spekt, en dæmi eru til um mörg undanfarin ár. SambamMög'. Þetta var meginatriðið í málaleit- an alþingis við ríkisþingið: Að skipað væri fyrir um samband- ið milli landanna með sambandslög- um, er kæmu í stað stöðulaganna, og væru þau undirbúin af millilanda- nefnd. eti samþykt af alþingi og rík- isþingi. Skyldu þar talin upp sam- eiginleg mál, sagt fyrir um meðferð þeirra framvegis. en Island hafa ó- skorin yfirráð yfir öllum öðrum mál- um — sjermálum — og þeir einir ráða því, hvernig þeim málum skyldi stjórnað. Það var samhuga álit alþingis, að oss bæri eigi að bera undir danska þingmenn breytingar á sjermálastjórn- inni, væri oss t. d. skylt að bera e.kki undir þá tillögur um landstjóra, eða ráðherra, 1 eða fleiri, er eigi sætu í ríkisráði. Það ættum vjer að ræða á alþingi og ráða þar til lykta. Lingið og þ.jóðin. Alþingi flutti mál þjóðarinnar í Dan- merkurförinni án þess að þingmenn hefðu beint umboð til þess frá kjós- endum sínum. Það hefur nú komið berlega í Ijós, að þjóðin er ánægð með þær gerðir þingsins. Hamingju íslands er nú betur borgið en nokkru sinni áður. Því að nú er full von til þess, að þjóðin muni, eins og þingið, öll standa sem einn maður. Gestirnir að sumri. Því hefur verið hreyft, að þjóðin verði að sumri að láta óskir sínár ó- tvírætt í Ijósi við konung og ríkis- þingsmenn. Það er rjett. Það varðaf milclu að konungur og samþegnar vorir fái að vita, að alþingi hafi í fytra verið í samræmi við vilja þjóðarinnar. En menn mega ekki ætla, að 40 dansk- ir þingmenn geti lofað neinu fyrir hönd ríkisþingsins. Og menn ættu að varast að rugla saman sambands- laga-kröfunni, sem Dönum kemur við, og stjórnarskrárbreytingum, sem Dön- um koma ekki við. Stjórnarskrárbreytingai'. Það má telja víst, ef ný sambands- lög eru sett, að þá verði einnig gerð breyting á sjermálastjórninni. Nú- gildandi stjórnarskrá hvílir á grund- velli stöðulaganna. Framtíðarstjórn- arskra a að hvíla á grundvelli hinna væntanlegu sambandslaga. Þess vegna eiga sambandslögin að koma fyrst, og því næst á að gera þær breyt- ingar á stjórnarskránni, sem þurfa þykir. Og þess vegna verður þing og þjóð fyrst um sinn að hafa aðal- lega hugann á því, hvernig sambands- lögin skuli vera. Um það varðar öllu, að menn sjeu sammala, allir sem einn. Um hitt geta menn síðandeilt heima fyrir, hvernig sjermalunum skuli stjórnað, hvort heldur með lands stjórafyrirkymulagi eða með ráðherr- um, er beri málin upp fyrir kohungi. Nýjustu borfur. Horfurnar eru nit alt aðrar en fyr- ir fjórum mánuðum. Nú er vissa fengin fyrir því, að

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.