Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lögrétta

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Lögrétta

						LÖGRJETTA
= Ritstjóri:  ÞORSTEINN  GÍSLASON,  Þingholtsstræti 17.
Æ 4.
Reykiavík 39- janáar 1908.
III. ár$*".
4?
V  -H-ThA-Thomsen- 'vV,
''*
HAFNARSTR'171819 20 21-22" KOL&S 1-2-LÆKJAÍJIZ
• REYKJAVIK*
er ósvikin skilvindumjólk, þurkuð
við c. 40° hita, með aðferð, sem
dr. Ekenberg hefur fundið upp og
fengið einkarjett á.
Uppleyst í vatni er hún jafn holl
og hægmelt og vanaleg skilvindu-
mjólk.
Hún hefur öll næringarefni mjólk-
urinnar.
c. 36°/o eggjahvítuefni,
»  54,5% mjólkursykur,
»  1,1 % smjörfitu,
»  7,5% mjólkursölt,
»  0,9% vatn.
Það má jafnt hræra hana út í
köldu sem heitu vatni, en hún upp-
leýsist fijótar i heitu vatni. Einnig
er gott að velgja mjólkina uppleysta.
Hún er hrærð út í vatni á sama
hátt og mjöl, þannig að fyrst er hún
hrærð út i ofurlitlu af vatni, svo
að hún hlaupi ekki í kekki, og síð-
an bætt því vatni við sem þarí.
1 kilo (2 ÍB) af þurmjólk á að
hræra út í 10 litra (potta) af vatni,
og fást þá 11 litrar (pottar) af mjólk.
Hún er ágæt í allan mat og til
bökunar, og yfir höfuð til alls, sem
skilvindumjólk er höfð í.
Til bökunar má einnig hræra þur-
mjólkina saman við mjölið (og er
þá hlutfallið þetla: 1 <ffi þurmjólk í
19 % mjöl), en þeg'ar vatni er svo
bætt við, þá verður það að vera
jafnheitt og mjólk ætti að vera.
Þurmjólkin súrnar hvorki nje frýs,
og geymist því ágætlega; hún er
fyrirferðalítil og alveg ómissandi
handa skipum, í ferðalög o. s. frv.
Einkasala á þurmjólk dr. Eken-
bergs er i
Thomsens Jíagasíni.
BOKA- oe PAPPIRSVERSLUN
ARINBJ. SVEINBJARNARSÖNAR
hefur til sölu:
Quovadis?, Leysing, Þyrna o. fl. bæk-
ur í skrautbandi.
Póstpappír, stóran og smáan,  mjög
ódýran.
Umslög, stór og smá.
10 au. brjefsefni í skrautumslagi.
Blek, penna o. m. fl.
Góðar vörurl      Gott verð!
Gapastokkur
þjóðarinnar.
Gapastokkurinn stóð a almanna-
færi í gamla daga. Það var timb-
urstokkur, jarðfastur, og hespa á hon-
um, sem fjell að hálsi sökudólgs-
ins.
Og menn voru oft settir í gapa-
stokkinn fyrir litlar eða engar sakir.
Ef valdsmanni sinnaðist við bónda
eða borgara, ljet hann böðulinn leiða
manninn að kirkjudyrum, eða út á
kaupstaðartorg, og setja hann í gapa-
stokkinn. Þar varð hann að sitja
tímum saman, til háðungar og at-
hlægis. Öllum var heimilt að at-
yrða hann, sparka í hann, hrækja á
hann, og það var sjaldan sparað.
Og alloftast var þó maðurinn sýkn
saka.
Nú er öldin önnur.
Nú er, sem betur fer, úti umþað,
að valdsmenn geti sett alþýðumenn
í gapastokk og svívirt þá eftir vild
sinni.
En menn skulu ekki ætla að gapa-
stokkurinn sje horfinn. Því fer fjarri.
Öll breytingin er ekki annað en enda-
skifti og hausavíxl.
Nú er það alþýðan, þjóðin, sem
heldur um hespuna og hneppir valds-
menn sína í gapastokkinn, og full-
trúa sína og aðra starfsmenn, oftast
fyrir litlar eða engar sakir — rjett
eins og áður.
Böðulsembættið hafa ýms blöð
landsins tekist á hendur.
Þingmenn og aðrir stjórnmálamenn
verða einna verst úti.
Þeireru settir í gapastokk þjóðar-
innar, tortrygðir, atyrtir, sparkað í
þá, hvern á fætur öðrum.
Og þessi ágangur hefur stórum
aukist að undanförnu.
Víkjum að einu dæmi.
Það er millilandanefndin.
Margir og margir tortrygðu þing-
ið, töldu því ekki trúandi til þess að
velja í þá nefnd. Og menn gerðu
sjer enda ferðir úr öllum áttum suð-
ur á Þingvöll til að lýsa vantrausti
sínu á fulltrúum þjóðarinnar, sem hún
hafði rjett fyrir skömmu kosið sjer.
Þingrofsmennirnir játuðu að vísu,
að flestir sömu fulltrúarnir mundu
verða kosnir aftur, ef þingið væri
rofið, en þeir sögðu, að þá mætti
„binda" þá, láta þá „lofa" hinu og
þessu, annars væri þeim ekki trú-
andi, annars væru þeir vísir til að
svíkja þjóðina.
Og þeir, sem mæltu á móti þing-
rofinu, voru flestir ekki öruggari en
það, að þeir sögðu þjóðinni að bíða,
hún skyldi fá málið þegar það kæmi
frá nefndinni, og því ekki hundrað í
hættu, þó að nefndin gerði eitthvert
glappaskot.  Það var alt traustið.
Nefndin er skipuð.
Og það er kunnugt, að Landvarn-
armenn hafa í hug, að senda sína þrjá
Kvenrjettinðafjelag
íslands
heldur kvöldskemtun fimtu-
daginn 30. janúar, kl 8
síðdegis.
Vonast eftir húsfylli.
Nánar  á  qötuauglýs-
ingum.
menn í járnum, vilja taka af þeim
skuldbindingu um, að „þessu" skuli
þeir játa og „hinu" skuli þeir neita;
trúa þeim annars ekki, treysta þeim
ekki, tortryggja þá — og ætla þó
að kjósa þá aftur á þing.
A hinu leitinu situr Þjóðólfur gamli,
allur í keng, heldur á stóru brýni,
hummar og segir ekki vanþörf að
brýna þá, kallana, áður en þeir leggi
á stað. Hann hyggur, að þeir muni
helst bíta, Lárus (áttavitinn hans) og
Skúli (ávarpsbróðir hans), en sargar
ráðherra mest með brýninu.
Þessu líkar munu kveðjurnar verða,
þegar netndármenn leggja frá landi:
ávítur,  brýningar,  ótti og tortrygni.
En hvað sem margmenninu lfður,
þá er rjett, að þeir viti, þessir erinds-
rekar þjóðarinnar, að til eru menn,
sem trúa þeim öllum til hins besta,
treysta því óhikað, að þeir muni
einskis láta ófreistað, þess er þjóð-
inni má verða mest til frelsis og far-
sældar, og árna þeim góðrar ferðar
og heillar heimkomu.
En ef jeg, sem þetta skrita, á að
segja, hverjum þeirra jeg treysti best,
þá er það hvorki Skúli nje Lárus,
heldur aðrir menn, og þá fyrstur allra
Hannes Hafstein.
Það getur engum dulist, að hagur
þjóðarinnar hefur færst fljótum skrefum
í sjálfstæðis- og sjálfstjórnaráttina
síðan hann kom til sögunnar; munu
Danir aldrei hafa hopað jafnlangt
fyrir nokkrum íslending, sem þeir
hafa hopað fyrir honum; er ljóst, að
til þess hefur þurft mikla orku af
hans hálfu. En af því að hann hefur
manna mest unnið og gagn gert, þá
hefur hann !íka verið manna oftast
settur í gapastokkinn — það er sið-
urinn — og það er enda svo að sjá,
sem ýms flokksblöð ráðherra kinoki
sjer við, að láta hann njóta sannmælis
•— til þess að tolla í tortrygnistísk-
unni, býst jeg við.
En hvernig vfkur þessu viðf Hvers
vegna eru helstu menn þjóðarinnar
hver af öðrum settir í gapastokk,
engum treyst, allir tortrygðir, mann-
orðið reitt af þeim og geymt til að'
hafa í grafskriftir þeirra og sögu þjóð-
arinnar?
Mun það ekki koma af því, að
þjóðin er enn öll í molum, enginn
heildarhugur í henni, þrátt fyrir alt
orðaskvaldrið; mun það ekki búa
undir, að hver elskar sína sveit,
hreppinn sinn, sýsluna, þegar best
gegnir, en lætur sjer fátt finnast um
ættjörð, tungu og þjóðerni, reynir
því sjálfrátt eða ósjálfrátt að hafa
sem mesta hagsmuni upp úr hlut-
töku sinni í sameignarbúi þjóðarinnar,
handa sínum skika.
Ef landsmenn eru þannig skapi
farnir, þá er skiljanlegt — því margur
heldur mann af sjer —, að þeir tor-
tryggi alla þá, er vinna að þjóðar-
málum, haldi, að þeir hljóti jafnan
að sitja á svikráðum, meti mest eigin
hagsmuni og eigi því skilið að fara í
gapastokkinn.
Það getur leikið efi á því, hvort
rjett sje að kalla þetta þjóðarlöst,
þennar skort á heildarhug og ætt-
jarðarást og tortrygnina, sem þar af
hlýst. En það er litlum efa bund-
ið, að tvístringin tefur alla tramför.
Og það er öldungis efalaust, að stór-
tjón getur hlotist af því, ef þjóðin
þekkir ekki rjett eðli sitt, veit ekki
hvað hún vill, eða þykist vilja margt,
án þess að hugur fylgi máli.
2°/i '08.
Islendingur.
gæjarstjómarkosningin.
Hún fór fram, eins og  til stóð, á
föstudaginn.   Kjörlistarnir allir voru
prentaðir í síðasta blaði.   1620 kjós-
endur, af 2850, sem á kjörskrá stóðu,
notuðu  atkvæðisrjett  sinn.  Konur
voru um 1200 á kjörskrá, en um
600 kusu.
Flest atkvæði hrepti F-listinn, eða
kvenfjelagalistinn, 345, og kom að
4 konum, en þær eru þessar: Frú
Katrín Magnússon, frú Þórunn Jón-
assen, frú Bríet Bjarnhjeðinsdóttir og
frú Guðrún Björnsdóttir.
Næst atkvæðamagn hlaut D-listinn,
Framfjelags-eða heimastjórnarmanna-
listinn. Hann fjekk 235 atkvæði og
kom að þremur fulltrúum, en þeir eru
þessir: Lárus H. Bjarnason sýslu-
maður, Kl. Jónsson landritari og Sig-
hv. Bjarnason bankastjóri.
Þá er K-listinn, eða iðnaðarmanna-
listinn, með  190 atkv.  Hann fjekk
tvo fulltrúa:  Magnús  Blöhdahl trje-
smíðameistara og Knút Zimseh verk-
fræðing.
G-listinn, eða Templaralistinn, fjekk
161 atkv. og náðu einnig tveir kosn-
ingu á honum: Halldórjónssonbanka-
gjaldkeri og Sveinn Jónsson trje-
smíðameistari.
Þá er A-listinn, eða Dagsbrúnar-
listinn (verkamanna) með 116 atkv.
og var þar kosinn Þórður J. Thor-
oddsen bankagjaldkeri.
N-listinn, eða Landvarnarlistinn,
fjekk 95 atkv. og kom að Jónijens-
syni yfirdómara.
					
Fela smámyndir
Blağsíğa 13
Blağsíğa 13
Blağsíğa 14
Blağsíğa 14
Blağsíğa 15
Blağsíğa 15
Blağsíğa 16
Blağsíğa 16