Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 14.12.1910, Blaðsíða 1

Lögrétta - 14.12.1910, Blaðsíða 1
Aígreiðslu- og innheimlum.: ARINBJ. SVEINBJARNARSON. JLjautsavetí 41. Talsími 74. Hi ts tj óri: Þorsteinn gíslason Pingholtsstræti 17. Talsíini 132. ^61. Reykjavík 14. desember ÍOIO. V. árg. I. O. O. F. 9216129. Forngripasafnið opið Sd., þrd. og fimtud. kl. 12—2. Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 12 1. Tannlækning ók. (í Pólthússtr. 14) 1. og 3. md. í mán. 11—1. Landakotsspítali opinn f. sjúkravitj. io'/> —12 og 4—5- íslands banki opinn 10— 21/* og 57*—7- Landsbankinn io1/.—^'/a-.Bnkstj. við 12 1. Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. ld. ( mán. 7—8 e. m. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl. 12—3 og 5—8- oyí HThA Thomsen- HAFNARSTR-1718 1920 2122-KOtAS t-2- LÆKJAHT-12 • reykjavik • Lárus Fjeldsted, Yflprjettarmilafserslumaöur. Lækjargata 2. Helma kl. 1 1 — 12 og 4—5. Rúðugler °«k‘«i * ® Z0ÉGA best að Banlcastr. 14. kaupa hjá Taisfmi 128. „Ingólfur“ fer til Borgarness 15. des. - - Garðs 18. des. Ákæra Guðm. Hannessonar Sjálfstæðisflokkinn. Svar til ísafoldar. (Nl.). ----- Eins og jeg sagði að ofan, eru það ekki nema rúm 90 þús., sem I3-Rr> lækkaði við meðferð þingsins. En þar er nú fyrst þess að gæta, að stór nauðsynjaútgjöld, sem gamla stjórnin hafði sett í frv. til fjárauka- laga, voru feld. Nægir þar að minna á Rangárbrúna og Vestmanneyjasím- ann. Jeg get ekki stilt mig um að benda á það, um leið og jeg nefni Vestmanneyjasímann, að sú upphæð, sem tii hans var ætluð úr landsjóði, var nærri nákvæmlega jöfn þeirri upphæð, sem meiri hlutinn síðan veitti til viðskiftaráðunauta. Hver fjáveitingin halda menn nú hafi ver- ið þarfari, að verja fjenu til símans, sem auk þess að verða til ómetan- legs gagns fyrir aðalatvinnuveg fjölda landsmanna, sjávarútveginn, hefði ef- laust orðið gróðalind fyrir landsjóð, eða verja því handa Bjarna til þess að fimbulfamba úti í löndum, líklega til lítillar sæmdar fyrir okkur, og vafalaust til einskis gagns? En þótt 13. gf- lækkaði ekki nema um 90 þús. kr., þá ber þess að gæta, að sumir af útgjaldaliðum hennar hækkuðu til mikilla muna, einkum fjárveitingin til gufuskipaferða. Hún hækkaði um 30 þús. kr. í meðferð þingsins. Póstmálafjeð hækkaði og um nærri 10 þúsund. Þar sem öll grein- in lækkaði um 90 þús., en einstakir liðir hennar hækkuðu um 40 þús., þá er um leið auðsætt, að aðrir liðir sömu greinar hafa lækkað um sam- tals 130 þús. kr. Þetta er og svo Af þessum 130 þús. koma 5V2 þús á vegi, yfir 3 þús. á vitaogyfiri2l þús. á stma. Við sjáum af þessu, að þingið hækkaði mjög fjárveitinguna til gufu- skipaferða. En sú fjárveiting er al- gert eyðslufje, og fer auk þess mest- megnis í vasa útlendinga. En til alls þess, sem ætlað er til að auka eign landsins, voru fjárveitingarnar lœkkaðar, og þó langmest sú fjár veitingin, sem ætluð hafði verið til að auka þá eign landsins, símana, sem gefur landsjóði sjálfum miklar tekjur, auk ómetanlegra hagsmuna fyrir landsmenn. Jeg vona að allir skilji, hvað þetta synir. Hjer hefur verið eytt sem mestu fje til þess, sem ekkert gefur af sjer ( landsjóð, en „sparað" fje til þess, sem landsjóður hefur tekjur af eða eykur eignir landsins. Þetta er fjármálastefna stjórnarflokksins, og 13. gr. og meðferð hennar er rjett sýnishorn af fjárlögunum í heild. Verk, sem landsjóði er að lögum skylt að vinna, t. d. vegir, brýr og fleira, eru látin sitja á hakanutn, bíða, en f stað þess eru landsjóði bundnar nýjar byrðar, sem hann verður að verja fje til árlega, svo sem það, að þingið sýnist hafa tekið Flensborgar- skóla, kvennaskólana o. fl. upp á landsjóðinn fyrir fult og alt. Það eru að vísu þarfar og þjóðnýtar stofnanir, en ekki ber sú aðferð vott um gætni í fjármálum landsjóðsins. Lfkt má segja um fjárveitingar til einstakra manna, sem oft eru nefndar bitlingar. Stjórnarflokkurinn var ekki sjerlega sár á þeim. Tillögur fyrver- andi stjórnar um styrki til einstakra manna hækkaði þingið mjög, og bætti við mörgum nýjum, og telst mjer svo, að þetta tvent, hækkanir á bitlingunV og nýir bitlingar, hafi numið 23600 kr. Svona framkvæmdi „sparsemdar"flokkurinn vilja kjósenda í þessum efnum, og er þó þá enn ótalinn stóri, pólitiski bitlingurinn til Bjarna Jónssonar. Honum var frá upphafi ætluð og lofuð ráðunautsstað- an, og það fje, sem hann fær úr andsjóði, verður alls, frá 1. ágúst 1909 og til ársloka 1911, þegar þessi fjárlög hætta að gilda, yfir 24 þús. kr. Þeirri upphæð er óhætt að bæta við hina fyrri, og sýnir það sig þá, að „sparsemdar“mennirnir hafa veitt hækkuðum og nýjum bitlingum upp undir 50 þúsund krónur. — Þetta gefur líka góða bendingu um fjármálastefnuna. Til þess að þreyta ekki lesend- urna um of, skal jeg, að svo stöddu, ekki tína fleira til úr fjárlögunum. Nygfl jeg °R> þetta muni nægja til að sýna, að stjórnarflokkurinn raui þegar á alþingi 1909 heitorð sfn um sparsemi og gætni í fjármálum. Mjer dettur ekki í hug að efa, að margir stjórnarflokksmanna hafikom- ið með þeim einlægum ásetningi til þings, að forðast öll óþarfa útgjöld. En atvikin og samb'óndin hafa dregið þá nauðuga út á þá braut, er leiddi til þess, að aldrei hefur meðferð og niðurstaða fjárlaganna verið jafn- óviturleg, fjárhagslega skoðað, eins og einmitt nú. Er þó enn ógetið þess fyrirhyggjuleysis um hag land- sjóðsins, sem stjórnarflokkurinn gerði sig sekan í, og mun jeg nú fara um það nokkrum orðum; enda eru vand- ræðin, sem stafa af því fyrirhyggju- leysi, að koma alvarlega í ljós ein- mitt nú. En aðeins 2 af 25 þingmönnum, er stjórnarflokkinn skipuðu, greiddu at- kvæði móti bannlögunum, og um af- stöðu tveggja annara, deildaforset- anna, verður ekki sagt, með því að þeir voru löglega afsakaðir. —21 þing- maður meiri hlutans var þvf opin- betlega með bannlögunum, þótt sum- ir þeirra hafi ef til vill dansað hálf- nauðugir, hlýðandi flokksaganum. Mjer þykir rjett að taka þetta fram, til þess að það geti verið ljóst, að hverjir þeir fjárhagslegir örðugleikar, sem af bannlögunum kunna að stafa, peir eru, eins og annað samkyns, núverandi stjórnarflokki að kenna. — En hið fjárhagslega fyrirhyggju- leysi þeirra kom fram í því, að þeir komu ekki samtímis fram með nein ráð eða tillögu um að bæta í skarð- ið. Og það er eins og það vetjist fyrir þeim ennþá. Því meiri ástæða var til þess að ætlast til, að stjórnarflokkurinn kæmi með tillögur um að fá nýjar tekjur í stað áfengistollsins, þar sem mjög fjölskipuð nefnd var sett í neðri deild, þegar á öndverðu þingi, með það markmið fyrst og fremst, að kon.a fram með álit um skattamál og toll- mál yfirleitt, einkum þó um þau at- riði, er milliþinganefndin hafði komið fram með. Þá hefðu þeir um leið auðvitað átt að benda á tekjustofn í stað vínfangatollsins, úr því að þeir samþyktu bannlögin. En þetta reyndu þeir ekki. Nefndin vanrækti meira að segja starfið svo mjög, að hún kom aldrei fram með neitt álitsskjal um tillögur milliþinganefndarinnar í skattamálunum, sem þó átti auðvitað að vera hennar aðalstarf. Hún kom víst ekki með neitt, nema farmgjalds- frumvarpið sæla, sem Björn Krist- jánsson bar fratn fyrir hönd meiri hluta nefndarinnar. Það fór með þá nefnd, eins og fleiri, að þýðingar- mestu ntalin voru algerlega vanrækt og lögð á hylluna; en meðferð sjálfs stjórnarskrármálsins einhver ljósasti votturinn um það. Þetta, að svifta landsjóð einum hinum hagfeldasta tekjustofni, án þess að gera ráðstafanir til að nokk- uð komi í staðinn, það er fjárkags- legt fyrirhyggjuleysi, og ætti að vera pólitiskt óbótaverk hverjum sem veldur. Þetta hefur stjórnarflokkur- inn gert hjer. Óþ'órf eyðslusemi, óviturleg með- Jerð Jjár og fjárhagslegt Jyrirhyggju- leysi — þetta eru orðnar efndirnar á loforðunum um sparsemi og gætni í fjármálum. Heimastjórnarmaður. Þegar tala er um fjárhag Iand- sjóðsins eins og hann er nú, og eins og útlit er með hann framvegis, verð- ur eigi gengið framhjá þeim gerðum síðasta þings, er mest og gagngerð- ust áhrif hafa á þann fjárhag, en það eru bannlögin. Það hefur oft verið sagt, að bann- málið hafi ekki verið flokksmál á þingi, eins og það vitanlega er ekki flokks- mál meðal þjóðarinnar. — En að þvf er þingið snertir, þá er þetta ekki rjett. Það var að vfsu ekki flokks- mál stjórnarandstæðinga, minni hlut- ans; en það var greinilegt flokksmál stjórnarflokksins á þingi. — Heima- stjórnarmenn voru 13 á þinginu, og skiftust í nærri jafna parta í bann málinu, 6 með, en 7 móti. Þeir 2 þingmenn, er telja sig með hvorug- um þingflokki, voru og báðir á móti kosninga og kjörgengis jafnt sem körlum". Samþ. með öllum atkv. 3. Peningamálið. Tillaga: „Fundurinn telur sjálfsagt, að alþingi taki til alvarlegrar yfir- vegunar hið svokallaða bankamál og peningamálin yfir höfuð. En ef al- þing telur það óhjákvæmilegt, að landið taki stórlán hjá erlendum þjóðum, þá skorar fundurinn á það að sjá um, að því fje sje aðeins varið til arðvænlegra fyrirtækja, og sjer- staklega, að umráð þess íjár sje alger- iega í höndum landsmanna". Samþ. 4. Samg'ónguniál. Tillaga: a. „Fundurinn skorar á alþingi, að nema úr lögum skyldu Rangárvallasýslu að halda við ‘/3 Flóavegarins og breyta afhendingar- ákvæði vegalaganna þannig, að við- komandi sýslufjelög leggi til að minsta kosti tvo úttektarmenn". Samþ. í e.hl. b. „ Að gefnu tilefni mótmælir fund- urinn eindregið brúartolli á ölfusá". Samþ. í e. hl. c. „Fundurinn skorar á alþingi að veita fje til brúargerðar á Ytri-Rangá á næstu fjáriögum". Samþ. í e. hl. d. „Fundurinn skorar á alþingi að veita fjetil aðrannsaka til hlítar járn- brautarstæði frá Reykjavík austur að Þjórsárbrú". Þamþ. með öllum atkv 5. Landbúnaðarmál. Tiliögur: a. „Fundurinn skorar £ Búnaðarfjelag íslands að arinast um, að á fjárlögunum verði veitt fje ti að fá sjerfróðan mann til að athuga, hvort ekki sje kleift að afstýra vatna- gangi hjer í Raugárvallasýslu, sjer- staklega, hvort ekki megi hlaða í Djúpós til að vernda Safamýri" Samþ. í e. hl. b. „Fundurinn skorar á alþingi að auka styrkinn til búnaðarfjelaga" Samþ. í e. hl. c. „Fundurinn skorar á alþingi að lækka eigi að svo komnu landsjóðs styrkinn til smjörbúanna". Samþ með öllum atkv. d. „Fundurinn skorar á alþingi að skipa ullarmatsmenn á svipaðan hátt og fiskimatsmenn". Samþ. með meiri hl. atkv. 6. Eftirlaunamálið. Tillaga: „Fundurinn skorar á al- þingi að afnema sem allra fyrst eftir- laun allra embættismanna". Samþ. 7. „Fundurinn skorar á alþingi að semja lög um að læknahjeruð fái að kjósa sjer lækna". Feiri mál voru eigi rædd. meiri hlutann af lánsfjenu til arðber- andi fyrirtækja". Samþ. með 23 atkv. gegn 1. 3. Sambandsmálið. Tillaga: „Fundurinn lýsir óánægju sinni yfir meðferð núverandi stjórnar og meiri hluta alþingis á Sambands- Iagafrumvarpinu". Samþ. með 26 at- kv. móti 5. 4. Stjórnarskrármálið. Tillaga: „Fundurinn telur sjálfsagt, að þingið taki stjórnarskrármálið til meðferðar og samþykki þær umbæt- ur á stjórnarskránni, sem gæta rjett- arstöðu landsins, eins og hún nú er. Meðal annars afnám konungkjörinna þingmanna, að ríki og kirkja geti skilist með einföldum lögum og kon- umsje veittur kosninga- og kjörgengis- rjettur, sem körlum". Samþ. með öllum greiddum atkv. Tillaga í sambandi hjer við svohlj.: „Fundurinn skorar á alþingi, að fram- vegis verði fastákveðið þingfarar- kaup allra þingmanna". Samþ. með öllum gr. atkv. 5. Mentamál. í sambandi við vilja fundarins um aukinn kosningarjett telur fundurinn afarþýðingarmikið fyrir sjálfstæði þjóðarinnar bæði út á við og inn á við, að þingið geri sjer far um að veita nægilegt fje til aukinnar alþýðu- fræðslu, t. d. til stofnunar lýðháskóla, þegar þess verður farið á leit". Samþ. með öllum gr. atkv. 6. Samg'óngumál. Allar tillögur Ægissíðufundarins samþ. með öllum greiddum atkv. 7. Landbúnaðarmálin. Sömul. samþ. tillögur Ægissíðu- fundarins. Fleiri mál eigi rædd. í Rangárvallasýslu 1910. Að Ægissíðu laugard. 19. nóv. Mættir nál. 60 kjósendur. Fundar- stjóri dbrm. Fyjólfur Guðmundsson, Hvammi; skrifari síra Ólafur Finnsson, Kálfholti. Var þar rætt: 1. Skattaniálið og aðflutníngsbannið. Tillaga: „Fundurinn skorar á al- þingi að fresta ekki framkvæmd að- flutningsbannslaganna, en felur þing- inu að ná inn tekjuhalla landsjóðs með verslunargjaldi eða farmgjaldi, en mótmælir þeirri stefnu, að auka tekjur landsjóðs með beinum gjöld- um að nokkrum mun“. Samþ. með 45 atkv. gegn 7. 2. Stjórnarskrármálið. Tillaga: „Fundurinn skorar a næsta þing að taka stjórnarskrána til ræki- legrar athugunar og breytingar, og telur þar til sjerstaka nauðsyn á, að konungkjörnir þingmenn verði af- numdir, að skilnað ríkis og kirkju megi gera með sjerstökum lögum og að konum verði veittur rjettur til Að Stórólfshvoli mánud. 21. nóv, Mættir 50—60 kjósendur. Fundar stjóri sýslum. BjörgvinVigfússon.Efra- hvoli. Skrifari hreppstj. Einar Ein- arsson, Garðsauka. Var þar rætt: 1. Skattamál. Tillaga Ægissíðufundarins feld með 37 atkv. móti 14. Tillaga: „Fundurinn skorar á al- þingi að halda vínfangatollinum og þar af leiðandi nema úr gildi lög um aðflutningsbann á áfengi. Jafnframt skorar fundurinn á alþingi að ná inn tekjuhalla landsjóðs með farmgjaldi, en mótmælir þeirri stefnu, að auka tekjur landsjóðs með beinum sköttum að nokkrum mun“. Var þessi tillaga samþ. með 37 atkv. gegn 14. 2. Fjármál. Tillögur: a. „Fundurinn telur fram- komu núverandi stjórnar í hinu svo- nefnda bankamáli gerræðisfulla og skorar á alþingi að taka það mál til alvarlegrar og rækilegrar yfirvegunar". Samþ. með 40 atkv. móti 7. í sambandi hjer við var borin upp svohl. viðaukatillaga: „Fundurinn skorar á alþing að breyta nýjustu bankalögum í þá átt, að bankastjórum Landsbankans sje bannað að hafa nokkur afskifti af pólitiskum flokksmálum". Samþ. með öllum greiddum atkv. b. „Fundurinn er ekki mótfallinn því, að peningamagn landsins sje aukið með útlendum lántökum, eða veltufje landsins aukið með útlendu fje, en telur rjett, að í þessu efni sje þó farið hægt í sakir, þar til vissa eða föst sannfæring er fengin fyrir þvf, að landsmenn kunni að nota Að Seljalandi þriðjud. 22. nóv. Mættir 30 kjósendur (ófært veður). Fundarstjóri Vigfús bóndi Berg- steinsson, Brúnum. Skrifari Árni kennari Ingvarsson, Fit. Var þar rætt: 1. Skattamálið. Tillaga: „Fundurinn hallast að þeirri stefnu, að tekjur landsjóðs sjeu aukn- ar að því leyti, sem þörf krefur, með verslunargjaldi eða farmgjaldi, frem- ur en nýjum eða auknum tollum, en mótmælir þeirri stefnu, að hækka beinu skattana að nokkrum mun". Samþ. í e. hlj. 2. Peninganiálin. Tillaga. a) „Fundurinn telur fram- komu núverandi stjórnar í hinu svo nefnda Bankamáli mjög svo athuga- verða og skorar á alþingi að taka það mál til alvarlegrar yfirvegunar. Samþ. með öllum greiddum atkv. b. Fundurinn telur sjálísagt, að alþingi taki til alvarlegrar yfirveg- unar peningamálin yfir höfuð. En ef alþing telur það óhjákvæmilegt, að landið taki stórlán hjá erlendum þjóðum, þá skorar fundurinn á það, að sjá um, að því fje sje aðeins var- ið til arðvænlegra fyrirtækja og sjer- stakl., að umráð þess fjár sje alger- lega í höndum landsmanna". Samþ. í e. hlj. 3. Sambandsmálið. Tillaga: Sama og á Hvolsfundin- um. Samþ. með 15 atkv. gegn 2. 4. Stjórnarskrármálið. Tillaga: Sama og á Hvolsfundin- um. Samþ. með öllum gr. atkv. 5. Samg'óng umá lið. Allar sömu tillögur sem á hinum fundunum samþ. í e. hl, og auk þess svohlj.: „Fundurinn skorar á alþingi að veita sem allra ríflegastan styrk til mótor- eða gufuskipaferða á milli Vestmannaeyja og meginlandsins". Samþ. í e. hlj. 6. Landbúnaðarmálið'. AUar sömu tillögur sem á Hvols- fundinum, samþ. í einu hlj. og auk þess svohlj.: „Fundurinn telur nauð- synlegt, að alþingi breyti ábúðarlög- gjöfinni í það horf, að leiguliðar á einstakra manna eignum geti átt kost á að fá ábýlisjarðir sínar keyptar eftir mati dómkvaddra manna. Sömu- leiðis að leiguliðar á einstakra manna eignum geti fengið lán í Landsbank- anum gegn veði í vátrygðum húsum, þó jörðin, sem húsið stendur á, sje ekki með í veðinn". Samþ. í e. hlj.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.