Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 20.11.1912, Blaðsíða 2

Lögrétta - 20.11.1912, Blaðsíða 2
220 LÖGRJETTA rf 0> s b/) o <u G G <L> V-i 4-T O rt «j cuo oq c v* ^ O w E 8>u £ * * *2 t—» »—I »—1 'O G .. So S CD <L> c/l rt _ 1 > G co 00 rt I O vr» Px=1 u rt O, ^ „ . E oo N G J2 ° I § N o « tuo •* = 'Cd CjJ . *“ 3 ■* «• M M -rt o O ro G u *j rt rt 5 E? M « jS G b i6 cij t > . M t'' TJ s D TJ «=l G bx <L> Ö 1 HH G P bc -*-» / u V 4-» GO JD E u- rt J3 cö V- cd :0 XTL—3 gJ 44 u- CÖ CTJ 0 u tl C=x-H <42 > 0 Q, CO >. <u Oi O M ö o“ 1 vo 1 0 00 1 LO M ro 0“ ö* ú 1 I 1 1 1895. 50 ára afmæli alþingis. W Edinborg stofnuð. Nóbelsverðlaunin. Símað er frá Khöfn í morgun, að Gerhart Hauptmann fái bók- mentaverðlaun Nobelsjóðsins í ár. Haupt- mann er þýskt skáld, fæddur 1862, frægast- ur fyrir leikrit sín. Nazim pasja. Það er áður sagt, að í byrjun ófriðarios fengi Abdullah pasja yfir- stjórn Tyrkjahers. En yfirstjórnin var brátt af honum tekin og fengin Nazim pasja, er áður var hermálaráðherra. Albert Gnndtzman, danskur blaðamað- ur og rithöf- undur, andað- ist 23. f. m. Hann var síð- ast við blaðið „Riget" og rit- aði þar jmest um bókmentir. Hingað kom hann í kon- ungsförinni Í907 og var Nationaltíðinda". Auk eftir hann nokkur þá tfðindamaður blaðamenskunnar liggja skáldrit. Enska þingið. Stjórnin varð undir við atkvæöagreiðslu þar í neðri málstofunni 11. þ. m., með 22 atkv. mun. Þar var að ræða um írska malið, fjárframlög úr ríkissjóði til írlands. J. A. Fridericia, prófessor í sögu við háskólann í Khöfn, er nýlega dáinn, fædd- ur 1849. <D E o CQ Ot • o. S £ 2- E > > > Innkaupin 1 Efdinborg auka gleði — minka sorg. Lögrjetta kemur &t á hvarju o miö vikudegl og auk þets aukablöð við og við, mintt 60 blöð alt á árL Verð: 4 kr. árg. á ftlandl, erlendlt 5 kr. Gjalddagl 1. júlí. megin á Balkanskaganum, suður til Griklandshafsins, og skuli þau ekki mótmæla þvf, segja, að samlyndið sje nú svo gott milli bandaþjóða Balkanskagans, að þetta ætti að vera auðsótt. Þetta landvinningamál Serbíu er nú mjög rætt í útlendum blöðum og svo að heyra sem vandræði mikil geti úr því orðið áður en því verði til lykta ráðið. Búlgaría fylgir Serbíu í kröfum hennar. Forseti Búlgaraþingsins, M. Daneíif, er 12. þ. m. í Budapest, höfuðborg Ungverjalands, sendur þangað frá aðalherstöðvum Ferdi- nands konungs, að því er menn þykjast vita til samninga og mála- miðlunar. Bæði Austurríkiskeisari, ut- anríkissráðherra Austurríkis og rfkis- erfinginn, Fr. Ferdínand erkihertogi, voru þá Budapest. Svo var sagt, að Ferdinand erkihertogi færi upp úr því til Berlínar til viðtals við Þýskalands- keisara. Serbar eru þá á leið með her vestur yfir Albanfu, til hafnarbæanna þriggja, sem nefndir eru hjer áundan, og hafa að engu aðvaranir þær, sem þeir hafa fengið frá Austurrfki og Ítalíu. í sfðustu útlendum blöðum (frá 12. þ. m.) er enn gert ráð fyrir, að þessi þræta geti jafnast á friðsamlegan hátt. En þó er auðheyrt, að við öllu er búist. Það er talað um, að höfuðborg Serba, Belgrað, sje varn- arlítil gegn árás frá Austurríki, en þá jafnframt gert ráð fyrir, að ef til þess kæmi að á það reyndi, þá væri Rússum að mæta. Þeir hafa nú mikinn her á vesturtakmörkum rfkis- ins, 700 þús. manns að sögn, og þessi her hefur verið vígbúinn frá byrjun ófriðarins. Svarta hafs floti Rússa er 9. þ. m. kominn að norður- mynninu á Bosporus. Grikkland. Það var mikil gleði f Grikklandi, er Salóníkí var unnin frá Tyrkjum Áþenuborg var öll ljósum prýdd nótt- ina eftir að fregnin kom þangað, klukkum var hringt o. s. frv. Krón- prinsinn gríski var fyrir hernum, er tók borgina, og Georg konungur hjelt þangað, er hann fjekk fregnina. Það er yfir höfuð látið vel af framgöngu grfska krónprinsins í þessu stríði. Getið er þess, að Salonikí hafi gefist upp fyrir Grikkjum á St. De- metrfusar-dag, en St. Demetríus er dýrlingur borgarinnar. Helmingur af fbúum Salonfki, sem alls eru um 160 þús , eru Gyðingar, sjerstakur þjóðflokkur, sem rekinn hafði verið frá Spáni og Portúgal á 16. öld og talar sjerstakt mál, sem kallað er „ladine" og Ifkist mest spönsku. Montenegró. Sfðustu fregnir f útlendum blöð- um segja, að Serbar sjeu nú áleiðis til liðs við Montenegrómenn í viður- eigninni við Tyrki hjá Skútarívatn- inu, þvf Serbar hjeldu með her vestur yfir Albaníu. Það hefur verið áhuga- mál Montenegrómanna, að auka við land sitt hjeraðinu við Skútarívatnið, þar sem flestar orustur þeirra hafa nú staðið. Stórveldin og stríðið. Þess er áður getið, að stórveldin hafi neitað Tyrkjum um milligöngu. Beiðnin var á þá leið, að tekið væri þegar fyrir alla bardaga og friðar- skilyrði sett. Frakkastjórn svaraði þessu svo, að ekki gæti komið til mála, að stór- veldin neyddu þau ríki, sem ófriðn- um hjeldu uppi, til að hætta, og milligöngu gætu þau ekki tekið að sjer nema með vilja og samþykki allra, sem hlut ættu að máli. Rússa- stjórn vildi fá yfirlýsingu frá Tyrkj- um um, að þeir saettu sig við þau friðarskilyrði, sem stórveldunum kæmi saman um, annars gæti ekki verið um milligöngu að tala. Lfk þessu voru svör hinna stórveldanna. Strfðssambandsrfkin svöruðu hvert f sínu lagi fyrirspurn frá stórveldun um svo, að þau vildu sjálf í sam- einingu gera út um friðarskilmálana við Tyrki. Yfirráðherra Englendinga hefur sagt, að ekki geti komið til mála, að sambandsrfkin verði svift árangri af þeim sigrum, sem þau hafa unnið, En svo hefur þrætan um land- vinningar Serba komið hreyfingu á sum stórveldin, eins og áður segir. í fyrstu, er talað var um skifting Tyrklands, gerðu flestir ráð fyrir því, að Albanía yrði sjerstakt ríki. Það var talað um, hvort sæka skyldi Albönum konung, og þá bent til Skandinavíu, Danmerkur eða Sví- þjóðar. En sigur sambandsþjóðanna er orðinn stærri en nokkurn varði, og eftir þvf fara nú kröfur þeirra. Þau lögðu út í stríðið þrátt fyrir hótanir stórveldanna, að þau skyldu ekkert upp úr því hafa. Og nú er svo komið, að stórveldin lýsa yfir, að þau standi alls ekki við þær hót- Gnir. Þetta styrkir auðvitað sam- bandsrfkin f því, að fara nú sínu fram. Enskur blaðamaður birtir samtal, sem hann átti við Kiamíl stórvesír Tyrkja nú nýlega, og var Kfamíl þungorður í garð stórveldanna fyrir afskifti þeirra af þessum ófriði frá upphafi, sagði, eins og satt er, að þau hefðu verið sjálfum sjer ósam- kvæm í framkomu sinni, þar sem þau hefðu, er ófriðurinn hófst, lýst yfir, að landvinningar skyldu engir verða af þessu stríði, á hvoruga hliðina, en neitað svo milligöngu, er Tyrkir voru ofurliði bornir. Hann taldi stórveldunum skylt að hindra það, að Búlgarar tækju Konstantí- pel, því ef svo færi, þá yrði uppþot gegn kristnum mönnum um öll lond Tyrkja. Og það uppþot stæði ekki í þeirra valdi að kæfa niður. €kkert vopnahlje. Síðasta símskeyti. Sfmað er frá Khöfn í morgun, að enn sjeu daglegar orustur við Tcha- taljavígin og verði þar ýmsir ofan á. Eftir því að dæma hefur Tyrkjum verið neitað um vopnahlje það, sem áður var símað að þeir hefðu beð- ið um. Einkasöluleyfi á steinolíu. Fiskifjelag íslandsjhjelt í gærkvöld fund til þess að ræða um, hvort til- tækilegt væri fyrir það, að sækja um einkasöluleyfi á steinolíu sam- kvæmt lögum síðasta alþingis. Fund- urinn samþykti í einu hijóði svo- látandi tillögu: „Fundurinn samþykkir, að stjórn Fiskifjelagsins sæki til landstjórnar- innar um einkaleyfi fyrir fjelagið til steinolfusölu hjer á landi, samkvæmt steinolíulögunum, og að stjórn fje- lagsins haldi áfram að undirbúa málið bæði hjer f bænum og úti um landið". Ferð lil KapaiaMnar. Eftir Bjarna Sœmundsson. (Niðurl.). III. Á skipinu var fjöldi farþega; frá Höfn kom allmargt af íslendingum og 7 Tjekkar (Bæheimsmenn) á skemti- ferð til íslands, og í Leith bættist við hópur af Englendingum og Skotum; margt af þessu fólki var hið alúð- legasta (þar á meðal var gamla frú Disney Leith á 15. ferð sinni til ís- lands) og eftir að jeg komst í kynni við það, hafði jeg nóg að gera að fræða það um ýmislegt viðvíkjandi Iandinu og reyndist nú sem oftar, að Bretar eru hinir þægilegustu menn í viðmóti og svo blátt áfram, þegar maður kynnist þeim. Af löndum, sem á skipinu voru, má fyrst fræga telja glímukappana, sem komu frá Ólympíuleikunum f Stokkhólmi. Það voru nú karlar í krapinu. Það var happ að Botnfa var ekki fúinn trjedallur, því að þá hefði hún liðast í sundur undir þeim miklu átökum, þegar þeir voru að reyna kraftana hver á öðrum og liðka vöðvana, eða þutu hver á eftir öðr- um, eins og byssubrendir, stafna á milli, rjett eins og þeir væru á Stadion í Stokkhólmi, en skipið ljek á reiði- skjálfi undir fótataki þeirra. Annars voru þeir mestu skikkelsismenn, eins og við hinir og bestu fjelagar. En ekki hefði jeg viljað hafa þá íkosti; þvílík matarlyst. Einu sinni varjeg svo ljettúðugur, að fara að keppa við einn þeirra í þeirri háleitu list, sem kallast kappát; jeg gat setið eins lengi og hann, en etið — nei, og hann var þó sá yngsti af þeim. En þó skal jeg taka það fram, að Sig- urjón bragðar ekki ket nema á stór- hatíðum. Þessir menn eru annars svo kunnir, að það er óþarfi að vera að orð- lengja um þá. Tveir ungir landar voru og með, sem jeg vildi minnast á, en f fullri alvöru. Það voru tveir bræður úr Reykjavík. Þeir höfðu verið við hvalveiðar með Norðmönn- um f Suður-Georgíu; það eru eyjar sunnarlega íAtlantshafi, 920 mílur aust- ur af Eldlandi. Var mjög fróðlegt að tala við þá og heyra um hvalfang- aralifið þar syðra, þar sem saman voru komnir menn af ýmsum þjóð- um. Súrt er lifið þar, bæði á sjó og landi í loftslagi, sem er hráslagalegra og hrakviðrasamara en vfðast annar- staðar, og sitt af hverju reyna þeir, sem leita sjer atvinnu svo langt frá átthögum sínum í eyðieyjum úti f reginhafi. — Þessir menn sýndu það, að ekki þurfa menn að verða rudd- ar eða slarkarar, þó að þeir sjeu með útlendum veiðimannalýð, langt frá allri siðmenningu, og betur væri, að allir ungir menn í Reykjavík væru jafn-prúðir í framgöngu og þessir. Meðal ýmissa hluta, sem þeir sögðu mjer, var það einkum merkilegt, að hvalur hafði veiðst þar á annari stöð- inni, sem hafði haft íslenskan skutul (o: frá hvalveiðamönnum hjer) í sjer. Ef hvalurinn hefur f raun og veru fengið skutulinn í sig hjer, þá hefur hann heldur en ekki ljett sjer upp. Þegar jeg kom upp að morgni hins 10. ág. vorum við komnir inn undir land út af Eyjafjöllum, og var besta veður, hægur norðanvindur, en mjög napur, og brá okkur Hafnarförum töluvert við eftir hitann í Danmörku. Kl. 7 komum við til Vestm.eyja og lágum þar f 3 tíma til þess að losa 2 bátsfarma, og mátti það heita mjög slæleg uppskipun og óvanalega sein á þeim stað, í besta veðri, og þó hafði skipstjóri gert þeim aðvart með merkjum, að hann hefði vörur til þeirra. Jeg get þessa af því, að með skipinu var fjöldi útlendinga, sem vildu flýta sjer sem allra mest til Reykjavíkur, til þess að nota sem best sinn dýrmæta tíma, og Eyja- mönnum varð ekki einu sinni að þvf, að senda báta út að skipinu til þess að bjóða fólki flutning í land, eða inn f Klettshelli; til þess var nógur tími. Jeg vissi að það voru ýmsir, sem vildu komast f land og sjá eitt- hvað, en enginn bátur kom. Jeg er viss um, að þegar svona stendur á, gæti einn mótorbátur með tveim mönnum á fengið góðan skilding í tvo tíma, og útlendingar farið ánægð- ari frá Eyjum. Kl. 8 */a um kveldið komum við til Reykjavíkur og þar var ekki hörgull á bátum til þess að kom- ast í land. Því líkur gauragang- ur, rjett eins og sagt er að sje á legunni í Port Said, þegar farþega- skip koma þangað frá Evrópu; bát- arnir leggja hópum saman að skip- inu, eins og ætti að hertaka það með öllu saman, (jeg taldi 14 í þetta skifti), jafnvel áður en skipið er lagst að fullu og sópast svo fram með, þegar teygt er úr keðjunni, og mildi að ekki verða stór slys að; svo byrja þesssi makalausu kapphlaup upp stigann, rjett eins og væri ver- ið að ráðast til uppgöngu á óvina- skip, og alt lendir í einni þvögu og vitleysu. Hvað jítlendingar hugsa um höfuðstað vorn við svona tæki- færi, veit jeg ekki, en jeg verð fyrir mitt leyti feginn, þegar þessi hálf- menningarbragur hverfur með hafn- argerðinni. Jæja, jeg komst greiðlega í land, og þar með var ferðinni lokið, og mikil voru umskiftin, að sjá höfuð- stað vorn, samanborið við höfuðborg- ir Skotlands og Danmerkur; en fæst orð hafa minsta ábyrgð, og þessvegna vil jeg ekki fara út í neinn saman- burð. — Svo nenni jeg ekki að segja söguna lengri, og vona nú, ritstjóri góður, að jeg hafi leyst þig úr vanda, en að þú hafir um leið fengið nóg af svo góðu og verðir framvegis varkárri í því að bjóða fólki uppá ferðasögur. Vale. Dánarfregn. Hinn 13. september síðastl. andaðist óð- alsbóndi Vilhjálmur Guðmundson að heimili sínu Ytribrekku á Langanesi. Vilhjálmur var fæddur á Skálum í sömu sveit 16. jan. 1854. Foreldrar hans voru Guðmundur Sigurðsson og Aðal- björg Jónsdóttir, sem lengi bjuggu á Skálum, og hefur ætt þeirra verið merk og mannmörg í sveitinni um langan aldur. — Vilhjálmur ólst upp hjá foreldrum sfn- um þar til hann var 24 ára gamall, þá fór hann að Sauðanesi, til síra Vigfúsar Sigurðssonar og var hjá honum 1 2 ár, en fór svo aftur heim að Skálum til for- eldra sinna. Ári síðar giftist hann Sig- ríði dóttur Davíðs Jónssonar á Heiði, og bjó þar eitt ár í tvíbýli við tengdaföður sinn, en fluttist þá enn á ný að Skálum og bjó þar í 7 ár, og að þeim liðnum fluttist hann að Eldjárnstöðum og var þar í 4 ár. — Vorið 1893 keypti hann jörð- ina Ytribrekku og fluttist þangað það sama vor, og bjó hann þar til dauðadags. Þau hjón eignuðust 10 börn. Þrjú þeirra dóu í æsku, en hin öll eru uppkomin: Guð- mundur giftur, Þuríður gift, en Sigtrygg- ur, Aðalbjörg, Axel og Davíð eru heima hjá móður sinni og Árni nemandi lhin- um almenna mentaskóla. Einn dreng vandalausan hafa þau hjón alið upp frá fæðingu. Vilhjálmur var hinn mesti dugnaðar og framkvæmdarmaður, hagur vel, eink- um á trjesmíði, lagvirkur og sjerlega út- sjónarsamur við öll verk. Hirðusemi hans og ráðdeild var sönn fyrirmynd og hófsamur var hann og í öllu, enda komst hann brátt 1 góð efni. — Hann varði miklum penigum til að menta börn sín og búa þau sem best undir lífstörf þeirra. Að jarðabótum vann hann mikið. Hann sljettaði í túni og gjörði túnauka um 10 dagsláttur, hlóð landamerkjagarð 300 faðma langan að a/3 hlutum og girti um tún sitt, sem er um 30 dagsláttur, auk skurða í túninu. Bæ sinn allan bygði hann upp mjög svo vel, þess utan áburðarhús, hlöður og öll peningshús, svo nú eru hús á jörðinni hin veglegustu. Má því með sanni segja, að heimili hans var sönn fyrirmynd, þar sem allar þær jarðabætur og umbætur, á húsum og í hvívetna öðru, bera þess ljósan vott, að hjer starfaði mikill atorku- og fyrirhyggjumaður, þar sem öll þessi verk voru unnin á tiltölulega stuttum tíma. Og það, sem allra best lýsir lyrirhyggju hans, er þetta, að mjer er ekki kunnugt um að hann nokkru sinni tæki meira lán en svo, að það væri borgað næsta nýár, og þurfti hann þó æði oft á talsverðu fje að halda. I viðskiftum sín- um var hann sjerlega áreiðanlegur svo að eitt orð hans var nægileg trygging fyrir skilvísri borgun, enda heimtaði hann líka, sem eðlilegt var, skilsemi og orð- heldni af öðrum. Hann sat 1 hreppsnefnd um 26 ár og tók yfir höfuð mikinn og góðann þátt í öllum þeim málum, er sveitina varðaði, og var þar, eins og yfirleitt, ætfð mjög tillögugóður og úrræðagóður, enda Ijet hann sjer ætíð mjög umhugað um hag og velferð sveitar sinnar í hvívetna. Að lundarfari var Vilhjálmur sannar- legt prúðmenni, gætinn í orðum og stilt- ur vel, gestrisinn og glaðvær á heimili sfnu. Sambúð þeirra hjóna var sönn fyrirmynd. Hann var maður mjög vel hygginn, en naut í æsku litilla mentunar, eins og þá var títt. Fann hann sárt til þess og talaði oft um að það stæði sjer fyrir þrifum; lýsti sjer í þvf, sem og mjög mörgu öðru, hin sjaldgæfa hreinskilni hans, sem kom fyrir að mönnum þótti fullmikil. Hann átti engan óvin, gladd- ist ætíð yfir þegar öðrum gekk vel, en kvartaði aldrei undan, þótt eitthvað bljesi á móti honum sjálfum. Ekkja hans og börn sakna sárt hins látna sæmdarmanns og vinir hans og sveit hafa að baki að sjá hinum nýt- asta manni og besta dreng. Vinur hins Idtna.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.