Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 01.01.1917, Blaðsíða 1

Lögrétta - 01.01.1917, Blaðsíða 1
I i I . Jón MagnúsSOn bæjarlogetí, sem alþing hefur nu heititS fylgi til þess aö mynda hjer fyrsta þriggja manna ráSaneytið. — Mun Lögr. síðar, þegar ráðaneytiS er myndaS, sýna þaö í heild. Nr. 1. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir i Bókaversiun Siptúsar íymundssonar. Lárus Fjeldsted, yfirrjettarmálafærslumaður. LÆKJARGATA 2. Venjulega heima kl. 4—7 síðd. Eimskipafj elagið. Ekki skal gráta Björn bónda — lieldur safna iiði, Það mun almannarómur, að trauöla mundi neitt einstakt slys geta hent, sem tilfinnanlegra væri landi voru, heldur en missir Goðafoss. Af öllum þeim erfiöleikum, sem heimsstyrjöldin hefur bakaS hlutlaus- um þjóðum, er skipaeklan einna þungbærust. Stofnun Eimskipafje- lagsins og útvegun hinna tveggja á- gætu skipa, sem fjelaginu lánaðist að heimta á síðustu forvöðum áður en ófriðarbálið lokaði öllum sundum, hafa til þessa hjálpað þjóðinni, svo að stór-vandræði hafa ekki hlotist hjer á landi af skipaeklunni. Margir eru þeir, sem spurt hafa bæði sjálfa sig og.aðra síðustu þrjú misserin: Hvar stæðum við, ef ekki væri Eimskipafjelagið og innlendu skipin okkar? Og svarið hjá öllum eitt: Við hefðum lent í algerðum vandræðum með flutninga að landinu og frá því, ef ekki hefðu þessi skip verið. Og nú er annað þessara dýrmætu skipa tapað — þessi litli vísir til inn- lends verslunarflota kvistaður til hálfs. Margt er það fleira, heldur en skipaeklan er stafar af styrjöldinni, sem gerir missirinn sáran. Fyrst það, að þetta skip var mörg- um landsmanna sjerstaklega hjart- fólgið. f fyrstu ferð sinni til lands- ins, í júlímánuði 1915, brautst það gegnum hafísinn inn á hinar erfiðu Húnaflóahafnir; þetta var fyrsta skipakoman þangað það vorið, færði langþráðár birgðir í búin og gerði skipið þá þegar að óskabarni Norð- lendinga, og reyndar fleiri lands- manna. Um þetta orti Hannes Blön- dal hið gullfallega kvæði sitt: „Goða- foss og hafísinn". Þessu næst er það að Eimskipafje- lagið er óskabarn allrar þjóðarinnar, fremur nokkru öðru fyrirtæki, sem bjer er til. f stofnun þessa fyrirtækis hafa landsmenn sýnt það sjálfum sjer og öðrum, að þeir geta verið sam- taka, þrátt fyrir alla sundrung, og geta nú stofnað myndarleg fyrirtæki, þrátt fyi ii langvarandi og margum- talaða fátækt. Það má óhætt full- yrða, að þjóðin skoðaði þetta fyrir- tæki sem hold af sínu holdi, og að það var metnaður hennar, að eins og fyrirtækið fór myndarlega af stað, svo mætti það og eflast og dafna vel í samræmi við vaxandi kraft þjóð- fjelags vors. Ef slys þetta stöðvar vöxt og viðgang Eimskipafjelagsins, þá er skertur metnaður landsmanna. Þriðja atriðið, sem gerir missirinn svo sáran, er þetta, að orsakir slyss- ins sýndust vera of lítilfjörlegar, Ó- gætni —- óhappstilviljun — þetta sýnast vera aðalþræðirnir í þeim þætti örlaganna, sem leiddi Goðafoss upp á flúðirnar við Straumnes 30. nóv. f. á. Og loks má nefna það, að þetta skip var að dómi þeirra manna, sem vit hafa á slíkum hlutum, svo hent- ugt í alla staði til síns ætlunarverks, að ekkert af þeim skipum, sem siglt hafa hjer við land, gat við það jafn- ast. Þekking og reynsla framkvæmd- arstjóra E. Nielsens, sem rjeði öllum aðalatriðum í fyrirkomulagi skips- ins, og kunnátta og vandvirkni skipa- smíðastöðvarinnar, höfðu hjálpast að til þess að gera skipiö svo hentugt fyrir Norðurlandsskip, sem á varð kosið. Kolaeyðslan var framúrskar- andi lítil, skipið svo sterkt, að undr- un vakti allra þeirra, sem fengust við bj örgunartilraunirnar, f arþegarúmið einkar notalegt, án þess þó að skerða lestarúm skipsins um of. Og svona mætti halda áfram að telja kosti skipsins. Er oss því öllum mikill harmur kveðinn með missi þessum. En mikill harmur var líka Ólöfu hinni ríku kveðinn, er hún frjetti að útlendir ránsmenn höfðu vestur í Rifi drepið bónda hennar, Björn Jórsala- fara, ágætasta mann þessa lands á sinni tíð. Og þó varð henni fyrst að orði: „Ekki skal gráta Björn bónda, heldur safna liði.“ Hún vissi það, að enginn verður úr Helju grátinn. Allur heimur grjet Baldur hinn góða, og varð hann ekki úr Helju heimtur að heldur, því að tröllkonan Þökk skarst úr flokki. „Þökk mun gráta þurrum tárum Baldurs bálfarar," kvað hún. Og Goðafoss verður ekki heldur úr Helju grátinn, hversu hjartfólginn sem hann er sonum og dætrum þessa lands, enda mundi máske finnast — utan landsteinanna ef ekki innan — einhver sú „Þökk“, sem grætur slys þetta „þurrum tár- um“. Með sorg og trega verður Goða- foss ekki úr Helju heimtur. En vjer Reykjavík, 1. janúar 1917. v i 1 j u m heimta hann aftur. Og stjórn Eimskipafjelagsins hefur vís- að oss veg að því takmarki. Vegur- inn er sá, að efla fjelagið svo með hlutakaupum, að það geti látið smiða nýjan Goðafoss í stað hins tapaða. Og því heitir nú fjelagið á alla landsmenn, að kaupa nýja hluti i fjelaginu, hver eftir siuni getu. Fyrst og fremst þarf að afstýra hmurn yfirvofandi vandræðum, með því að kaupa flutningaskip sem allra fyrst, og láta það taka upp ferðir þær, sem Goðafossi var ætlað að fara samkvæmt ferðaáætluninni fyrir hið nýbyrjaða ár. Vjer getum ekki gert. oss neina von um, að það skip verði eins hentugt i alla staði og Goðafoss var. Sennilega að eins vöru- flutningaskip, en það er lika nóg til að bæta úr brýnustu vandræðunum. En vjer verðum að hugsa hærra og ltngra fram í tímann. Fjelagið var þegar farið að undirbúa sig, með hlutafjársöfnun, undir það að geta eignast þriðja skipið — vöruflutn- ingaskip — jafnskjótt og skipaverð lækkar svo að hóflegt getur talist. Nú verður fjelagið að kaupa þetta vöru- flutningaskip tafarlaust, og lands menn að efla fjelagið svo, að það verði fært um það. En þó að það takist, þá liggur þó Goðafoss óbættur hjá garði, þanga til fengið er í h a n s stað annað eins skip og h a n n var — með sömu kostum og sama vinsæla nafni. Og skorar Lögr. á alla landsmenn að taka nú svo ör- látlega undir áskorun fjelagsins um hlutakaup, að þar með sje þegar fengið svar þjóðarinnar um það, að hún v i 11 heimta Goðafoss úr Helju, v i 11 láta smíða sjer a n n a ð, ein s g 0 11, skip við fyrsta tækifæri, v i 11 leggja fram fje til þess. Reynsla þeirra tæpra tveggja ára, sem fjelagið hefur starfað, hefur sýnt það, að fjelagið er arðvænlegt fyrirtæki. Árið 1915 var annað skip- ið í förum þrjá ársfjórðunga, en hitt skipið hálft ár. Ágóði af rekstri skip- anna þennan tíma var fullar 100,000 kr., þrátt fyrir það, þótt útgjöldin hækkuðu mikið vegna stríðsins, en fiutningsgjöld væru óbreytt. Og Lögr. er tjáð af kunnugum manni, að ágóðinn af rekstri skipanna árið 1916 muni vera tiltölulega meiri, þrátt fyr- ii' það að allur tilkostnaður hefur enn aukist mikið vegna stríðsins. Fjelagið er því arðvænlegt fyrirtæki, sem ó- hætt er að leggja fje í. XII, árg. W. B. Vandaðar vörur. Ljereft, bl. og óbl. — Tvisttau. — Lakaljereft. — Rekkjuvoðir. Kjólatau. — Cheviot. — Alklæði. — Cachemire. Flauel, Silki, Ull og Bómull. Gardínutau. — Fatatau. — Prjónavörur allskonar. Regnkápur. — Gólfteppi. Pappír og ritföng. Sólaleður og skósmíðavörur. Verslunin Björn Kristjánsson, Reykjavík. r Odýrar vörur. Hlutafjelagið ,Völundur‘ r Islands fullkomnasta trjesmíðaverksmiðja og timburverslun Reykjavík hefur venjulega fyrirliggjandi miklar birgðir af sænsku timbri, strikuðum innihurðum af algengum stærðum «g ýmislegum listum. Smíðar fljótt og vel hurðir og glugga og annað, er að húsabyggingum lýtur. Sv. Jónsson & Co. Kirkjustræti 8 B. Reykjavík hafa venjulega fyrirliggjandi miklar birgðir af fallegu og endingargóðu veggfóðri, margskonar pappír og pappa — á þil, loft og gólf — og gips- uðum loftlistum og loftrósum. Símnefni: Sveinco. 2'als/mi 420. Undirtektirnar undir hlutaútboðið eru þegar crðnar allmyndarlegar hjer í Reykjavík, þar sem komnar eru 40,000 kr. á fáum dögum, síðan hluta- útboðið var auglýst. En það ætti að vera metnaður landsmanna, að safna allri þeirri upphæð, sem út er boðin. Og hún næst ekki nema með al- mennri hluttöku. Þegar fjelagið var stofnað, voru það smáu hlutirnir, 25 króna og 50 króna, sem gerðu drýgst- an skerfinn. Og svo ætti það líka að verða við þess.a söfnun, þvi að ein- ungis með því móti verður takmark- inu náð. Upphæðin, sem nú er boðin út, er talsvert meiri en alt það, sem safnaðist innanlands við fyrsta útboð- ið; til þess að hún náist, þ a r f hluttakan nú að verða að minsta kosti eins almenn. Sem betur fer hefur efnahagur landsmanna alment heldur batnað síð- an fyrsta hlutasöfnunin fór fram — og eiga skipagöngur fjelagsins nokk- nrn þátt í því. Svo að ef viljinn til fjárframlaga er eins almennur og vak- andi, þá ætti sú upphæð, sem út er boðin, að geta safnast. Vonandi stend- ur hagur margra svo nú um áramót- in, að þeir eiga inni hjá kaupmanní sínum eða kaupfjelaginu. Þeir menn ,geta ekki með neinu öðru betur trygt framtíð atvinnu sinnar og framleiðslu, en með því, að ávísa næsta hlutafjár- safnara nokkru af innieigninni til hlutakaupa. Og meiri peningar eru nú í umferð manna á milli, en áður hef- ur verið hjer i landi. Hver sá, sem hefur 25 kr. eða 50 eða 100 kr. handa á milli, sem hann ekki nauðsynlega þarf að nota til annars, ætti að láta fjelagið njóta þeirra. Það er besti sparisjóðurinn. Sá, sem leggur i hann, á von á góðum vöxtum af fje sínu. Hann tryggir sig og sína gegn ein- angrun og flutningaskorti í framtíð- inni. Hann heldur uppi metnaði þjóð- ar sinnar. Hann heimtirGoða- f o s s ú r H e 1 j u. Bretski samningurinn. Svarað ráðherra. ' Eftir Matth. Þórðarson. Niðurl. Aðalmarkaðurinn. Aðalmarkaðurinn er á Norðurlönd- um fyrir flestar vörur vorar. — Að- almarkaðurinn Var alveg lokaður. 1) Þetta segir ráðherra í Lögrjettu. Hjer varð þá annaðhvort að gera, að missa aðalmarkað vorn o. s. frv. eða að komast að sem aðgengilegustum samningum við Breta um það áð þeir keyptu vörur, sem vjet hjer eftir gát- um ekki selt til Spánar, ítalíu eða Ameríku, þvi að um markað i öðrum löndum var ekki að tefla fyrir áður- nefndar vörur. Hvar átti að selja af- urðir, sem ómögulegt var að selja nema á Norðurlöndum ? 2) Þessar vörur telur ráðherra að sjeu: A11 s a 11 k j ö t, nær öll síld, síldarlýsi, hákarlalýsi, þorskalýsi, 3) og einnig mikið af saltfiski og ull. — Saltkjöt og síld hefur auðvitað mestmegnis verið selt til Norðurlanda, og hefur verið notað þar, en svo er ekki með hinar vörutegundirnar, sem hann nefnir. » í verslunarskýrslunum, sem ráð- herra náttúrlega ber fyrir sig í þessu efni, stendur auðvitað að síld, kjöt, lýsi, saltfiskur o. s. frv. flytjist til Norðurlanda frá íslandi, en að þess- ar afurðir íslands seljist ekki nema á Norðurlöndum, það er auðvitað rangt. Veit ekki ráðherra, að þótt kaupmenn frá Norðurlöndum kaupi og flytji inn íslenskar afurðir, þá selja þeir megnið af þeim aftur út til ann- 1) Stórt letur. 2) AuðvitaS alt með stóru letri hjá ráð- herra. 3) En sú sundurliðun á lýsinu! Því tel- ur hann ekki meS skötulýsi, sellýsi, hnýsu- lýsi, háfslýsi, andarnefjulýsi, o. fi. teg.?

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.