Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 20.03.1917, Blaðsíða 1

Lögrétta - 20.03.1917, Blaðsíða 1
Nr. 14. Reykjavík, 20. mars 1917. XII. árg. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og alls- ltonar ritföng, kaupa allir í Bökivirslun Sigfúsar Eymundssonar. Lárus Fjeldsted, yfirrjettarmálafærslumaður. LÆKJARGATA 2. Venjulega heima kl. 4—7 síðd. Klæðaverslun H. Andersen & Sön. Aðalstr. 16. Stofnsett 1888. Sími 32. Þar eru fötin saumuð flest. Þar eru fataefnin best. Nokkur orð um borgun til hreppsnefnda og fyrir ýms opinber störf bænda. ÞaS hafa nú undanfarin ár kveðið viS þær raddir hjá ýmsum embættis- mönnum hjer á landi, sem taka laun sín úr landssjóSi, aö þau væru alt of lág, þegar boriö sje saman viö verö- lag nú og það', sem hafi veriö, þá er launalögin voru samin, og sjer- staklega hefur veriö kvartað um þetta síðan að heimsstriöið byrjaði *9H- Síst skal því neitað hjer, að á- minstar umkvartanir sjeu á rökum bygðar, en að einhverju leyti er, eða verður, bætt úr þessu, sjerstaklega að því er við kemur afleiðingum þeim, er stríðið hefur í þessu efni, með lögum og þingsályktunartillög- um um dýrtíðaruppbót handa em- bættismönnum og sýslunarmönnum iandssjóðs, frá þinginu 1915 og auka- þinginu í vetur. En fleiri en hinir svo kölluðu em- bættismenn og sýslunarmenn lands- sjóðs megi inna af höndumýmsvanda- söm trúnaðarstörf í þarfir þjóðfje- lagsins, sem eru við bændurnir, þótt ekki tökum við fyrir þau störf laun úr landssjóði. Engar kvartanir minnist jeg að hafa orðið var við að komið hafi frá okkur opinberlega fram yfir launum þessara starfa,jafnvel þóttokkurmegi skipa og sje skipað að inna af höndum ýms vandasöm störf í þarfir þjóðfje- lagsins, og það án nokkurs endur- gjalds á stundum. Mjer virðist að. ekki sje ótilhlýði- legt, þótt nú sje hjer rifjað upp, hvaða borgun við bændur fáum fyr- ir ýms störf í þarfir þjóðfjelagsins. Störf hreppsnefnda eru nú orðin töluvert umfangsmikil og margbrot- in. Kjósa má í þær hvern bónda eða sjálfstæðan mann (karl eða konu), sem vera skal, og er hinn kosni skyldur að gegna þeim starfa í 6 ár samfleytt, hversu nauðugt sem hon- um kann þó að vera það, og hversu erfitt sem honum kann að vera að missa tíma til þess frá heimilisönn- um eða þörfum sínum. Þótt hrepps- nefndarmaðurinn verði oft að vera burtu frá heimili sínu við að sitjí hreppsnefndarfundum, eða inna nöndum eitt og annað, sem hrep- uefndarstarfið. útheimtir, er ekki a uð' nein borgun fyrir þetta, að ut antekinni þóknun til oddvita. _ Ekki get jeg sjeð, að nokkur sat girni mæli með þessu, eða að rjettlætst á nokkurn hátt. Mir la ekki vera, að mjer virðist, en -ænn ega sje ]-,orgag fyrír alt þ sem manni er skipað að vinna fy a ra, ivað Svo gem þag er; 0g ej sist þegar his opinbera á j hlut ver sýs unefndarmaður fær í fa ispemnga og ferðakostnað úr sýs sjóði 4 kr. hvern dag, fr4 því er ha fer að' heiman á sýsiufund til þess hann kemur heim aftur. Hjer sýnist mjer aði bersýnilega sje gert upp á milli hreppsnefndarinnar og sýslu- nefndarinnar, þar sem hreppsnefndar- störfin útheimta tíðast miklu meiri tíma en sýslunefndarstörfin, og er þó þessi þóknun til sýslunefndarmanns síst of mikil. 1 hreppsnefndir eru eðlilega kosn- ir þeir menn í sveitunum, sem mest er álit á til þeirra starfa, án tillits til efnahags, eða ástæða þeirra. f hana veljast því oft efnalitlir menn, sem hafa fyrir fjölskyldu að sjá, og mega ef til vill engan tíma láta ónot- aðan frá sínum þörfum. Laun oddvita eru, sem kunnugt er, 2 krónur fyrir hvern heilan tug hreppsbúa, og geta þau oltið á frá 40—140 kr. Eftir fólkstölu i sveit- um munu þau tíðast vera 50—70 kr. Sem eðlilegt er, koma sveitastörf- in langmest við. oddvitann af öllum hreppsnefndarmönnunum, þótt hjer geti nokkru ráðið um, hversu skyldu- rækinn maður hann er, og hversu gjarnt honum er að koma ómökum af sjer á aðra. En þessi þóknun er fyr- ir öll störf hans sem oddvita, nema ef vera kynni að honum sje borgað að einhverju leyti fyrir sendiferðir í þarfir hreppsins, sem þó oftast mun farast fyrir að gert sje, að minsta kosti ferst það fyrir þar sem jeg þekki til. Oddvitastörfin eru nú orðin tölu- vert margbrotin, og alt af bætist þó við þau, og ekki sist núna síðan hag- stofan var sett á stofn. Ýmsu þarf að svara til hennar, sem hún spyr hreppsnefndirnar um. Öll ómök hjer að lútandi koma þá niður á oddvitan- um einum, sem tíðast annast um all- ar skriftir fyrir hreppsnefndarinnar hönd, og öll ómök þar að lútandi. Þá er innheimta á öllum sveita- gjöldum. Enn er ekki ætluð nein þóknun fyrir öll þau ómök og ó- þægindi sem hafa verður fyrir að ná þeim öllum inn. Þó margir af þess- um gjaldendum greiði sveitagjöldin á rjettum gjalddaga, án áminningar frá oddvita um það, þá eru hinir þó margir, og oft fleiri, sem áminna verður hjer um, og gera sjer mikil ómölc fyrir hjá sumum hverjum áð- ur en borgast, og jafn vel á stundum að taka í hverju sem býðst, og koma svo á eftir því sem fengist hefur í peninga. Þetta, sem hjer er sagt, er ofur eðlilegt. Aukaútsvör eru tíðast lögð á hvert mannsbarn í sveitunum, sem ekki er neins þurfalingur, frá 18 ára aldri og jafnvel stundum yngri. Á því margur maður erfitt með að greið'a gjöld þessi, og sumir fátæklingar geta það alls ekki á rjettum' tíma. Qllum öðrum en hreppsnefndar- oddvitum er borguð einhver þóknun fyrir að innheimta opinber gjöld, t. d. fyrir að innheimta sóknargjöld er borgað 6%; er þó ólíkt minna haft fyrir innheimtu á þeim en sveitar- gjöldum, þar sem hver húsbóndi er skyldur til að leggja þau fram fyrir alla, sem lögheimili eiga hjá honum. Einu sinni átti jeg tal um þetta efni við Torfa sáluga í Ólafsdal. í sam- bandi við þetta hjelt hann því fram, að fækka mætti sýslumönnum, og man jeg að. hann sagði, að sýslumenn hefðu nú sumstaðar ekki meira að gera en oddviti í stórum hreppi. Hafa þeir þó að launum frá 2500 til 3500 krónur, að undanteknum ein- um, og að auki þóknun fyrir ýms aukastörf, og innheimtu á sköttum og gjöldum. Yfirsetukonur hafa nú orðið svip uð laun 0g oddvitar, en sá er þó munurinn, að þær hafa að auk sóma- samlega borgun fyrir öll sín ómök, er þær láta öðrum í tje, viðkomandi starfi sínu. Sem eðlilegt er, vilja nú flestir vera lausir við hreppsnefndarstörfin, og þeir, sem það geta, koma sjer undan þeim, sjerstaklega að vera oddviti. Bestu mennirnir fást alls ekki til þess, nema þann tíma í bili, sem lögin þvinga þá til þess. Að minsta kosti þarf oddvitastarfið að vera svo vel launuð, að stað- an sje þess vegna heldur eftir- sóknar verð. Það borgar sig betur að launa góðum manni sæmilega og geta þá haldið honum, heldur en að verða að missa hann og fá þá ef til vill annan ljelegan í staðinn, þótt svo kunni að sýnast, sem við það spöruðust nokkrar krónur í bili. Þá finst mjer vert að minnast á nokkur önnur störf, sem við bændur verðum að inna af höndum, svo sem virðingargerðir og úttektir á jörðum, sáttasemjarastörf og stefnu og dóma- birtingar. Til þess að leysa þessi störf af höndurn, hvert um sig, eyðir maður tíðum í sveitum öllum deginum í hvert skifti. Fyrir þessi síðasttöldu störf er mest borgað fyrir virðingar- gjörðir og úttektir jarða; er það gjarnast 2 kr. Má þá geta nærri, hversu sanngjörn borgun þetta er nú, þar sem borga verður kaupamanni um heyannir 5—6 kr. á dag auk fæð- is og húsnæðis, þótt ekki hafi hann verkstjórn. Oft er húsbóndinn kall- aður til virðingargjörðar og annara þessara starfa á þeim tíma, og verð- ur hann venjulegast að gegna, þegar hann er kvaddur til þess, hvernig sem á stendur heima fyrir hjá hon- um. Til sáttasemjara er borgað 40 aur- ar, ef sátt tekst í málinu, en ef ekki takast sættir, er ekkert borgað, hversu miklum tíma sem sáttasemj- arinn kann að hafa eytt til að leita um þær. Fyrir að birta dóma og stefnur er borgað 50 aurar, þótt sá, sem birtir, verði að ferðast alt að mílu vegar frá heimili sínu til þess, en ef það er gert í faðernismálum, er ekkert borgað:, á hvaða tíma sem er. Eru það stór rangindi, og jeg vil segja hneyksli, að láta einstaka heiðvirða menn gjalda beinlínis fyrir skírlífis- brot annara. Því þá ekki að láta hið opinbera borga fyrir þetta, ef hlut- aðeigendur ekki geta, eða eru látnir gera það sjálfir? Jeg hef um æfina birt marga dóma og stefnur; hefur mjer fundist að sumir menn fari á stundum í mál frekara af löngun til að geta jagast, en af því að það væri óhjákvæmi- legt, og ætti síst að hlífast við að láta þá viðkomendur borga sómasam- lega fyrir órnök þau, sem aðrir verða að leggja á sig fyrir kannske óþarfa þjark einhvers ribbbalda. Alvenja er það í sveitum, að flest- um opinberum störfum, sem þar koma fyrir, er að mestu hrúgað á einn mann, annað hvort af því að hann er talinn að vera færari til þess en aðr- ir, eða að honum er ekki eins gjarnt að koma sjer undan skyldustörfunum og hinum, eða hvorttveggja, því engin lög eru heldur til, sem vernda slíkt. Getur þetta því orðið einstök- um mönnum æði tilfinnanlegt, og ekki síst, ef fyrir þvi verður fátækur fjöl- skyldumaður, sem oft á sjer stað. Það er alls ekki forsvaranlegt af löggjöf- inni, að hafa látið slikt svo lengi við gangast, að níðst sje þannig á ein- staklingum þjóðfjelagsins, sem jeg get ekki annað en kallaði að gert sje, eins og nú er og verður, uns öll opin- ber störf eru sæmilega borguð eftir atvikum, hvort sem þau eru talin að vera stór eða smá, rnikils eða lítils virði. Jeg hef hjer meði sem fæstum orð- um leitast við að sýna frarn á, að borgun til okkar bænda fyrir þau opinberu störf, sem okkur er skipað að inna af höndum, sje alt of lítil. Vil jeg því fyrir okkar hönd krefjast þess, að ef laun embættismanna koma til umræðuogályktunar á næstaþingi, eð,a hve nær sem það verður, sje þetta, sem hjer er bent á, einnig at- hugað, og að okkur bændum verði að tiltölu borgað jafn vel fyrir þau opinberu störf, sem við, verðum að inna af höndum, og embættismönn- um og sýslunarmönnum landssjóðs. Við eigum heimtingu á því. S v a n u r r a u ð i. Stjórnarbylting í Rússlandi. Keisar- inn fangi. Alt á valdi byltingar- manna. Michael stórfursta veittur erfðarjettur til keisaradóms. Símskeyti hingað' frá 15. þ. m. sögðu frá stjórparbyltingu í Rúss- landi. Hafði hún hafist þannig, að stjórnin ætlaði að rjúfa þingið, og hafði keisarinn gefið út fyrirskipun um, að svo skyldi vera, en þingið neitaði að hlýða. Kaus það nefnd manna, er gekst fyrir byltingunni. Setulið höfuðborgarinnar, 30 þús. manns, gekk þegar í lið með bylting- armönnum og eftir 3 daga var öll höfuðborgin á valdi byltingarmanna. Keisarinn afsalaði sjer völdum og varð fangi þingsins. Allir ráðherr- arnir voru og settir í fangelsi. Þingnefndin skipaði nýja stjórn til bráðabirgða, og varð Radzianko, for- seti þingsins að undanförnu,formaður hennar. 1 hana voru valdir menn úr öllum flokkum, nema afturhalds- flokknum, sem fráfarandi stjórn studdist við. Segja fregnirnar, að í henni sjeu bæði aðalsmenn og verka- menn. Fyrstu frjettirnar sögðu, að elsti sonur keisarans, sem er að eins 13 ára, ætti að taka við völdum, en svo varð ekki, heldur var Michael stórfursti, bróðir keisarans, valinn ríkisstjóri til bráðabirgða. Fyrstu frjettirnar sögðu, að barist væri á götunum í Petrograd, og hefðu 2 af ráðherrunum verið drepnir. En í Moskva var sagt alment verkfall. Or- sök byltingarinnar var sögð matvæla- skortur. í opinberum tilkynningum ensku stjórnarinnar frá 17. þ. m. er sagt þannig frá: „Rússakeisari hefur sent út opin- bera tilkynningu, og neitar hann þar að afsala sjer ríkissjórn i hendur son- ar síns. í þeirri tilkynningu er kom- ist þannig að orði: „Vegna þess að jeg vil ekki skiljast við minn elskaða son, þá legg jeg hjer með ríkisstjórn- ina i hendur bróður míns, Michael stórfursta, til þess að. hann ríki í fullu samræmi við þjóðarviljann." Tilkynning þessi var undirskrifuð í Pskoff 15. mars. Michael stórfursti hefur gefið út opinbera tilkynningu og samþykt að taka vi'ði ríkisstjórn um hrið, þangað til rússneska þjóðin hefur ákveðið, hvers stjórnarfyrirkomulags hún æsk- ir. Vill taka að sjer ríkisstjórn, ef þingviljinn fer fram á það. Alt bendir til þess, aiði góð regla ríki í Petro- grad, og mun setuliðið og borgarar stuðla að því. Bráðabirgðastjórnin hefur gefiði út tilkynningu, og eru aðalatriðin þessi: að pólitískir fangar skuli öðlast frelsi, að málfrelsi, prentfrelsi og athafna- frelsi skuli leyft, að komið sje á þing- ræði, sem byggist á almennu kosn- ingarfrelsi og að í stað hins gamla lögregluliðs komi borgaralið með á- birgð gí.gnvart þinginu. 1 Stjórnarbyltingunni hefur verið fagnað í öllum löndum bandamanna og einnig hjá öllum hlutlausum þjóð- um, sjerstaklega í Bandaríkjunum. Þar fagna blöðin sjerstaklega því, að nú,sje skift um, og í stað hins versta einræðis, dagi nú fyrir frjálslyndri stefnu. Það er búist við því, að stjórn- arbyltingin muni leiða til ákveðnari hernaðarframkvæmda. Öll blöð í Lon- don fagna hinu nýja fyrirkomulagi. Einasta hættan er álitin vera sú, að æsing verkamanna í Rússlandi gæti orðiði þess valdandi, að minna yrði úr hergagnaframleiðslu, og foringjar á Englandi hafa sent símskeyti þessu viðvíkjandi til bráðabirgðastjórnar- innar í Rússlandi. Síðustu fregnir herma það, aði nokkrar verksmiðjur hafa ekki hætt störfum, en aðrar stöðvast. Nikulási stórfursta hefur verið fal- in yfirstjórn alls Rússahers. Hefur hann samþykt stjórnarbreytinguna fyrir hönd alls landhersins, en Cyril stórfursti fyrir hönd flotans. Keren- sky dómsmálaráðherra hefur lýst þvi yfir, að hinir eldri yfirráðherrar og ráðherrar, verði að bera lagaábyrgð á þeim afbrotum, er þeir hafi framið gagnvart þjóðinni, en hin nýja stjórn muni ekki dæma neinn þeirra rann- sóknarlaust. Fram til þessa hafa engir verið teknir af lífi rannsóknarlaust og allir þeir, sem handteknir hafa verið, sitja að eins í gæsluvarðhaldi.“ Síðari fregnir segja, aði þingið hafi neytt Nikulás keisara til að afsala sjer völdum, og að Michael stórfursta sje veittur erfðarjettur til keisaradóms í Rússlandi. Nýja stjórnin ætli að koma á almennum kosningarrjetti og fleiri frjálslyndum umbótum, og að fyrsti liðurinn í stefnuskrá hennar sje, að barist skuli til sigurs. Það eru mikil tíðindi, sem þarna er frá sagt, og hafa þau öll gerst með skjótri svipan, og þó eigi fyr en bú- ast hefði mátt við á þessum tímum, því auðvitað hefur byltingin altaf vot- að yfir Rússlandi frá þvi að ófriður- inn hófst. Stjórnarformennirnir hafa oltið úr völdum einn eftir annan og valdatími þeirra hvers um sig hefur altaf verið að styttast. Þegar Sturmer fór frá í haust, gengu þær fregnir, að hann hefði verið hlyntur sjerfriði við Þjóðverja. Eftirmaður hans, Tropoff, kvað aðalhugsun sína, að sækja sem fastast fram í striðinu. En hans valdatími varð ekki nema nokkr- ar vikur. Þá tók Golitzin við. Hann var frá upphafi valtur í sessi, og nú hefur farið fyrir honum eins og frá er sagt hjer á undan. Þingið mun hafa verið kvatt saman seint í febrú- ar, eða í byrjun þessa mánaðar. Það var talað um stjórnarskifti áður en það kæmi saman, eða þá um að fresta því, að kalla þingið saman. En hvor- ugt hefur orðið. í blaðafrjettum frá Petrógrad 10. febrúar er það haft eft- ii Golitzin, að hann geri ekki meira en svo ráð fyrir, að samvinna geti orðið milli stjórnarinnar og þingsins. Hann segir að það sje undir því kom- ið, hvernig þingið hagi sjer, þegar það komi saman. En hann kveðst halda sjer að þeim fyrirskipunum, sem hann hafi fengið frá keisaranum. En svo er að sjá, sem vald keisar- ans og hinnar fráfarandi stjórnar hafi reynst næsta lítið, er á herti. Þó skyldu menn tæplega ætla, að alt sje fallið í ljúfa löð eftir aðra eins bylt- ingu og þessa. En hver áhrif bylt- ingin hefur á ófriðinn og úrslit hans er vandi að segja, eins og sakirnar virðast standa nú. Kafbátahernaðurinn. Kafbátahernaðurinn er orðinn einn af höfuðþáttunum í heimsstyrjöld- inni. Hann er ein af hernaðarnýjung- um þeim, sem þetta stríð hefur leitt í ljós, og mikið hefur verið deilt um rjettmæti hans. Hjer skal nú gefið stutt yfirlit yfir þær deilur og áhrif kafbátanna á hernaðarafstöðuna. 4. febr. gaf þýska flotastjórnin út tilkynníngu um það, að frá 18. s. mán. lýsti hún höfin umhverfis Stóra- Bretland og írland hernaðarsvæði, þar á meðal Ermarsund. Sagði hún að verslunarskip óvinaþjóiða, sem hittust á þessu svæði, yrðu eyðilögð, og eigi væri hægt að komast hjá því, að skipshöfnum og farþegum á þeim væri hætta búin. Skip hlutlausra þjóðia væru einnig í hættu, ef þau kæmu inn á þetta svæði. Jafnframt komu fram frá þýsku stjórninni skýr- ingar á þvi, hvernig á þessum ráð- stöfunum stæði. Hún sagði þær gerð- ar til hefnda fyrir verslunarstríð Eng- lendinga, sem hefði það markmið, að svelta Þjóðverja inni. Hún reyndi ekki að halda því fram, að það stríð, sem þarna ætti að heyja, ynði háð samkvæmt áður gildandi þjóðaregl- um. En hún sagði, að þær reglur væru þegar áður brotnar af Englend- ingum með hinu skilyrðislausa að- flutningsbanni á vörum til Þýska- lands. Með þvi væru í raun og veru numin burtu takmörkin milli bann- vara í hernaði og annara vara. Flota-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.