Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 14.11.1917, Blaðsíða 1

Lögrétta - 14.11.1917, Blaðsíða 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti 17. Talsími 178. AfgreiÖslu- og innheimtunk.; ÞÓR. B. ÞORLAKSSON. Bankastræti n. Talsimi 359. Nr. 52. Reykjavík, 14. nóvember 1917. Bækur, innlendar og erlendar, pappí'r og alls- konar ritföng, kaupa allir í Bókaverslun Sigifisar fymundssenar. Lárus Fjeldsted, yfirrjettarmálafærslumaCur. LÆKJARGATA 2. Venjulega heima kl. 4—7 sífid. Stríðid. Borgarastyrjöld í Rússlandi. Hver frjettin rekur nú aöra urn róstur i Rússlandi, og þær mjög al- varlegar. Áöur er þess getiö, að þeg- ar þingiö kom saman nú fyrir nokkru, gaus upp ósamlyndi undir eins á fyrsta fundinum. En þaö var flokkur hinna áköfustu jafnaöarmanna, sem ósveigjanlegastur var þar til sam- komulags, og haföi samtök um að ganga af þingi, eftir þvi sem sím- fregnirnar sögðu. í 50. tbl. Lögr. haföi ruglast nokkuð til frásögn um þetta. En svo virðist, sem ósamlyndi milli Maxímalista og stjórnarinnar hafi úr þessu magnast, þangað til úr varö fullkomin uppreisn frá þeirra hálfu i Petrograd gegn stjórninni. Er nánast sagt frá þessu í fregnskeyti til Mrg.bl. frá 8. þ. m. Þar segir, að langardagskvöldið 3. þ. m. hafi framkvæmdanefnd her- manna- og verkmannráðsins krafist yfirráöa í Petrograd, bannað’ her^ mönnunum að hlýða fyrirskipunum herstjórnarráðsins og sagt foringja þess andvíga lýðveldinu. Hafi hún látið þau boð út ganga til hermann- anna, að þeir skyldu að eins hlýðnast þeim fyrirskipunum, sem frá henni kæmu. Fregnin segir, að stjórnin hafi reynt að fá nefndinua til að afturkalla þessa fyrirskipun og haft í hótunum við hana, en það kom fyrir ekki. Nefndin hjelt fast við það, sem hún hafði gert. Leið svo fram á þriðjudag, 6. þ. m., þá var ný stjórnarbylting hafin Og öllu sambandi slitið milli höfuð- borgarinnar og úthverfa hennar. Uppreisnarmenn náðu símum, talsim- um, frjettastofum, bönkum og öðrum stofnunum algerlega á sitt vald. Næsta kvöld segja frjettirnar að Petrograd sje á þeirra valdi, setuliðið fylgi þeim að málum og stjórnarbylt- ingin sje fullkomin, bráðabyrgða- stjórninni sje steypt og margir af ráðherrunum sjeu settir í varðhald. Lenin, foringi hinni kröfuhörðustu meðal jafnaðarmanna og verkmanna, og jafnframt þeirra, sem fastast heimta frið, ráði nú lögum og lofum í Rússlandi, en stefnuskráin sje sú, að fri'ður sje saminn þegar í stað. Jafnframt fylgir fregn um það, að Rússar sjeu fúsir til að láta lönd af höndum. Fregnin í Mrg.bl., sem hjer hefur verið fylgt, segir að Kerensky hafi. náð ofurlitlum meiri hluta í þinginu, en þó á þann hátt, að honuni hafi verið sett ýms skilyrði, svo sem um stofnun velferðarnefndar, að hann kæmi í veg fyrir borgarastyrjöld, ljeti lönd af hendi til bænda og að Rússar fengju bandamenn til að koma fram með ákveðna friðarskilmála. Er auð- sjeð á þessum skilyrðum, að þau eru stíluð af jafnaðarmannaflokkunum. En um afstöðu hinna flokkanna til Kerensky og stjórnarinnar er ekki getið. Önnur fregn segir, að meiri hluti þingsins hafa greitt atkv. gegn Kerensky. En afstaða hans innan þingsins skiftir að sjálfsögðu litlu meðan völdin eru í höndum uppreisn- armanna. Fregn frá 9. þ. m. segir, að allir ráðherrarnir hafi verið teknir fastir nema Kerensky, en þess er ekki getið, hvort hann hafi forðað sjer undan, eða þá að uppreisnarmenn hafi ekki lagt hönd á hann vegna lýð- hylli hans, og er hið fyrra þó lik- legra, því fregnin segir, að þeir kæri hann fyrir landráð. í opinb. tilk. ensku segir, að álitið sje að Kerensky hafi farið til vígvallanna til þess að safna saman hinum gætnari mönnum, og bendir það á, að menn viti ekkert með vissu um hann nú. Það kemur fram ífregnunum.aðfult samkomulag hefur ekki verið í fram- kvæmdanefnd hermanna- og verk- mannaráðsins um það, sem gert hef- ur verið, því þar segir, að minnihluta jafnaðarmenn hafi sagt sig úr henni, enda var líka stjórn sú, sem steyptvar, að meiri hluta skipuð mönnum úr jafnaðarmannaflokkunum, og öðrum flokkum, sem þeim standa nærri í skoðunum. Þessir flokkar hafa því rofnað nú í byltingunni. Stjórnir bandamanna vilja ekki viðurkenna yfirráð Maximalista i Rússlandi, enda eru líka friðarkröfur þeirra gerðar þvert á móti óskum bandamanna, og nú vilja Maximal- istar koma á vopnahljei þegar í stað. Það virðist nú líka yfirvofandi, að Þjóðverjar taki Petrograd. Fregnir frá 10. þ. m. segja, að þeir hafi tekið Álandseyjar og sjeu að setja heráland í Helsingfors, höfuðborg Finnlands. Hins vegar er sagt að Kósakkalið, sem fylgi Kerensky, Korniloff og Kalendin áð málum, sje á leið til Petrograd gegn uppreisnarmönnum. En Korniloff hafði áður gert upp- reisn gegn Kerensky, eins og kunn- ugt er, beðið lægra hlut og verið handtekinn, og Kaledin hafði gengist fyrir sjerveldishreyfingu í Suður- Rússlandi, svo að ekki er gott að átta sig á, hvernig því sje varið, að fylgis- menn þeirra þriggja geti nú tekið höndum saman. En á öðrum eins tím- um og þeim, sem nú eru í Rússlandi, gerist margt skjótlega. Lenin, Maximalista-foringinn Lenin, sem nú er sagður ráða mestu í Petrograd, er ævintýramaður mikill. Hann er rússneskur aðalsmaður og lögfræð- ingur, lenti á ungurn aldri í stjórn- málaerjum og var út af þeim rekinn í útlegð til Síberíu. En hann flýði það- an og komst til Sviss, eins og fleiri Rússar, sem lentu í óvild hjá keisara- stjórninni. Þar fór hann að gefa út blað, sem eggjaði til byltingar í Rúss- landi og var mjög svæsið. Var því laumað inn í Rússland, þótt forboðið væri, eins og fleiri slíkum ritum, og varð Lenin því töluvert kunnur í Rússlandi fyrir starfsemi sína í Sviss, og ýmsar tillögur hans höfðu þar áhrif. Hann er sagður mjög mikill ákafamaður, einbeyttur, djarfur og mælskur, en þykir lítill hófsmaður i skoðunum sinum og kenningum. Nú er hann miðaldra maður, eða vel það. Lenin er gervinafn, sem hann hefur tekið sjer, en hið rjetta nafn hans er Ulianof. Þegar stjórnarbyltingin hófst i Rússlandi, var Lenin í Sviss. En hann fjekk þá heimkomuleyfi eins og aðrir, sem líkt stóð á fyrir. Þó er sagt, að byltingmannastjórnin hafi lengi verið í efa um, hvort hún ætti að leyfa honum landsvist. Miljukoff hafði lagt mjög á móti því, en Kerensky fanst það óráð, að banna nokkrum manni heimkomu vegna stjórnmálaskoðana hans, sagði, að Lenin mundi verða skoðaður sem pislarvottur í Rúss- landi, ef gerð væri undantekning á honum. Fjekk hann svo heimfarar- leyfið og kom til Rússlands yfir Þýskaland ásamt fleiri Rússum, sem honum voru áhangandi. Komu þá þegar upp sögur um það, að Lenin væri launaður af Þjóðverjum til þess að flytja þeirra erindi meðal Rússa. Ekkert hefur þó sannast um þaið, þótt ýmsar líkur bendi i þá áttina. Þegar Lenin kom til Petrograd, fór hann að gefa út blað, sem „Prawda“ hjet, eða „Sannleikurinn“, og var að- alstefnumark þess, að koma á friði þegar í stað. Blaðið gerðist því brátt andvigt bráðabyrgðastjórninni. Það talaði eindregið máli öreigalýðsins, hvatti hermennina til að leggja vopn- in niður, hvað sem fyrirliðar og stjórn segðu, og snúa sjer að hinu, að koma á jafnaðarmannastjórn í landinu, er síðan yrði til fyrirmyndar öllum heimi. Þetta blað Lenins fjekk gríð- armikla útbreiðslu og því var kent um ýms af þeim uppþotumm, sem urðu í hernum til og frá, og eins um ýmis- leg uppþot, sem verkalýðurinn gerði gegn atvinnuveitendunum. Á þennan hátt varð Lenin, að minsta kosti í áliti manna, aðalforingi þess fylking- ararms jafnaðarmanna- og verk- manna-flokkanna, sem lengst gekk í öllum kröfum um það, að byltingin yrði sem róttækust þegar í stað. Og þar sem hernaðurinn út á við var til hindrunar því, að það stjórnmála- fyrirkomulag, sem fyrir Lenin vakti, gæti komist á, þá krafðist hann friðar þegar í stað, ekki sjerfriðar við Þjóð- verja, heldur að allar ófriðarþjóðirn- ar legðu vopnin niður. Hann krafðist af jafnaðarmönnum Þýskalands sams konar byltingar og Rússar höfðu gert, og ætlaðist svo til, að jafnaðarmanna- flokkar allra ríkja álfunnar tækju höndum saman, neyddu stjórnirnar til friðar og tækju þjóðfjelagsskipunina í sínar hendur. Þessi hugsun kom mjög fram hjá rússneskum jafnaðar- mönnum í sumar og haust, sem leið. Lenin hafði mesta trú á þýsku jafn- aðarmönnunum til framkvæmda þess- um hugsjónum sínum, og bæði frá hálfu rússneskra og þýskra jafnaðar- rnanna voru miklar tilraunir gerðar tíl þess að koma á alþjóðafundi meðal jafnaðamanna, er tæki ófriðarmálin til meðferðar og reyndi að koma sáttum á. Alt þetta fórst þó fyrir, og Lenin hvarf um hríð af sjónarsviðinu. Vegna þess að hann var talinn upp- hafsmaður að uppreisnum þeim í hernum, sem áður eru nefndar, var hann sakaður um landráð af stjórn- inni, og hún gaf út skipun um að hann og helstu fylgifiskar hans yrðu handteknir. En Lenin hvarf þá, og komst undan, að sögn til Finnlands, eða til Svíþjóðar, að' þvi er sumir segja. En nú hefur hann aftur komið fram á sjónarsviðið á þann hátt, sem frá er sagt hjer á undan. Korniloff. Lenins-uppreisnin kemur úr mót- settri átt við Korniloffs-uppreisnina í haust. Efnaðri stjettirnar i Rússlandi óskuðu Kornilofí sigurs, en nú óska þær að sjálfsögðuKerenskysigursyfir Lenin og hans flokki. Kerensky hefur viljað sameina alla Rússa og draga sem mest úr stjettabaráttunni. 1 Korniloffs-uppreisninni átti hann við þá, sem standa hægra megin eða í- haldsmegin viði stjórnina, en nú á hann við þá, sem standa vinstra meg- in. Það kom skýrt fram bæði hjá Frökkum og Englendingum, að þeir voru hlyntir Korniloff. En i þessari uppreisn óska þeir stjórninni sigurs. Þeir vilja síst völdin í höndum þefrra manna, sem nú hafa tekið þau. Það þótti undrunar vert, hve fljót- lega tókst fyrir Kerensky að yfir- buga Korniloffs-uppreisnina. Ástand- ið virtist þó alt annað en álitlegt þá. Yfirforingi hersins, einn af aðalfor- kólfum byltingarinnar í upphafi, mað- ur, sem unnið hafði sjer mikla frægð í hernaðinum fyrir hraustlega fram- göngu, tókst á hendur forgöngu upp- reisnarinnar. Samt var hún bæld nið- ur á fáum dögum. Korniloff er Kósakki í föðurætt, en í móðurætt af mongólskum ætt- um, fæddur í afskektu hjeraði í Sí- beríu, og alinn þar upp meðal mong- ólskra hjarðmanna. En snemma bar á námfýsi hjá honum, og fór hann fyrst á hermannaskóla i Síberíu, og var við herþjónustu í Turkestan, en síðan gekk hann í gegnum æðstu hermanna- skóla Rússa í Petrograd og leysti öll próf þar mjög vel af hendi. Fjekk hann þá stöðu í yfirherstjórnarráðinu, en eirði ekki við það starf og fór aft- ur til Síberíu, í herþjónustu þar, og um tíma var hann i sendiherrasveit Rússa í Kína. Hann var foringi i her Rússa í ófriðnum við Japan, og i orustunni miklu við Mukden var hon- um þakkað það, að hann hefði bjarg- að miklum hluta af rússneska hernum frá því, að verða umkringdur þar. Hann var einn meðal þeirra fáuRússa, sem fengu heiöursmerki fyrir fram- göngu sína í þeirri orustu, segir rúss- neskur blaðamaður, sem nýlega hefur skrifað um Korniloff. Eftir Japanska stríðið var Korni- loff áfram við herþjónustu í Síberíu. En þegar Evrópustríðið byrjaði, varð hann foringi í her Brússiloffs, er sótti fram í Galizíu, og þótti hersveit sú, sem Korniloff stýrði, jafnan skara fram úr öðrum í hraustlegri fram- göngu. Sumarið 1915 lenti hann í höndum Þjóðverja, eftir blóðugan bardaga, og var hann þá mjög sár, Hann var eitt ár fangi, en tókst þá að flýja við annan mann. Reikuðu þeir lengi um skóga og áttu vonda æfi. Fjelagi hans var skotinn á því ferðalagi, en Korniloff komst undan og inn í Rúmeniu. Eftir þetta ferða- lag var hann hetja í augum rúss- nesku þjóðarinnar. Og þegar bylt- ingin hófst, var hann settur yfir her- lið byltingarmanna í Petrograd. Það var hann, sem tók Nikulás keisara höndum. í sumar var hann gerður að yfir- foringja Rússahers á erfiðum tím- um. Hann reyndi alt hvað hann gat til þess að skapa aga í hernum, en rjeði ekki við neitt. Honum sárnaði þetta mjög. Hann tekur þá upp dauða- refsinguna á ný, og eftir langt þjark við stjórnina fær hann loks samþykki hennar til þess, að hann megi beita dauðarefsingu fyrir óhlýðni á vig- stöðvunum. En er hann krefst þess. að hún sje tekin upp aftur um alt land, neitar stjórnin því fastlega. Svo varð ýmislegfc fleira að' ágreiningi milli hans og hennar. Hann heimtaði að ýmsum ráðstöfunum, frá byrjun byltingarinnar, sem hann hafði sjálfur verið með í að gera, væri nú breytt, og hvað eftir annað neitaðl stjórnin að uppfylla kröfur hans. Á þjóðfundin- um í Moskva þóttust margir geta sjéð, hvers vænta mætti af honum. Hann kom þangað í bílum með heil- an flokk Kákasusmanna, og fóru þeir svo geyst og hranalega, að menn þótt- ust ekki hafa sjeð annað eins. Fólk flýði lafhrætt undan, 0g borgin varð í uppnámi. Og er hann hafði talað á fundinum og fór aftur burtu úr borg- inni, sögðu margir að frá honum væri uppreisnin yfirvofandi. Menn eru í efa um, hvað vakað hafi fyrir Korniloff. Það þykir næsta ótrúlegt, að hann hafi hugsað sjer, að endurreisa hið eldra fyrirkomulag, eða honum hafi verið það ljóst, að hann ræki erindi þeirra, sem vildu kæfa niður árangur byltingarinn. En svo var þó. Rússneski blaðamaðurinn, ,sem hjer er farið eftir, segir að hann hafi orðið verkfæri í þeirra höndum, án þess að hann gerði sjer það ljóst sjálfur. Hann er hermaður, en ekki stjórnmálamaður, hálfgerður Kósakki og hálfgerður Mongóli, sem fyrirlítur stórborgarlífið og stjórnmálaflækj- urnar. Frá ítalíu. Her miðveldanna heldur áfram hröðum skrefum í Norður-ítalíu. Það varð lítið úr mótstöðu ítala vil Tag- liamento, og fregn frá 8. þ. m. segir, að þeir hafi hörfað undan til Piave- árinnar, sem fellur úr fjöllunum suð- ur um sljettlendið, langt fyrir vestan Tagliamento. En miðveldaherinn held- ur á eftir og fregn frá 10. þ. m. segir XII. árg. að hann sje kominn vestur að Piave, og Asiago hefur hann þá tekið, norður i fjalllendinu. Siðustu fregnir segja, að miðveldaherinn hafi enn unnið stórsigur á ítölum og tekið 14 þús. fanga í efri hluta Piavedalsins. Eru mest líkindi til þess, að mið- veldaherinn taki Norður-ítalíu, eða Langbarðaland. Cadorna, yfirhers- höfðingi ftalía, hefur sagt af sjer, en Diaz heitir sá, sem við hefur tekið af honum. Lloyd George, Smuts og Painleve, forsætisráðherra Frakka, fóru fyrir nokkur suður til ítaliu og áttu ráðstefnu við þá Orlando og Ca- dorna í Rapolano, sem er austan til í Toscana, til þess að ræða um, hvern- ig bandamenn best gætu veitt ítölum hjálp. Af síðustu fregn í Mrg.bl. má sjá, að ítalir hafa hugsað sjer að stöðva undanhaldið hjá Piave, og hef- ur þeim verið heitið styrk til þess aí bandamönnum, en af því sem á undan er sagt, má sjá, að allar þær ráða- gerðir hljóta nú að vera fallnar um koll. Nú er í fregnunum talað um hjálparlið frá Bretum og Frökkum í ítalíu, undir stjórn Fayolle hershöfð- ingja. — Það er nú sagt, að miðvelda- menn hafi tekið alt að % milj. fanga í þessari viðureign við ítali, og mjög mikið af hergögnum. Aðrar frjettir. Á vesturvígstöðvunum sækja Bret- ar fram í Flandern og eru helstu frjettirnar þaðan nú þær, að þeir hafi tekið Paschendael, sem er norður undir hafi, skamt frá Ostend. í opinb. tilk. ensku frá 9. þ. m. má sjá, að Þjóðverjar og Bretar metast nú mik- iö á. Þar segir: „Þjóðverjar reyna að gera lítið úr sigrum bandamanna og segja, að þeir sjeu að eins tækifæris- sóknir, ekkert í samanburði við rot- högg það, sem miðveldamenn hafi veitt ítölum. Það ‘ er ómótmælanlegt, aö ítalir hafa fengið hörð áföll, en ekki þó eins mikil og óvinirnir segja." Er svo sagt þar, að undanhald ítala, fari fram með reglu og bandamenn geri ráðstafanir til þess að treysta varnir þeirra á nýjum stöðvum. Síð- asta fregn segir, að áhlaup Breta í Flandern hafi að nokkru leyti mis- hepnast. Það er nú sagt, að Austurríkis- lceisari eigi að verða konungur Pól- lands og Þýskalandskeisari stórher- togi yfir Kúrlandi og Lithauen. Ef til vill stendur fregnin um þá yfirlýsingu Maximalistastjórnarinnar í Petro- grad, sem getið er hjer á undan, að hún skeyti ekkert um það, þótt lönd gangi undan Rússum, í sambandi við þær ráðstafanir. Það er borið til baka, sem sagt var hjer á undan, að Þjóðverjar hafi tek- ið Álandseyjar, en ekki hitt, að þeir sjeu að setja her á land i Helsingfors. Er næst að ætla, að það sje gert með samþykki Finna, vegna deila þeirra, sem þeir hafa átt í við Rússa að undanförnu um sjálfstæði landsins, enda er ekki annars getið en að svo sje. Fregn frá 7. þ. m. sagði, að stjórn Rússlands hefði viðurkent sjálfstæði Finnlands. En án efa er það ætlun Þjóðverja, er þeir setja her á land í Finnlandi, að halda honum þaðan til Petrograd. Austur í Mesópotamíu og í Palest- ínu hafa Bretar átt í orustum við Tyrki nú að undanförnu og unnið nokkuð á báðum stöðunum. í opinb. tilk. ensku segir, að Banda- ríkin og Japan hafi gert með sjer samning, þar sem Bandaríkin viður- kenni hin sjerstöku rjettindi Japans í Kína. Bæði ríkin viðurkenni að þau sjeu opin hvort fyrir annars þegn- um. Lansing, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafi gefið út tilkynn- ingu, er bendi til þess, að Japan hafi samþykt fullkomna flotasamvinnu við Bandarikin í Kyrrahafi í sameigin- lcgu hagsmunaskyni gegn miðveldun- um. Þar segir einnig; „Bretakonungur hefur ákveðið, að 6. janúar skuli vera þakkarhátið og bænarhátíð um alt bretska ríkið, og þess beðið, að rjett-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.