Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 13.02.1918, Blaðsíða 1

Lögrétta - 13.02.1918, Blaðsíða 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti 17. Talsími 178. Afgreiðslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON. Bankastræti 11. Talsími 359. Nr. 7, Reykjavík, 13. febrúar 1918. XIII. árg. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir í Bcfaverslui! Sigfúsar fymundssonar. Lárus Fjeldsted, yfirrjettarmálafærslumaður Lækjargata 2. Venjulega heima kl. 4—7 síðd. Um innlent eldsneyti. Eftir Guðm. G. Bárðarson. Vjer höfum þegar, á ófriðartímum þeini, sem yfir standa, rekið oss á að franlleiðsla eldsneytis i landinu er miklu minni en vera ætti. Útlend kol oru þegar orðin svo dýr, hingað kom- in, að það má heita frágangssök a‘ö brenna þeim til heimilisþarfa. Miklar líkur eru til, að farmgjöld hækki enn ineira en orSiS er, ef ófriðnum heldur áfram, svo aSflutt kol eigi fyrir sjer aS hækka enn í verSi. Svo geta menn búist við því, að bæði þeir og aðrir flutningar til lands- ins stöðvist þegar minst varir um lengri eða skemri tíma, vegna ýmsra óútreiknanlegra tálmana, er styrjöldin getur skapað. Síöasta þing reyndi að bæta úr skák meö kolaverðið með því að ákveða að selja allmikið af kolum landsjóðs mikið undir innkaupsverði, til þeirra er kola þurftu með. En slik aðferð er sannkallað neyðarúrræði og í raun- inni engin bjargráð,ef litið er á,hverj- ar afleiðingar slík aðferð hlýtur að hafa á fjárhag landsins, sje henni beitt í stórum stíl. Það mundi tefla honum, og um leið sjálfstæði lands- ins í voða. Ætti því alls eigi að grípa til slíks neyðarúrræðis aftur. Alt það, sem slegið hefur verið af kolunum (ca. milj. kr. ?) þurfum vjer að greiða sjálfir; munurinn að eins sá, að mikill hLuti verðsins hefur verið færður til; ljett af þeim, sem fengið hafa hin svokölluðu gjafakol, en aftur lagt á bak gjaldenda til landsjóðs í heild, sem margir hverjir eru máske fátæklingar, margfalt ver stæðir en margir þeir, sem gjafarinnar njóta. Ef til vill má líka segja, að þess- ari hálfu miljón kr. sje varpað í skuldahaug landsins, sem svo margri lúkunni er varpað í nú á tímum, og ýmsum þykir aldrei nóg vaxa. En það ættu menn að íhuga, að vel getur. svo farið, ef þessu heldur fram, að hið sanna sjálfstæði landsins verði að lokum götvað og grafið undir haug þessum. —■ Ættu þeir, sem mest ætla sjer að vinna fyrir sjálfstæði lands- ins, og vilja auka það í öllum grein- Uin, síst að ganga sjálfir vasklega fram í því að ausa það þannig moldu. í þessU máli, — eldsneytismálinu — ertt það skynsamlegustu bjargráð- in, að reyna að takmarka notkttn út- lends eldsneytis, svo sem unt er, en taka upp 0g nota innlent eldsneyti í staðinn. Reyndar hefur þegar brytt á nokk» urri viðleitni í þessa átt, en hjer dugar ekkert kák; vjer verðum þegar að stíga það spor að fuliu, áður en i þefni er komið. Efri myndin er af flótta ítala frá Izonzo-vígstöðvunum, en neðri myndin sýnir austrríkska og tyrkneska hermenn, sem eru að draga upp stórskotavjelar, sem ítalir hafa skílið eftir ttiðri í gjótum og giljum. Vjer verðum þegar að setja oss það mark, að taka upp svo mikið af inn- lendu eldsneyti næsta sumar, að það nægi að fullu í alla ofna og eldstór i landinu í fult ár. Það litla, sem vjer höfum ráð á að útvega af erlendum kolurn, verðum vjer að spara til skipa þeirra, er vjer nauðsynlega þurfum að láta ganga meðan ófriðurinn stendur, því eigi er völ á svo góðu innlendu eldsneyti, að þeim komi að notum. Vjer höfum gnægð af eldsneyti í landinu, bæði mó og surtarbrandi, sem vel má bjargast við í ofna og eldavjelar í húsum og bæjum, bæði í sveitum og kaupstöðum. Að sjálf- sögðu verður þó þetta eldsneyti nokk- uð dýrt vegna hins háa kaupgjalds verkafólks í landinu, en þó ætti það, miðað við gæði, að verða stórum ó- dýrara en útlend kol nú. Svo er þess að gæta, að hjer um bil hver pening: ur, sem lagður er í það, að taka upp íslenskt eldsneyti, skapar vinnu í landinu. Er það ekki lítils vert á þess- um vandræða tímum, þegar kvartað er um að atvinnuleysi vofi yfir þús- undum manna. Fje það, sem lagt er til slíkra framkvæmda, vinnur því tvöfalt gagn, veitir bæði eldsneyti og atvinnu. M ó r i n n er það eldsneyti, sem mest er af i landinu, og beinast liggur við að nota. Vinna við vanalega mó- tekju er óbrotin og krefst ekki marg- brotinna verkfæra, og fjöldi manna í landinu kann vel til þeirra verka. Höfuðskilyrðið er, að kunna að velja móinn, skilja rof og leirlög frá því, sem nothæft er, og svo að þurka mó- inn vel, því það er höfuðskilyrði til þess, að hann verði að góðum notum. Að sjálfsögðu getur móelta bætt móinn mikið til eldsneytis. Var það mikill skaði, að sú aðferð var eigi komin á veg hjer áður en ófriðurinn hófst, og menn orðnir æfðir í að beita henni til eldsneytisbóta. Kostirnir við elta móinn eru þeir, að hann verður fyrirferðarminni og þjettari, og auk þess verður minna í honum af vatni; er hann því að mun hitameiri. Þó verður eigi með móeltu gert gott eldsneyti úr leirmó, og víst held- ur ekki úr rofi. Verður því að velja móinn í eltivjelarnar. Ásgeir sálugi Torfason rannsak- aði islenskan mó víða að.* Reyndist hatttt mun lakari en mór i Danmörku, * Ársrit Verkfræðihgafjelagsins 1914. bls. X2—15. einkum fyrir þá sök, að askan er meiri í íslenska mónum. Þó reyndist honum góður mór af VesturlandÍ, að notagildi hjer um bil hálfgildi á við steinkol; notagildi hans var um 3560 hitaeiningar, en góðra steinkola 6800 —7200 hitaein. Mór úr nágrenni Reykjavíkur og sunnanlands reyndist mun lakari, notagildi hans að meðal- tali um 2500 hitaein., eða um ]/$ á móti steinkolum. S t e i n m ó r, sem alþýða manna talar um í ýmsum hjeruðum, er að því leyti frábrugðinn vanalegum mó, að hann er miklu þjettari og harðari; stundum svo harður, að örðugt er að stinga hann með skóflum. Hittist hann einkum þar sem mómýrar í hall- andi hlíðum hafa orðið undir fargi af malarskriðum, eða þykkum fann- sköflum. Þessi svo kallaði steinmór er víða til á Vesturlandi og líklega víðar um land. Inn af botni Súgandafjarðar vestra. er slíkur mór undir skriðum í hlíðinni norðan megin. Er hann svo þjettur og harður, að alþýðumenn hafa haldið að hann væri hálfgerður surtarbrandur. Þykir hann afbragð til eldsneytis. Þorvaldur Thoroddsen* getur um slíkan mó í fljótum á Ströndum; kvað hann vera þar um 3 m. á þykt. Síð- astl. sumar heyrði jeg hans víðar getið í fjörðunum við ísafjarðardjúp. Slíkur mór kvað og finnast í Trje- kyllisvík í Strandasýslu. Sje steinmórinn leirlítill, er hann víst besta eldsneyti. Telja hann ýmsir, sem hafa reynt hann, betri en besta sauðatað. Líklega er hann mun fyrir- ferðarminni en vanalegur mór, miðað við þyngslin, svo tiltölulega mikið at þyngd megi rúma af honum í eld- stæðum í einu. Það væri vert að safna upplýsingum um slíkan mó, og fá hann prófaðan sem víðast að.** Það er margreynt, að full not má hafa af bærilegum mó til eldunar i flestum, ef' ekki öllum, vanalegum eldavjelum, sem algengar eru hjer á landi, þ. e. a. s. ef hann er vel þur. En þess verður að gæta, að svelta ekki eldinn, sem kallað er, heldur leggja svo mikið i sem eldholin taka, og hafa köglana sem lagðir eru und- ir ekki stóra. Þess verður og að gæta, að skara nógu oft niður öskunni, og bæta nógu oft undir. Einn helsti galli mósins er það, hve * Ferðabókin II., bls. 146. ** Mór, pressaður ttndir feikna fargi (6 þús. loftþungttm) vierðuf svartur og gljáandi og harður sem kol. ljettur hann er, eða rjettara sagt fyr- irferðarmikill móts við þyngdina. Þess vegna dugar hann ekki i ofna sem hita eiga stór herbergi, nema þá með öðru betra. En þetta stafar líka af því, að ofnar þeir, sem alment eru notaðir hjer á landi, hafa svo lítil eldhol, að þau rúma ekki í einu svo mikið af mó, sem þarf til þess að nægur hiti fáist við brensluna. Besti mór, sem jeg hef reynt hjer i firðinum, er frá bæunum Kolbeinsá og Reykjum. Mór sá er harður og þjettur, þegar hann þornar, og heldur þungur í sjer. I Kolbeinsármónum reyndist mjer 13% aska en í hinum 14% miðað við þunga hans loftþurk- aðs. í teningsmeter af slíkum mó sam- feldum reyndist mjer að myndu rúm- ast ca. 530 kg. af mó. Jafn fyrirferð- armikið stykki af steinkolum hefur mjer reynst að rnyndi vega n—1200 kg. eða meira en helmingi meira. Jeg geri ráð fyrir, að mór sá, sem jeg gat um, sje að notagildi hálfgildur á við steinkol; ætti þá að þurfa fjórar rúmmálseiningar af honum, eða held- ur meira, á móti einni rúmmálsein- ingu af kolum, til þess að framleiða sama hita. Sjálfsagt er munurinn enn meiri en þetta á lakari mótegundum og kolum. Vjer þurfum því í einu að geta lagt fjórum til fimm sinnum meira að fyrirferð í ákveðinn ofn aí mó, en af kolum, til þess að jafn- mikill hiti framleiðist við brunann. Móofnar þeir, sem víða eru notað- ir erlendis eru sniðnir eftir rúmfrekju mósins, og hafa því rýmra eldhol en kolabrensluofnar. Flestallir þeir ofn- ar sem hjer á landi eru notaðir, munu vera kolabrensluofnar og hita því eigi að gagni með mó. Nú á tímum mundi víst ókleift, aö útvega svu mikið af móofnum til landsins sem nægði auk þess mundu þau skifti kosta geipifje, eftir því verði sem er á allri járnvöru nú. Hljótum vjer því að haga eldsneytisframleiðslunni eftir þeim þörfum, sem eldstórnar skapa. Surtarbrandur (mókol)* er, sem kunnugt er, algengur i suinum hjeruðum landsins. Hefur hann við og við verið notaður talsvert til elds- neytis á ýmsum bæjum. Fyr á tímum, meðan kol eigi voru flutt til lands- ins, var hann oft hafður til smíða, einkum sú tegund hans, sem nefnd hefur verið viðarbrandur; var hann þá oft brendur í lokuðum gröfum eins og viður, sem gerður var til kola. Við það hefur hann losnað við vatn, og auk þess orðið hlutfallslega auð- ugri af kolaefni (kolast) og því hita- meiri. Síðastl. sumar var brandur kann- aður á ýmsum stöðum hjer á landi að tilhlutun stjórnarinnar, og sýnis- horn tekin til efnarannsókna. Jeg kannaði surtarbrandslög á hjer um bil 20 stöðum i Strandasýslu, á 4 stöðum í ísafjarðarsýslu og 2 stöð- um í Dalasýslu. Samkvæmt því, er jeg fjakk athugað á þessum stöðum. er brandurinn tvenns konar að útliti og uppruna og hefur alþýða manna fyrir löngu veitt þessu eftirtekt, og valið honum nöfn eftir því. Viðarbrandur (lignit) er upphaflega myndaður af trjábolum og trjágreinum, sem fergst hafa og þjappast saman undir þunga jarð- laganna og orðið að flötum hellum. Viðarbrandurinn er mjög mismunandi að útliti, sumUr er móleitur, seigur og * Jeg held hjer hinu gamla ísiettska nafni; surtarbrandUr, sem alþýða manna hefur nefnt mókolalög þau sem finnast í jörðu hjer á landi. Surt- arbrandsnafnið er Og komið inn í er- lend fræðirit; eru þar mókolalögin ís- lensku alment nefrtd því naftti. í rseð- um og ritum er nú alment farið að kalla surtarbrandinn brúnkol eða mó- 1 koí, viðarkendur, annar er kolsvartur, stökkur og harður, og viðargerðin ó- greinileg, eru til ótal tilbreytingar þar á milli. Viðurbrandurinn er ljettur í sjer og logar vel, hefur hann því verið í af- haldi sem eldsneyti. Jeg hef reynt 14 sýnishorn af viðarbrandi frá ýmsum stöðum. Hefur eðlisþyngd þeirra ver- ið 1,25—1,33, en öskumagnið 3,07— 13,61% af þyngd þeirra þurkaðra við vanalegan herbergishita. Stöku sýnis- horn hafði jeg sem steinefni höfðu runnið í (steingerð), voru þau miklu þyngri og öskumeiri. Allveruleg lög (y2—1 m. á þykt) af mikið til hreinum viðarbrandi eru kunn á ýmsum stöðum á Vesturlandi, en víða er viðarbrandurinn á dreii innan um aðrar surtarbrandsmynd- anir. í eðil sínu er viðarbrandurinn besta brandtegundin til eldsneytis, vegna þess, hve litið hann hefur af ösku. en mikið af brennanlegum efnum. Þó er hifagildi hans mjög misjafnt, fer það mjög eftir því, hve mikið er í honum af raka, og hversu langt eða skamt hann er á veg kominn að kol- ast. Notagildi viðarbrands frá Gili í Bolungarvík reyndist á efnarann- sóknarstofnunni 2710 hitaeiningar. Var það óvalið sýnishorn úr tveim lögum. Fleiri sýnishorn af viðar- brandi frá Vesturlandi hafa eigi ver- ið reynd út af fyrir sig. Gísli Guð- mundsson gerlafræðingur hefur tek- ið kola-sýnishorn á Austurlandi, sem hafa gefið 6953 hitaeiningar. Ugg- laust eru kol þessi í eðli sínu viðar- brandur, sem máske hefur orðið fyrir hitaáhrifum af hraunlögum, er yfir þau hafa runnið; til þess virðist hið litla öskumagn þcirra hcnda (9,33% af þurrum efnum).* Steinbrandur er hin önnut tegund surtarbrandsins. Hann er upp- haflega myndaður sem vanalegur mór nú á dögum, af smágerðari jurtum, blöðum og öðrum slíkum plöntuleif- um. Hann er venjulega lagskiftur og svartur að lit, og klofnar í stökkar hellur þegar hann þornar. Stundum eru í honum stofnar af viðarbrandi, líkt og lurkar i nútíðarmó. Mór sá, sem steinbrandurinn er myndaður af, hefur, eins og mór nú á dögum, verið mjög mismunandi leirmikill, Bæði hefur rennandi vatn flutt leir yfir mýrar þær, er þessi fornmór myndað- ist í, og við eldgos hafa öskulög (,,sanda“) myndast í þeim. Stein- brandurinn er því þyngri í sjer og öskumeiri en viðarbrandurinn, Tólf sýnishorn, sem jeg hef reynt frá mismundandi stöðum, hafa verið að eðilsþyngd 1,37—1,67, en ösku- magn þeirra 17—54%, miðað við þyngd þeirra þurkaðra við herbergis- ! hita. í ársriti Verkfræðingafjelagsins 1917 hafa verið birtar allmargar prófanir á surtarbrandi, sem . hafa haft 20—35% öskumagn, tel jeg lík- legt, að öll þessi sýnishorn hafi verið að mestu steinbrandur. Notagildi þessara sýnishorna reyndist frá cá, 3000—4256 hitaeiningar, en meðaltal þeirra allra um 3500 hitaeiningar. Sýnir það, að svo leirmikill brandur getur verið vel nothæft eldsneyti. Af þeirri litlu reynslu, sem þegar hefur verið aflað um surtarbrandinn íslenska, sjest, að allvíða eru til brandlög í landinu, sem eru eins hita- mikil og bestu mótegundir eða vel hálfgildi á við steinkol. Ert allrd ' bestu tegundirnar nálgast steinkol að gæðum. (Niðurl.) * Tírtlarit Verkfræðingafjelags ÍS- lands. 1917, 3. h., bls. 39. i

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.