Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 13.03.1918, Blaðsíða 1

Lögrétta - 13.03.1918, Blaðsíða 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti 17- Talsími 178. LOGRJETTA Afgreiðslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON. Bankastræti n. Talsími 359. Nr. 11. Reykjavík, 13. marts 1918. XIII. árg. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir í Bdkavartlun Sigfúsar [ymundssonar. Klæðaverslun H. Andersen & Sön Aðalstræti 16. Stofnsett 1888. Sími 32. —0— Þar eru fötin saumuð flest. Þar eru fataefnin best. Lárus Fjeldsted, yfirrjettarmálafærslumaður Lækjargata 2. Venjulega heima kl. 4—7 sí5d. Stjórnarfyrirkomulagið Og flokkaskiftingin. 11. Eftir alþingiskosningarnar haustið 1916 var flokkaskiftingin í þinginu þannig: Heimastjórnarmenn ............ 15 Sjálfstæðisflokksmenn ........ 12 Bændaflokksmenn .............. 10 Utan flokka (,,langsarar“) .... 3 Til Bændaflokksins eru hjer taldir einn eöa tveir þingmenn, sem munu ekki formlega flokksmenn, en eru i kosningabandalagi við flokkinn um nefndarkosningar í þinginu. SíSan hefur orðið sú breyting á flokkaskipuninni, að Heimstj.fi. hefur bætst einn þingmaður (sjera Sig. Stef.) við aukakosningu, og Sjálf- stæðisfl. mist það sæti. Og loks hafa tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins (Bj. Kr. og Kr. Dan.) sagt sig úr honuni síðan séinasta þingi var slit- ið. í þingi þvi, er saman á að koma 10 n. m., má því helst ætla að flokka- skiftingin til að byrja með verði á þessa leið: Heimastjórnarmenn ............ 16 Sjálfstæðisflokksmenn ......... 9 Bændaflokksmenn .............. 10 Utan flokka................... 5 Á síðasta þingi voru utanflokka- mennirnir þrír í kosningbandalagi við Heimastjórnarflokkinn, og voru því síðari hluta þingtímans í þessu banda- lagi alls 19 þingmenn, 11 í Sjálfstæð- isflokknum og 10 í Bændaflokknum Við allar hlutfallskosningar (í nefnd- ir m. m.), komu þessir þrír flokkar fram hver fyrir sig, en við einfaldar kosningar í virðingarstöður þingsins (t. d. forsetakosning sameinaðs þings) og í hlunnindastöður hjeldu Sjálfstæðismenn og Bændaflokks- menn saman á móti hinum. Skipun núverandi stjórnar er bygð á þessari þrískiftingu þingsins. Eng- inn þingflokkur var nógu fjölmennur til að mynda meiri hluta í þinginu, °g aðallega þess vegna var það ráð tekið, að fjölga ráðherrunum, og nefndi hver flokkur til sinn mann í ráðuneytið. Þótt tíminn sje fremur stuttur, síð- an þetta fyrirkomulag var upp tekið, má talsvert ráða af fenginni reynslu hvernig það muni gefast. Og því mið- Ur bendir öll reynslan til að það ætli að gefast illa. Má þá fyrst benda á það, að ekki lítur út fyrir, að stjórnarskifti eða ráðherraskifti ætli að verða fátíðari en áður. Fyrstu ráðherraskiftin komu eitthvað 7 mánuðum eftir að þriggja ráðherrastjórnin var sett á laggirnar, Og eftir núverandi fyrirkomulagi geta 5 til 6 þingmenn með samkomu- lagi sín á milli ráðið ráðherraskiftum, því að í Sjálfstæðisflokknum eru 9 þingmenn, og i Bændaflokknum 'í mesta lagi 10 þingmenn., og meiri hluti atkvæða í hvorum þessum flokki fyrir sig, getur myndast af 5—6 mönnum. Með losi því, sem hjer er á flokkaskipun, og með tilnefningar- rjetti þeim, sem flokks-meirihluti hef- ur nú, er öldungis fyrirsjáanlegt að sifeld mannaskifti verða í ráðherra- sætunum. Næst má nefna það, að í þinginu er hvorki neinn stjórnarflokkur eða stjórnarandstöðuflokkur, en þaö er nauðsynlegt skilyrði fyrir heilbrigðu stjórnmálalífi. Raunar áttu „langs- um“-mennirnir þrír engan þátt i skip- un stjórnarinnar, og tóku líka að nokkru leyti að sjer að túlka í þing- inu óánægju þá, sem komið hafði fram að því er snertir ýmsai* stjórn- arráðstafanir. En nú vjek þvi svo undarlega við, að þessir þrír „stjórn- arandstæðingar“ voru í bandalagi við þingflokk forsætisráðherrans, og urðu þess vegna auðvitað að forðast allar árásir, sem gætu sært banda- mennina. Gísli Sveinsson sýndi við- leitni í þá átt, að taka að sjer hlut- verk stjórnarandstæðinga, setja út á gerðir stjórnarinnar, en forsætisráð- herra hjelt uppi svörum. Eðlilega fór þetta svo, að bæði varð sóknin mátt- laus og vörnin lin, öll athöfnin líkust því, sem góðkunningjar væru að skylmast með trjesverðum. En aðalatriðið, sem reynslan þegar hefur sýnt tvímælalaust, og er svo mikils varðandi, að þess vegna verður tafarlaust að breyta fyrirkomu- laginu, er það, a ð s t j ó r n i n, þ a n n i g s k i p u ð s e m h ú n er, er alt of veik til þess a ð h a f a á h e n d i f o r r æ ð i 1 a n d s m á 1 a á j a í n e r f i ð u m t í m u m s e m þ e s s u m. Veikleiki stjórnarinnar lýsir sjer fyrst og fremst í því, að í ýmsum málum, jafnvel í mörgum stórmálum, hefur stjórnin e n g a n v i 1 j a, henni stendur á sama hvað verður ofan á. Þetta kom fram hvað eftir annað á síðasta þingi, ýmist á þann hátt, að því var beint lýst yfir að stjórninni stæði alveg á sama, eða að það kom fram, að einn ráíjierranna var á einni skoðun, annar á þveröf- ugri, og sá þriðji — hallaðist til beggja hliða. Til þess að ekki verði sagt, að hjer sje farið með órökstudda sleggju- dóma, skal gerð grein fyrir afstöðu stjórnarinnar til þriggja stórmála, sem lágu fyrir síðasta þingi, en þau eru að eins gripin sem dæmi úr mörg- um; mál þessi eru F 1 ó a á v e i t- an, fossamálið og frestun skólahalds. Frumvarp til laga um áveitu á Fló- ann hafði verið samið af nefnd milli þinga, sem til þess var skipuð, og fengið all-rækilegan undirbúning. Nefndin lauk störfum sínum rjett áð- ur en þriggja manna stjórnin tók við, svo að stjórnin hafði málið milli handa 6 mánuði áður en siðasta þing kom saman. Áveitan er hið stærsta landbúnaðarmál á fjárhagsleganmæli- kvarða, sem nokkurntíma hefur kom- ið fyrir þing. Þar sem nú var skip- aður sjerstakur landbúnaðarráðherra einmitt um það leyti sem mál þetta barst stjórninni í hendur, hefði mátt ætla að stjórnin tæki það til með- ferðar með sjerstakri athygli.Svoþeg- ar stjórnarfrumvörpin eru lögð fyrir þingið, þá er þetta frv. ekki meðal þeirra. Ómögulegt var að skilja þetta öðruvísi en svo, að stjórnin, eftir að hafa athugað málið, væri frv. mót- fallin. Málið var svo stórt, að það var skýlaus skylda landstjórnarinnar að taka afstöðu til þess, annaðhvort með eða móti. En þegar á þing kom, °g þingmenn Árnesinga báru upp frumvarp nefndarinnar, þá hafði stjórnin ekkert við það að athuga. Henni stóð á sama um málið, kærði sig ekki um neinar breytingar á frv. nefndarinnar, og allir ráðherrarnir munu hafa greitt atkvæði með því. I þessu máli hafði stjórnin engan vilja, Finim mánuðum áður en þingið kom saman hafði stjórninni borist rökstuttálitsskjalfrá þáverandi lands- verkfræðingi um það,að nauðsyn bæri til að endurskoða fossalögin og jafn- vel gera aðrar ráðstafanir til þess að tryggja landsmönnum not af fossum íandsins í framtíðinni. Stjórnin hafði ekkert sint þessu. Síðan kom fossa- máliö inn á þing í þeirri mynd, að fjelag eitt æskti leyfis til að starf- rækja fossa, sem það hafði fengið umráð yfir. í þinginu varð ágreining- ur um, hvort nokkuð ætti að sinna þessu máli eða ekki; vildu sumir láta íhuga málið í nefnd, en aðrir vildu ekkert við það eiga. Afstaða ráðherr- anna þriggja til þessa stórmáls var sem hjer segir: Forsætisráðherra vildi láta taka málið til athugunar; Sig. Eggerz vildi visa því alveg frá, bar fyrst fram tillögu til rökstuddrar dagskrár um að vísa því til stjórnar- innar (þar hefði það getað sofið við hliðina á'álitsskjalinu sem nefnt var), og þegar sú dagskrá var fallin, greiddi hann og hans flokksmenn at- kvæði móti því að skipa nefnd i malið. Þriðji ráðherr- ann greiddi atkvæði með nefndarskip- uninni, en kaus síðan í nefndina ein- tóma þá menn, sem greitt höfðu at- kvæði á móti nefndarskipun. Geta þrír menn naumast skift sjer í tvo jafnari flokka en þarna var gert, en enginn maður gat fundið að í þessu máli kæmi fram nein stjórn með neinn vilja. ÞegaT komið var fram undir þing- lokin, þingmenn orðnir úrvinda af þreytu bæði af nefndastörfum og af því að hlusta hverir á aðra, gaus upp sú fáránlega hugsun, að setja lög um að loka öllum skólum landsins til 15. febr. eða lengur, jafnt þeim, sem landstjórnin hefur engin umráð yfir, eins og þeim, sem hún á yfir að ráða, jafnt þeim, sem engan styrk fá úr landsjóði eins og þeiin, sem styrktir eru, jafnt þeim, sem ekkert útlent eldsneyti brúka og hinum, sem brúka það að einhverju leyti. Fylgi það, sem þessi fluga fjekk í þinginu í byrjun, verður ekki skilið nje skýrt á annan hátt en þann, að þingmenn hafi verið orðnir þreyttir og sljóvg- aðir af þingönnum, og of lengi ein- angraðir við þingstörfin án áhrifa frá lífi því, sem landsmenn lifðu ut- an þings. Einn þingmaður lýsti af- stöðu stjórnarinnar til þessa máls þannig í þingræðu: Forsætisráðherra álítur hættulegt að takmarka skóla- haldið, fjármálaráðherrann telur aft- ur á móti að brýna nauðsyn beri til þess, en það lítur helst út fyrir að atvinnumálaráðherrann hallist til beggja hliða. Þetta staðfesti atvinnu- málaráðherra á þann hátt, að hann lýsti yfir því, að hann hallaðist að því, að skólarnir byrji á reglulegum tíma, þar sem skólastjórnir og hjer- aðsstjórnir væru því eindregið fylgj- andi. Strax á eftir þessari yfirlýsingu m ó t i frumvárpinu, var gengið til atkvæða um það, og þá greiddi at- vinnumálaráðherrann atkvæði m e ð því (til 3. umr.). í þessu stórmáli var ekki heldur til neinn stjórnarvilji. Þannig mætti halda áfram að telja upp þingmálin. Bæði meðferð mál- anna á síðasta þingi, og árangurinn — lögin frá þinginu — ber þess ljós- an vott, að þingið hafði í rauninni enga stjórn sjer til stuðnings við starf sitt. í þessu felst um leið aðalafsökun þingsins gegn þeim mörgu og rjgttmætu ásökunum um óheppilega málameðferð, sem það hef- ur orðið fyrir. Þó ilt sje að stjórnin standi tvístr- uð eða viljalaus í stórmálum, sem koma til úrskurðar þingsins, þá má þó segja að af því standi landinu ekki beinn eða bráður háski, vegna þess að þingið hlýtur samt sem áður að koma einhverjum úrskurði f r a m. En um þessa huggun er ekki að ræða að því er snertir þau mál, sem stjórnin verður að framkvæma milli þinga, sem þola enga bið. Og | slík mál liggja einmitt fyrir í sífellu á þessum ófriðartímum, mál sem eru míklu þýðingarmeiri fyrir velferö landsmanna en nokkurt löggjafarmál þingsins. Að fela stjórn, sem er reynd að slíku sundurlyndi og' viljaleysi í þingmálum, sem að frarnan var lýst, úrlausn hinna vandasömu og við- kvæmu verslunar- og utanrikismála, sem stafa af ófriðnum, það er öld- ungis óforsvaranlegt. Reynslan í þess- um málum hefur lika þegar sýnt þetta, engu óljósar að þvi er þessi mál snertir heldur en i þingmálun- um. En sá er munurinn, að um mis- fellur þingmálanna má tala opinber- lega, en um misfellurnar í þeim mál- um, sem horfa út á við, má lítið segja, því að landið gæti beðið tjón af bersögli um þau efni. Um þjóðarbúskap Þjóðverja. Fyrirlestur fluttur í Reykjavík fyrir alþýðufræðslu Stúdentafjelagsins 20. janúar 1918. Eftir G. Funk verkfræðing. Háttvirtu tilheyrendur 1 Ástarfriður, eining blíða hvílið, hvílið, hugljúf yfir þessum stað; ei sá renni upp raunadagur grimmur her að geisi um þenna sumarblíða sveitadal.* Þessi orð skáldsins Schiller í Klukkuljóðum hans komu mjer i hug nýlega, er jeg stóð uppi á Skóla- vörðuhæðinni. Fyrir neðan mig lá Reykjavík, lauguð í geislum kvöld- sólarinnar, og óskaði jeg þá, likt og skáldið, að stormar ófriðarins, er geisa um alla jörðina, fengju ei náð hingað. En andstæðar hugsanir liggja nærri hver annari, og' ósjálfrátt hvarflaði hugurinn heim til ættjarðar minnar, er ekki hefur fengið að njóta blessunar friðarins í nærfelt fjögur ár. Jeg bið ykkur að fylgja mjer þangað, og lita með mjer á þau störf, er liggja að baki þeim ógurlega hiíd- arleik, er háður er, og sjá, hversu neyta verður alls mannvits og mann- orku þjóðarinnar í þarfir ófriðarins. Þegar heimsófriðurinn skall yfir í ágústmánuði 1914, voru það ekki eingöngu Bandamenn, heldur líka meiri partur hlutleysingja i heimin- um, sem ímynduðu sjer, að ekki gæti verið nema um eitt að tefla, að því er til úrslitanna kæmi. Ofurefli eitt saman hlyti að gjörsigra Þýskaland og hinn trygga vopnfjelaga þess, Austurríki-Ungverjaland. En þegar menn sáu þessar vonir bregðast, greip Bretland til þess stórfelda úrræðis, að nota yfirburði sína á sænum til þess að loka aðflutningaleiðum Mið- veldanna. Hungur og hráefnaleysi hlyti, hvort sem nú skemur eða leng- ur liði, að koma óvinunum í knje. Menn vissu það gjörla, að Þýskaland várð að fá meginið af matvælum og skepnufóðri frá útlöndum, og að Austurríki-Ungverjaland einnig varð að treysta á aðflutningana. En færi nú svo, að hungrið kæmi ekki að haldi, vegna þess, að vel væri skift þeim matvælum, sem fyrir hendi væru, þá mætti búast við því, að skortur á saltpjetri, kopar, bómull og togleðri fljótlega myndi leiða ófrið- inn farsællega til lykta. Auk þess hlyti Þýskaland fjárhagslega að bíða bana af því, að því væri mestallra útflutninga varnað. Til þess að koma þessu stórfelda ráðabruggi í ffamkvæmd, var lögð stálhörð hafnbannsgirðing um Mið- veldin, og komið á fót harðara versl- unareftirliti en mannkynssagan nokk- urn tíma hafði sjeð áður. Það var ekki eingöngu að aðflutningar úr öðr- um álfum væru bannaðir, heldur var * Þýðing eftir Stgr, Thorsteinsson, lika hlutlausum nágrannaþjóðum með mjög ísmeygilegu móti bægt frá gömlum viðskiftum við Þýskaland. Hjer um bil ári eftir ófriðarbyrjun var þetta fyrirkomulag komið á lagg- irnar. Og nú biðu menn með óþreyju þess, hvernig viginu myndi reiða af undir umsátinni. Það virtist þeim mun áreiðanlegra, að vigið yrði að gefast upp, er lítt ábyggilegir hlutleysingjar, svo sem ítalia og Rúmenía, voru gengnir í lið með bandamönnum. Árin 1916 og 1917 liðu og nú er komið 1918, en enn er vígið ósigrað, og meira en það. Vígisbúar hafa hvað eftir annað ráðist inn í lönd óvinanna cg brotið það skarð í girðinguna aust- an megin, sem varla mun fyllast aft- ur. En jeg ætla ekki að fara að ger- ast spámaður, og enn er ekki sjeð fyrir leikslok skálmaldarinnar. Það stendur samt ómótmælanlegt, að það mun um langt skeið vera fullkomin ráðgáta, hvernig miðveldin á jafn þröngu og hráefnalitlu svæði hafa um fjögur ár bæði getað sjeð sjer fyrir mat, og samtímis háð hinn hrikaleg- asta hildarleik, sem sögur fara af. Aðalbyrði ófriðarins, bæði fjárhags- lega, og eins að því er til hernaðar- ins kemur, hlaut þvi að lenda á Þjóð- verjum. Hervald Þjóðverja er alkunnugt, og er jafnvel ekki laust við að meira sje úr því gert en má. En frammi- staða þeirra í alheims-búskapnum — hinar feykilegu framfarir þeirra í iðn- aði, verslun og landbúnaði hefur aft- ur á móti ekki verið metin að verð- leikum. En af því að einmitt þessar framfarir hafa feykimikla þýðingu fyrir þrautseigju þeirra í þessum ó- friði, þá ætla jeg að athuga Þýska- land eins og það var í júlí 1914, og líta sem snöggvast á framfarir þess fyrir ófriðinn. Þýska ríkið er 540,000 ferkílómetr- ar að flatarmáli, eða því sem næst fimm sinnum stærra en Island. Frá náttúrunnar hendi er Þýskaland miklu ófrjósamara heldur en til dæmis Frakkland, Bretland, Suður-Rússland cg Norður-ítalia, því það er bæði sendið og hálent. Og þó gat það um fjögur ár haldið lífinu í íbúum sínum, en þeir eru 67 miljónir. Að þetta gat tekist, má þakka hinum stórstígu framförum á sviði landbúnaðarins. Fræðimaður einn, Justus Liebig að nafni, gerði vísindalegar rannsóknir á tilbúnum áburðarefnum, og árang- urinn af þessum rannsóknum varð sá, að nú tókst með þessum áburðarefn- um að auka framleiðslu jarðarinnar að afarmiklum mun. Nokkrar tölur geta best sýnt þetta 1 Akur, sem áriö 1880 gaf 27 sk^ppund af .hveiti, gaf 1913 50 skippund, eða 86% meira til jafnaðar. Eins varð uppskera hafra 81% meira af hverri dagsláttu,^ rúgs 75%, byggs 47%. Ekkert sýnir það eins glögglega, á hve háu stigi þýskur landbúnaður stendur, eins og samanburður við önnur lönd. Árið 1912 gaf sami akur á Þýskalandi að meðaltali '50 skip- pund af hveiti, á Frakklandi 29 skip- pund, í Bandaríkjunum 23 skippund og á Rússlandi ekki nema 19 skip- pund. Á svipaðan hátt hækkaði með- aluppskera af kartöflum og sykurróf- um. Þýskaland gefur meira af sjer af þessum tveim ávöxtum heldur en nokkurt annað land í heimi. Með til- liti til kvikfjárræktarinnar var aðtl- áherslan lögð á það, að bæta búfjar- stofninn. Síðustu þrjátíu árin hefur þýskur landbúnaður aukið nytjar sín- ar um 60%, en samtimis hefur tala þeirra manna, sem að landbún&ði unnu, lækkað um 10%. Þetta má með sanni kalla glæsilegan sigur vinnu- vísinda. Á þessum árum jókst fólkstala Þýskalands Um hjer Um bil 17 mil- jónir, og allur þessi sjóðarauki gat þvi óskiftur starfað að því, að byggja upp stóriðnað Þýskalands. Án hans hefði landið aldrei getað varist, jafn- vel þótt það hefði borið gæfu til, að standa yfir höfuðsvörðum hungur- vofunnar,

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.