Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 15.05.1918, Blaðsíða 1

Lögrétta - 15.05.1918, Blaðsíða 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti 17. Talsími 178. LOGRJETTA AfgreiSslu- og innheimtutn.: ÞÓR. B. ÞORLÁKcSON. Bankastræti 11. Talsími 359. Nr. 21 Reykjavík, 15. mai 1918. XIII. árg. Aðalfundur h.f. Lögrjettu verður haldinn á afgreiðslustofu blaðsins, Bankastræti 11, fimtud. 23. mai kl. 9 síðd. Dagskrá samkvæmt fjelag-slögunum. Stjórnin. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir í MMua Siotúiar tymunðssoiar. Klæðaverslun H. Andersen & Sön Aðalstræti 16. Stofnsett 1888, Sími 32. —0— Þar eru fötin saumuð flest. Þar eru fataefnin best. Lárus Fjeldsteð, yfirrjettarmálafœrslumaður Lækjargata 2. Venjulega heima kl. 4—7 síðd. Matarland í matarþröng. Eftir ólaf prófast ólafsson í,Hjaröarholti. Landkostir góðir og veiðiskapur í sjó og vötnum var þaS, sem meðal annars dró landnámsmenn hingað. Aðalatvinnuvegirnir, landbúnaður og sjávarútvegur sköpuðust af sjálfu sjer, og hefur þetta haldist til þessa dags. Fleiri en einn af gömlu fólki, belst til sveita, hef jeg heyrt, er til- rætt hefur oröiö um slíkt, halda því fram, að hvert land bjargist með sín- um gæðum. Ekki veit jeg hvaðan þessi skoðun er skroppin, hvort hún er úr innlendum eða útlendum toga spunnin; en ef takmarkið er ekki sett hærra en að bjargast, draga fram lífið, má sjálfsagt þessa stað- hæfingu til sanns vegar færa að því er mörg lönd snertir, ísland líka. Gamla konu sannorða þekki jeg; hef- ur hún sagt mjer eftir ömmu sinni, er um fyrri aldamót bjð fram til dala, að ekki hafi þá, í byrjun nítjándu aldar, um sjötíu ára skeið komið nokkur korn- eða mjölhnefi á hennav heimili; öll þau ár bjargast við af- urðir húsins, og svo við fisk, söl og íjallagrös. Sjálfsagt þarf meira en litla nægjusemi til að una við slíkt líf, og þó er það líf, líf á landsins eigin gæðum. En ekki gátu nú samt íorfeður okkar gert sjer þetta að góðu; þeir sóttu ýmislegt, sem hjer var ekki aö fá, til annara landa, og alt af þótti hjer mikið vanta, er sigl- ingar til landsins brugðust af ein- hverjum ástæðum; það vantaði þá svo marg-t. Því rniður eru engar skýrslur til um aðflutninga frá þeim löngu liðnu tímum; þeir hafa í flestum árum verið þó nokkrir, en ekki svo að til rnuna af matvælum hafi komi$ á hvert heimili. Land vort hefur því fram á síðari ár að lang- mestu leyti ekki að eins klætt og skætt, heldur lika fætt sín hörn. Að- al- 0g lengst af einu atvinnuvegirn- ir h'afa verið matarframleiðsla; land- ið hefur frá upphafi verið matar- land; annars hefði hjer aldrei bygð orðið- Og af því það var og er mat- arlatid, gat það árum saman hjargast á ymsum tímum, þótt litlar væru sam- göngur við Önnur lönd eða aðflutn- ingar þaðan. Mestöll viðskiftasamböndin voru þá innanlandssambönd milli sveita- og sjávanuanna; mestöll verslunin var matarskiftaverslun milli alSalat- vinnuveganna. Og á þessu fór vel; þessi viðskifti voru báöum hentug, og af þessum viðskiftasamböndum leiddi fleiri sambönd, sem æskileg eru 1 hverju þjóðfjelagi, vináttusam- bönd á milli sveita- og sjávarmanna, milli atvinnuveganna. Hvor um sig "tók innilegan þátt í kjörum hins. Sveitamönnunum var það óblandað fagnaðarefni, er vel aflaðist við sjó- inn — engar frjettir voru þá eins mikið . gleðiefni eins og fiskifrjettir — þær bókstaflega flugu um landið, þó enginn sími væri þá kominn; og góöæri til landsins var þá sjávar- manninum jafnmikið fagnaðaréfni; hagur þessara atvinnuvega var þá svo samtvinnaður. Og það var fleira en matarskifti, sem bundu þá saman; það voru líka mannaskifti. Vinnukrafturinn í land- inu færðist til á milli atvinnuveg- anna einmitt á þeim árstímum, er báðum var hentugast. Heyskapurinn fór fram á þeim tíina, sem minst var urn aflabrögð við sjóinn, eins og þá stóð, og aðalaflatíminn, vetrarvertíð- in, á þeim tíma, sem sveitamenn gátu helst að heiman farið. Ekkert þing, engin stjórn, ekkert valdboð raðaði þessu niður; það raðaði sjer sjálft, og þægðin var á báða bóga jöfn. Með þessu lagi fæddi landið sig að mestu leyti sjálft. Um miðja 19- öld fluttist hingað sem svarar 75 kg. af öllum kornmat á mann; annan mat fengum við þá ekki frá útlöndum; og sjálfsagt hefur það verið miklu minna áður. Af þessum aðflutta korn- mat hafa þá sjávarmennirnir sjálf- sagt fengið tiltölulega ríflegan slcerf, en .sveitirnar til muna minni. Það var lítið af kornmat, sem margir sveita- bændur drógu þá að heimilum sín- um; þeir höfðu svo rnikið af mat heima fyrir af búunum. Og þó hefði landið getað gefið af sjer miklu meira; kálgarðarækt var þá t. d. víð- ast lítil og sumstaðar engin; en þó bjargaðist landið þá aö mestu leyti með sínum gæðum þegar bærilega ár- aði til sjós og sveita. En eðlilega varð oft hart í búi, er aflaleysisár komu, og einkum er felliár urðu til sveit- anna af fóðurskorti eða annari óáran. En landið hefur ekki að eins fætt sig sjálft að lengmestu leyti um hinar liðnu, aldir; það hefur fætt fleiri; hjeííán hefur alt af verið flutt tals- vert af mat til annara landa, kjöti og fiski- Við höfum getað mið'lað öðrum, ekki neinu glingri, heldur nauðsynja- vöru, mat. Og matarframleiðslan hefur á síð- ari árum verið stórkostlega að auk- ast hjá oss, sjerstaklega fiskiveiðarn- ar, sem á skömmum tíma hafa marg- faldast. Því miður verður ekki hið sama sagt um sveitirnar, ekki nema þá að litlu leyti. AS vísu hefur skepn- um þar eitthvað fjölgað ; en aftur hef- ur verið hætt við fráfærur í landinu, og er það ómældur matarforði, sem sveitirnar með þeirri búskaparlags- breytingu hafa haft af sjer eSa varp- að frá sjer. Sjálfsagt hefur kjötfram- leiSslan eitthvaS aukist. en hún hoss- ar ekki hátt til búsílags á móts viS mjólkina, skyrið og smjörið meðan fært var frá. Jeg hygg, þótt máls- bætur kunni að mega finna, að frá- bvarfiS frá fornu búskaparlagi í þeim efnum sje eitt meS allra stærstu ax- arsköftunum á öllum búskaparferli þjóSar vorrar. Og líklega hefSi nú færri miljónir þurft í verslunar og aSdráttabraskiS ef fært hefði verið frá í landinu svo sem áöur var. Það eru annars hreint og beint fyrirbrigði og þau stórmerkileg í landbúnaðinum íslenska, hvernig þetta 1000 ára gamla búskaparlag, fráfæran, lagðist niður svo að segja í einni svipan; með þá stóru bylt- ingu fyrir augum er synd að segja aS við sjeum seinir í snúningunum. ViSbrigðin voru þó ekki lítil; fyr: nóg smjör á hverju heimili, og víðast talsvert til forguilar fyrir fisk og annað, að ógleymdum fleiri og færri tunnum í búrinu af hintti hollu 0g hentugu fæðu, skyrinu; n ú: jetið meira og minni þurt á flestlim heim- ilum, og enginn skyrspónn. FráfærU- afnámiö hefur sparað smölunum margt sporiö og kvenfólkinu nlarga bakraun viö1 mjaltirnar; en aftur hef- ur þaö naö sjer niöri á maganum; fyrir hann hafa skyr og mjol eöa hveitiskiftin sjálfsagt veriö fremur tjón en hagur; eöa hvað segja lækn- arnir um þaö? Þaö1 er ekkert vafa- mál, aí íslensku sveitabúrin uröu til muna fátæklegri er fráfæran lagöist niður, og vistin á flestum heimilum lakari. En þótt afnám fráfæranna væri sjálfsagt og fyrirsjáanlegt tjón i matarlegu tilliti, þurfti þaö ekki aö sjálfsögðu aö1 vera peningalegt tjón fyrir þjóöina — en þvi miður fylgdist þetta hvorttveggja aö vegma fyrirhyggju- og samtakaleysis sjálfra vor. Um þaö leyti, sem fráfærur lögö- ust niður, fengu bændur frá 15—20 aura fyrir pundiö1 af kjöti, er út var flutt. Var þá lítill eöa enginn verö- rnunur gerður á kjöti, og sumstaðar öllu blandað saman, sauða-, ær- og graslambakjöti. Þegar frá leið, var fariö að greina þetta í sundur, en þó eigi frekar en svo, að graslamba- og dilkakjöti var blandað saman, og sama látið yfir hvorttveggja ganga hvaö verðið snerti. Nú vita allir, aö dilkakjöt er til stórra muna betra en kjöt af graslömbum; frá upphafi heföi því átt aö vera á því talsvert hærra verö; en þaö var þaö, sem viö höföum ekki vit á að fara fram á. Afleiðingin er þá líka orðin sú, að í staðinn fyrir alt sumargagnið af án- um fáum viö nú þau fáu kjötpund, sem dilkkroppurinn er þyngri en kroppur af graslambi, en viö fáurn ekkert fyrir kjötgæðin, og verðmun- urinn á því, á móts við annaö kjöt, heföi þó átt aö vera aðalhagurinn viö það, aö lofa lömbunum aö eiga alla mjólkina, alt smjörið og skyriö, sem haföist upp upp úr fráfærunum. Þaö heföi ekki átt aö hætta við frá- færurnar fyr en fengin var trygging þess í hækkuöu kjötverði, aö; frá- færan yröi ekki peningalegt tjón ; hitt tjóniö : miklu lakara líf, óhollara viö- urværi á heimilunum var nóg* samt. En um þetta mun nú vera tómt mál aö tala; þaö er nú komið sem komið er, og margir telja nú vandkvæði á að taka upp fráfærur aftur, ekki síst vegna mjaltanna, sem kvenfólk mun nú vera orðið tregt til. — Þaö skyldi þá vera að neyðin kendi okkur það, þröngvaði okkur til þess. Því nú vofir það yfir, að landið okkar, þetta mikla matarland, verði kannske matarlaust, eöa að minsta kosti komist í matar- Jiröng. En ef þaö verður, þá er þaö ekki landinu aö kenna, heldur lands- ins börnum, og þá, þó hart sje aö verða að segja þaö, þeim af landsins bömum, sem viö löggjöf landsins og stjóm eru riðin. Sjórinn gr eins og fyrri fullur af fiski, og nú mörg tæki miklu fullkomnari en áður til aö ná i þann afla — en samt eru sveitirnar fisklausar, fá ekki fisk keyptan, og gott ef ekki má á ýmsum tímum segja hið sarna um þorpin og kauptúninviö sjóinn- En er anhars von, er fiski- skipin, mjólkurkýmar við sjóinn, eru seld úr landi, eða mörg af þeim aö minsta kosti, og engin uppörfun kemur frá hálfu þings eða stjórnar til að sækja björg þangað. — Það hefði synist liggja beint viö, er vörur útlendar hækkuðu gifurlega i veröi, og flutningar allir milli landa urðu erfiöir og afardýrir, aö leggja kapp á aö framleiöa sem mestan mat i landinu sjálfu,svo aö þaö gæti að sem mestu leytí, meðan styrjöldin líöur bjá, bjargast meö sínum gæöum; og þetta er þaö, sem ófriö'arþjóðirnar hafa frá upphafi lagt alt kapp á; þar hafa verið tekin stór ný landflæmi til ræktunar, áhöld og vjelar keyptar til að flýta fyrir, og jafnvel vinnu- kraftur úr borgunum sendur upp í sveitirnar til aö hjálpa viö fram- leiðsluna; alt hefur þar stefnt í þá áttina aö! þurfa sem minst til anrtara landa að sækja, bjargast sem mest meö sinum gæðum. En hjá oss hafa, eins og jeg drap á, fengsælustu skipiti verið seld ur landi; menn hafa losaö sig við þau eins og þau væru ó- magar, ekkert verið gert til þess aö auka framleiösluna í lartdinu, ekki einu sintn Vérið sjeð fyrir útsæÖi i 1-álg‘arÖa, eöa nokkrar ráöstafanir veriö gerðar til að tryggja bústofninn í sveitinni gegn fóöurskorti — ekkert gert í þessa átt —- en talsverö útbrot til aö ná í og kaupa dýrum dómurn meira og minna ljelegan mjölmat frá öörum löndum, og svo lántökubrask, gifurlegar upphæðir, til aö sjá iðju- lausu fólki i bæjunum fyrir ein- hverju dundi viö störf, sem ekkert gefa af sjer, og ekkert liggur á, í stað þess aö beina þessum yinnukrafti aö framleiöslu matar til sjós eða sveita. —• Og þá batnar ekki, Jægar til sölu á afurðunum kemur, aö minsta kosti afurðum landbúnaöarins; er þaö nú ómótmælanlega sannað af einum böfuðstaðarbúa, formanni Búnaöar- fjelags íslands, Eggert Briem, aö landbúnaðinn vanti nú sem svarar 50% verðhækkun á afuröir hans til að standast. Viö heyröum eitthvað um þaö hjer um áriö, er fyrst var samið viö Englendinga, aö þeir mundu vilja eöa ætla aö borga svo afurðir okkar, aö atvinnuvegirnir bæru sig; er nú eitt af tvennu, ef þetta er satt, aö annaðhvort er illa staðiö við }>essa samninga af þeiiTa hálfu, eöa aö sendimenn þeir, sem geröir eru út af vorri hálfu, reka erindin slælega, og er hvorugt gott. — Nú seljum viö úr landi tugi þúsunda tunna af saltkjöti, dilkakjöti að mestu, og fáum 40 aura fyrir pundið, en kaupum, úti um landið aö minsta kosti, ljelegt hveiti fyrir 50 au. pund- iö; mundu þessi skifti ekki talin bú- hnykkur í nokkru landi, og lítil upp- bót er þaö eöa bragðbætir þó viö heyrum að á þessum kaupum hafi Norömenn grætt miljón króna. — Svona standa þá um þesear mund- ir sakir í matarlandinu okkar, þar sem drýpur smjör af hverju strái og fult er af fiski meö öllum gtröndum. Sum skipin eru seld, sum standa i naustum, aö eins nokkur gerð út af einstökum dugnaöarmönnum. Um tramleiðslu matar hefur til þessa ekk- ert verið hugsaö, og ekki einu sinni tekist aö fá viðunanlegt verö fyrir þaö, sem fram er leitt; sveitirnar fá nú 12 aurum minna fyrir hvert kjöt- pund en 1916, og hefur þó öll önnur matvara hækkað í veröi síöan. — Hjer þarf aö taka í taumana vel og viturlega, ef ekki á ver aö fara, og mörgum finst að alþingi, sem nú situr, veröi hjer eitthvaö aö láta til sín taka. * * * Þegar verið er aö ljúka viö hug- leiðingar þessar, hvisast það hingaö aö í aðsigi sje á þinginu að lögskipa fráfærur á þessu sumri- . Óneitanlega er þetta spor í matarframleiðsluátt í landinu sjálfu, spor, sem heföi átt aö stíga fyr og líklega öðruvísi. Því viö aö lögbjóöa þetta er víst fleira en eitt athugavert. Þingiö verður aö hafa þaö hugfast, aö það þarf fólk, vinnukraft viö fráfærurnar; ekki gerir smalinn annaö en sitja hjá, að minsta kosti framan af slættinum, og mörg stundin fer i mjaltirnar; ekki er aflaö heyja á meðan; var þaö og ein ástæðan til þess, að fráfærur lögðust niður aö þær þóttu valda mjög töfum frá heyskapnum, er erf- íöara varð að fá fólk til sveitavinnu. Þingið verður því, ef þaö lögskipar fráfærur, að sjá sveitunum og hey- skapnum borgiö með vinnukrafti, eöa í öllu falli gera sitt ítrasta til þess, aö viðunanlegt verö fáist aö sumrinu og baustinu fyrir hross og fje, því aö öörunl kosti má búast við aö djarft verði sett á hey næsta haust, og er þá sami voðinn fyrir dyrum, sem nú var, en er aö líða hjá, fellir á skepn- um. En svo er hjer annars aö gæta; hjer þarf aö fylgja meira meö. Skyrið getum viö notfært okkur í búið, og hugsar enginn öðruvísi en vel tií þess. Smjör myndum viö þá hafa afgangs heimilisþörfum — en fyrir þaö fnund- um viö helst kjósa mat, fisk, helsr harðfisk — og svo vinnukraft. Vald- bjóöi þingið fráfærur, veröur það þvi að sjá fyrir því, aö sjávarmaöurinn beri sig eftir björginni, örfa hann til þess. Þá gætu görnlu matarviðskift- in milli aöalatvinnuveganna hafist á ný- Og væri nú, eins og þyrfti, jafn- framt>á allan hátt hert á kálgarða- ræktinni, mundi þetta alt í samein- ingu suðla aö því aö landiö bjargaðist meö sínum gæðum, og færri mat- vörufarmana þyrfti til útlanda aö sækja. Jeg man vel eftir kaupstööunum, og um þá þarf líka að hugsa; og meö þessu væri líka hugsaö urn þá; þeir gætu sjálfsagt margir notaö sjer miklu meiri fisk en þeir hafa átt kost á þessi ár; og þótt sveita- og sjávarménn tækju upp sín matar- skifti, nmndi sjálfsagt veröa talsvert eftir af srnjöri handa kaupstöðunum, ef alment yröi fært frá. „Sálin vaknar“. (Niöurl.) Þessi orö komu viö manninn, svo aö alt mikillæti hvarf. Hún var ekki aö segja, að hann væri vondur: „Nei, mennirnir eru ekki vondir. Jeg hef aldrei þekt neinn vondan mann- En heimurinn hleður utan á þá alla vega litri ranginda-skel, af því að þeir gæta sín ekki fyrir eigingirninni." Svo fer Álfheiöur aö tala um Bjarna son sinn og segir: „Jeg hef þekt hann alla hans æfi. Jeg hef setið viö dyr sákr hans og hlustað, stundum fagnandi, stundum harmþrungin. Jeg hef mænt inn á hugarlönd hans nótt cg dag, ár eftir ár, stundum með tárin í aug- unurn, stundum glöð, eins og þngar jeg sá hann fyrsta skiftið í rúminu hjá mjer. Jeg ætti aö þekkja hann. Finst yður ekki?“ Sál ritstjórans „drakk nú orö hennar eins og ljúf- fengt vín. Hann haföi fengið hjart- slátt. Það var eins og magn móöur- ástarinnar vermdi hann allan frá hvirfli til ilja“. „Þjer haldiö aö hann sje vondur. Hann var einn vetur á Noröurlandi fyrir fáeinum árum. Barn datt ofan i vök, og það bar út undir ísinn- Hann fleygði sjer á eftir því. Hann náðist nær dauða en lífi. Og barniö var lifandi í höndunum á honum .... Og þjer haldið, aö hann sje manndrápari!“ En þá fer ritstjórinn að sýna fram á, aö hann hafi samt sem áöur getað gert þettí í ölæði. En hún þóttist þess fullvís aö svo heföi ekki getað verið. Á hverju vissí hún þaö? — Jeg' hef mikið talaö viö drottinn. Sjaldnast hef jeg haft neinn annan viö aö tala. Jeg hef talað viö hann í sólskininu. Þá finn jeg aö jeg og aðrir smælingj- ar hans ertim aö lauga okkur í óend- anlegri blessun frá honum. Jeg hei talaö við hann í rigningunum. Jeg veit þá, að sorg hans er sorg al- heimsins, og að hún er þyngri og dýpri en öll veraldarinnar höf. Jeg hef talað viö hann í storminum- Jeg veit þá, að hann hefur mátt alheims- ins til þess aö vernda þá, sem biöja hann. Jeg hef talaí viö hann á nótt->

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.