Lögrétta


Lögrétta - 29.01.1919, Blaðsíða 1

Lögrétta - 29.01.1919, Blaðsíða 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti 17. Talsími 178. AfgreiCslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON. Bankastræti 11. Talsími 359. Nr. 5, Reykjavík, 29. janúar 1919. XIV. ár. Bækur,| innlendar og erlendar, pappír og alls konar ritföng, kaupa allir í Bókaversl. Sigf. Eymundssonar. Guðm. Hjaltason kennari. Hann andaðist á heimili sínu í Hafnarfiröi 26. þ. m., hálfsjötugur aö aldri. Er þar á bak a8 sjá einkenni- legum gáfumanni og fræöimanni, og góSum dreng, sem lengi átti við mis- skilning a« stríöa og erfið æfikjör. Hann var fyrsti formælandi lýðhá- skólafyrirkomulagsins hjer á landi og þeirrar hreyfingar, sem Ung- mennafjelagsskapurinn hefur síSan beitst fyrir, og æskuhugsjónum sínum var hann trúr til æviloka. í júlíblaði „ÓSins“ 1909 er mynd af G. H. og æfiágrip, sem hann hefur sjálfur skrifað. Þar segir hann svo frá: „Jeg er fæddur á Ásbjamar- stöðum í Stafholtstungum 1853. Ólst þar upp, þar til jeg var 16 ára. Hafði þar bækur nógar og nóg frjálsræöi til aö lesa. Voru á næsta bæ gáfu- menn miklir, sem jeg lærði margt af. Þaðan fór jeg að Kvíakoti í Þverár- hlíö; var þar fyrst fjögur ár hjá móður minni og stjúpa, og svo tvö ár eftir dauða hennar. Vann þar meira en á Ásbjarnarstööum, en las þó alt af: talsvert, Fjögur seinni árin, sem Jeg var þar, fór jeg í fiskiver, fyrst á Akranesi og síðan á Seltjarnarnesi. Voru Seltirningar þá þegar miklir famfaramenn. Var jeg 4 vor í vinnu hjá bændum þar, og þeir og Jón rit- ari styrktu mig til aS fara í lýöhai skólann í Gausdal í Noregi. Það vai kvæðasafn mitt, „Fjóludalur", sem fyrst vakti eftirtekt Jóns á mjer. Kyntist jeg þá höfuðskáldumlandsins Xig lærSi márgt af þeim. Svo fór jeg til Noregs' 1875 og.var 2 vetur í Gaus- dalsskóla. Þar var kírkjuskörungur- iiín Kristófer Bruun skólastjóri, og skólamennirnir Matth. Skar og Frits Hansen og skáldiS Kristófer Janson kennarar. Björnstjerne Björnson bjó viS skólann og hjelt fyrirlestur einu sinni í viku fyrri veturinn. Var margt og mikið aö læra af öðrum eins mönn- rm. Þeir hrifu og fræddu og voru fyrirmyndir góðar. jeg Vann vana- Tegá norska sveitavinnu fyrsta haust- ið o*g sumarið næsta. Fór aS halda fyrirlestra i kaupstöSum og sveitum •uhí háustiS næsta, og einkum voriS og sumariS eftir. Voru þeir um land vórt og þjóS, 70 alls. Var þeim vel teki, haldiS fram kostum þeirra, en breitt yfir brestina, og borgaS vel. HaustiS 1877 fór jeg svo til Askov á ijótlándi. Var þar viS nám 3 vetur, og svo 4- veturinn þar bæSi viS nám og kenslu. Vann á sumrum hjá bænd- úm. Fór smásaman aS halda fyrir- lestra, eins og í Noregi, og urSu þeir Sö alls. Var þeim altaf mjög vel tek- iS. .... Þá var jeg í Khöfn fleiri vikur, aS skoSa söfn og garSa. Svo i Gautaborg, Stockhólmi og Uppsöl- um; skoSaSi lika söfn þar og kynt- ist ýmsum merkismönnum og hjelt þar fyrirlestra. SíSan fór jeg til Eng- lands og skoSaSi Lundúnasöfn í hálf- an mánuS. SafnaskoSun þessi varS mjer altaf sannur aukaskóli. BæSi meðan jeg var ytra, og eins eftir aS jeg kom heim, ritaSi jeg margt um ísland í norsk, dönsk og seinna sænsk blöS. Og á námsárum mínum ritaSi jeg margt í NorSanfara um danska og norska lýSháskóla. Fór svo heim haustiS 1881. Hjelt fyrst nokkra fyrirlestra i Rvík og svo á Akranesi. Svo fór jeg um tíma til sjera Arnljóts. Reyndist hann mjer ætíS manna best. Hjelt svo tímaskóla þar fyrsta veturinn og fjölda fyrir- lestra víSa viS EyjafjörS. Annan vet- urinn hjelt jeg skóla á Litlahamri i EyjafirSi og svo fyrirlestra hingaS og þangaS. ÞriSja veturinn skóla í L.aufási, og tvo næstu vetur á Akur- eyri, og fyrirlestra jafnframt. Var þaS í rauninni lýSháskóli, er jeg hjelt þessa þrjá vetur, og var danskur kennari mjer til aSstoSar tvo fyrstu vetur þessa. Annars hef jeg altaf kent í anda og formi lýöháskólans, haldiö altaf fyrirlestra viS kensluna. Sjötta veturinn hjelt jeg tímaskóla á Akur- evri og fjölda fyrirlesta. Var þeim jafnan vel tekiS. Margir tóku skóla mínum vel í fyrstu, en þaS fór af meS tímanum. Frá 1887 til 1898 var jeg I umgangskennari íAxarfiröi ogKeldu- hverfi. Hitti jeg þar marga ágæta menn, er sýndu mjer inikinn sóma. Á hverju vori, sumri og hausti, vann í jeg hjá sjera Arnljóti og fleirum. Svo ] var jeg eitt ár viS kenslu og jarSa- j bætur á Langanesströnd. Var þar og ; gott fólk. Og seinast 4 ár viS sömu störf á Langanesi. Var þar í fyrstu íullgott útlit fyrir kenslustarfiS. En ekki þreifst unglingaskóli sá, er jeg : stofnaði þar. Sveitin strjálbygS, sam- : tök lítil 0. s. frv., líkt og í Eyja- firöi. .... Svo fór jeg til Noregs um haustiS' 1903 meS konu og dóttur. ÞaS gerSi jeg þó eigi aS gamni mínu. Var þar 5 ár og gekk miklu betur en jeg bjóst viS. Þar hjelt jeg 550 fyrirlestra í 170 ungmennafjelögum og 50 fyrir- lestra á 10 skólum. Voru þeir bæSi urn almenn og íslensk efni. RitaSi jeg líka eins og áöur um Island í norsk blöS og tímarit. Leið okkur af- bragðsvel íNoregi og fólki fórst mjög drengilega við okkur. Var og þarvera ckkar nýr lærdómsskóli. Svo vorum viS nu síöasta áriS í Danmörk; hjelt jeg þar 120 fyrirlestra, mest um Is- Tand. Reyndust Danir okkur einnig mjög vel, og er margs góös aS minn- ast þaSan.“ Þannig hefur G. H. sjálfur sagt frá æfi sinni fram til síöasta áratugs- ins. Þegar hann kom úr síðari utan- för sinni, settist hann aS hjer sunnan- lands og átti eftir þaS heimili í Hafn- arfiröi. Haföi hann komiö sjer þar upp húsi og ræktaö þar nokkuS í kring. En lengstum var hann í fyrir- lestraferöum til og frá um land, oft fyrir Ungmennafjelögin, eða fyrir AlþýöufræSslu Stúdentafjelagsins, og dálítinn styrk haföi hann á fjár- lögunum til þessa. Hefur hann aS öllum jafnaöi sagt frá þessum ferSa- lögum sínum hjer í blaöinu. Honurn var vel tekið úti um sveitirnar, og fyrirlestrar hans voru fróðlegir og áheyrilegir, og hafa án efa haft góS og vekjandi áhrif. Hann var ekki dýrseldur á vöru sína, og sparaöi sem rnest hann gat allan kostnaö á ferða- lcgum sínum; fór jafnan fótgang- andi, nema þegar góöir menn skutu undir hann hesti, og kannast lesendur I-ögr. viS þetta af ferðasögum hans. NokkuS er prentað úr fyrirl. hans, t.l og frá, en megnið mun þó óprent- að. Frá yngri árum hans eru til eftir hann nokkur skáldrit: „Fjóludalur", „Melablóm", „Jökulrós" og ,.,Dala- rósir“, og eru í þeirn kvæSi og smá- sögur. Á síSari árum fjekst hann ekki mikiS viö skáldskap. í blöð og tíma- rit skrifaöi hann alt af ööru hvoru cg geyma norSanblöðin og „Austri“ margar greinar eftir hann frá dvalar- árum hans í NorSurlandi, en eftir að hann settist að hjer sunnan lands, skrifaSi hann mest í Lögrjettu, Skóla- blaðið og KirkjublaðiS. Þó birtust greinar frá honum i Vestra ekki alls fyrir löngu. G. H. var lengi vanþakkaS starf hans og vilji til þess, aS láta gott af sjer leiSa. I eigingjörnum tilgangi vann hann aldrei. En eins og þegar er sagt, styrkti Alþingi fyrirlestra- starf hans á síöari árum. Sá styrkur var ekki hár, en kom honum þó aS góðu haldi. Nú væri þaS fallega gert, en þó ekki nema maklega, að þingiS ljeti ekkju hans, sem er fátæk og hnigin að aldri, njóta styrks áfram. Þau áttu tvær dætur, sem voru heima hjá þeim, og er önnur þeirra um tví- tugt, en hin er enn á barns aldri. ÞriSja barniS, dreng, mij.u þau fyrir fáum árum. Samdráttur með íslensku og dönsku kirkjunni. Undanfarin ófriöarár hafa Noröui- landaþjóSirnar í meövitund um sam- eiginlega yfirvofandi hættu á ýmsa vegu tekið höndum saman til nánara sambands og meiri samvinnu en áSur. Er slíkt ekki nema skiljanlegt um þjóðir, sem á eldri tímum hafa átt svo mikiö saman aS sælda og veriS svo nátengdar að ógleymdu því, aS þær eru allar af einum ættstofni runn- ar. Sá samdráttur með Norðurlanda- þjóðunum, sem með þessum hætti er byrjaður, kynni aS reynast ein af heillaríkum afleiöingum ófriöarins fyrir þessar þjóSir á komandi tíð, þvi aö vonandi er, að þar verð ekki látiö staðar nema viS byrjunina eina. Þessi þjóða-samdráttur hefur ofur- eSlilega leitt til samdráttar meS þjóö- k i r k j u m þessara landa. Þar eru vitanlega áhrifamestir gerendur (fak- torar) í þjóSlífi hvers rikisins fyrir sig, og ræSur þá að líkum, hver styrk- ur þeim væri í nánara sambandi sín á milli og samvinnu, jafnhægt og þar er um vik að öSru leyti, sökum ná- skyldra þjóöartungna, náskyldrar menningar og sameiginlegra sögu- legra minninga á ýmsan hátt, auk hinnar landfræöilegu afstööu þeirra. sin á milli. ViS umræður þær, sem um þetta hafa orðið, hefur talið einnig borist að hinni íslensku þjóökirkju og mönn- um brátt orSiö þaS ljóst, aS þar væn e k k i aS ræöa Urn einn hluta hinnar dönsku kirkju, sem margir hjeldu, beldur um sjálfstæða þjóðkirkju, vegna alveg sjálfstæðrar sögulegrar þróunar hennar. Væri þvi ekki nema sjálfsagt, aS hún ætti sjer fulltrua í stjóm þess „sambands til nánari samvinnu með þjóðkirkjum Norður- landa“, sem myndast hefur, enda hef- ur oss borist tilboð þess efnis, og því veriS vel tekiö. Við hreyfingu þessa, sem hinn á- hugamikli erkibiskup Svía, dr. theol. N. Söderblom, hefur veriö aðalhvata- maður að, hafa svo aftur Danir vakn- aS til nánari athugunar á því, hversu þeir hafi á liöinni tíS rækt þær skyld- ur sínar viS hina íslensku kirkju, er af þjóðasambandinu stjórnlega leiddi, og við það sannfærst um, að hjer væri urn allátakanlegar vanrækslusyndlr að ræða af þeirra hálfu. Þegar áður en sambandsmálið var til lykta leitt, var tekið að bóla á all- sterkri löngun með Dönum til nánari kynnla og nánari samvinnu með sambandsþjóðunum á kom- andi tíð, er leiddi meöal annars til þess, að „dansk-íslenska fjelagið“ myndaðist fyrir þrem árum. Nú er deilumálin hafa verið svo farsællega til lykta leidd, er Dönurn orðið það at skiljanlegum ástæðum enn meira á- hugamál en nokkru sinni áður, að. sambandið með þjóðunum verði virki- legt frambúSar-samband, og skilst þeinr nú, að besta tryggingin fyrir því sje, að hið lögfesta þjóðasam- band verði verulegt s a m ú ö a r- s a m b a n d. Ein lítil grein á þvj óskatrje er áformuð tilraun af Dana hálfu tii aö efla samúSar-samband meS þjóöunum á grundvelli kristindóms og kristilegs safnaöarlifs, sem vikiö er að í hinu vinhiýja kveöju-ávarpi danskra kirkjumanna til íslensku kirkjunnar, því er prentaS var í næst-siSasta tölu- blaði „Lögrjettu“. ViS þaS aS kynnast högum vorum betur en áSur, heíur kirkjuiega hugs- andi Dönunr — eins og tekiö var fram, — oröið þaö ljóst, aö þar sje ein af rnörgum vanrækslusyndum þeirra í sambúðinni viS oss á liSn- um tímum, hversu þeir hafi aö miklu leyti látiS ósint kristindóms- og kirkjumálum Islendinga. Þeir hafi þar hvorki látið íslendingum þann stuðning i tje, sem þeim hafi veriS skylt, sem kristinni þjóS, nje heldur gert neitt til þess aS kynn- ast þeim andlegum fjársjóöum, sem gefnir væru islenskri kristni, og færa sjer þá i nyt sjer til uppbyggmga: á sama hátt og þeir hafi álitið sjer skylt aö kynnast og notfæra sjer and- lega fjársjóSu ýmsra annara, og fjar- skyldari, þjóöa. Þeir, sem eiginlega hafa vakiö þá ’ hreyfingu, sem hjer ræðir um, eru prestarnir ÞórSur Tómasson i Horsens (sá hinn sami, er átti grein- ina, sem Lögr. flutti i haust, „Aö viröa og elska ísland“, i 44. tölubl.) og A r n e M ö 11 e r, sem báðir eru af íslensku bergi brotnir í aöra ætt. Hinn síSarnefndi mun þó aö því leytl eiga frumkvæöiö hjer, aö hann verður fyrstur Dana, til þess aö fræða landa sina um íslenskt kirkju- og kristin- dómslíf i fortíS og nútíö meS ritgerð- um og fyrirlestrum. ítarlegustu rit- gerS hans um þaS efni er aS finna í bókinni „Island“, sem dansk-islenska f jelagið gaf út fyrir skemstu: „Kris- tenliv og Folkelighed“. ÁSur hafði hann ritaS góöa grein urn svipað efni í danska guSfr.tímaritinu: „Teologisk Tidskrift". Sjerstaklega hefur Möller presti orSiS starsýnt á þau tvö stóru ljós íslenskrar kristni, Hallgrím Pjet- ursson og Jón Vídalín. Telur hann þaS ganga hneyksli næst, hve Dönum hafi verið svo að segja meS öllu ó- kunnugt um þá menn báða, sem nvoy á sínu sviöi gnæfi hátt yfir samtíö- armenn sína á NorSurlöndum, hinn fyrnefndi sje vafalaust meðal fremstu sálmaskálda kristninnar og hinn siö- arnefndi einn af rnestu og einkenni- legustu kennimönnum Norðurlanda á sinni tíS. í fyrirlestri, sem Arne Möl- ler flutti í Slagelse í byrjun næstliS- ins árs, vekur hann Iika rnáls á því, hve æskilegt væri, að komist gæti á fót nánara samband meö safnaðarlýö beggja þjóðanna, Dana og íslendinga, báöum til örfunar og blessunar; því aS svo einkennilegt sje íslenskt kirkju- og kristindónislíf, einnig á vorum timum, aö ýmislegt megi af því læra, svo ólíkt sem það sje dönsku kirkju- og kristindómslífi. „Því að þess verðurn vjer ávalt að minnast, ef vjer viljum verða hvorir öðrum aS einhverju liði, að íslensk lund lítur alt öSru visi á hlutina og verður á alt annan veg hugfanginn af þeim en hin danska. Afstaöa þeirra til lífs- spurninganna miklu getur því veriS svo ólíks eölis, þótt hjörtu beggja búi aö sama fjársjóðnum. Innan ís- ltnskrar kristni er löngunin til aö s k i 1 j a hlutina tillölulega ríkari en hjá Dönum, og jafnframt meira af dulræðri þrá og tilhneiging til að dragast að hinu dularfulla, sem felst að' baki því, sem vjer skiljum. Hisp- ursleysiS og innileikinn er aftur það, er sjerstaklega einkennir trúarlíf Dana. Nánari kynni af■ trúarlifi ís- lendinga mundi hjálpa Dönum til bvorstveggja í senn, að koma auga á hvað þá vantar, og að meta að verð- leikum það sem þeim sjálfum er gef- ið.“ Annars er það Þórður Tómasson. sem sjerstaklega hefur unnið að þvi, cð vekja áhuga kristinna samlanda sinna á að koma á fót nánara sam- bandi með danskri og íslenskri kristni en átt hefur sjer stað hingaö til. Og fyrir hans tilmæli var hófanna leitað á síðustu sýnódus, um undirtektir manna hjer heirna þvi viövikjandi En þær undirtektir reyndust hjer hin- ar bestu, þótt menn rendu, á því stigi málsins, enn blint í sjó um hvaS tyi- ir mönnum vekti í einstökum atriö- um, og hvernig þeir hugsuðu sjer sambandiS í framtíSinni. BæSi meS fyrirlestrum, sem sjera ÞórSur hef- ur flutt víSa um Danmöku, og meS blaðagreinum (lengsta og ítarlegasta greinin er prentuS i „Præsteforening- ens-Blad“ í sumar, 15., 16. og 17. tölubl.), hefur hann leitast við, aS skýra máliö sem best, sjerstaklega fyrir kennilýðnum, og lætuf hann hiS besta yfir undirtektunum, sem máliS hafi fengiS undantekningarlaust al- staSar, þar sem þaS hafi verið flutt. Árangur þessarar viöleitni sjera Þórð- ar á aS vekja áhuga á þessu máli, er rnyndun nefndar þeirrar, sem kveöj- una sendi, sem prentuö var í næst-síS- asta blaSi, og hefur sú nefnd nú tek- iS málið að sjer. — Meöal mætra manna og þjóðkunnra, sem sæti hafa tekiö í nefndinni, auk forgöngaimann- anna, skal sjerstaklega bent á bisk- upana tvo, Ostenfeld (formann nefnd- arinnar) og Ludwigs, prófessor dr. Ammundsen, stiftsprófast H. Hoff- meyer og ungmennafjelags-framkv,- stjórann, Gunner Engberg, sem allir eiu meö þektustu kirkjumönnum Dana á nálægum tíma. Af löndum, búsettum ytra, eru í nefndinni þeir siera Magnús Þ Magnússon, sjera Haukur Gíslason og ungfrú Ingibjörg Ólafsson, sem meS starfi sínu innan kristilegs fjelagsskapar ungra kvenna í Danmörku hefur áunniS sjer mikiS traust og verðskuldaS álit þar í landi. Innan aSalnefndarinnar hefur verið valin sjerstök undirnefnd eSa fram- kvæmdarnefnd. Hana skipa þeir: Hoffmeyer stiftsprófastur, H. Skat Rördam kennaraskólastjóri, ungfrú Ingibjörg Ólafsson, sjera Haukur, sjera ÞórSur Tómasson og forlags- bóksali Fr. Gad. MeS nafninu „Dansk-islandsk Kirkeudvalg" — dansk-íslensk kirkjunefnd — er gefiS til kynna, aSalmarkmiS þessarar nefndarsetningar: aS vinna aö nánara ssmbandi meS dönsku og íslensku kirkjunni á komandi tíS. Og megin- hvötin er lifandi tilfinning fyrir því, aS andlega sambandiS á grundvelli kristnu trúarinnar og kirkjulífsins. sem heföi átt aö flytja og getað flutt báðum aðiljum varma og innileika bæði í kirkjulegu og þjóðlegu tilliti, hafi und^nfariS veriS óhæfilega illa rækt af hálfu dansks safnaöarlýðs, er í því efni hafi sýftt af sjer óverj- andi hálfvelgju og sk'éytingarleysi. Er það nú ósk allra hlutaöeigenda, að breyting rnegi á þessu verða, báðurn málspörtum til blessunar og þaS jafn- íramt von þeirra, að slíkt andlegt samband með kirkjulýð beggja þjóða megi einnig verSa til þess aS ein- hverju leyti, aS tryggja sambandið í öSrum efnum og gera sambúðina báS- um þjóðum sem ánægjulegasta. Hvað fyrir nefndinni vakir, mun rnega ráöa af áðurnefndri grein í blaði danska prestafjelagsins. Þar er fyrst og fremst tekið fram með áherslu, aS hjer eigi e k k i að fara að reka neitt trúboð; því að trúboösrekstur innan vjebanda annai* kirkjufjelags (þjóökirkju) sje blátt áiram móðgun viS það. Danir mundu fyrir sitt leyti aldrei taka því með þökkum, að aðrir en þeir sjálfir færu að reka trúboð innan dönsku kirkj- unnar. Því næst er tekið fram, að ekki sje heldur aS ræöa um aö gróð- ursetja á ísfondi neina af „stefnum'’ dönsku kirkjnnar; enda mundi slíkt a'drei blessast, svo ólíkur sem jarð- vegurinn er. Það samband, sem ræða sje um að koma á með dönsku og ís- lensku kirkjunni, eigi aS vera ná- kvæmlega sama eölis og samband það, sem unnið hefur verið að að korna á með dönsku kirkjunni og systurkirkjunum í Noregi og Sví- þjóð. AS eins sje slíkt lifandi sam- band viS íslensku kirkjuna enn eöli- legra, svo náið sem sambandið með Dönunr og íslendingum hafi verið um

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.