Lögrétta


Lögrétta - 25.02.1919, Blaðsíða 1

Lögrétta - 25.02.1919, Blaðsíða 1
Utgefandi og ritstjóri: ÞORST. GISLASON. Þinghotsstræti 17. Talsími 178. GRJETTA Afgreiðslu- og innheimtum. ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON Bankastræti 11. Talsími 359. Nr. 9. Reykjavík 25. febrúar 1919. XIV. ár. V ölundar-hlutabrj ef. Handhafar hlutabrjefa nr. 127 — 130 — 131 — 238 og 356 i hluta- fjelaginu „V ö I u n d u r“ eru hjer með mintir á að sýna hlutabrjef sín á skrifstofu fjelagsins, og er áríðandi að þeir geri þetta sem allra fyrst. Reykjavik í febr. 1919. Fjelagsstjérnin. I. S. í. í. s. t. verður haldinn í Iðnó (uppi) sunnudaginn þ. 27. apríl 1919, kl. 2 e. h. Dagskrá samkvæmt 11. gr. fjelagslaganna. Fulltrúar verða að mæta með kjörbrjef. Stjórnin. aS þetta þjóðasamband beiti sjer gegn nokkrum einstökum í framtið. Það ætlar engan að útiloka. En þar sem það verður stofnað af þeim þjóðum, sem beitt hafa sjer fyrir verndun rjettarins, þá ætla þeir a‘ð ráða lög- um þess og fyrirkomulagi. Þjóða- sambandið mun setja reglur, sem nú- verandi og eftirkomandi meðlimir þess beygja sig fyrir, og helsta mark þess og mið verður, að koma, að svo miklu leyti sem unt verður, i veg fyrir ný stríð, og það mun af fremsta megni reyna að skapa virðingu fyrir þeim friði, sem þið eigið að semja. Með því að skapa nýtt fyrirkomulag í heiminum, verðið þið við brýnustu þörfum mannkynsins, sem nú á eng- ar heitari óskir en þær, að þjóða- sambandið megi vernda það gegn hugsanlegri íkviknun, er skapi nýtt siðleysisbál. Ódauðleg sæmd mun atriði og ætli ekki að hreyfa því máli framar. •— Annar enskur blaðamaður segir það í byrjun friðarþingsins, að hann hafi fengið fulla vissu fyrir, að Frakkar ætli ekki að sækjast eftir Kínarhjeruðunum, eins og þó sje haldið af sumum i Englandi. Aftur á móti sje það afgert mál, að Elsass- Lothringen lendi til Frakklands, og liklega fái það einnig Saar-dalinn, en þar eru kolanámur rniklar og járn- námur. Þeir styðji kröfur sínar tíT hans við söguleg rjettindi, sem yngri sjeu en þau rjettindi, sem Pólverjat byggi á sumar þær kröfur sínar til landa, sem bandamenn ætli að taka til greina. En þótt Frakkland ekki heimti yfirráð yfir Rínlöndunum, þá heimti það tryggingu fyrir því, að Þjóðverjar haldi þar ekki her og byggi þar ekki vígi, sem Frökkum geti staðið hætta af. Þessi hjeruð Klæðaverslun H. Andersen & Sön Aðalstræti 16. Stofnsett 1888. Sími 32- —o—■ Þar eru fötin saumuð flest. Þar eru fataefnin best. innlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir 1 Bókaversl. Slgf. Eymundssonar. Stríðslokin. Friðarþingið. Dagana áður en friðarþingið kom saman í París 18. jan. höfðu gengið fregnir um, aö skoðanamunur væri milli fulltrúa hinna ýmsu þjóða, sem þar áttu að koma saman, og hann ekki lítill um sum veruleg atriði. Það hjet svo, er stríðinu var hætt, að hin- ar oftnefndu 14 greinar, sem Wilson forseti setti fram í ræðu 8. jan. 1918, gætu fullnægt báðum málsaðilum sem grundvöllur væntanlegra friðarsamn- inga. Bæði bandamannastjórnirnar og miðveldastjórnimar höfðu lýst yfir, að þær fjellust á að byggja á þeim. En frá Englands hálfu höfðu þó kom- ið fram athugasemdir við eitt af að- aiatriðunum hjá Wilson, frelsið á höt- unum, og vildu Englendingar fá að skilja ummæli hans um það atriði á sinn hátt, og Clemenceau hafði kom- ið fram með athugasemdir við hug- myndir Wilsons um þjóðabandalagið, er þóttu sýna, að fyrir Frökkum vekti ekki að eins það, að fá bætur ýyrir ófarir sínar 1871, heldur einnig að koma í veg fyrir, aö Þjóðverjar gætu síðar náð sjer niðri fyrir það, sem gert yrði 1919. Það þótti sýnilegt, þegar áður en friðarþingið kom sam- an, að Wilson hefði slakað til fyrir Englendingum í málinu um frelsið á liöfunum, en hitt var sagt, að við stofnun þjóðabandalagsins hjeldi hann fast, og gæti ekki komið svo heim aftur, að hann hefði ekki fengið því máli framgengt. Þriðja ágrein- ingsefnið var og komið upp, en það var um afstöðu friðarþingsins til Bol- sjevíkastefnunnar og Rússlands. Um það mál voru þeir Pichon, utanríkis- ráðherra Frakka, og Lloyd George ekki á eitt sáttir. Lloyd George vildi . fara hægt í afskifti af Rússlandi og óttaðist mótstöðu frá verkmanna- flokknum enska. Svo var og skoð- anamunur milli Wilsons Og hinna á því, hvernig snúist skyldi við Bol- sjevíka- eða Spartacusmanna-hreyf- ingunni í Þýskalandi. Wilson áleit, eins og Erzberger, að best yrði reist rönd við þeirri hreyfingu með þvi, að bæta úr neyðinni í Þýskalandi, en þeirri skoðun var mótmælt, einkum fra halfu Frakka, að því er virðist. ! Áður en friðarþingið hófst, hjeldu ! aðalfulltrúar stórveldanna 5, sem þar áttu hlut að máli, marga fundi. A •þeim voru þeir Lloyd George og Bal- four fyrir Englands hönd, Clemen- ceau og Pichon fyrir Frakkland, Wil- son og Lansing fyrir Bandaríkin, Or- lando og Sonnino fyrir ítalíu, en 5. Slórveldið var Japan. Á þessum fund- um var fyrst og fremst rætt um fram- lenging vopnahljesskilmálanna og var Foch hershöfðingi að sjálfsögðu einn- ig við þær umræður. Eins og kunn- ugt er, voru bandamann þar harðir í kröfum og Foch skeytti ekkert um hin hörðu mótmæli frá Erzberger. Síðan var rætt um afvopnun heranna og um afstöðuna til Rússlands, án þess að samkomulag næðist um hana. Svo var rætt um skipulag friðar- þingsins og ákveðið, að Bandaríkin, F.ngland, Frakkland, ítalía og Japan skyldu eiga þar 5 fulltrúar hvert, Ástralía, Kanada, Suður-Afríka og Indland 2 fulltrúa hvert, Brasilía 3, Belgía, Kína, Grikkland, Pólland, Portúgal, Czekoslafneska lýðveldið, Rúmenía og Serbía 2 hvert, Síam, Cuba, Guatemala, Haiti, Honduras, Liberia, Nicaragua og Panama 1 hvert. Svo skyldi og Montenegró síð- ai fá 1 fulltrúa. Þetta ákvæði var birt 15. janúar og mætti þegar miklum mótmælum. í Belgíu kom fram óá- r.ægja út af því, að henni voru ætlað- ir aö eins 2 fulltrúar, og í Frakklandl kom fram óánægja út af því, að enska ríkiö fengi of marga fulltrúa.. Voru þá gerðar þær breytingar, að Belgía og Serbía fengju 3 hver, og nýja Arabíuríkið Hedjaz 2. Svo vakti það óánægju, aö ákveöiö hafði verið, að ekki mætti opinberlega birta umræð- urnar á friðarþinginu, heldur að eins þá útdrætti, sem fram kæmu í opin- berum tilkynningum. Var þvi ákvæði síöan breytt, er blöðin mótmæltu því fastlega, en jafnframL ákveðið, að fundirnir yrðu stundum haldnir fyrii luktum dyrum. Loks vakti það óá- nægju í Frakklandi, að franska skyldi ekki vera viðurkend aðalmál fundar- ins, en fyrirkomulagið er þannig, að öllum ræðum, sem fluttar eru á þing- inu, er jafnótt snúið annað hvort á frönsku eða ensku. Friðarþingið hófst, eins og áður hefur verið frá sagt, 18. janúar, og var sett kl. 3. Blaðamaður einn segir svo frá, að Wilson forseti hafi kom- iö til fundarstaðarins 15 mínútum áð- ur en byrja skyldi, brosandi, eins og lians sje venja, og heilsandi til beggja bliða, er mannfjöldinn fagnaði komu h.ans. Blaðamennirnir stöðvuðu ferð hans og tóku af honum ljósmyndir og lifandi myndir, og altaf brosti hann. Svo leiddi Pichon ráðherra hann inn í salinn. Pioncaré forseti kom kl. 3 og setti þigið með ræðu. Fulltrúarnir, sem saman voru komn- ir, voru 72. Þeir hlýddu standandi á ræðu forseta. Hægra me|gin við b.ann stóð Wilson, en Lloyd George vjnstra megin. Bannað hafði verið, að látiö væri í ljósi af áheyrendum i fundarsalnum meðhald með ræöu- ntönnum, eða andstaða gegn þeim meðan þeir töluðu eða að umræðun- um loknum. Þegar forsetinn hafði lokið máli sínu, settust allir niður, en túlkurinn reis upp og þýddi ræðuna á enslcu. Það er sagt, að hann hafi verið 5 mín. fljótari með þýðinguna en forsetinn með ræðuna, og var hún þó stutt. Að því búnu fór forsetinn burt og kvaddi alla með handabandi. Fundarmenn sitja kringum skeifu- rnyndað borð og túlkurinn situr inni í skeifunni. Clemenceau gekk nú til forsetasætisins sem fundarstjóri til bráðabirgða en Wilson bað sjer fyrst- ur hljóðs og stakk upp á, að Clem- enceau yrði kosinn forseti þingsins. Sagði hann mörg hrósyrði um fjör hans og dugnað, þrátt fyrir ellina. Þar næst stóð Lloyd George upp, mælti fram með tillögu Wilsons og 1 bar enn meira lof á franska forsætis- | ráðherrann, fyrir æskufjör hans. — Sonnino barón hinn ítalski tók í sama streng, og síðan var Clemenceau í ■einu hljóði kosinn forseti þingsins. Hjelt hann þá ræðu og þakkaði, en skýrði svo frá, að fyrsta mál á dag’ skrá væri: Ábyrgð upphafsmanna ó> friðarins, og sagði, að útbýtt yrði meðal þingmanna álitsskjali, sem samið væri af merkum lögfræðingum, snertandi ábyrgð og hegningu Vil- hjálms fyrverandi keisara. Svo var fundi slitið kl. 4^3^ Gg hafði hann að eins staðið yfir rúml. xy2 klst. Aðalatriðin í ræðu Pioncaré forseta eru þessi: Hann þakkaði fyrir, að íriðarþinginu hefði verið valinn fund- arstaður í París, og kvaðst líta svo á, að með því væri heiðrað það land- ið, sem mest hefði fundið til þrauta ófriðarins. Engin’ af þeim þjóðum, sem fulltrúa ættu á þessu þingi, ættu nokkurn þátt í þeim órjetti og óhöpp’ um, sem yfir hefðu dunið. Miðveldin ættu sökina. Þau hefðu af illum og óhreinum hvötum ráðist á Serbiu, og þau hefðu brotið hátiðlegar skuld- bindingar, er þau brutu undir sig Belgiu til þess að ryðja sjer braut inn að hjarta Frakklands. Þetta hvorutveggja væru ógleymanleg of- rikisverk, serd England, Frakkland og Rússland hefðu risiö á móti. Sið- an mintist hann á hluttöku Japans, ílalíu, Rúmeníu, Grikklands, Portú- galt og Kína i striðinu, og síðan Bandarikjanna og annara rikja vest- an hafs, og sagði, að þaö hefði ver- ið „hin afskaplega metorðagirnd" Þýskalands, sem sameinað hefði svo margar þjóðir til mótstöðu gegn því. Hann fór miklum lofsorðum um það, að Ameríka Evrópudóttir hefði stigið yfir um hafið til þess að frelsa móður sina frá auömýking þrældómsoksins cg til þess, aö frelsa menning heims- ins. Bandarikjaþjóðin hefði viljið fá enda bundinn á þá stærstu skömm, sem nokkru sinni hefði saurgað ár- bækur mannkynsins. Margar undir- okaðar þjóðir hefðu á stríösárunum leitað hjálpar til bandamanna, svo sem Pólverjar, Czeko-slavar, Jugu- slavar og Armenir, og væru banda- menn verndarar þjóðlegs frelsis þeirra. Nú væri mikið verk fyrir höndum, uppskera sigurvinninganna. Ákveðið væri, að veita að eins fyrst um sinn fulltrúum bandamanna að- gang aö friöarþinginu, og svo full- trúum frá þjóðum, sem hlutlausar hefðu verið, ef þau mál, sem fyrir lægju, snertu þær sjerstaklega. Það hefði verið álitið rjettast, að banda- mannaþjóöirnar kæmu sjer fyrst saman innbyrðis um friðarskilmálana, áður en þeir væru lagðir fyrir full- trúa þeirra þjóða, sem þær hefðu í sameiningu barist á móti, hinni góðu baráttu. Sú samúðartilfinning, sem ríkt hefði meðal bandamannaþjóð- anna á ófriðartímunum og að lokum fært þeim sigurinn, ætti einnig að líkja hjá þeim áfram, meðan á frið- arsamningunum stæði, og eftir að þeir væru komnir á. í ljósi þeirra sanninda, sem Wilson forseti hefur svo göfugmannlega gerst formælandi fyrir ætlið þið að leysa úr þvi máli, sem ykkur hefur verið falið, sagði ræðumaður, og sneri máli sínu beint til þingmannanna. Þið ætl- ið að eins að leita rjettlætisins, hvort sem um er að ræða landayfirráð, fjár- hagsmál eða önnur hagfræðileg efni. Rjettlætið heimtar fyrst og fremst endurreisn og bætur fyrir hönd þeirra þjóða og einstaklinga, sem rænd hafa verið og orðið fyrir illri meðferð. Rjettlætið heimtar einnig refsingar þeirra, sem sekir eru, og tryggingar fyrir því, að sá andi, sem þeir unnu í, verði ekki endurvakinn. En rjett- lætið bannfærir drauminn um land- vinninga og hermenskuvald. Sú tíð er nú liðin, er stjórnmálamennirnir gátu komið saman og sett ríkjunum tak- mörk frá sætum sínum við borðið. Ef nú eiga að breytast takmarkalin- urnar á heims-landabrjefinu, þá fara þær breytingar fram í þjóðanna nafni og með þeim skilyrðum, að þið sjeuð hjer þeirra talsmenn og sýnið fulla virðingu jafnt rjetti hinna smærri sem hinna stærri þjóða, til þess aö ráða sjálfar örlögum sinum og sætta þá sem heima fyrir hjá þeim verða i minnihluta í þjóðernismálum og trú- ínálum, við þessar grundvallarreglur. Þið munuð að sjálfsögðu reyna aíj trygRH efnaleg og siðferðisleg til- veruskilyrði allra þeirra þjóða, sem nú mynda eða endurreisa sjerstök riki undir ykkar forsjá, allra þeirra þjóða, sem þið hafið nú staðfest, eða ætlið að staðfesta, að frjálsar skuli vera. Þið munuð ekki skapa þeim sjálfstæði að eins til þess, að dæma þær til dauða rjett á eftir. Þið viljið skapa í heiminum svo mikið samræmi sem auðið er, og samkvæmt hinni 14. af þeim grundvallargreinum, sem í einu hljóði hafa verið samþyktar af banda- mannaríkjunum, munuð þið stofna þjóðasamband, er verða mun æðsta trygging gegn nýrri árás á rjettindi t þjóðanna. Það er ekki ykkar ætlun, fylgja nöfnum þeirra þjóða og manna, sem bundist hafa bróðurlegri samvinnu til þess að koma i veg fyrir ófrið i heiminum framvegis. Fyrir 48 árum, 17. janúar 1871, var þýska ríkið stofnað i höllinni í Ver- sölum af innrásarhernum. Það var vigt með ráni tveggja franskra hjer- aða, var því pestsjúkt frá upphafi, og fyrir misgrip stofnendanna endaði það í svívirðingu. Þið, herrar mínir, eruð hjer saman komnir til þess að ráða bætur á því böli, sem það hefur valdið, og til þess að hindra endur- tekning þess. Þið haldið nú framtið heimsins í ykkar höndum. Þið takið til ykkar alvarlega starfs, en jeg skil viö ykkur og lýsi friðarþingið i París sett. Sjálfsagt hefðu fulltrúar miðveld- anna, ef þeir hefðu fengið að vera viðstaddir á þessum fundi, haft margt að athuga við ræðu franska forsetans. Enskur blaðamaður, sem er í París í byrjun friðarþingsins, segir að skoðanamunur töluveröur eigi sjer stað um tvö höfuðatriði: matvöru- útveganir handa Þýskalandi og skaða- bótamálið. Úr fyrra atriðinu muni rætast, en útlit sje fyrir að hitt valdi vandræðum. Wilson hafi alt af haldið því fram, að Þjóðverjar verði að bæta alt það tjón, sem stafi af hernaði þeirra, en hann virðist fastur á því, að frekari bóta verði ekki krafist. Fulltrúar Englands sjeu honum meira og minna fylgjandi i þessu, þótt þeir tali ekki margt um það. En frá Frakka hálfu hafi verið lagður fram reikningur, sem þeir vilji byggja á skaðabótakröfur sínar, og þar sje margs konar tjón og tap tekiö með í reikninginn. Englendingar hafi engan slíkan reikning gert, en þingmenn þeirra hafi við hinar nýlega afstöðu kosningar verið kosnir með þeirri skuldbindingu, að þeir skyldu krefj- ast stríðskostnaðarins af mótstöðu- mönnunum. Um frelsið á höfunum segir þessi blaðamaður, að útlit sje fyrir, að það komi alls ekki til um- ræðu. Wilson muni alveg hafa fallist á skoðanir ensku stjórnarinnar á því muni því eiga að verða hlutlaust belti til varnar Frakklandi gegn árásum að austan. Foch hershöfðingi hefur líka sagt í viðtali við amerískan blaða- mann, að Rín eigi einmitt að vera þröskuldurínn, sem hindri Þjóðyerja frá að gera það aftur, sem þeir geröu 1914. Við ætlum því aö halda vörð við Rín, sagði hann. í viðtali við franskan blaðamann sagði hann, dag- inn sem friðarþingið var sett, að ef Þjóðverjar hjeldu ekki vopnahljes- samningana, þá segði hann vopna- hljenu þegar í stað slitið. En þeir gerðu það að svo miklu leyti sem þeir gætu. Að eins væri eftir að afhenda nokkuð af járnbrautarflutningatækj- um, en í þeim efnum ættu þeir við inikla erfiðleika að striða. En nú herði jeg fast að þeim, þrátt fyrir óp þeirra, og bráðum munu þeir hafa uppfylt allar kröfur, V opnahljessamningarnir. Nokkuð hefur hjer í blaðinu áður verið skýrt fráþófinuumframlenging- ar vopnahljesins. Það var í annað sinn framlengt 17. janúar og þá um einn mánuð. Erzberger er formaður vopna- hljesnefndarinnar þýsku. Umræðurn- ar um framlengingu fóru fram í Trier, í vagni Fochs hershöfðingja. Frá að- alatriðunum, sem þar komu fram af beggja hálfu, er skýrt á þessa leið í útlendutn blöðum: Erzberger sagði, að þýska þjóðin vildi frið, en stjórnir bandamanna vildu hann ekki. Nú væri ekki um annað að tala hjá þeim en framleng- ing vopnahljesins. Þjóðverjar hefðu uppfylt fyrri vopnahljessamninga alt að takmörkum hins mögulega. Þar sem -eitthvað vantaði til, væri sökin hjá bandamönnum, svo sem í afhend- ing samgöngutækja, og yrðu Þjóð- verjar að krefjast framlengds frests til afhendingarinnar. Þjóðverjar vildu fullnægja öllum skuldbindingum sínum, en bandamenn hefðu gert sjer það að reglu, að brjóta samningana. Þeir hefðu heft samgöngur og við- skifti milli sveitanna, sem þeir hefðu fengið bráðabirgðaumráð yfir, kring-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.