Lögrétta


Lögrétta - 11.02.1925, Blaðsíða 3

Lögrétta - 11.02.1925, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA 3 Sveinanna sálir í heiðljóma hám huggun oss færa frá guðs lindum j blám; bend’ oss um minninga skýrofin skær: skjótt verður eilífðar vegurinn fær 9 þangað, sem hrjóstur ei þreytir vom fót, þar sem að gjóstur ei andar oss mót; þangað, sem kvíðinn og kvölin ei ná, sem kærleiki og von ekki leggjast í dá; þangað, sem endurrís ástin á ný í aldegis ljóma sem vorfegurð hlý. IV. Lægðu harm-öldur á hugar sviði með trúar olíu tærri, dáðríki faðir! Drengja þinna leiftrar minning í lofti. Ástar-börnin þjer eru ei horfin, rnædda móðir, frá brjósti. þau hjúfra sig enn að hjarta þínu í blessunar-andvara blíðum. Æsku-systur og ungu burir! Grátið ei titrandi tárum elskuð auglit: Á æðra landi lítið þið burt farna bræður. Vinir og fjelagar vildar-drengja! Látið ei hugfallast heldur. Gunnbjartir andar gleði búnir svífa á sveina mótum. Dýrðlegra fátt óx í foldar garði kærleikans blíða blómi, sem lifir dátt inni í lundar fylgsni, þá svæfður er samvista ljómi. Fegursta gjöf til fósturjarðar var mögur með sól í sálu. Fagur hugur ei flýði láð; líður um fold og lýði. V. 1 lífi saman sifjar stóðu, sama frama-veginn tróðu; sóttu í dauða að sama miði. Saman vígjast guðs að friði. þorsteinn úr Bæ. um árum hafa þær orðið mörgum að góðu gagni, og sjálfsagt betra að birta þær, heldur en að bíða um ótakmarkað skeið eftir ítarlegri skýrslum. það verður að haga segl um eftir vindi í þessu sem öðru, og það má ekki ríða „principunum“ svo hart, að maður missi sjónar á því praktiska. En það er ekki eingöngu niður- skipun efnisins og fyrirkomulagið, sem gerir skrá Landsbókasafnsins dýra og óhandhæga, heldur líka prentun og pappír. Letrið er stórt, línur stuttar víða, bilið vítt á milli lína, og óþarflega miklar letur- breytingar; sjerstaklega eru heil- ar síður með breyttu letri óvið- kunnanlegar. En þetta er alt sam- an gert til þess að fylgja Kaalund, og er eitt af þeim mörgu dæmum upp á, hve oft menn fylgja hugs- unarlaust útlendum fyrirmyndum. Auk kostnaðarins gerir þetta bók- ina stóra, þunga og óhandhæga til afnota. Jeg efast um, að nokkuð opinbert bókasafn erlendis tæki sjer fyrir hendur að gefa út rit á svo tilgerðarmikinn hátt, nema það hefði mikið fje til forráða. Og það væri synd að segja, að Lands- bókasafnið reiddi gullið í þver- pokum. Jeg skrifa þetta einungis vegna þess, að mjer er ant um, að skrá yfir handritasafnið komist á prent sem allra fyrst. En með því fyri- Faxaílóasíld Six&á>söluvex*d Jeg skrifaði í fyrravor nokkrar greinar í Vísi og Lögrjettu um nauðsynina á því, að breyta síldar- atvinnuveginum með því að draga síldarverksmiðjurnar, síldarsölt- unina og útflutninginn úr höndum einstaklinganna, sem aðaUega eru útlendingar, og láta ríkið og Is- lendinga sjálfa annast reksturinn. Ef þessai- tillögur hefðu verið komnar í framkvæmd á síðastliðnu ári, er óhætt að fuUyrða, að Is- lendingar væru nú 2—3 milj. kr. ríkari, og hefði þá ágóðinn mnnið til íslenskra útgerðar- manna, sjómanna og annara, sem síldarinnar afla, en ekki til út- lendra spekúlanta. Síldin í Faxaflóa. Hjer í Faxa- flóa aflast síld í reknet aðallega frá því fyrst í maímánuði þar til í ágúst, eða jafnvel lengur. Mergð þessarar síldar er oft svo mikil, að slíks eru ekki dæmi annarsstaðar hjer við land. Mun meðalveiði hjer vera í net 3 til 4 tunnur á nóttu, en fyrir norðan og vestan þykir gott ef ein tunna fæst í net yfir nóttina. Til þessa hefir þessari síld verið lítill gaumur gefinn, nema hvað örfáir bátar hafa aflað hana til beitu fyrir íshúsin hjer við flóann. Nauðsyn síldarverksmiðju við Faxaflóa. Til þess að hagnýta þessi geymdu auðæfi, legg jeg til að ríkið komi hjer upp síldar- bræðsluverksmiðju, sem ætti að verða undir sömu stjórn og með sama fyrirkomulagi sem önnur síldarfyrirtæki ríkisins. — Jeg vil ekki að Danir, Norðmenn eða aðr- ir gráðugir síldarspekúlantar taki bólfestu hjer og eignist slík fyrir- tæki. Eins og jeg hefi áður bent á, er bráðnauðsynlegt að koma skipu- lagi á þenna atvinnuveg og gera hann tryggan. það fyrsta til að reka af höndum sjer útlendinga og leppa, er að ríkið eigi verksmiðj- urnar, og vinst þar með, að ís- lenskir útgerðarmenn, stórir sem smáir, fái sannvirði fyrir síldina. Ríkið á engu að tapa og þar af leið- andi að hafa lítinn ágóða, en út- gerðarmaðurinn og sjómaðurinn, sem hafa áhættuna, eiga að bera tapið og þar af leiðandi hirða ágóðann. — Síldarbræðsla af nýjustu gerð, er nægja mundi þeim útvegi, sem útlit er fyrir að stunda mundi þessar veiðar hjer í Faxaflóa, kostar með öllu tilheyrandi, gryfj- má ekki vera hærra á eftirtöldum tóbakstegundum, en hér segir: Rjóltóbak (frá Br. Braun)........... do. (frá C. W. Obel)............. Munntóbak, (Mellem) allar tegundir .... do. (Smal) — — .... Mix Reyktóbak frá Ph. U. Strengberg Birds Eye — — Chr. Augustinus . Moss Rose ' — — sama Golden Shag — — Kreyns & Co. Utan Reykjavíkur má verðið vera því hæ ingskostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ekki yfir 2°/#. Landsverslun íslands. Kr. 21.50 pr. 1 kg. — 19.80 — 1 — — 23.10 — 1 — — 26.40 — 1 — — 14.95 — 1 -— — 14.95 — 1 — — 16.10 — 1 — — 15.25 — 1 — :a, sem nemur flutn- urn og bryggjum, 5—6 huadruð V us. kr., og ætti að geta brætt 10 til 12 hundruð mál á sólarhring. Tilvalinn staður fyrir þessa verk- smiðju eru sundin inni hjá Gufu- nesi. Ekki þarf að efast um, að Verk- smiðja þðSsi fengi nóg hráefni. Sá maður, sem hefir mesta og lengsta íeynslu í þessu efni, er Geir Sig- urðsson skipstjóri, sem er einn af þeim fyrstu, er byrjaði síldveiðar iv. eð reknetum hjer í Faxaflóa um aldamótin, og hefir sjálfur verið skipstjóri og gert út öll þessi ár til þess að afla síldar til beitu. Hann segii' mesta síldina frá byrj- un maí til miðs júní og efaði hann ekki, að á vel útbúinn bát mætti fiska til bræðslu 2—3 þúsund tunnur á eins til tveggja mánaða tíma. Sem dæmi upp á mergð síld- arinnar, hefði það ekki sjaldan skeð, að draga hefði orðið netin inn strax að kveldinu, eftir fárra stunda rek, og hafi þau þá verið „bunkuð“ af síld. Um verðmæti þessarar síldai', til bræðslu, þarf ekki að efast. Síldin úi' Faxaflóa brædd með góðum árangri. Gunnar Halldórs- son, framkvæmdarstjóri Ishúss- fjelagsins Herðubreið, sem gerir út vjelskipið Skjaldbreið, bauð mjer til kaups í vor reknetasíld af bátnum, sem þá lá hjer með á þriðja hundrað tunnur af síld, er hann hafði veitt í 25 reknet á einni nóttu hjer í Flóanum. Hafði skipið þá fiskað á fáum dögum alla þá síld, sem íshúsið þarfnað- íst til beitu. Var Gunnar í vand- ræðum með síldina, því að hann áleit ekki svara kostnaði að salta hana til útflutnings nje fóðurbæt- is. Jeg var í fyrstu tregur til kaupa á síldinni, því að jeg hafði ekki annað en almenn lifrar- bræðslutæki til þess að bræða og pressa síldina með. Auk þess gat jeg ekki þurkað nje malað kök- urnar hjer, og varð því annað- hvort að reyna að sejja þær til Noregs eða senda þær vestur eða noröur í síldarverksmiðju til þurk- unar þar. Ennfremur er lifrar- bræðslan suður á Skildinganess- melum og bifreiða-akstur á síld- inni þangað mjög kostnaðarsam- ur. það varð þó að lokum að sam- komulagi að jeg keypti síldina á 11 kr. málið, mælda úr skipi. Hafði Gunnar Iátið rannsaka síld- ina í efnarannsóknarstofu ríkis- ins, er sýnir þessa útkomu: Vatn 65.0% Aska 2.2% Köfnunarefnissam- bönd 17.3% Feiti 15.5% þess má geta, að nokkurar tunn ur af þessari síld voru saltaðar og sendar til Danmerkur og Sví- þjóðar, og gekk salan illa, eins og vænta mátti. I vor og sumar seld- ist tunnan á 12—16 kr. þangað komin, en í haust voru nokkurai' tunnur eftir og seldust þær á 40 kr. tunnan. þá var sumarsíld að norðan seld á 75 kr. tunnan. Síldin var brædd með gufu og yressuð í grútarpressu (hand- pressu). Lýsið var gott iðnaðar- lýsi og seldist sama verði sem sjálírunnið þorskalýsi (brun- blank). Síldarkökurnar voru send- ar til síldarverksmiðjunnar á Sól- bakka og þurkaðar þar. Síldarmjöl ið var óaðfinnanlegt og seldist dá- vel. Sýnishorn af síldarkökunum var sent til Noregs og reyndist seljanlegt þar á 21 eyri hvert • kilo. Til bræðslunnar fóru 300 mál, sem kostuðu samtals 3300 kr. Framleiðslukostnaður var 1700 kr. — Úr síldinni fengust 7875 kilo síldarmjöl, söluverð f.o.b. 2847 kr., og 3306 kilo lýsi, söluverð 2645 kr. Auk þess voru seldar skemdar kökur fyrir 200 kr. Eins og efnarannsóknarskýrsl- an ber með sjer, er fitumagn síld- arinnar 15.5%, en hjer hafa að eins náðst, vegna ' ófullkominna tækja, 8.5%. Ef hjer hefði verið um að ræða fullkomna vei'ksmiðju hefði átt að nást um 12%. Hjer er t'ramleiðslukostnaður- inn 5—6 kr. á hvert síldarmál, í staðinn fyrir að í fullkominni verk smiðju er hann 1—2 kr. Ef tekið er tillit til hins mikla munar á fullkomnum tækjum og ljelegum, kemur í ljós, að sann- virði síldarinnar, eftir markaðs- verðinu árið sem leið, hefir í raun og veru verið 18—19 kr. málið. Óhætt mun mega að gera ráð fyrir því, að þær verksmiðjur, sem til eru á Vestfjörðum muni að einhverju leyti verða notaðar til þess að vinna lýsi og mjöl úr Faxaflóasíld eftirleiðis, og hljóta allir að sjá hversu miklum erfið- leikum það er bundið fyrir fram- leiðendurna. Hvað Akranesingar segja. I fyrra vetur átti jeg tal við þá þórð Ás- mundsson útgerðarmann og Bjarna Ólaísson skipstjóra, sem báðir eru nákunnugir síldveiði á Faxaflóa. Kvörtuðu þeir sáran undan því, að geta ekki hagnýtt -sjer, nema að örlitlu leyti, vor og sumarsíld þá, sem er á miðum þeirra Akmesinganna. Sögðust þeir gera út einn bát til síldveiða handa íshúsinu, en afli hans væri oft svo mikill, að íshúsið þyrfti ekki nema á helmingnum að halda og það, sem framyfir yrði, væri þeim sama sem verðlaust. Nefndu þeir sem dæmi, að oft yrði að nota afganginn til áburðar í garða og flög. — þeir eiga nokkura báta, sem liggja aðgerðarlausir vor og sumartímann, er ella mundu strax notaðir til síldveiða ef til væru góð tæki til að hagnýta sjer afl- ann. — Ennfremur sögðu þeir að (\ Akranesi væri fjöldi manna, sem stundaði garðrækt, gras- rækt og fiskþurkun að sumrinu, cg vildu helst ekkert, eða sem minst, að heiman fara þenna tíma. þyngst lá þeim á hjarta að geta ekki hagnýtt sjer bátana, síldina og fólkið, og haft alt heima hjá sjer eða í nágrenninu. Ætli Keflvíkingar og fleiri Nesjamenn geti ekki sagt sömu söguna og þeir Bjarni og þórður? Óskar Halldórsson. komulagi, sem byrjað hefir verið á, get jeg ekki sjeð, að henni yrði I lokið innan nokkurra áratuga, nema þingið veitti mjög ríflegt fje ' á næstu árum, og jeg tel vafasamt að það þykist hafa ráð á miklum fjárútlátum til þessa fyrirtækis að svo komnu. Spurningin er því, hvort ekki væri tiltækilegt að breyta stefnu, svo að hægt væri , að gefa út einhverja nýtilega skrá I með minni tilkostnaði og á skemri I tíma. það er fyrir stjórnina og Landsbókasafnið að leysa úr þeirri spurningu. En málið má ekki falla niður. I sambandi við handritin, vildi jeg nota tækifærið til þess líka að minnast á bækurnar, sem prentað- ar eru á íslandi, á vorum tímum. Á íslandi er nú engin skrá gefin út yfir bækur þær, sem prentaðar eru þar árlega. Maður skyldi ætla, að Bóksalafjelagið annaðist um slíkt, en því er nú ekki að heilsa. þetta gerir ekki einungis innlend- um mönnum erfitt fyrir að fá vitneskju um hvaða bækur koma út, heldur líka útlendingum, sem vildu kynnast íslenskum bókment- um og fylgjast með í íslenskri bókagerð. Um 1870 byrjaði Bók- mentafjelagið að prenta slíka skrá i „Skýrslum og reikningum“ og hjelt því áfram þangað til „Skírni“ var breytt í það form, sem hann nú hefir. Á síðustu 25 árum hefir fyrir framtakssemi hr. Boga Melsted komið út árleg skrá, sem prentuð var í „Nordisk Bog- handlertidende“ og hefir hann oft- ast látið sjerprenta hana og útbýtt henni meðal einstakra manna og útlendra bókasafna. Hann samdi hana eftir skyldueintökunum, sem send voru konunglega bókasafn- inu. Síðan hefir hr. Ehrencron- Múller tekið þessa titla upp í „Dansk Bogfortegnelse“,sem hann hefir gefið út með nokkru árabili. þannig er það, að hver sem vill fá vitneskju um nýjar íslenskar bæk- ur, verður að leita að þeim í dönsk- um bókaskrám. Svo ekki er furða, þó mörgum manninum veiti erfitt að greina inilli dansks og íslensks. En síðan Islendingar urðu sjálf- stæð þjóð, ætti að breyta þessu. Kröfur sínar til pólitísks sjálf- stæðis hafa þeir mestmegnis bygt á andlegu sjálfstæði sínu. þeir ættu því ekki lengur að rugla þannig andlegum reitum sínum saman við útlendinga. Sjerhver hinna Norðurlandaþjóðanna gefur út árlega skrá yfir bækur, sem koma út hjá þeim, og íslendingar ættu að reyna að standa þeim jafnfætis í þessu. þetta þarf ekki að kosta mikið. Árleg skrá mundi líklega ekki verða stærri en lítill pjesi upp á 20—40 bls., eftir því hvað hún væri nákvæm. Og fyrst Bóksalafjelagið hefir ekki haft framkvæmd á þessu, þá liggur Landsbókasafninu næst að gera það, enda hefir Háskólabókasafnið ; í Kristjaníu (sem er þjóðbókasafn þrátt fyrir nafnið) gert slíkt um ' margt ár yfir norskar bækur. Skráin á auðvitað að ná yfir alt, sem prentað er, hvort sem það er til sölu eða ekki. Stjórnin ætti að veita sjerstaklega fje til þessa, og svo ætti að útbýta skránni meðal j útlendra safna. Ef til vill mundi ! Bóksalafjelagið vilja leggja fram * 1 mtthvað til þessa, því að ekki er óiíklegt, að þetta kynni nokkuð að • uka bókaverslunina. Vel veit jeg það, að um langan i tíma hefir Landsbókasafnið gefið út Ritaukaskrár, en í þeim er öllu blandað saman, innlendu og út- lendu. Hvort þær skrár verði mönnum að miklu gagni á íslandi, um það skal jeg ekkert segja, jeg hefi enga reynslu fyrir því. En heldur grunar mig að það sje ekki mikið. í öllu falli hefir Ritauka- skráin komið út svo óreglulega og dræmt í seinni tíð, að svangur yrði sá, er svo lengi biði eftir máltíð. Ef mig rangminnir ekki, held jeg líka, að hætt sje að veita fje til hennar. Úr því jeg mintist á skylduein- tökin til dönsku bókasafnanna, vildi jeg segja nokkur orð um það mál. Nú eiga prentsmiðjurnar að senda þau til hlutaðeigandi lög- reglustjóra og hann svo senda þau áleiðis til Danmerkur. þetta hefir orðið til þess, að söfnin þar hafa fengið þetta seint og síðar meir og einatt ekki með góðum skilum. Hr. Ehrencron-Múller, formaður dönsku deildarinnar á konunglega bókasafninu, hefir oft kvartað yfir þessu. Og þessu fyrirkomulagi ætti að breyta. Lögreglustjórarnir taka við því, sem þeim er sent, en þeir eru jafnaðarlegast engir bók- fræðingar og munu því lítt grensl- ast eftir, hvort prentsmiðjurnar dragi ekkert undan, þó að það lík- lega sje skylda þeirra. Hins vegar er það skylda landsbókavarðar að fcjá til þess, að alt þess konar sje sent á Landsbókasafnið. Best væri því að prentsmiðjurnar sendu öll skyldueintökin til Landsbóka- safnsins, og bókavörður sendi þau, sem fara eiga til Danmerkur, beint þangað. Með því mundi eftirlitið verða betra og meiri regla á öllu. þess ber að geta, að í skiftum fyrir þessi eintök fær Landsbókasafnið hvaða bók sem það óskar eftir af dönskum bókum, sem árlega eru prentaðar. Hefir það stórhag af þeim skiftum, og ætti því að sjá um það, að skilmálarnir væru haldnir af Islendinga hálfu. Halldór Hermannsson. ----o----

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.