Lögrétta


Lögrétta - 01.01.1926, Blaðsíða 1

Lögrétta - 01.01.1926, Blaðsíða 1
[nnheimta og afgreiðsla í Veltusundi 3 Sími 178. LOGRJETTA Útgefandi og ritstjór' Þorsteinn Gíslason Þingholtsstræti 17. XXI. ár. Reykjavík, föstudagiun 1. janúar 1926. 1. tbl. Umvíðaveröld. Síðustu fregnir. Lundúnafregn segir, að mörg blöð birti þær fregnir, að Musso- lini ætli að gera Italíu að ikeisara- dæmi. Hann hugsi til þess að leggja undir sig lönd í Litlu-Asíu og byggja flotastöð á Ródusey, sem þar er skamt undan landi. Segir nauðsynlegt, að Ítalía nái umráðum yfir nýlendum vegna mannmergðar í landinu. Berlínarfregn frá 22. f. m. seg- ir að Titsjerín, utamíkisráðherra Rússa, sje þar staddur og hafi átt langt viðtal við Stresemann utanríkisráðherra. Við blaðamenn þar hafði Titsjerín sagt, að hann teldi úrskurðinn í Mósúlmálinu hættulegan og Locamosamning- inn lítils virði. Fregn frá París segir, að friðar- málasendimaður Abd-el-Krims sje kominn þangað, og er hann fyrv. bretskur hershöfðingi, Cunning að nafni. Á hann að semja við Frakka fyrir hönd Abd-el-Krims. Síðasta fregn segir, að sendimað- urinn hafi þótt um of kröfuharður og sje nú farinn aftur án þess að fá nokkru framgengt um friðar- málin. það er sagt, að sendimað- urinn hafi fengið fremur kaldar viðtökur í París, og orsökin sje sú, að Abd-el-Krim sje stöðugt að missa fylgi og nú orðinn liðfár. Samherjar hans flýi sem óðast á náðir Frakka og fái þar góðar viðtökur. Fregn frá New York segir, að Butler prófessor, einn af helstu vísindamönnum Bandaríkjanna, hafi sent blöðunum þar opið brjef um áfengismálið og telji bannið hafa haft geypilega spillingu í för með sjer. Frá Washington er sagt, að Bandaríkjunum hafi verið boðin þátttaka í afvopnunarráðstefnu þeirri, sem fyr hefir verið frá sagt, og blöðin þar vestra hlynt því, að boðið sje þegið. Lýst hefir verið yfir því í þingi Tyrkja, að Tyrkland og Rússland hafi skuldbundið sig til gagn- kvæms hlutleysis, ef um utanað- komandi árásir sje að ræða. Er það talið, að samningur þessi sje stýlaður gegn vesturríkjum Evrópu. Lundúnafregn s egir, að Bald- win forsætisráðherra hafi átt langt og vinsamlegt samtal við sendiherra Tyrkja í Lundúnum og hafi þeim komið saman um, að ekkert vit væri í því, að láta úr- slit Mósúlmálsins verða ófriðar- efni. Síðasta fregn segir, að stjórnin í Angóra hafi nú ákveð- ið, að leggja ekki út í ófrið út af því. Frá New York er sagt, að fjelag þar í borginni undirbúi flug norð- ur á heimskaut næsta vor. Vil- hjálmur Stefánsson segi minni hættu að fljúga norður á heim- skaut en yfir Atlantshafið. Símað er frá Osló, að verslunar- jöfnuður Norðmanna sje 100 miljónum hagkvæmari en í fyrra vegna minkandi innflutninga. Berlínarfregn segir, að 77 sjálfsmorð sjeu nú framin þar á viku að meðaltali vegna atvinnu- leysis og gjaldþrota. Frá Tokíó er símaö 28. f. m., að flóðbylgja hafi geysað yfir eyna Yap, sem er ein af Karólín- eyjunum, í suðurhluta Kyrrahafs, 247 ferkílóm. að stærð, og sópað burt öllu lifandi og dauðu. Álitið er að allir eyjarskeggjar, en þeir voru yfir 10 þús., hafi farist. Fregnir um slysið eru þó óljósar enn, með því að ekki hefir verið hægt að lannsaka staðinn til hlít- ar vegna óveðurs. Parísarfregn segir, að engin líkindi sjeu til þess, að núverandi stjórn takist að semja fjárlaga- frumvarp, sem þingið geti fallist á, og. búist sje við að stjómin beiðist lausnar innan skams. Aðstaða Frakka í Sýrlandi fer batnandi og sagt, að friður hafi nú verið saminn milli þeirra og Drúsa. -----o---- lOirjettaJO ára. Um þessi áramót verður Lög- rjetta 20 ára. það var einhverntíma um haust- ið 1904 að Guðmundur Bjömson landlæknir, sem þá var hjeraðs- læknir í Reykjavík og hafði ný- lega verið kosinn á þing, mætti mjer á götu og spurði, hvort mig langaði ekki til að fara að verða ritstjóri aftur. Jeg tók því lík- lega, að svo væri, og sagði hann mjer þá, að komið hefði til orða, að stofna hjer nýtt blað og bjóða mjer að verða ritstjóri þess. En þetta væri aðeins ráðagerð fárra manna og ætti ekki að fara í há- mæli fyrst um sinn. Jeg fjekk síðar nokkru nánar að vita um þessar ráðagerðir hjá Jóni Magn- ússyni forsætisráðherra, sem þá var skrifstofustjóri á 1. skrif- stofu stjórnarráðsins og þingmað- ur Vestmannaeyja. En þeir Jón og Guðmundur og þórhallur Bjarnarson biskup, þáverandi lector Prestaskólans og þingmaður Borgfirðinga, voru forgangsmenn þessarar fyrirhuguðu blaðstofnun- ar. Hún var svo fullráðin á Al- þingi sumarið 1905 og blaðið skyldi byrja að koma út um nýár 1906. Frá stofnun þess er sagt með þessum orðum í 1. tbl. Lögrjettu: „í þinglokin í sumar sem leið tóku ýmsir þjóðkjörnir þingmenn sig sam- an um það, að gangast fyrir stofn- un hlutafjelags til þess að halda úti frjettablöðum, og skyldu tvö blöð hefja göngu sína nú um þessi ára- mót, annað i Reykjavík, en hitt á Akureyri. Stofnun hlutafjelagsins gekk mæta vel, nægilegt fje er fyrir hendi til þess að halda úti báðum blöðunum, og alstaðar, þar sem vitneskja barst um fyrirtæki þetta, var þvi fagnað, að fá nýjan straum inn í blaðalif vort. Hlutafjelagið heitir „Lögrjetta“ og blaðið sunnlenska verður samnefnt við fjelagið. Fjelagsmenn munu gera sjer alt far um að risa undir því veglega nafni. Lögrjetta er blað þjóðarinnar og mun jafnan meta meir hagsmuni þjóðfjelagsins en hagsmuni nokkurs flokks, sem nú er uppi, eða upp kann að koma. Lögrjetta mun halda hlífiskildi yf- ir hinu nýfengna þingræði, og verja það gegn öllum árásum, hvort heldur þær eiga rót sína að rekja til stjórn- arinnar eða andstæðinga hennar. Lögrjetta er óháð stjóm landsins og öllum stjórnmálaflokkum. Hún mun styðja stjórnina að hverju þörfu verki, og verja hana gegn ósönnum áburði, en snúast á móti henni, ef hún gerir sig seka um ójöfnuð eða ónytjungsskap. Lögrjetta vill verða sem gagnfróð- ast og nýtast blað þjóðinni til við- reisnar andlega og líkamlega; hún vill vera sannorð og áreiðanleg, forð- ast persónulega áreiðni og hjegóm- legar stælur, en halda skoðunum sínum fram með fullri einurð gagn- vart öllum. Blöðin, sem Lögrjettufjelagið gefur ut, eiga sjer liðs von úr öllum iands- fjórðungum, og skulu af hinum mörgu stuðningsmönnum blaðanna nefndir eftirfarandi þingmenn: Á Árni Jónsson þingm. N.-þingey- inga, Guðjón Guðlaugsson þingm. strandamanna, Guðlaugur Guðmunds- son þingm. Vestur-Skaftfellinga, Guð- mundur Björnsson 2. þingm. Reyk víkinga, Guttormur Vigfússon 2. þm. Sunnmýlinga, Jóhannes Ólafsson þingm. Vestur-ísfirðinga, Jón Jóns- son þingm. Seyðfirðinga, Jón Magn- ússon þingm. Vestmannaeyja, Magn- ús Kristjánsson þingm. Akureyrar, Pjetur Jónsson þingm. Suður-þing- evinga, Stefán Stefánsson þingm. Eyfirðinga, pórhallur Bjarnarson þingm. Borgfirðinga. Hjer í Reykjavík vinna ýmsir Lög- rjettumenn að því með ritstjóranum að gera blaðið sem vandaðast og gagnlegast, og um leið tilbreytnga- mikið og skemtilegt fyrir almenn- ing“. Til viðbótar þessu skrifaði jeg svo stutt ávarp til lesenda blaðs- ins, og segir þar m. a.: „Blöðin eiga að vera einskonar mál- þing, þar sem fram geti komið allar skoðanir og hugsanastefnur, sem vak- andi eru hjá þjóðinni. Fullnægi þau þessu ekki, þá er þar vöntun, sem þarf að bæta úr. Til þessarar vönt- unar finna menn hjer, og á umbóta- þörfinni í þessu efni byggir þetta blað tilveru sína. Stórvægileg stjórnarfarsbreyting er hjer nýlega um garð gengin. þau ágreiningsmál, sem áður voru hjer efst. á baugi, eru nú útkljáð og ættu að vera dauð, en ný mál eru vökn- uð og þurfa að vekjast upp. Hugir manna hafa fengið ný viðfangsefni. þessum nýju straumum þarf að veita framrás. þeir mega ekki hverfa i aurskriður úlfúðarinnar frá eldn tímum.þeir þurfa þvert á móti að vaxa svo, að þeir dreifi þeim og græði yfir þær. Eldri blöðin hafa nær öll verið mál- gögn hinna gömlu flokka, sem bár- ust á banaspjótum áður en nýja stjórnarfarsbreytingin komst á. Af þeim eldi eimir enn ofmjög eftir í blöðunum. það er máske eðlilegt, en heppilegt er það ekki. því miður hefir altof mikið af hinu gamla flokkahatri læðst inn í ný mál hjá okkur, sem ekkert hafa átt við það skylt. Af sliku getur að- eins leitt ilt eitt. Æsingamar út af ritsímamálinu áttu t. d. rót sína i gamla flokkahatrinu, og þæi' hafa truflað skilning margra á mál- inu, þótt ekki yrðu þær þvi að falli og málið sje nú til lykta leitt á heppi- legan hátt ....“ Eftir lögum Lögrjettufjelagsins skyldi kosin þriggja manna rit- nefnd til þess að sjá um blaðið með ritstjóranum, og var það sjer- staklega stjórnmálahliðin, sem rit- nefndinni var ætlað að annast um. 1 ritnefnd voru kosnir: Guðmund- ur Björnson, Jón Magnússon og þórhallur Bjarnarson, en í stjóm hlutafjelagsins, auk þeirra þriggja, Jón þorláksson fjármála- ráðherra, þá landsverkfræðingur, og Arinbjörn Sveinbjarnarson bókbindari, sem tók að sjer af- greiðslu og innheimtu blaðsins. Ritnefndin hjelt framan af fundi vikulega, en síðan fóru þeir að strjálast. þórhallur Bjamarson fór úr ritnefndinni 1908, og það ár varð hann biskup. En í hans stað kom í ritnefndina Jón þor- láksson. I ársbyrjun 1909 fór Jón Magnússon einnig úr ritnefndinni. varð hann þá bæjarfógeti í Rvík. En í ritnefndina kom í hans stað Hannes Hafstein, sem þá ljet af ráðherrastörfum og varð for- maður Heimastjórnarflokksins. Annars hætti ritnefndin að mestu leyti afskiftum af ritstjórninni 1909 og ritstjórinn tók þá einnig að sjer stjórnmálahlið blaðsins. Var ritnefnd ekki kosin upp frá því. Blaðið stækkaði í ársbyrjun 1909 og fór þá í það brot, sem bað nú hefir, en fyrstu þrjú ár- in hafði það verið í mikiu minna broti. ísafold hafði farið í þetta brot árinu áður og hjelt því nokk- ur ár, en um þetta leyti var mik- il kepni milli hennar og Lögrjettu. Eftir stjómarskiftin 1909 urðu blaðadeilurnar harðar og stóð þá látlaust rifrildi árum saman um sambandsmálið. Studdi Lögrjetta þá Hannes Hafstein og Heima- stjórnarflokkinn af alefli. Flokks- blöðin, einkum Lögrjetta og Isa- fold, voru þá prentuð í stórum upplögum og mikið gert frá báð- um hliðum til þess að auka út- breiðslu þeirra, en minna skeytt um hitt, hvort borgun kæmi fyrir blöðin eða ekki. Hefir þetta altaf átt sjer stað eftir að flokkaskift- ing magmaðist í landinu, blaða- menskunni í heild sinni til ekki lítils hnekkis, en stjórnmálalífinu hins vegar til minna gagns en til hefir verið ætlast. Fyrir utan flokkadeilumálin sinti Lögrjetta frá upphafi fram- kvæmdalífinu, eða verklegum málum, mikið, jafnvel meira en önnur hjerlend blöð samtímis, og ekkert íslenskt blað mun hafa ver ið róttækara í breytingatillögum en hún á því sviði. Hún hjelt uppi umræðum um jámbrautar- málið, áveitumál, fossavirkjun o. s. frv. En þegar leið fram á ófrið- arárin breyttist öll afstaða þjóð- arinnar, bæði til hinna gömlu deilumála út á við og líka til hinna verklegu mála heima fyrir. Flestir urðu sammála um lausnina á deil- unni um sambandsmálið, en um- ræður um hin málin hlutu að falla niður vegna ástands þess, sem ófriðurinn skapaði í heiminum. Á stríðsárunum flutti Lögrjetta aftur á móti meiri og betri frjett- ir af því, sem í umheiminum var að gerast en nokkurt annað ís- lenskt blað, og hefir síðan mikið af þeim greinum verið gefið út á ný í Heimsstyrjöldinni, sem er eina íslenska ritið, sem segir í samhengi frá heimsviðburðum ófriðartímabilsins. Fyrstu 3 árin hafði ritstjóri Lögrjettu 1200 kr. í árslaun fyrir ritstjómina, en starfið hvíldi þá eins mikið á ritnefndinni. þegar blaðið stækkaði, 1. jan. 1909, færðust ritstjóralaunin upp í 1800 kr., en ritnefndin hætti þá litlu síðar störfum við blaðið, eins og áður segir, og verkið marg- faldaðist. Á árunum þar á eftir skrifaði ritstjórinn mjög mikið í blaðið, bæði stjórnmálagreinar og annað, oft 10—12 dálka blað eftir blað. En mai’gir aðrir hafa skrifað í Lögrjettu eins og kunn- ugt er, fyrst og fremst ritnefndar- mennimir, sem áður eru nefndir, þórhallur Bjarnarson og Jón Magnússon, á fyrstu árunum, en langmest þó þeir Guðmundur Björnson og Jón þorláksson. Um tíma, á árinu 1914 og fram á árið 1915, var Einar H. Kvaran rit- höfundur fastur starfsmaður við Lögrjettu og hefur jafnan síðan skrifað í blaðið við og við. Á bókmentasviðinu liggur það eftir Lögrjettu m. a., að upp úr henni hafa verið prentaðar og gefnai' út ekki allfáar bækur, sem nýtilegar mega teljast. Eru þessar hinar helstu, auk Heimsstyrjald- arinnar, sem áður er nefnd: Sjó- mannalíf, eftir R. Kipling, Ivar hlújárn, eftir V. Scott, Basker- villehundurinn, eftir Conan Doyle, Percival Keene, eftir Marryat, Með báli og brandi, eftir Sien kiewiez, Fjalla-Eyvindur, eftir Jóhann Sigurjónsson, Sögur, Drengurinn og Sælir eru einfald- ir, eftir Gunnar Gunnarsson, Hinn bersyndugi og Jafnaðarmað- urinn, eftir Jón Björnsson, And- legt líf, eftir Sig Kr. Pjetursson, og íslensk þjóðfræði, eftir Vil- hjálm þ. Gíslason. Stærsta út- lenda sagan er nú á leiðinni í blaðinu: Vesalingamir, eftir V. Hugo, og annað rit heimsfrægt: Æfisaga Krists, eftir Papini. Samkomulag var gott milli út- gefenda og ritstjóra. þó komu nokkrar snurður á það á árunum 1914 og 1915. Haustið 1915 sagði ritstj. upp starfinu, meðfram vegna þess, að honum þóttu laun- in of lág, þegar bera fór til muna á dýrtíðinni. ósamkomulagið jafnaðist og frá ársbyrjun 1916 voru laun hans hækkuð upp í 2400 kr. Flokkaskiftingin gamla tók nú að riðlast og viðhorf mála þeirra, sem Lögr. hafði haldið fram, breyttist, svo sem fyr seg- ir, og varð þetta til þess, að áhugi margra þeirra, sem að blaðinu höfðu staðið, tók að dvína. Kom þá til orða, að selja það, en rit- stjórinn, sem var einn af eigend- unum, vildi það ekki, og fór þá svo, að hann keypti blaðið sjálf- ur. Á árunum 1922—23 gekk hann í blaðaútgáfufjelagsskap við eig- endur Morgunblaðsins, og hefir ekki alls fyrir löngu verið sagt frá því hjer í blaðinu, hvað fyrir honum vakti með þeirri tilbreyt- ingu. Lögrjettu og ísafold var þá steypt saman í eitt blað. En fje- lagsskap þessum var slitið í árs- lok 1923. Eftir að Lögrjetta varð eins manns eign hefir hún altaf borið sig sæmilega og gefið af sjer ríflegri starfslaun en með- an hún var hlutafjelagseign. Nú hefir hún þá sjerstöðu meðal blaða landsins, að hún er öllum flokkum óháð, eins og henni var ætlað, þegar hún var stofnuð, svo sem sjá má á inngangsorðunum í fyrsta tölubl. hennar, sem prent- uð eru hjer á undan. p. G. -----------------o----

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.