Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Njörğur

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Njörğur

						Verð hvers ársfjórð- \
ungs (15 blöð) kr. 0,75 i
I er  greiðist  fyrirfram. :
Erlendis 4 kr. árg.  I
Vll]|lllllllllllHHIII1IIIIHIIIIIIHIIIHIIl(ll|l!lllll/llll!*ll|lllHIIHlilll|IIHII«!l
Njöröur.
-+£  Ritstjóri: síra Guðm. Gruðmundsson.  >$+
Kemur vanalega út j
einu sinni í viku. og 1
aukablöð við og við.   i
II. ARO.
ísafjörður, 1. júlí 1917.
M  2-í.
Brýning.
Nú er þing vort brátt komið
saman.
Fyrir því liggja alvarleg störf
og torveld verkefni.
Ófriður sá hinn mikli, er nú
hefur geisað nærri 3 ár, tekur
með degi hverjum fastar og sárar
.á högum vorum.
Landsins börn eru að sönnu ekki
kölluð til vopna, né knúð til víga,
en öll vor verslun og gjörvallur
sjávarútvegur  er  í  hinni  mestu
tvísýnu.
Landbúnaðurinn getur með engu
móti fætt landsmenn, ef sjávarafli
eigi verður stundaður; eigi megn-
ar hann heldur að halda uppi
fjárhag landsins, nema fiskiveiðar
gefi sæmilegan arð.
Það er að miklu leyti komið
undir versluninni, hver arður verð-
ur af fiskiveiðum.
Aflinn bregst trautt, eður ekki,
ári lengur kring um land vort,
ef áhöld og efni eigi brestur til
að sækja sjóinn og nytja fenginn.
í verslun og siglingum er land-
vörn vor falin fremur en flestu öðru.
í þeim felast jafnan vor helstu
utanrikismál og nú vor stærstu
bjargráð.
Þessum málum ber þvi þingi
og stjórn að sinna af meiri alhug
og stýra með meiri atorku en
nokkru sinni áður.
Að þeim má hvorki ganga með
blauðum  huga nó hikandi hendi.
Stjórn sú, sem aukaþingið í vet-
ur setti til bráðabyrgða, hefur
•starfað hálfs árs tima að kalla má.
Þegar í upphafi var að henni
miklum vanda snúið og hefur sá
fremur aukist en úr honum greiðst.
Verslun og siglirrgar eru komn-
ar í hálfu meiri tvísýnu en þær
voru er stjórnin tók við völdum.
Þetta stafar fyrst og fremst af því,
að Bandariki Norður-Ameriku eru
siðan komin í ófriðinn, og þar
næst af þ'eirn mikla usla er kaf-
'bátar Þjóðverja gjöra á kaupför-
'tim allra landa.
Þessi stjórn okkar er bræðings-
stjórn, sinn maður úr kverjum
flokki af þremur.
Ég skal ekki mjög lasta, þótt
hún væri þannig samsett i vetur,
en frambúðargripur getur hún ekki
orðið.
Hún hefur steitt á skeri allra
slíkra stjörna, lent í hiki og hálf-
verki.
Blöðin hafa lítt sagt henni til
syndanna, ekki af þvi þær væru
svo fáar eða srnáar, heldur af því
að hver flokkur vill hlífast við að
ganga í berhögg við hana vegna
síns manns.
Hefur hún því skálkaskjól hjá
öllum flokkum ef hún þarf þess
með.
Þetta er óhafandi, því það dreg-
ur úr því aðhaldi sem hver stjórn
þarf að hafa, og sljógvar eða eyð-
ir tilfinningu fyrir þeirri ábyrgð,
sem á henni hvílir.
Oss ríður á að fá styrka og öt-
ula stjórn, skjóta til úrræða, ekki
síður en gædda djúpsettum ráðum.
Sú stjórn, sem vér nú höfum
er ekki slík. Um formann hennar
er það alkunna, að honum er sýnu
betur lagið að gjöra aðra ónýta,
en drýgja dáð sjálfur.
Hvorugur hinna er aflagsfær.
A stjórn þessara manna ber eng-
inn einn flokkur ábyrgð. Hver
getur að rniklu leyti kennt öðrum
það, sem aflaga fer.
Þessu má eigi svo fram fara.
Einhver flokkanna verður að
hafa yfirtökin svo úr skeri, taka
á sig vanda og veg af stjórn lands-
ins. Hér tjáir eigi lengur undan
að skreiðast.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur lang-
mest fylgi meðal kjósenda og flest
og traustust itök i hugum lands-
manna.
Honum felur landslýðurinn inn-
an skamtns, með miklum meiri-
hlut atkvæða, forsjá velferðarmála
sinna, og framkvæmd landsstjórn-
ar, svo framarlega sem hann ekki
bregst nafni sínu, stefnu sinni og
trausti alþýðu.
ISý komið í verslun
Guðrúnar Jónasson
margar teg. af þvottasápu svo
sem: Sólskinssápu og Kreolínsápu,
Einnig mikið úrval af handsápum.
Til athugunar.
I Rvík annast herra kaupm.
Jóh. ögm. Oddsson innheimtu á
andvirði blaðsins.
En honum sæmir ekki neitt
hálfverk; hann má ekki til lengd-
ar taka þátt í neinum bræðings-
stjórnar handaskolum.
Honum leyfist hvorki að smeygja
ábyrgð yfirsjóna sinna á aðra, né
líða nokkrum, að hafa sig fyrir
slorþurku.
Honum eru því aðeins tvær
ieiðir til.
Sú er önnur, að heimta í sínar
hendur forstöðu og fleirtölu í stjórn-
inni, taka veg með vanda og halda
uppi sæmd þjóðarinnar og stunda
gagn hennar eftir því sem fram-
ast er unt og auðna vill leyfa.
Hin er sú, að rýma stjórnina,
kalla sinn mann þaðan og setja
engan aftur.
Reyna síðan að varna óhöppum
svo sem kostur er á.
Þingflokkurinn verður að ráða
mestu um það, hvort af þessu
tvennu skal upp taka.
Viti hann sig skorta liðsafla í
þinginu, eða manndóm hjá sjálf-
um sér, til að taka stjórntaumana
í sínar hendur og halda þeim til
gagns og sóma, þá er honum ein-
sætt að kjósa hinn síðari veginn
og feta hann trúlega.
En hafi hann liðskost nógan
og kenni hjá sér orku og mann-
dáðar, ber að neyta þess með
drengskap og röskleik, án tafar
og frýju-laust. — — —
Kjósi  hann  sér  það  óráð,  að
sitja  eftirleiðis í sömu klessunni,
verður  eigi  hjá  því  komist,  að
leggja honum bleiðiorð á bak.
Ouðm. Guðm.
I
					
Fela smámyndir
Blağsíğa 93
Blağsíğa 93
Blağsíğa 94
Blağsíğa 94
Blağsíğa 95
Blağsíğa 95
Blağsíğa 96
Blağsíğa 96