Njörður - 10.08.1918, Blaðsíða 1

Njörður - 10.08.1918, Blaðsíða 1
j Verð árg. er 3 kr. t í innanlands, en 5 kr. : I erlendis. 4. • i t - i Gjalddagi 1. jum. i V«>>«i>ii>«i)ti)«nt»tiiii>tii«ii«i>tM«>f«ii«iii>i«iit"t>.iiitiit>ir>ti:i»i>it>i«i*>iM I Kemur að jafnaði út I | einu sinni í viku eða | i svo oft sem ástæður ; j leyfa.. •»«>!•»■»«Utimili:*»•>>l:HMl»|.>l»i:>t lll i l I l'ilf l.:«»«»•»•» -+3 Ritstjóri: síra öuím. Gludmundsson. >$+- in. ÁRGr. ísafjörður, 10. ágúsfc 1918. M 15. Boryararéttur. Svo má kalla, að land það, sem þjóðin byggir, sé undirstaða ríkisins. Á landinu og gæðum þess elst fólkið og nærist, þar skipar það sér lög og reglur, sem ætlasfc er til að efli gagn manna, en varni tjóni. Því betur sem þjóðin er mönn- uð, því meira far gjörir bún sér um að búa vel um börn lands- ins. Réttinn til að njóta gæða lands- ins, verndar laganna og klutfcöku í sfcjórn þess köllum vér borgara- rétt. Borgararétt geta menn öðlasfc með ýmsu móti. Fyrst og fremst með því, að fæðast í landinu; það kalla eg borgararétt af guðs náð, eða með- fæddan borgararétt. Þar næst, þótt iifclendur sé, með einhverri lögmæltri dvöl í landinu. Það mætti kalla áunninn borg- araréfct. Hann hefir stundum orðið verði keyptur, t. d. hjá Rómverj- um að fornu, eða verið gefinn (sbr. heiðursborgari). Stundum hefir hann verið tek- inn með sverði eða öðru ofbeldi. Svo fer þegar lönd eru unnin og sigurvegararnir setjast í þau, eða nytja þau heiman að. Höfuð-greinir borgararéttar eru þrjár, dvalarréttur, atvinnuréttur og stjórnréttur. I stjórnrétti felst: réttur til em- bætta, kosningarréttur og kjör- gengi, o. s. fr. Að nátfcúrlegum hætti er dval- arrétturinn grundvöllur atvinnu- róttar og stjórnréttar. Sá, sem ekki dvelur í landinu, ætti ekki að mega reka þar nokkra atvinnu og því siður taka nokkurn þátt í stjórn þess. Ásælni og yfirgangur brjálar þessu víða og með ýmsu móti, þeim löndum til stórtjóns, sem fyrir verða. En hvernig sem borgararéttur- inn er fenginn, þykir hann all- staðar dýrmætur, og því ágætari sem löndin eru befcri og hafa fleiri gæðum að miðla. Hver sjálfráð þjóð og vel viti borin skoðar borgararéttinn svo rnikiun dýrgrip og svo mikið undir því komið, að hann eigi lendi í ómildra höndum, að hún ekki veitir hann nokkrum erlend- um manni til fulls, nema sýnt þyki, að honum sé alvara með að setjasfc að í landinu og líða súrt og sætt með börnum þess. Dvalarrófctinn ber að veita er- lendum með aðgæzlu, atvinnurótt með varkárni mikilli, og stjórnrétt með því einu moti, að dvalarrétt- urinn hafi verið vítalausfc notaður hæfilega langan tima. — Danir tóku Island heimildar- laust undir sig, án leyfis og i ó- þökk landsmanna. Þeir tóku sér borgararétt í landinu og helguðu sér gæði þess. Dvalarréttinn notuðu þeir fáir að sfcaðaldri, sem betur fór. Atvinnuréttinu notuðu þeir heiman að, einkum sem selstöðu- verzlun, drógu með henni of fjár úr landi, en hrundu fólki í eymd og örbirgð. Stjórnréttinn tóku þeir allan undir sig og miðluðu landsmönn- um litlu af, utan því, sem þeir vildu ekki rækja sjálfir. í lok áfcjándu aldar mátti kalla, að hagsæld og manndáð hefði verið hér úr landi flæmd. Danir vissu þá ekki betur, en þeir hefðu étið hér alfc, sem fcönn festi á, utan fáeinar, fáráðar, mann- skepnur, sem þeir þóttust bezt sji fyrir með þvi, að flytja þær til Jótlands og sleppa þeim þar á heiðarnar. í samfleytt áttatíu ár höfum vér á marga vegu heimtað, og að nokkru fengið, rétt vorn IVý líoxnic5 í verslun GuÖrúnar Jónasson margar teg. af þvottasápu svo sem: Sólskinssápu og Kreolínsápu. Einnig mikið úrval af handsápum. affcur úr höndum Dana, einkum löggjafarvaldið. Danir hafa í öllum efnum ver- ið tregir til að láta rán sitfc rakna, en fastast hafa þeir haldið á selstöðuréttinum, því þeir vita vel hvers virði hann er, fyrir þá. Vér höfum gjörfc margar til- raunir til að fá hann afnuminn, en þess er engi kostur. Álit manna á íslandi er drjúg- um annað nú en fyrir 100 árum. Nafn þess er víðar kunnugfc og að góðu. Hagur landsmanna hefir snúist nijög til bóta, vonir þeirra glæðst og trúin á hagsæla fram- tíð; orka þeirra og framtak hefir að ýmsu leyti aukist og áræði vaxið frá því sem áður var. Danir sjá nú vel, að hér er mörg matarholan, og óttast að verða burt reknir, sumpart af rás viðburðanna, en sumpart af voru eigin viti og manndáð okkarri. Þess vegna eru þeir venju fremur mjúkir á manninn, heim- sækja okkur óboðnir og heita að láta rakna í okkar hendur það fullveldi, sem þeir hafa oss rænt. En Danir eru kaupmenn góðir; kunna þeir fleira að selja en keypt hafa. Því heimta þeir, að vér játum sér þann borgararétfc, er þeir hafa tekið að óvilja vorum, notað oss til óbætanlegs tjóns, en aldrei vilj- að við oss sleppa. Selstöðuróttinn gamla, óskorað- an og aukinn frá því sem nú er, vilja þeir fá viðurkendan og lög- helgaðan af oss. Skrúðklæði eru þeir til með að leggja á herðar Fjallkonunni, só þeim leyffc að taka hana frillutaki. Hvað segja synir hennar og dæt- ur hér um?

x

Njörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Njörður
https://timarit.is/publication/200

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.