Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Noršri

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Noršri

						*o
*o
Ritstjóri:  BJÖRNi LINDAL| [Brekjkugata  19.
IV. 12,
Akureyri, Fimtudaginn 25. marz.
1909.
Til minnis.
Bæjarfógetaskrifstofan opin kl. 10—2, 4—7
Bæjarsjóður, Lækjargötu 2, mánud.  mið-
vikud. og laugardaga kl. 4—6
Kitsímastöðin virka daga 8 f. h. til 9 e. h.
helga daga 8—11 og 4—6
Bókasafnið, þriðjud.. fimtud. og laugard.
5—8.  Sunnudögum 10—11 og 4—8.
l'ósthúsið 9—2 og 4—7.
Utbú Islandsbanka 11—2
Utbú Landsbankans 11—12.
Stúkan Akureyri fundad. þriðjud.kv. kl. 8.
Brynja miðvikudagskvöld kl. 8.
Isafold Fjallkonan sunnudagskv. kl. 4.
Trúföst mánudagskv. kl. 8.
Abyrgð ein-
staklingsins.
Eg var nýlega á ferð með gufuskipi
úti fyrir iandi. Fyrst háttaði eg í rúm
mitt inni á höfninni meðan skipið lá
þar við akkeri; og eg féll í fastan svefn
undir eins, örnggur og óttalaus um hag
minn.
Svo vaknaði eg um nóttina við það að
skipið var komið af stað. Skrúfublöðin
lömdu sjóinn af alefli svo að skipið
nötraði við átökin. Vindurinn hvein í
í skipsreiðanum og báran skall á súð-
unum.
Það var grenjandi stórhríð og 15
stiga frost.
Skipið veltist í öldunum. Og eg velt-
ist í rúmi mínu, fárveikur og spúandi
öllu, sem laust var niðri i mér, ogsein-
ast gallinu.
Við vorum úti fyrir andnesi og þurft-
um að fara inn á mjóan fjörð. Sker og
grynningar voru þar á báða bóga og
sæbrattir hamrar. Vindurinn stóð á móti
og herti sig meira og meira.
Skipið öslaði ólgusjóinn og hafði fulla
ferð, eins og það væri óhrætt í voð-
anum.
Vegna hvers mundi það vera svona
örugt?
Vegna þess ?ð maður stóð við stýr-
ið og hélt um sveifina. — Þar stóð
maður, sem varvaxinn vandanum, seni
hann hafði með höndum. Og sá maður
var svo gerður, að hann hafði á herð-
um sér ábyrgð einstaklingsins, hafði
hana á sér og fann til hennar.
Eg hefi aldrei fundið eins næmt til
ábyrgðarinnar, sem hvílir á einstaklingn-
um, eins og eg fann til hennar þarna um
nóttina. Eg á ekki við þá ábyrgð, sem
hvílir á sjálfum manni. Eg hefi fundið
til hennar stundum, þegar eg hefi hugsað
um málið í sambandi við sjálfan mig og
ábyrgðina, sem skyldulið mitt á heimting
á, að eg beri gagnvart því. En eg á við
ábyrgð náunga míns. —
Þarna var eg í skipinu og ýmsir fleiri
menn, og vér lágum í rekkjum vorum.
Vér vorum fáir að. vísu, farþegarnir, í
skipinu í þetta sinn. Og að því leyti var
farmurinn ekki eins dýr, og hann getur
dýrastur orðið í skipi, ef skift hefði þds-
undum mannfjöldinn. Þá hefði ábyrgð
einstaklingsins, sem hélt um stýrið, ver-
ið ákaflega mikil.
Þessir menn, sem fara norður fyrir
land vort um hávetur og etja kappi við
íioiðanátíiiia íiériia í h'aTin'ii — þ'éí'r eVti
sjaldan nefndir á nafn og enginn gefur
þeim gaum. En þeir eru þess þó verð-
ir, að^minst sé á þá.
Og mikið traust er undir þeim átt,
þegar farþeginn liggur í riimi sínu, og
veit ekki sitt rjúkandi ráð og getur ekki
einu sinni skilið það, hvernig stýrimað-
urinn heldur í réttu horfi, og reiknar
rétt út hraðann og vegalengdina, sem
farin er.
Svona er ábyrgð einstaklingsins mik-
ilsháttar. — Einn maður getur með
einu réttu handtaki varðveitt líf og limu
fjölda manna. En hann getur einnig
orðið þess valdandi, að fjöldi fólks
troði helveg, bæði í »eigin!egri merk-
ingu» og í líkingum talað.
Það þykir ekki mikill ábyrgðarhltiti t,
d. að greiða atkvæði við þingkosn-
ingar né heldur hitt, að hafa úti alls-
konar klær, til þess að hafa áhrif á
hugi þeirra manna, sem atkvæðisrétt eiga.
En þó er ábyrgðin mikil hvers einstak-
lings, sem atkvæði greiðir.
Það er fyrst og fremst mikil ábyrgð
að misbjóða ekki sannfæringu sjálfs sín
— ef nokkur er.
Og í öðru lagi verða afleiðingar at-
kvæðagreiðslunnar næsta miklar, af því,
að  einstaklingurinn  ræður  því  alveg,
hvort þessi maðurinn  eða hinn  ræður
yfir þjóð  og  landi  —  hvort  heldur
það gerir betri maður eða verri, t. d. að
taká.
Landsstjórnir ráða því aftur að miklu
leyti, hvort þjóðinni er við vært í land-
inu, sem þjóðin byggir.
Alt þetfa hefir einstaklingurinn á valdi
sínu. Hann á svoua mikið undir atkvæð-
isrétti sinum.
Abyrgð einstaklingsins er svoná mik-
il, hvers einstaklings, sem greiðir at-
kvæði eða greitt getur um allsherjarmál.
Hún er á sinn hátt eins mikil, eða því
lík að þýðingu, sem ábyrgð einstak-
lingsins á skipinu, stýrimannsins, sem
stendur á vaðbergi sínu uppi á stjórn-
palli um hánótt í stórhríð og grimdar-
frosti, úti fyrirandnesjum og stýrir skipi
sínu og fleytir því með öllum farmi
fram hjá boðum og blindskerjum í höfn,
þar sem á að lenda, samkvæmt áætlun.
Eg er ekki höfðingja loftunga að eðl-
isfari, né heldur hefi eg tamið mér
rödd hunangsflugunnar frammi fyrir
valdhöfunum. Eg er heldur ekkí stjórn-
arvinur. Eg gæti tekið undir méð Leiru-
lækjarFtísa og sagt það sem hann sagði:
Mér er ekki markaður bás
meira en svona og svona.
En þótt eg ekki sé höfðingjavinnr úr
hófi, get eg þó látið þá menn njóta
sannmælis, sem ganga á síða kjólnum,
bæði embættismenn og stjórnendur
landsins.
Eg ætla þá til áréttingar orðum mín-
um um einstaklingsábyrgðina, hvað þung
hún er, að rifja upp eitt atvik úr ver-
aldarsögunni. Það sýnir hve stjórn-
andi lands er alvöru þrunginn undir
byrði ábyrgðar sinnar. Og sá stjórn-
andi var drepinnn í heiftarhug.
Eg á við Lincoln Bandaríkja for-
sék.
Hann hófst handa móti þrælasölú og
þrælahaldi, réðist móti auðvaldi og
erfikenningum og miklu almenningsáliti.
Og hann var hataður og fyrirlitinn af
mótstöðumönnum sínum — eins og öll
mikilmenni, svo að hann var myrtur að
lokum, í hefndarskyni.
En þetta, sem sýnir það, að forsetinn
fann til ábyrgðarinnar, sem á honum
hvíldi, það er frásögnin, sem nú kemur,
Hann hafði einu sinni gesti hjá sér
sem oftar, og var rætt um stjórnarráð-
stafanir forsetans. Þá sögðu mennirnir,
sem hjá honum voru: Þú ættir ekki að
fara svona að, Lincoln! — ekki svona!
— heldur hinsvegar!
Pá mælti forsetinn nafnkunni:
Látið stjórnina í friði. Nú eru vanda-
mál á ferðinni, sem örðugt er að ráða
fram úr. En stjórnin gerir eins vel
og hún gctur og svo vel, sem henni er
mögulegt.
Með þessa hugsun vakandi í endur-
minningunni, kveð eg stjórnina, sem nú
er hrundið af stóli í landi voru. Eg
hefi ekkert við hana að virða fyrir
sjálfan mig. En eg hefi heldur ekkert
að ásaka hana fyrir að því leyti, sem
kemur til mín sjálfs. En eg held að
hún hafi gert sínar sakir svo vel, sem
hún gat — eins og Lincoln. Ritsíma-
málinu réði hún til lykta á þeim grund-
velli, sem henni var í hendur búinn af
undanfarandi þingum og þjóðarvilja.
Þar var sökin hennar "arftaka, ef sök
hefir verið.
Og þessi stjórn hefir leitt hugi Dana
til sæmilegrarsamúðar við íslendinga —,
þótt sú velvild sé nú að fara út um
þúfur af annara manna völdum.
Stjórnin okkar hefirstaðið milli tveggja
elda ogeru báðir vondir viðbúðar. Ann-
annars vegar er íslenzka vanþakklætið,
sem logar og brennur niður á við, eins
og eldurinn í helvíti. En hins vegar
er eldurinn útlendi, sem er jafnan var-
hugaverður.
Stjórnin okkar þessi, sem nú er að
kveðja, hefir ekki verið alfullkomin í
breytni sinni. En hún hefir áreiðanlega
fundið til ábyrgðarinnar, sem liggur á
herðum einstaklingsins — sömu ábyrgð-
arinnar, eða því líkrar, sem stýrimað-
urinn finnur til, þegarhann er við stýr-
ið í náttmyrkri og frosti, stórsjó og
stórviðri eða stórhríð.
En farþegjarnir liggjaá meðan í rúm-
um sínum og sofa.
Nema þeir sem viðkvæmir efu og
vanviða; þeir vaka, en kenna ekki stýri-
manni um stórsjóinn, ruggið og sjósótt-
ina, ef þeir eru með réttu ráði. Þeir
vaka og engjast sundar og saman, af
því, að þeir þola ekki — ólgusjóinn.
Ferðamaður.
Samkoma,
mjög fjölmenn, var haldin á heitdag
Eyfirðinga, á Qrund. Skemt með söng
og ræðuhöldum í kirkjunni fram á kvöld.
Frá
ygullöld' íslands.
Eftir M. J.
VI.
Brúökaupið á Reykjahólum.   2
Einhver hin skemtilegasta saga um
mannfagnað íslendinga á þessu friðsam-
legatímabili erþessi veizla hjá Ingimundi
presti á R. Honum er svo lýst í Þor-
gi!s og Hafliðasögunni í Sturlungu:
Ingimundur var Einarsson af hinum göf-
ugu Reyknesinga langfeðgum, systrungi
Þorgils Oddasonar. Hann var höfðingi
mikill, skáld gott og hinn mesti gleði-
maður; hann var og vitur maður og marg-
fróður. Reyknesingagoðorð hafði hann
gefið Þorgilsi og var þeirra frændsemi
hin bezta meðan þeir lifðu. Ingim. gerði
bníðkaup til göfugrar konu úr ísafirði,
er Ingveldur hét. Var sú veizla haldin
um Ólafsmessuskeið. Voru ríkustu boðs-
menn þeirra Þorgils Oddason'og Þórð-
ur Þorvaldsson úr Vatnsfirði; var hann
einhver göfgastur goðorðsmaður í
Vestfirðingafjórðungi. Hann átti dótt-
ur Hafliða Mássonar. Nú hefst veizlan,
og segir sagan svo frá (með smábreyt-
ingum):
Nú er mönnum í sæti skipað, ogsit-
ur Þorgils á annan bekk með sveit sína
og Ingimundur prestur; en Þórður á
annan bekk gengt Þorgilsi. Þórður
mælti við förunauta sína: þannig segir
mér hugur um, að nokkuð verði það
að þessari veizlu, að eg mundi mig
heldur annarsstaðar kjósa, með þeirri
mannaskipan, sem hér er fyrir; vildi eg
gjarnan heldur sitja heima í Vatnsfirði
ef eg hefði tvö ráðin. Menn Þórðar
töldu í hann kjark og lofuðu á hvert
reypi allan fyrirbúnað veizlunnar. —
Hrestist þá goðinn og gerðist
glaðvær og kátur. Því næst voru borð
framsett og er setið pröngt bæði á bekk-
jum og forsætum. Voru tilföng góð af
ínat og drykk og gekk alt ósparlega.
Þá ræddi Ingimundur, að Þorgils skyldi
mæla fyrir minnum, en hann veik til
Þórðar og bað hann ráða hvert minni
skyldi fyrst drukkið. Þórður var þá hinn
kátasti og mælti til Ingimundar, að víst
ætti einhver vildarmanna að hefja gild-
ið, og kvaðst mundi undirstanda með
þeim, hverja gleði sem þeir vildi fram
hafa. Drekka menn nú um hríð og
gerast ölhreifir. Þórður var lítill
drykkjumaður og ekki vel heill, enda
hníginn nokkuð að aldri; eigi var hann
h~ldur vel matheill, »því at svo blés
hann af, sem hefði hann vélindisgang
ok þótti þá andramur«. Þórður var
mikilleitur, eygður vel og Iágu út augun,
snoðinn og strýhærður, sá mjög upp
og riðaði nokkuð. Tóku menn nú að
gerast málgir, og mátti kalla, að hver
styngi annan með nokkru hnífilyrði. Er
þó fátt hermt af keskiyrðum þeirra. En
þess er getið, að Ingimundur prestur
laut að sessunaut sínum, svo sem hann
spyrði:
Hvaðan kennir þef þenna?
Þórður andar nú handan.
2
c
¦*»
ex>
«=3
E*=f
Cfl
»-3
c=3
83
C*2
p3,
•o
3*
C
m
c
»3
S"
c5S."
m
p=>
•—<
cr=>.
00
22:
c^
»
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48