Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Noršri

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Noršri

						*o
V. 48.
Akureyri, miðvikudaginn 14. desember
1910.
Til minnis.
Bæi'arfógetaskrifstofan opin kl. 10—2, 4—7.
Bæiarsjóður, Lækjargötu 2, mánudaga, mið-
vikudaga og laugardaga kl.4—6.
Ritsímastöðin virka daga kl. 8 f h. ti!9e. h.
helga daga 8-11 og 4—6.
Bókasafnið þriðjud., fimtud. og laugard. kl.
5—8. Sunnud. 10—11 og 4—8.
Pósthúsið hvern virkan dag  9—2 og 4—7.
helgid. 10-11 f. h-
Útbú íslandsbanka 11—2.
ufbú Landsbankans 11—2.
Stúkan Akureyri fundard. þri3i'ud.kv. kl. 8
Brynja miðvikud.kv. kl. 8.
isafold Fjallkonan sunnud.kv. kl. 4.
Bjánaleg blekkingar-
tilraun.
<Norðurland« segir 3. þ. m.: »Eftir
kennirigu J(óns) Ó(Iafssonar) hefir H.
H(afstein) drýgt með þessu [að láta
kjósa þjóðkjörna þingmenn í sept. 1908]
hreint og skært stjórnarskrárbrot, sem
enga átyllu er unt að finna fyrir í lög-
um, enga afsökun.» Þetta er heimsku-
leg staðhæfing, sem enga átyllu hefir í
kenningum Jóns Ólafssonar. Þvert á
móti.
Þessa fjarstæðu er blaðið að reyna
að fóðra með opnu bréfi 8. maí 1908
um almennar kosningar, og sem hljóð-
ar svo:
»Með því að Iög nr. 41, 20. okt.
1905, hafa fært til daginn, er hið reglu-
lega þing á að koma saman, frá 1.
júlí til 15. febrúar, og með því að 3
regluleg þing hafa þegar verið hald-
in á yfirstandandi kjörtímabili, en það
er eigi runnið út fyr en 30. júní 1909,
þá höfum vér ákveðið að almennar
kosningar til alþingis skuli fara fram
10. dag sept. þ. á.«
En blaðið þegir vandlega um opið
bréf, sem kom út sama dag með und-
rsfcrift konungs og H. H. og hljóðar
svo:
«Þar eð vér með opnu bréfi dag-
settu í dag höfum fyrirskipað að nýjar
almennar kosningar til alþingis fari fram
10. dag septembermánaðar þ. á. höf-
um vér allra mildilegast ákveðið að
leysa upp alþingi það sem nú er frá
9. s. m.
Pví ákveðum vér hér með, að al-
þingi sem nú er, skuli Ieyst upp frá 9.
sept. 1908.«
Af þessu bréfi er það svo augljóst,
sem nokkuð getur verið, að H. H.
hefir eigi þózt geta tekið umboð af
þjóðkjörnum þingmönnum 1908 nema
með því að fá konung til að leysa upp
þingið, en til þess er fylsta heimiíd í
stjórnarskránni. Aftur nær þinguppleys-
ing eigi til þeirra konungkjörnu og þess
vegna verður ekki hægt að taka af þeim
þingmenskuumboð fyr en þingmensku-
kjörtími þeirra er á enda.
Þetta er svo einfalt og óbrotið, að
það sætir furðu, að »NI.« vill gera sig
að fífli með tilraun til að villa almenn-
ingi sjónir í þessu máli, með því að
bera fram bláber, og öllum hugsandi
mönnum auðsæ, ósannindi um skoðan-
ir H. H. og J. Ól. um þetta efni.
Hvorugt stjórnarblaðið í Rvík  hvað
hafa reynt að verja samþykt Kefl-
víkinga í þessu máli, og því síður mundu
þeir hafa reynt að verja þá heimsku að
þingrof 1908 væri í samræmi við að
svifta konungkjörna þingmenn þing-
menskn áður en kjörtími þeirra væri á
enda. Slík heimska var óþekt á Suð-
urlandi fram að síðustu mánaðamót-
um, og er það leiðinlegt fyrir Norð-
lendinga að jafn mikilli pólitískri mein-
loku skildi hah slegið niður hér á
Norðurlandi.
Annars kvað nú J. Ól. og f|. vera
búnir að molda og ganga vel frá leiði
Keflavíkursamþyktarinnar, og hafði ein-
hver Einar Páll talað yfir moldum þessa
laungetna afkvæmis stjórnarflokksins.
Eg sé að Norðri og Gjallarhorn ætla
að sjá um útför þessa andvanafædda
afkvæmis hér Norðanlands. En hver
mundi vilja tala yfir moldum þess
hér? Já hver? eg hefi verið að hugsa
um það hver mundi fást til þess, og
komist að þeirri niðurstöðu, að við
hefðum flestir svo mikinn pólitískan
þroska, að við færum ekki að halda
lofræður yfir leiði jafnvitlausrar tillögu.
Ekki einusinni Karl Finnbogason mundi
látið narra sig til þess.
Það eru annars sorgleg tákn tímana,
hvað miklar pólitískar  fjarstæður  hafa
komið fram  í  blöðum  tveggja  þing-
manna.   Tólfunum þótti kastað í fyrra,
þegar «Fjallkonan« flutti vitleysuna um
ráðherravaldið. En það  má  þó  segja
ritstjóra þess blaðs til heiðurs, að hann
kvað hafa afsakað það flan  við  suma
kjósendur sína  og beðið fyrirgefning-
ar á því.  Eigi þótti hóti  ofar  staðið,
þegar «NI.» gleypti við og  hélt  fram
meinloku  eins  lítilssiglds stjórnardind-
is: »Ráðherrann fer með vald  þingsins
milli þinga.«   En  einna dýfst  er  þó
sundið í  þrasinu  um  þingsetu  hinna
konungkjörnu, því  svo  lítur  ú\  sem
augu og eyru  sumra  séu í  því  máli,
sokkin ofan  í  kviksyndi  heirnsku  og
fáfræði skilningsleysis og flokksofstækis.
Þetta þref um  að  svifta  hina  kon-
ungkjornu þingmensku,  minnir  mig á
atburð, sem eg hefi heyrt að skeð hafi
á öðru löggjafarþingi voru  (1877), þá
sat í neðri deild þjóðkjörinn þingmað-
ur, sem var miðlungi vinsæll af  þing-
mönnum.  Hann þótti rækja þingstörf-
in slælega, vera lítill reglumaður  o. s.
frv. Einhverjum þingmanna kom þá til
hugar að réttast mundi að reka  þenna
þrjót af þingi, og fóru tveir  þingmenn
til aldraðs þingmanns úr Norðlendinga-
fjórðungi, sem  þótti  vitur  maður  og
lögkænn,  og báru  undir  hann  þessa
ráðagerð. Karl snerist illa við og varð
æði  stórorður,  og  spurði  hvort  þeir
værú svo miklir aular, að halda að hægt
væri að reka fullrúa fólksins  af  þingi.
Sagði sig varðaði  ekkert  um  hvernig
maðurinn væri utan þings  eða  hvaða
skoðanir hann hefði, hann kæmi hneigsl-
islaust fram á þingfundum. Hann klykti
út með þessum  orðum  og  var  ærið
hvass:  »Þótt S,,,, ,-,, ingar hefðu sent
mesta þorpara á þing, sem eg veit eigi
til að þessi  maður  sé,  yrði hann  að
halda sínu sæti og hafa sinn rétt« Mála-
leitunarmennirnir biðu ekki eftir tneiri
röksemdum, þeir sáu að farið var að
síga í karl ti! muna, og varð stutt um
kveðjur, og eigi er þess getið að þeir
hreyfðii málinu frekar. Qamli maður-
inn skyldi hvað þingmannsvald og
þinghelgi var, og honum sárnaði, að
heyra um ráðabrugg til að misbjóða
því.
Síðan eru liðin 30 ár, og til þess
mætti sannarlega ætlast, að vér værum
orðnir ofarlítið meira stjórnarfarslega
þroskaðir, og þó endurtekur vitleysan
sig, tilræðið við þingræðið, við þing-
mannavald og þinghelgi. Það sýnir all-
ur vaðallinn um þingfrestun og þing-
rekstur núverandi konungkjörinna þing-
rtianna.
Nú er gamli maðurinn, sem kæfði
í byrjun vitleysuna, að hugsa sér
að reka af þingi þjóðfulltrúann 1887,
kominn undir græna torfu. En hafa þá
vorir yngri menn jafnnæma tilfinningu
fyrlr rétti þingmanna og þola þeir jafn-
illa og hann að tilræði sé gert að
svifta þá umboði. Eg er í vafa, en eg
vildi þó geta vonað það. Eg sé mér
til ánægju að J. Ó. er heitur fyiir rétti
þingmanna, en því miður hefi eg heyrt
nokkra tala á þá leið, að rétt væri að
reka þá konungkjörnu af þingi.
í þessu efni mun oss alment vanta
nokkuð til þess að vera búnir að ná
jafnmiklum pólitískum þroska og sum-
ar menningarþjóðir, sem þingræði hafa
vanist,
Gamall kjósandi.
Ferð um Austurland.
Eftir Jón H. Þorbergsson.
A síðastl. vetri ferðaðist eg tölu-
vert um Austurland, mest í þvi skyni
að leiðbeina  mönnum  í  sauðfjárrækt.
Búnaðarfélag íslands veitti mér styrk
nokkurn, og ætlaðist til að eg verði
honum einkum til ferða og starfa á
svæði Búnaðarsambands Austurlands og
í samráði við stjórn Sambandsins.
Um starfsemi mína eða bendingar
þær er eg gaf á ferðinni ætla eg ekki
að orðlengja, en vildi hér með nokk-
rum orðum segja af ferð minni, hvern-
ig mér leist á sveitir þær, er eg fór
um, og af viðkynning minni við bænd-
ur.
Veturinn var, eins og menn muna,
nær því óslitinn illviðrabálkur, er gerði
allt líf daufara, en land óg sveitir óásjá-
legri, Ávalt skortir þá mikið á fegurð
landsins, er það hefir kastað litklæða-
sVarti sumarsins, og færst í vetrarhjúp-
inn.
Eg byrja ferðasögu mína á Húsavík,
en þaðan lagði eg 23. nóv. Fór eg
með pósti, sem leið tiggur yfir Tungu-
heiði til Kelduhverfis. Á þeirri leið
gerðist fátt sogulegt, en snjómikið var
á heiðinni og seinfarið, og lauk dagur-
inn áður en við komumst af henni; en
er dimt var orðið þar á heiðinni, færð-
umst við niður i lækjargil  eitt  mikið,
og gekk fremur seint að komast upp
úr því, enda var rifið og hjarn í gil-
brekkunum. í Kelduhverfi fór eg hratt
yfir, en þá sveit þekti eg töluvert áður,
Landmegin að sveitinni liggja víðáttu-
miklar og landgóðar heiðar og fjalllend-
ur (Reykjaheiði, Ásheiði); er því sauðfé
þar oft vænt á haustum. Fóðra má þar
og vel, því slægjulönd eru þar góð nið-
ur í «Sandi«. Útbeit er þar víða góð
einkum á býlum upp við afrétt, enda
eru þar á sumum býlum ekki aðrar
slægjur en túnin. í þeirri sveit býr líf-
legt og þægilegt fólk; samkomur eru
þar. ekki fátíðar. Þar eru ísalög mikil á
vetrum og skautaferðir. Um nýrri fram-
farafyrirtæki er mér ókunnugt.
Úr Kelduhverfi fór eg í Axarfjörðinn
og gisti í Sandfellshaga. Var Björn
Jónsson hreppstjóri að afgreiða póst,
um kvöldið og hafði eg lítið tal af
honum. Þaðan lagði eg með Vopna-
fjarðarpósti yfir Axarfjarðarheiði, er hún
langur fjallvegur og miður álitlegur fyr-
ir ferðamenn í skamdegi, þá allra veðra
er von. Vorum við 10. kl.trna þar
yfir og höfðum þó altaf skíðafæri. Þá
tekur við Þistilfjörður, í honum dvaldi
eg lítið eitt, og staðnæmdist þar fyrst
á Svalbarði. Hr. prófastur Páll Jónsson
tók mér alúðlega og hvatti mig til að
fara þar um fjörðinn í fjárræktarerind-
um.
Þistilfjörður er strjálbygður, en Iand-
kosta- og útbeitarsveit, einkum þar, sem
fé hefir þara við sjóinn. Sauðfé er þar
afurðamikið, ull af því nemur oft 4 pd.
af kind. Fullorðnir sauðir gera þar
stundum um 80 pd. kjöt, algengt um
60 pd. Kristján Þórarinsson í Laxárdal
slátraði hrút í fyrra haust, er gerði
106 pd. kjöt en 30 pd. mör (með
garnmör), en það var 60 °/o af lifandi
þunga hrútsins, sem teljast má mikið
hjá okkur. Bændur þar hafa margir
300-400 fjár.
Töluvert af rekavið felst þar til, við
sjóinn, sem bændur nota til húsabygg-
inga og eru það töluverð hlunnindi.
Heldur virtist mér daufur bragur yf-
ir sveitinni, og mun því mest valda
fólksfæðin. Kveður svo ramt að fólks-
eklu þar síðustu árin, að um 16
jarðir hafa lagst þar í eyði, st'ðan um
1870 að Ameríkuferðir hófust.
Á tveimur af býlum þessum standa enn
tilheyrandi húsabyggingar. Það er á
Kúðá og Hafursstöðum, á Kúðá sögðu
bændur mér að væri 2 kúatún og mætt
fóðra þar, þar að auk 200 sauðfjár og
2 — 3 hesta. í Þistilfirði eru litlar vega-
gerðir og ár óbrúaðar, svo ferðamenn
meiga stundum vaða árnar, og það á
vetrardag. Úr Þistilfirði lagði eg leið
út á Langanes. I þeirri sveit eru lík skil-
yrði og í Þistilfirði, þó er þar æðar-
varp töluvert, mest á Sauðarnesi. Bænd-
ur sækja, þar nokkuð sjó. Mjög er þar
strjálbygt og jarðir eigi fullsetnar og
um 8 jarðir hafa farið þar í eyði, síð-
an um 1870.
(Framh.)
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 189
Blašsķša 189
Blašsķša 190
Blašsķša 190
Blašsķša 191
Blašsķša 191
Blašsķša 192
Blašsķša 192