Norðri - 30.06.1911, Blaðsíða 2

Norðri - 30.06.1911, Blaðsíða 2
88 NORÐRI. Nr. 27 það fyrir að verksmiðja þessi verði full- ger og geti tekið tii starfa, að skip sem hafði efni til hennar fórst í hafísn- um fyrir Austurlandi í vor, svo fórst og sumt efni til hennar með »Fanney« á dögunum. Pað má geta nærri að slík verksmiðja og hér er stofnað til veitir mikla atvinnu og verzlun á Siglufirði, ef hún fær nóg að gera, sem varla er hætt við öðru mikinn hluta sumarsins meðan síldveið- \ in er mest fyrir Norðurlandi. Pað eru um 400 tunnur af síid, sem slík verksmiðja getur tekið við á morgnana og skilað aftur að kvöldi, sem iýsi í tunnum og þurkuðu fóðurmjöli í pok- um. Sá sem þetta skrifar átti nýlega tal við herra Evanger um þetta fyrirtæki, og var hann hinn vonbezti um að það mundi heppnast vel. Eg spurði hann hvort hann mundi eigi reyna við há- kariinn þeirra Siglfirðinganna að vinna úr honum fóðurmjöi. Kvaðst hann hafa hug á því, en verkfæri til þess væru dýr. Hann hélt að lítil feiti væri í há- karlakjötinu, en næringarefni, sem væri milli fisks og kjöts, bygði hann þetta álit sitt á lauslegri ransókn. Norskur síldarútvegsmaður, Bakkevig að nafni, sem um nokkur ár hefir rek- ið síldveiði af Sigluf., er og að setja upp litla síldarvinsluverksmiðju í húsum sín- um í kauptúninu, á hún að vera svo fullkomin. að hún geti bæði fengið hreint lýsi úr síldinni og þurkað hana svo og gert hana að fóðurmjöli. Verkstjóri hans sagði mér, að í þeirri verksmiðju mundi mega vinna úr 60 tn. á dag, Sagði hann að vandameira væri að vinna úr nýrri síld en saltaðri. Auk þessara tveggja verksmiðja til síldarvinslu, sem hér er skýrt frá, er norskt félag með peningum frá Bergen, að setja upp síldarvinsluverksmiðju mikla í stóru skipi, sem ætlar að taka móti síldinni hjá veiðiskipunum út á hafi og vinna hana þar. Danskt félag er og að koma upp slíkri fljótandi verksmiðju, cn í miklu minni stíl. Norðmenn segja að það sé enginn vandi að fá markað erlendis fyrír síldar- fóðurmjöl og áburðarmjöl. En þá kem- ur jafnframt til álita, hvort vér íslend- ingar mundum eigi hafa hag af því að kaupa þessa vöru. Það er eigi lítið, sem keypt er af kornvöru til ^ripafóð- urs hér á landi, og það verður hér dýr- ara en erlendis sakír flutnings. Síldar- fóðurmjöl.sem framleitt væri hér á landi ætti fremur að verða ódýrara hérnorð- anlands en erlendis. Sé þessi vara eftir- sótt erlendis ætti hún að geta orðið notadrjúg hér, þar sem alt kraftfóður handa búfé er innflutt, og hér því dýr- ara en erlendis, nema ef til vill hval- mjöl, en kraftfóður telja .margir nauð- synlegt handa gripum einkum með léttu eða hröktu heyi. Pessar verksmiðjustofnanir gera því fyrst og fremst það gagn, að inn- leiða framleiðslu á útgengilegum varn- ingi, sem unnin er úr hrávöru, sem venjulegast er verðlítil og oft og einatt verðlaus (því slíkar verksmiðjur geta unnið úr síldinni, þótt hún sé eigi hæf til útflutnings), og í öðru lagi að fram- leiða vörur, sem allar líkur eru til að verði nothæfar og notadrjúgar í land- inu til eflingar kvikfjárræktinni. Sama er að segja um áburðarefnið, sem verksmiðjur þessar ætla að fram- leiða, líklega mest úr fiskbeinum, það er eigi ólíklegt að nokkuð yrði notað af því hér á landi, og sumir fengju það til að létta fyrir sér grasrækt og garðrækt. Borgi það sig fyrir Norð- menn að kaupa slík áburðarefni til jarð- yrkju, á það eins að geta borgað sig fyrir íslendinga þegar þá skortir áburð. Það er rúmgott kaupstaðarstæði á Siglufjarðareyri og fallegt þar á sumr- um, en á einu hefir þar verið tilfinnan- legur skortur, á góðu neyzluvatni. Nú eru þeir að leggja vandaða vatnsleiðslu ofan úr fjalli, sem áætlað er að kosti 12000 kr., taka þeir vatnið úr upp- sprettulynd er aldrei þrýtur. Er þetta hið þarfasta fyrirtæki fyrir kauptúnið og auðsær hagnaður að selja þeim mörgu skipum vatn, sem þar koma eða hafast við á sumrum. Landbúnaður og túnrækt hefir litlum framförum tekið á Siglufirði, hugir fjarð- arbúa hafa stefnt út á sjóinn. Sauðfé er vænt í firðinum og sumstaðar Iétt á fóðrum t. d. á Siglunesi. Mjólk er dýr á Siglufirði og fæst eigi, þegar þar of- an á hefir nú bæzt skortur á góðu vatni, þarf engan að undra, þótt Siglfirðingar og aðrir er þar vinna á sumrum, oft nótt og dag, erfiða vinnu við síidina, drekki drjúgum hið Ijúfenga norska öl, sem hægt er einhvernvegin að fá þar á sumrum, þykir það bæði hressandi og svalandi, og svo úr garði gert að það skemmist ekki þótt geymt sé í vikur og mánuði, eins og nauðsynlegt er. Bót er það í máli að vatnsleiðslan kemst á í sumar, ef aðflutningsbannið færi að am- ast við ölinu þeirra fyrir þá einu sök, að það skemmist eigi, þótt það geym- ist nokkrar vikur. Fundir nokkrir hafa verið á Akureyri síðustu dagana í þessum mánuði. Aðalfundur í sambandskaupfélaginu var 27. þ. m. Framkvæmdarstjóri skýrði frá að alþingi hefði veitt sambandinu 500 kr. árlegan styrk á næsta fjárhags- tímabili til þess að útbreiða þekkingu á kaupfélagsskap og öðrum samvinnu- félagsskap. Fundurinn veitti af sambands- sjóði 250 kr. til hins sama. Allmikið var rætt um kjötsölu og samþykt að fá nýjan mann til þess að standa fyrir kjötsölu erlendis fyrir félagið. Pétur Jóns- son alþingismaður var endurkosinn fram- kvæmdarstjóri sambandsins. Prestafundur hins forna Hólastiftis stóð hér í bænum þessa viku. Voru þar mættir allir prestar úr Eyjafirði og úr Pingeyjarsýslu, 3 úr Skagafirði og einn úr N.-Ms. Ræddu prestar þar áhugamál sín og nokkrir fyrirlestrar voru haldnir. Aðalfundur Gránufélagsins var haid- inn í dag. Par var samþykt að reyna að selja eignir félagsins þannig, að allar skuldir þess borgnðust og hlut- hafar fengju að minsta kosti 15 kr. fyr- ir hvert hlutabréf. Frambjóðendur til þingmensku segir Gjallarhorn að séu: í R v í k núverandi þingmenn og fyr- ir HeimaStjórnarmenn prófessor L. H. Bjarnason og Jón sagnfræðingur. í E y j a f i r ð i núverandi þingmenn (bæta hefði mátt við og líklega Kristján H. Benjamínsson á Ytri-Tjörnum). í Pingeyjarsýslum núverandi þingmenn og Steingrímur sýslumaður fyrir Heimastjórnarmenn ínorðursýslunni. í Suður-Múlasýslu núverandi þingmenn og Sveinn í Firði. Norðri hefir heyrt að í N.-Múlasýsl- muni bjóða sig fram núverandi þing- menn og séra Einar frá Kirkjubæ. Veðrátta. Hreinviðris norðanátt hefir nú verið meira en viku og fremur kalt. Frost- nætur utn síðustu helgi. Engin rigning. grassprettu fer því víða lítið fram og yfirleitt eru tún mjög léleg. Ullarverð. Pað er verið að tala um 75 aura verð á vorull í sumar. PorskafH hefir verið nokkur á djúpmiðum Eyja- fjarðar þessa viku. Beitusíld hefir fiskast á Húsavík. Höepfnersverzlun hefir látið reisa stórt verzlunarhús norðan við Búðarlækinn hér á Akureyri. Hún er og byrjuð á verzlun í Hrísey. Ferð um Eyjafjarðar- og Skagafjarðarsýslu. Eftir Jón H. Porbergsson. [Framh.j í Hvammi er og stórt bú hjá ekkjunni Kristbjörgu Halldórsdóttur. Hún er hin bezía búkona. Alls hefir hún um 230 fjár, og það flest ær. Má það teljast mjög kyngott fé og vel með farið. Jón Guðlaugsson er þar fyrir búi hjá móð- ur sinni. Hann er fjármaður góður og búmannsefni. Hann vildi fullyrða við mig að féð hefði batnað þar við að keyptur var hrútur frá Geirastöðum við Mývatn. í Reykhúsum býr Hallgrímur Kristinsson hann er mjög virtur fyrir dugnað sinn og hagsýni sem kaupfé- lagsstjóri þeirra Eyfirðinga. H. K. læt- ur og vinna mikið að jarðabótum, og byggir upp hýsi jarðarinnar': Á n. I, vori lét hann byggja hús eitt mikið sem er alt í einu: hlaða, fjós og á- burðarhús. Húsið er af steinsteypu gert. H. K. er tengdasonur Jóns Davíðsson- ar sem nú er gamall maður í Reykhús- um, en alkunnur í Eyaf. fyrlr greind sína og hnittyrði. Á Kroppi situr hreppstj. Davíð Jóns- son. Hann býr allmiklu búi og hefir tvær jarðir undir. Hann er vinsæll af sveitafélagsmönnum. Norðri 1911 verður eigi nema 42 heilarkir og kostar því þetta ár eigi nema 2 kr. 50 aura. Gfalddagi /. júlí. —»«— Norðri kemur út eins og að undan- förnu vikulega að forfallalausu en stund- um aðeins hálf blöð. Norðri flytur minni auglýsingar en að undanförnu, en neð- anmálssögur hverja annari betri. Á Merkigili býr gamall bóndi, Sig. Sig. Hann er athugull karl um búskap. og hefir, meðal annars, fært gjafatöfiu í 23 ár, þar á Merkigíli. Á þeim tíma hefir hann gefið ánni minst 187 pd. veturinn 1892 — 93, en mest 408 pd. verurinn 1909—10. Yfirleitt hefir hann gefið meira síðari árin. í Torfuin býr Ásbjörn Árnason, rösk- ur maður. Hann er fjármaður góður og hestamaður —. Á Hranastöðum býr oddviti sveitar- innar: Pétur Ólafsson. Hann býr snotru búi, og á hraustlegt sauðfé. Á Gils- bakka er og fremur vsent fé hjá Jó- hannesi Jósefssyni. Á Finnastöðum býr góður og dug- legur bóndi, Anton bróðir Magnúsará Grund. { Hólshúsum er sýslunefndarm. Júlíus Ólafsson. Hann er athugull maður og smiður hinn bezti. Allþungar kindur geta verið þar í hrepp, þótt þær gangi í fjöllunum þar fyrir ofan. Haustið 1907 átti Ingim. Hallgrímsson á Litlahóli á eina með tveim lömbum, sem vóg sjálf 133 pd. en lömbin 95 pd. og 105 pd. Lömbin voru undan hrút frá Sigfúsi Jónssyni á Halldórsst. í Reykjadal. I. H. á allgott fé og er góður fjármaður. Allmikið fjör og framkvændir eru j ungmennafél, í þessum hrép'pi. Meðaj 1 M, y-( I . < »i<--K;>» K?<--K$« -K^--K$«-K§«--K»»-K$« -K$>t--l«>» -»$»-K$<-K$«-1 J) MJÓLKURSKILVINDAN ALEXANDRA” er nútímans bezta og sterkasta skilvinda. Pá allra nýjustu og endur bættu þarf aldrei að smyrja. Pað gjörir hún sjálf. kostar í búðum kr. 120,00 - 80.00 - 80.00 — 45.00 Nr. 12 — 14 — « » — — 13 ný ágjet tegund —«» — — 15 góð lítil vél * —«» — Söluskilmálar afar góðir: 10°/o afsláttur mót peningum strax 5°/o afsláttur gegn þriggja mánaða gjaldfresti. Búsettir menn sem eg þekki, geta fengið að borga hana á 2 árum í 4 afborgunum. í f ■I Alexandra-skilvindan þarf aí komast inn á hvert heimili. Alexandra-strokkurinn er í 4 stærðum. Verð: 25 — 40 krónur. Seyðisfirði 28. maí 1911. St. Th. fónsson. t>»-,i<->«-->$«->u--.ili;-i- -V-A- > -yi -v'-A--vu--Ký«-■>• ‘--v^<--vÍ<-v-< ) : < i i t n i

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.