Norðri - 11.07.1914, Blaðsíða 3

Norðri - 11.07.1914, Blaðsíða 3
Nr 20 NORÐR! 71 Utvegsmenn og sjómenn munið eftir að undirritaður kaupir í sumar og haust verkaðan og óverkaðan saltfisk fyrirpeninga og borgar hann háu verði. Oddeyri 8. júní 1914. Chr. Havsteen. ill í efsta laginu, verður að vera grjót til að bera yfir heyið til að fá nægilegt farg á það, svo hitinn vaxi eigi meira en hæfilegt er og fari síðan fremur minkandi. Súrhey er gott fóður handa öllum búpeningi, en ekki gott að gefa það eintómt. Einkum er þáð ágætt handa kúm með öðru heyi og mjólkur-örf- andi. Alþingi. Svo virðist sem aukaþingið sé eigi neitt að hraða sér að því að geta lokið störfum sínum, því miklu af málum er nú hrúgað inn og nefndir skipaðar í þau flest. Pessi frumvörp höfum vér heyrt nefnd: 1. Frv. um sparisjóði. 2. — — vélagæzlu. 3. — — sandgræðslu. 4. — — afnám fátækratíundar. 5. — — undanþága frá siglinga- lögunum (um að tveir menn megi taka þátt í stjórn eimskipafélagsins fyrir utanríkismenn). 6. — — beitutekju. 7. — —• sauðfjárbaðanir. 8. — — Stofnun grasbýla. 9. — — Skrásetning lóða í Rvík. 10. — — lögreglusamþ. og bygg- ingarnefnd á Siglufirði. 11. — — skipströnd. 12. — — líftrygging sjómanna. 13. — — breyting á læknaskipun. 14. — — dómtúlka. í fánanefndinni eru þessir: Sig. O., P. J., Sk. Th., M. K., E. J., B. J. og G. H. Sigurður Eggerz ráðherraefni, fer ut- an á morgun. Pingmenn höfðu reynt að koma sér saman í fánamálinu um gerðina o. fl., áður en ráðherraefnið fór en gátu það ekki, enda vildu sumir að hann talaði við kóng áður en nokkru væri slegið föstu. Búist er við að gerð- in með rauðu röndinni fái mest fylgi, þótt Lögrétta kveði um að nautin ærist ef þau sjái hana. Heyrt höfum vér að flokkum sé nú svo skipað á þingi. Bændaflokkur telji sér 12 Sjálfstæðisflokkur — — 10 Sambandsflokkur — — 10 (þar af 5 konungkjörna). Pá eru 8 lausamenn, sem eigi eru við eina fjölina feldir og nefnast »Sam- vinnumenn<, (munu mest vera í sam- vinnu við Sjálfstæðismenn, en finst þeir ekki geta verið í þeim flokk), eru þar mörg álitleg ráðherraefni og þar er Sig. Eggerz. Sumir vilja því nefna þetta ráð- herraefnaflokk, og hafa alla sem ganga með ráðherravonir í þeim flokki og utan við hina eiginlegu þingflokka. Væri þetta skynsamleg úrlausn á vand- ræðum Einars Hjörleifssonar að þurfa að hafa ráðherra eingöngu úr meiri hluta. Pá væri allur galdurinn, að hinir eiginlegu þingflokkar gæfu einum úr ráðherraefnaflokknum meðmæli við ráð- herraskifti. Yrðu svo ráðherraeftirlaun afnumin, þá er ekki víst að aðsóknin í þann flokk yrði óhæfilega mikil. Fjárkláða hefir orðið vart í þrem hreppum Eyja- fjarðarsýslu í vor. Símfrétt frá Rvfk. í dag. Kosningum til Landsþingsins í Danmörku er lokið. Grundvalla- lagabreytingamenn hafa 10 um fram hina. Grundvallarlagabreyt- ingin mun því hiklaust gang fram og Hægrimenn verða að láta undan. Hafísinn sem í alt vor hefir legið upp undir Ströndum og Grímsey er nú að fjar- lægjast, segja hákarlamenn. Hákarlsafli varð rýr í vor á þessi fáu skip er þá veiði stunduðu. Þó fengu 3 skip af Siglufirði og eitt af Akureyri um 200 tunnur lyfrar síðustu ferð. öll hákarla- skipin eru nú hætt veiðum. Jón Þorláksson landsverkfræðingur hefir verið á Ak- ureyri um tíma. Hann er að undirbúa áætlun um hvað raflýsing Akureyrar muni kosta, og gera tillögur um, hvernig henni verði komið fyrir. f Jón Osmann ferjumaður við Ós Héraðsvatnanna í Skagafirði hvarf frá heimili sínu í vor. lík hans hefir nýlega fundist rekið í Selvík á Skaga og var jarðsett á Sauð- árkróki. Grasspretta enn semi,komið er mjðg rýr. Mikið ringdi fyrir tveim dögum og hagstætt veður síðan, svo sprettu fer nú vel fram. Tún eru sumstaðar skemd af kali eða bruna. Sláttur byrjar vafalaust viku síð- ar en vanalega. Síldarbræðsla er að byrja í Krossanesi. Þangað komnar um 2000 tn. af síld, sem veidd hefir verið hér á innfirðinum. Byggingar. Friðjón Jensson tannlæknir hér í bæn- um hefir keypt hússtæði í Brekkugötu hér í bænum og ætlar að byggja þar myndarlegt íbúðarhús. Mr. G. H. F. Schrader ætlar að stækka hesthúsið »Caroline Rest« um fullan helming. Lætur byggja það úr steinsteypu. Síldveiðaelmskip nokkur eru þegar farin að búa sig út til síldveiða með herpinót, svo og nokk- ur mótorskip. Mótorbátur Bjarna Einarssonar, sem hann lauk við að smíða í vor og setti í 12 hesta vél, er nú stöðugt á flutningsferðum milli Akureyrar Siglufjarðar, Dalvíkur og Hrís- eyjar báturinn þykir reynast vel og hafa góðan gang. Botnia kom hingað á vesturleið á miðviku- daginn. Etatsráð J. V. Havsteen og kona hans komu með henni úr utanför sinni. Hingað kom og með skipinu Páll Ein- arsson sýslumaður og tekur hér við em- bætti sínu. 164 Greifafrú Stefanía hafði lítið látið á sjá f útliti, þrátt fyrir sinn hart nær fimtugsaldur. Hún var ennþá fögur kona og alt hennar viðmót var svo skemtilegt og aðlaðandi, sem þá hún var á sínum blómaldri. Einn af gestunutn var ung stúlka á tvítugsaldri, með fjörugt og greindarlegt andlit. Hún gat að sönnu ekki heitið fríð, en það var eitt- hvað svo frumlegt við það, og ekki eins og annara, að maður hlaut að taka eftir því. Petta var Olga Kallenstjerna. Nálægt henni sat Kurt Axelhjelm. Hann var sá sami Kurt bæði hið ytra og innra, eins og við þektum hann fyrir 6 árum siðan. Hann virt- ist hafa áhuga á því að tala við Olgu. Hinumegin við Stefaníu sat Lange. Andlit hans var orðið ennþá al- varlegra en fyr; það var eins og að hið blíða og mjúka væri horfið þaðan, en kraftur og hið stranglega rétta væri hans lyndiseinkenni. Og ósjálfrátt datt manni í hug að hér væri maður, sem hefði marga yfir- burði flestra annara manna. Stefanía snéri máli sfnu að Olgu og segir: »Nú, Olga mín! hvenær kemur svo Konstansa heim?« »Ja, bara að eg vissi það,« svaraði Olga. »í seinasta bréfinu segir liún »nú kem eg brátt,« en það bréf er núna 14 daga gamalt.* »Eru það ekki 6 ár sfðan hún fór frá Stúrissjó?« spyr Kurt. »Jú,« sagði Olga. »Um vorið sama og hún flutti þangað fór hún.« »Og þér hafið ekki séð hana síðan?« »Jú, þegar eg var fermd fyrir 5 árum síðan, hitti eg hana f Stokk- hólmi, er eg var með frænda Rómarhjarta. Eftir það hefir hún altaf ver- ið á ferðalagi út í löndum; en eg hef verið kyr á Kongsberg. Nú hefir hún fengið heimþrá og kemur nú vfst bráðum.* »Ætlar hún þá að setjast að á Stúrissjó ?« sagði Kurt. »Já,« sagði Olga. »Við höfum búið þar alt undir fyrir hana. Og eg má þá til að fara þangað líka mér sárnauðugt. Eg elska svo þenna stað, og frænku Stefaníu og frænda Rómarhjarta og hr. Lange.« Kurt hló að því, hvað margbrotið það var, sem hún elskaði. Lange sem altaf hafði tekið þátt f samtalinu, varð nú þögull undir eins og Konstansa var nefnd. 101 »Gjarnan,« sagði Konstansa og horfir á hana. »Elskarðu hann Lange?* sagði Helfríður. Pað var sama spurningin sem Konstansa hafði beint til hennar sjálfr- ar fyrir skömmu. Á augabragði flaug það í huga Konstönsu að svara spurningunni algjörlega neitandi. Hún kastaði höfðinu aftur á bak, blóðrauð í framan og svarar svo með reiðisvip: »Eg hvorki hef elskað eða get elskað Lange. Hann er ekki maður fyrir mig.« Helfríður virti hana fyrir sér þegjandi, en segir svo: »Eg kenni í brjóst um þig! Pvf annaðhvort segirðu núna vfsvitandi ósatt, eða að þú hefir leikið þá list, sem er þér í alla staði óverðug. Og hvort þessara sem er, kenni eg í brjóst um þig.« Pær stóðu svona þegjandi litla stund, unz Stefanfa’ kom inn með dagblöðin, sem hún var vön að lesa fyrir Helfríði. Daginn eftir flutti Konstansa til Stúrissjó. XXVI. Nokkrum dögum eftir þetta var Evert sendur til Gautaborgar, svo hann kæmist þaðan til Englands. Jólakvðldið var Helfríður orðin albata að sjá, svo að greifi Rómar- hjarta gat haldið trúlofunargildi hennar, sem sé systur sinnar og verk- fræðings og verksmiðjueiganda Jakobs Lange. Voru margir boðsgestir og einnig ungfrú Konstansa Kallensterne. Að sönnu sýndist flestum gestanna, Helfrfður líkjast raeir þeim mönnum, sem búast mættu við að ættu ekki langt eftir, heldur en þeirri brúðu sem ætti vígjast með ungum og hraustum manni. En vonandi var að hinar bleiku kinnár fengju sinn rétta lit aftur í hjónabandinu. Prem mánuðum eftir það, fór verkfrœðingur Jakob Lange með hina stoltu greifadóttir Helfriði Römarhjarta, sem konu sina heim á Ákanes.

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.