Norðurland


Norðurland - 12.09.1903, Blaðsíða 1

Norðurland - 12.09.1903, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Einar Hjörleifsson. 51. blað. Akureyri, 12. september 1903. II. ár. Ölajur Daoíðsson druknaður. Ólafur Davíðsson cand. phil. á Hofi beið bana í Hörgá að kvöldi hins 6. þ. m. Hestur hans var fluttur með öllum reiðtygjum heim til foreldra hans morguninn eftir, og þá fyrst fekst vitneskja um, að nokkurt slys hefði borið að. Þá var jafnskjótt hafin leit í ánni frá Möðruvöllum, Hlöð- um og Lóni. Líkið fanst að morgni hins 8. og var flutt I heim að Hofi. „Norðurland" hefir þar rnist I einn af sínum beztu vinum og styrktarmönnum. Ólafs heitins verður bráðlega minst nákvæm- ar hér í blaðinu. Jarðarförin er ákveðin þriðju- dag 15. þ. m. og byrjar frá Hofi kl. 12 á hádegi. Bækur. Aldamót. ii. Víðsjárverðasta dæmi byltingatil- hneigingarinnar íslenzku telur síra J. B. koma fram í kirkjunni íslenzku ■— einmitt hjá guðfræðingunum! Yfirleitt hefir þeim nú reyndar láðst að frœða oss um þær stefnubreytingar, sem orð- ið hafa í lútersku kirkjunni einni á síðari árum, þær hugsanir, sem þar hafa verið hugsaðar. Hvað höfum vér t. d. fengið að vita um þá feiknabreyt- ingu, sem orðið hefir á kenningu helztu þýzku guðfræðinganna á síðari ára- tugum, nema ekki neitt? 5vo fjarri fer því, að annarlegum guðfræðiskoð- unum hafi verið að oss haldið. íhalds- semin í kirkjunni hefir verið og er enn magnaðri en í búskapnum, og er þá langt talið. Eini votturinn, sem borist hefir út til almennings fyrir því, að guðfræð- ingar vorir hafi nokkura hugmynd um það, sem er að gerast úti í mentun- arheiminum, er starfsemi síra Jóns Helgasonar, og þá einkum viðleitni hans við að koma mönnum í skilning um, hvernig kristnir vísindamenn líti á ritninguna samkvæmt þeim rann- sóknum, sem fram hafa farið viðvíkj- andi henni. Fyrir þetta er eg fyrir mitt leyti einkar þakklátur. Eg er sannfærður um, að hann er með því að vinna þarft verk. Og eg kann því vel, að hann virðir okkur íslendinga þess að tala við okkur um þau mál, er koma við trúarbrögðum okkar, eins og nú er talað við aðra menn. Jafnframt hefir þessi starfsemi aukið að stórum mun virðingu mína fyrir síra J. H. Hann gat þagað, eins og aðrir. Hann mátti ganga að því vísu, að þetta mundi verða notað til að vekja gegn sér tortrygni og misskilning. Fyrir engu var að gangast — nema sannleikanum. En það var líka síra J. H. nóg. Eg hefi nú öruggari vissu en áður um það, að hans er áreiðanlega að leita þeim megin, sem hann hyggur sann- leikann vera, í hverju sem er. Síra J. B. Iítur á þetta alveg þveröf- ugt. Hann telur það hið mesta óhappa- verk, að fara að segja Islendingum frá biblíurannsóknunum. Hann neitar því ekki, að sannleikurinn kunni að geta verið þeim megin, þó að honum þyki það ólíklegt, kveðst ekki hafa nægan lærdóm til að skera úr slíku. En hvað sem því líður, þá vill hann ekki láta vera að tala um þetta við íslendinga. Sé sannleikurinn biblíurann- sóknanna megin, þá á að leyna honum fyrir okkur, svo við hneykslumst ekki. Og ekki véfengir hann með einu orði, að síra J. H. hafi sannfæring fyrir því, sem hann hefir ritað um málið, enda næði það auðvitað engri átt. Mér er í raun og veru mjög ógeð- felt að vera að deila við annan eins mann og síra J. B., sem eg virði svo mjög og þekki að svo miklu góðu, um annað eins mál og það, hvort menn hafi leyfi til að bera sannleik- anum vitni. Hugsanaferill síra J. B. er í þessu efni í mínum augum svo rangsnúinn, að mér er raun að því að setja þann hugsanaferil í nokkurt samband við einhvern bezta vin minn. En síra J. B. beinist svo afdráttarlaust að mér í fyrirlestri sínum í sambandi við þetta mál, að eg tel rangt að ganga alveg þegjandi fram hjá því. Reyndar hefi eg minst á þetta mál áð- ur í »Norðurlandi« svo rækilega, að eg tel mig ekki þurfa miklu við að bæta. Eg stend við alt, sem eg hefi áður sagt, og tek það jafnframt fram, að því fer mjög fjarri, að rökfærsla síra J. B. hafi breytt skoðun minni. Það yrði lengra mál en »Norðurl.« hefði rúm fyrir að taka til nákvæmrar íhugunar allar þær staðhæfingar, sem síra J. B. kemur með máli sínu til stuðnings. Eg verð að láta mér nægja að minnast á eina. Síra J. B. þykist hafa þá reglu frá Kristi sjálfum, að menn séu skyldugir til að leyna sann- leikanum, þegar svo ræður við að horfa. í því sambandi kemst hann meðal annars svo að orði: »Þegar hann (Jesús Kristur) veru- lega byrjar að kenna í dæmisögum, þá er með berum orðum tekið fram af honum sjálfum, að hann viðhafi þá kenningaraðferð til þess — meðfram — að dylja eða draga hjúp yfir sannleiks- mál guðs ríkis. »Hinum öðrum kenni eg í dæmisögum, svo að sjáandi sjái þeir ekki og heyrandi skilji þeir ekki« — segir hann við lærisveina sína.« Eg er ekki guðfræðingur og ætlast ekki til þess að neinn taki mark á neinni biblíuskýring frá mér. En Skat Rördam Sjálandsbiskup segir um þessi orð Krists það, er nú skal greina, í athugasemdum neðan við þýðing sína á Nýjatestamentinu: »Menn mega ekki skilja orð Jesú svo, sem hann hafi talað í dæmisög- um til þess að dylja guðsríki fyrir fólkinu; þvert á móti talaði hann þannig, til þess að eyru þeirra skyldu opnast fyrir því, og af því að þeir voru svo andlega blindir og heyrnar- lausir, að boðun guðsríkis gat ekki náð til þeirra í nokkuri annari mynd«. Biskupinn gerir frekari og mjög skilmerkilega grein fyrir þessum ritn- ingarstað. En þetta nægir áreiðanlega til að sýna, að ekki munu allir guð- fræðingar draga þá ályktun út af dæmisögum Krists sem si'ra J. B. ger- ir hér. Bezt gæti eg trúað því, að enginn guðfræðingur hafi gert það, nema síra J. B. Eg veit ekki betur, en að það hafi ávalt verið kent í krist- inni kirkju, að dæmisögurnar hafi ver- ið sagðar til skilningsauka, en ekki til þess að »draga hjúp yfir sannleiksmál guðsríkis.« Öll önnur rökfærslu-atriði síra J. B. um þetta efni virðast mér hafa álíka sönnunar gildi eins og það, sem hann segir um dæmisögurnar. En eg get ekki fylt Norðurl. með eltingaleik við þau. En á annað atriði verð eg að drepa að eins. Gerum ráð fyrir, að síra J. H. hefði þagað. Mundi þar með hafa verið loku fyrir það skotið, að íslend- ingar gætu fengið eitthvað um biblíu- rannsóknirnar að heyra? Var ekki hugsanlegt, að einhver andstæðingur kristindómsins hefði getað farið að fræða íslendinga um það mál? Þó að það kunni að vera eins holt fyrir kirkj- una, eins og síra J. B. virðist halda, að sannleikanum sé leynt, þá er ekki sjálfsagt, að þess sé æfinlega kostur. Og engin líkindi eru til þess, að þess hefði verið kostur hér á landi. Mundi það nú hafa verið sérstakur ávinning- ur fyrir kirkjuna, ef fregnin um bibl- íurannsóknirnar hefði verið flutt með það markmið fyrir augum að rýra gildi kristindómsins, í stað þess sem hún nú er flutt af trúuðum, kristnum manni, einmitt í því skyni, að menn skuli ekki líða skipbrot á trú sinni, þó að þeim verði færður heim sann- inn um það, að tilorðning ritningar- innar sé annan veg háttað, en þeim hefir verið kent? Að síðustu verð eg að koma með dálitla persónulega athugasemd. Síra J. B. kennir mér um, að þessu biblíu- rannsóknarmáli hefir verið hreyft hér á landi. Hann hefir hvað eftir annað fullyrt, að síra J. H. hafi látið þar leiðast af áeggjan minni. Síra J. B. veit ekkert um þetta og getur ekkert um það vitað. Mér finst ekki það vera honum samboðið að vera að koma með svona staðhæfingar út í loftið, staðhæfingar, sem honum er ekki unt að standa við, ef fram á það er farið. Eins er enn ógetið, sem ekki má gleyma að taka fram jafnhliða ágrein- ingnum. Og vera má, að ýmsum þyki það kynlegast af öllu. Mjög mikill meiri hluti manna mun lesa fyrirlest- ur síra J. B. sér til mikillar ánægju, þrátt fyrir það, hve skoðanirnar, sem þar koma fram, eru, eftir minni skoð- un, einrænar. Svo hefir að minsta kosti mér farið. Til þess ber tvent. Annað er það, hve snildin er mikil á orðfærinu. Æfin- lega er nautn að lesa það, sem síra J. B. ritar, fyrir hvern mann, sem auga hefir fyrir slíku. Ekki fyrir það, hve íslenzkan sé hrein. Heldur fyrir þann kraft, sem er í hverri setningu. í því efni finst mér síra J. B. eiga engan sinn líka. Hitt er sú siðferðislega alvara, sem kemur fram í öllu því, sem síra J. B. ritar. Honum skjátlast í skoðunum sín- um og dómum, eins og öðrum. En þessi eiginleiki dylst aldrei, hvað sem hann er að tala um. — Sjálfsagt er það þetta tvent, sem framar öðru veldur því, hve mikil áhrif síra J. B. hefir haft. Þetta tvent er það, sem hefir gert hann að miklum rithöfundi og miklum manni. Fyrirlestur síra Björns B. Jónssonar heitir »Straumar«. Þeir straumar, sem hann er þar að gera grein fyrir, eru það, sem hann kallar »skynsemisstefna« , » siðfágunarstefna« og »dulspekis- stefna«. Allir þessir straumar telur hann að eigi upptök sín í því, sem kallað er »hin nýja guðfræði«. Bezt í fyrirlestrinum er sú grein, sem gerð er fyrir muninum á hinni »gömlu« og »nýju« guðfræði. Það er tekið eftir ameríska tímaritinu »Mind«, og er einkar-ljóst og að sama skapi fróðlegt. Höf. er stílisti og mælskur kennÞ maður. En ekki get eg sagt, að mér geðjist yfirleitt vel að þessum fyrir- lestri hans. Mér finst skilningurinn vera lítill hjá honum á þeim stefn- um, sem hann er að lýsa. Og stund- um skilur hann svo við efnið, að hann minnist ekki einu orði á það, sem mest er um vert. Það yrði heil bók, ef eg ætti að gera grein fyrir því öllu, sem mig greinir á við þenn- an fyrirlestur, og ekki getur komið til nokkurra mála að gera það { »Norð- urlandi«. En einstök dæmi skal eg nefna. Hann tekur upp í fyrirlesturinn »nokkurs konar trúarjátning« R. W. Trines, frægs manns, sem hallast að þeirri stefnu, sem kend er við Ethical Culture. I þeirri trúarjátning eru meðal annars þessar greinar: »Að opna algjörlega hjörtu vor og varðveita sakleysi vort og vera hrein- hjartaðir og flekklausir, svo vér verð- um móttækilegir fyrir áhrif guðdómsins. »Að vera ráðvandir, vera óhræddir, vera réttlátir, vera góðviljaðir. Þá verð- ur hluttaka vor í lífsins mikla og enn ófullgjörða leik sannarlega dýrðleg og vér þurfum ekkert að óttast hvorki líf né dauða, því dauðinn er líf — »Eða réttara sagt, dauðinn er skyndi-

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.