Norðurland


Norðurland - 16.07.1904, Blaðsíða 2

Norðurland - 16.07.1904, Blaðsíða 2
Nl. 166 mest í Einarsstaðatöðunni, en feitin mest í höfrunum. Það er sjálfsagt, að því stórvaxnari sem grastegundirn- ar verða, því meiri trefjar eru í þeim; mikið er þó komið undir, á hvaða tíma þær eru slegnar. Ef þær eru ekki slegnar fyr en fræið er orðið þroskað, þá hafa þær í sér mest af þessu efni. Þetta veit eg, að sumir menn á Norðurlandi finna til foráttu hinni nýju ræktunaraðferð, sem Hóla- skóli kennir, og fólgin er í því að ráða, hverjar fóðurjurtir séu ræktaðar; en það getur ekki orðið nema með sáningu og sáðskiftum. Og miklar líkur eru til þess, að stórvaxnara hey fáist með þeirri ræktunaraðferð; en það verður meira og að mestu laust við illgresi; og eru þó ekki hér með upp taldir allir þeir kostir, sem þessi ræktunaraðferð hefir í för með sér, ef rétt er að farið. Það er sannarlega athugunarvert, að þau tún vor, sem eru bezt ræktuð, mestan áburð fá, eru ríkust af illgresi. Því er ekki svo farið — þótt það sé sumra trú — að hægt sé að drepa allar illgresistegundir með áburði. Eg hefi veitt því eftirtekt, að á þeim túnum, sem eru bezt ræktuð, er t. d. þéttskipað ætifífii (bifukolla) og brenni- sóley. Fræ þessara tegunda verður fullþroskað fyrir sláttinn, þar sem túnin eru í góðri rækt; þær sá til sín og ná fljótri útbreiðslu og verða ofjarlar góðra fóðurtegunda. Þar sem túnin eru í órækt, ber minna á þess- um illgresistegundum, af því að þær ná ekki fullum þroska og geta ekki sáð til sín. Ekki er unt að verða laus við illgresið, nema það sé plægt niður og sáð til fóðurjurtanna. Eg sé ekki úr vegi að minnast hér lítið eitt á þúfurnar, landpláguna, sem vér höfum við að búa. Ekki þó því að heilsa, að allir sjái óþægindin og óhaginn, sem þeim er samfara, því sumir telja óhag í því að slétta stórþýfi. Fyrir þessu gera þeir sér grein á þann hátt, að með því að þúfurnar séu rifnar niður minki yfir- borðið og þvf sé minna gras á lárétt- um bletti en þýfðum með sama um- máli. Þessir hagfræðismolar eru, sem betur fer, léttir á metum. Því ská- hallara sem yfirborð jarðarinnar er, því gisnara standa grösin, því að aðalrótin vex lóðrétt niður og hver jurt þarf ákveðið rúm, og aldrei vex gras á lóðréttum vegg og ekki heldur á lóðréttum þúfum. — Hér í Noregi hafa menn eftir Islendingum: »því meiri þúfur, því meira gras«. Hér í Rygafylki standa berar klappir og berg upp úr túnunum og jarðvegs- lagið er víða ekki dýpra en i — 2 kvartil. Þessum hleinum mega þeir riðja úr vegi m®ð sprengitundri og aka burt, til að fá landið slétt, og víða er erfitt að auka ræktaða landið, vegna þess, hve jarðvegurinn er grunn- ur og víða bergið bert. A íslandi er jarðvegurinn í túnun- um víðast djúpur, sem stafar af því, að loftið hefir ekki komist í gott samband við moldina og ekki getað leyst hana sundur, vegna þess að jörðin er aldrei opnuð, aldrei plægð; of mikil moldmyndun á sér stöðugt stað og mikið af næringarefnum liggja ónotuð í moldinni og koma aldrei að gagni. í Bárðardal, þar sem ísland blæs upp, standa fjögurra álna há moldarbörð. Vér þurfum, víðast, ekki annað til að fá túnin slétt, en plægja niður þúfurnar. Utan túns eru víða moldarríkir móar, vaxnir fjalldrapa, lyngi, þussaskeggi o.' fl., sem er mikið fljótlegt að bylta um með plóg og taka til ræktunar. En íslendingar hafa ekki tíma til þess; á vorin þu'rfa þeir að rista torf og hlaða moldar- veggi, og á haustin þekja og hlaða »í kring um« hey og sitja með skjól- ur og dalla í heyhlöðum sínum, til að taka á móti leka. — Nei, vér getum aldrei notað hey- vinnuvélar, nema vér verðum lausir við þúfurnar. Vér verðum aldrei laus- ir við þúfurnar, nema vér plægjum landið við og við. Hallgr. Þorbergsson. Valdið yfir veröldinni. Hinn nafnkendi danski listavinur og auðmaður, dr. Carl Jacobsen, hefir ritað í danskt blað um Bandaríkin, eftir að hafa í vor farið vestur um haf. Hann kemst meðal annars svo að orði: Margir kalla Bandaríkin »framtíðar- landið*. Það er rétt; en réttara væri samt að kalla þau »nútíðarlandið«, því að nú þegar er það voldugasta ríki veraldarinnar. Ekkert land tekur þeim fram að valdi, auðæfum og framtaks- semi. Og þegar litið er á þær feyki- legu framfarir, sem eiga sér stað nær því í öllum efnum, þarf ekki mikla framsýni til þess að gera sér grein fyrir því að seint eða snemma muni þau draga v’ldið yfir veröldinni úr höndum Norðurálfunnar. Við kunnum enn að geta talið okkur æðri menn- ing til gildis; en vafasamt er það nú þegar orðið, hvern rétt vér höfum til þess. Því að Bandaríkin stíga þar á- fram risaskrefum. Lengi hefir það alkunnugt verið, að nær því í öllum efnum, sem að iðn- frœði lúta, eru Bandaríkjamenn komn- ir langt á undan Norðurálfumönnum. En að almennri mentun, skólum, al- þýðubókasöfnum, gripasöfnum, háskól- um og öllu því, er þessu heyrir til, er starfað af svo miklu kappi, að ekki verður þess langt að bíða að vér hætt- um að verða Bandaríkjum fremri í sið- menningu, ef vér erum ekki nú orðnir eftirbátar þeirra. Þess er áreiðanlega skemmra að bíða en flesta grunar, er hlutfallið milli Bandaríkjanna og Norðurálfunnar verður hið sama eins og milli Róma- borgar og Grikklands fyrir 2000 árum. Fiestir menn munu, hver í sinni grein, hafa mikið að læra í Ameríku og mikið þangað að sækja. En eink- um ættu þeir, sem eru leiðtogar ann- ara manna, annaðhvort að fara þangað sjálfir eða senda þangað vestur menn, til þess að kynna sér vandlega þær greinar atvinnulífsins, eða þær menta- stofnanir, sem framar standa í Ame- ríku en nokkurstaðar annarstaðar. Þar er einkum að tefla um húsa- gjörð og vélasmíði. En naumast er nokkur sú grein smáiðnar og hand- iðnar, er ekki sé langtum lengra komin vestra en hér. Hin mikla hófsemi Ameríkumanna er siðmenningaratriði, sem mikið ber á. Menn sjást aldrei druknir. Þegar veraldarsýningin var opnuð í St. Louis, voru þar 140,000 menn viðstaddir; hvorki eg né förunautar mínir sáu nokkurn drukkinn mann. Fagurt dæmi þess, hve siðmenning Ameríkumanna er á háu stigi, er það, að konum er í engu öðru landi sýnd jafn-mikil virðing og þær hvergi jafn- mikið teknar til greina. En ekki verð- ur heldur móti því mælt, að konur eru hvergi jafn-fagurlega þroskaðar, hvergi jafn-ríkbornar og f Bandaríkj- unum. Menn verða ekki að eins að dást að andlits-fríðleikanum, heldur engu síður limaburði, látprýði og öllum yndisleik þeirra. Ekkert samsvarandi er til nema með höfðingjum Englend- inga--------- Ameríkumenn eru enn eftirbátar Norðurálfumanna í listum. En dr. Jakobsen segir, ,að ekki sé nokkur ástæða til að efast um, að Ameríku- menn verði líka í þeim efnum jafn- okar Norðurálfumanna innan skamms. Svo mikill er áhuginn og framtaks- semin. X Samgangna-samband □L 3L við Svíþjóð. Blaðið »Dannebrog« segir, að stjórn- arbreytingin á íslandi og þær framfarir, sem vænta megi hér á landi, sérstak- lega fyrir stofnun íslandsbanka, hafi vakið mjög athygli manna í útlöndum og löngun til þess að geta fengið hlut í þeim viðskiftagróða, sem hér sé í vændum. Eitt dæmi þess sé það, að Svíar vilji fá beinar samgöngur milli Svíþjóðar og Islands, þvf að þeir segi, að ágóðinn af þeim viðskiftum, sem eigi sér stað með Svfum og íslend- ingum, fari mestur í vasa millimanna í Khöfn. Því er haldið fram í skýrslu, sem sænsk-norski generalkonsúllinn í Khöfn, kammerherra Berencreutz, hefir samið, að Svíar gætu kept á íslandi með fjöldamargar vörutegundir, ef þeir hefðu beinar samgöngur til landsins. Stórkaupmaður Tulinius hefir boðist til að láta skip sín koma við í Halm- stad á ferðum þeirra milli Khafnar og íslands gegn 500 kr. þóknun í hvert skifti. Frá Halmstad er útflutningur mikill á timbri til íslands. »Dannebrog« bætir við fréttina um- mælum í þá átt, að vonandi hafi danskir kaupmenn vakandi auga á því að láta ekki viðskiftin við íslendinga ganga úr greipum sér; Danir eigi meiri rétt til að græða hér á Islandi en aðrar þjóð- ir. En þeir megi gæta vel að sér, þvf að samkepnin sitji um þá í hverju horni. » • • •••••••••••• •T||þ'''ii|íi>-'iT|ii~,iiji?:tIijiT:^Jjf':íj(i»íitjfi':^:iíiíiI:níjiírrnjJiD*Mjj?':^íí?:^i? Reglugjörðar-uppkasf. Hr. Guðm. Finnbogason hefir samið »Uppkast að reglugjörð fyrir hinn lærða skóla í Reykjavík«, og stjórnin hefir látið prenta það. Að ýmsu leyti er þar um mikilvæga framför að tefla frá því, sem vér eigum nú við að búa. En jafn- framt eru á þessu »uppkasti« mjög svo aðgæzluverðir agnúar, sem vér bæði óskum og vonum fastlega að stjórnin gjaldi varhuga við. Nokkur grein mén verða gerð fyrir málinu í næsta blaði Norðurlands. Um síra Maffhías Jochumsson hefir prófessor Otto Borchsenius ritað einkar lofsamlega og ástúðlega grein í blaðið »Danne- brog«. 2>rauða$am$teypa £undarbrekku-prestahal/s. Okkur Bárðdælum brá í brún, þegar við spurðum fréttirnar af héraðsfund- inum að Ljósavatni 20. júní, þær frétt- ir, að ætlast væri til að Lundarbrekku- prestakall sameinaðist Mývatnsþingum. Þessi ákvörðun er í okkar augum, og mér er óhætt að fullyrða mjög margra héraðsmanna, svo óeðlileg og ranglát, að eg álít rétt og nauðsynlegt að mótmæla henni sem fyrst opinberlega. Síra Benedikt á Grenjaðarstað lagði það til á héraðsfundinum, að brauð hér í Suður-Þingeyjarprófastsdæmi yrðu sameinuð þannig: Laufás, Grenivfk og Þönglabakkasókn yrði eitt prestakall, þá Háls-prestakall og Brettingsstaðir, þá Lundarbrekku-prestakall og Þór- oddstaðar, þá Helgastaða-prestakall (að undanskildri Þverársókn) og Grenjað- arstaðar, þá Mývatnsþing og Þverár- sókn í Laxárdal, þá Húsavíkur-presta- kall eins og það er nú. Þessi tillaga er, eins og vænta mátti úr þeirri átt, skynsamleg og réttlátleg. Hún lýtur að því, að ströndin öll aust- an megin Eyjafjarðar og norður að Skjálfanda verði eitt prestakall, hér- aðið austan Vaðlaheiðar, Fnjóskadalur- inn og út af honum Flateyjardalur og Flatey annað prestakallið, Bárðardalur og Kinn, sem eru í eðli sfnu ein sveit, og óslitin bæjaröð framan úr dalbotni út að sjó, hið þriðja, Reykjadalur og út af honum Aðaldalur hið fjórða, Mý- vatnssveit og út af henni Laxárdalur (Þverársókn) hið fimta, og Húsavíkur- sókn eins og hún er nú hið sjötta prestakallið. Hefði þessi tillaga prófastsins á Grenjaðarstað náð fram að ganga, þá mátti heita, að héraðsfundurinn í þessu efni leysti verk sitt vel af hendi. Hann hefði þá stuðlað að því, að sameinaðar yrðu í prestaköll sveitir þær og bygðir, sem saman liggja, og sú sameining yrði vinsæl, því í þessu máli ber að varast, að slíta sundur sveitarfélög að óþörfu, og þó einkum að leggja stórár, heiðar eða aðrar torfærur á leið presta og safnaða, að nauðsynjalausu. En þetta mun ekki eiga svo til að ganga. Prófasturinn, síra Árni á Skútustöð- um, lagði það til, að Lundarbrekku- prestakall yrði sameinað Mývatnsþing- um, en Nessókn í Aðaldal skyldi lögð við Þóroddsstaðar-prestakall. Þessi breyting er mjög óheppileg, ekkert með henni unnið. Hið sameinaða Þóroddsstaðar-Lund- arbrekku-prestakall mundi ekki stærra né örðugra en sum hinna annara sam- einuðu brauða, og þessi breyting mundi ekki bæta úr því, þó svo hefði verið. Með henni er til ætlast, að Aðaldælir sæki prest sinn vestur yfir Skjálfanda- fljót, sem oft er ófært þar ytra, bæði haust og vor, en okkur Bárðdælum er ætlað að eiga prestinn okkar fyrir aust- an Mývatnsheiði héðan af. Það er vissulega torskilið, hvernig meiri hluti héraðsfundarmanna gat fall- ist á þessa breytingartillögu. Það skal þó tekið fram, að fundurinn hafði yfir- leitt verið fráhverfur brauða-samsteyp- unni og fundai gerðin orðuð svo, að fundurinn legði þetta til, ef um sam- eining væri að ræða. Getur þá verið, að sumir fundarmanna hafi svo látið • sig litlu skifta, hvað af þessum bolla- leggingum yrði ofan á.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.