Norðurland

Tölublað

Norðurland - 26.08.1911, Blaðsíða 4

Norðurland - 26.08.1911, Blaðsíða 4
NI. 134 Jðnsýningin í Sleykjavík. # Hún var að mörgu leyti ánægjuleg á að líta og langt fram yfir vonir all- flestra. Snildarfallegir munir voru þar margir og gerðir af miklum hagleik. Ánægjulegt var t. d. að sjá húsgagna- smíði Reykvíkinga, sem ekki standa erlendum húsgögnum að baki. Hætta Reykvíkingar því nú víst að mestu að kaupa húsgögn frá útlöndum. Þá voru og vefnaðarvörur Iðunnar mjög mynd- arlegar og snotrar, og fjöldi var þar af smíðisgripum, gerðum með miklum hagleik. Með nýungum á sýningunni var talin körfugerðin hér frá barna- skóla Akureyrar, og var vel af henni látið. Pessir fengu 1. verðlaun: Bókbindari Ársæll Árnason Rvík, fyrir bókband. Kaupm. Ágúst Flygenring Hafnar- firði, fyrir fisk og lýsi. Aktýgjasmiður Baldvin Einarsson, Rvík, fyrir aktýgi. Blikksmiður Bjarni Pétursson Rvík, fyrir ljósker. Gullsmiður Björn Símonarson Rvík, fyrir silfursmíði. Fröken Fríða Proppé Olafsvík, fyrir listasaum. Prentsmiðjan Gutenberg Rvík, fyrir litprentun og almenna prentun. Guðfinna Guðnadóttir Grænavatni, fyrir tóvinnu. Guðrún Jónsdóttir Efrahvoli Rvs., fyrir tóvinnu. Guðrún Jónsdóttir Túngötu Rvík, fyrir tóvinnu. Kaupm. H. P. Duus Rvík, fyrir fisk. »Iðunn« Rvík, fyrir tóvinnu. Irma & Carla Olsen Rvík, fyrir marsipan. Ingibjörg Pórðardóttir Hofi Eyjafjs., fyrir tóvinnu. Kaupm. J. P. T. Bryde Rvík, fyrir lýsi. I^aupm. Jes Zimsen Rvík, fyrir lýsi. Fröken Jórunn Pórðardóttir Rvík, fyrir fatasaum. Frú Kristín Bernhöft Rvík, fyrir hannyrðir. Kristín Gunnlaugsdóttir Belgsá, fyrir tóvinnu. Úrsmiður Magnús Benjamínsson Rvík, fyrir rennismíði og rennibekk. Frú Margrét Símonardóttir, Brimnesi Skagafirði, fyrir hannyrðir. Magnús Pórarinsson Halldórsst., fyrir skrá. Myndamótari Ólafur Jónsson Rvík, fyrir myndagerð. Kaupm. P, J. Porsteinsson & Co. Rvík, fyrir fisk, dún og lýsi. Myndskeri Stefán Eiríksson Rvík, fyrir útskurð á bein og tré. Járnsm. Sigurður Sigurðsson Akur- eyri, fyrir plóg. Verksmiðjan Sanitas Seltjarnarnesi, fyrir gosdrykki. Kaupm. Th. Thorsteinsson Rvfk, fyrir fisk. Fröken Porbjörg Friðriksdóttir, hann- yrðakennari við Barnaskóla Rvíkur, fyrir listasaum. Frú Porbjörg Friðgeirsson, Vopna- firði, fyrir listasaum. Frú Þuríður Hjörleifsson Akureyri, fyrir hannyrðir. Frú Póra Magnússon Rvík, fyrir listasaum. 2. verðlaun fengu og margir, þar á meðal þessir á Norðurlandi: Frú Helga Guðjónsdóttir Borg Sauð- árkrók, fyrir tóvinnu. Jóhanna Jóhannsdóttir Kolgröf Skaga- firði, fyrir tóvinnu. Fröken Kristrún Jósefsdóttir Brim- nesi, fyrir spjaldvefnað. Margrét Símonardóttir Brimnesi, fyr- ir tóvinnu. Magnús Þórarinsson Halldórsstöðum, fyrir dúnhreinsunarvél. Ólöf Sigurðardóttir Hlöðum Hörg- árdal, fyrir tóvinnu. Sigurbjörg Jónatansdóttir Merkigili Skagafirði, fyrir tóvinnu. Porbjörg Kristmundsdóttir Blöndu- ós, fyrir tóvinnu. Pórdís Stefánsdóttir Akureyri, fyrir tóvinnu. Frú Þuríður Hjörleifsson Akureyri, fyrir »Læderplastik«. Unglingaskólinn á Sauðárkróki: Skólaárið frá 1 nóvember — 1. maí. Kenslusfundir á dag 4 — 5. Kenslugreinir: íslenzka, danska, enska, náttúrufræði, landafræði, saga, reikningur, teikning, söngur og leikfimi; Umsóknir sendist tii annarshvors undirritaðs. Sauðárkróki og Veðranióti 8. ágúst 1911. F. h. stjórnarnefndar unglingaskólans Árni Björnsson. Jón Björnsson. Verzlunarmaður. Þinsrmálafundir H. Hafsteins. Hannes Hafstein 1. þingmaður Ey- firðinga heldur þingmálafundi með kjósendum sínum nú um þessar mund- ir. Ekki hefir frézt nema lítið eitt um þá fundi enn, en heldur kvað vera að dofna dálætið. Pað er dálítið einkennilegt við þessa fundi, að einungis er talið, að l.þing- maður haldi þá. Það er auglýst svo í »GjalIarhorni«, en »Norðri« getur þess aðeins, að 2. þingmaður mœti og á fundunum, (líklega sem kjósandi H. Hafstcius, en ekki sem þingmaður kjördæmisins?) 2. þingmaður kvað og eiga í allmiklum deilum á fundunum, (sem aðallega eru sóttir af Heima- stjórnarmönnum), um botnvörpusekta- málið, því að Heimastjórnarmenn vilja ekki þola að hann brjóti þar í bág við flokkinn. Þingmenn þeirra þurfa víst helzt að vera gersneyddir öllum sjálfstæðishugsjónum? Pað er víst eitthvað einkennilegt samkomulagið, milli 1. og 2. þing- manns kjördæmisins, og svo samband- ið milli Heimastjórnarforingjanna í sýslunni og 2. þingm., sem þeir þora þó ekki annað en að styðja, að minsta kosti að þessu sinni. Frá Siarlufirði. Fólksfjöldi. Nú er talið, að um 3000 manns haldi til á Siglufirði, meðan á veiðunum stendur, að bæjarbúum með- töldum. Um síldveiðitímann er því Siglufjörður næstur Reykjavík að fólks- fjölda, allra íslenzkra bæja og kaup- túna. Síldarmatsmaðurinn á Siglufirði, Jakob Björnsson, fær þar almennings lof, jafnt útlendra sem innlendra. Af gömlum vana? Prátt fyrir 4 síld- arverksmiðjur var þó nokkuð af úr- gangssíld látið falla í sjóinn fram af bryggjunum, og var það alt annað en viðfeldin sjón, að nýtnin skuli enn ekki vera orðin meiri en þetta. Von- andi að útgerðarmenn og síldarverk- smiðjur sjái um að koma þeim óvana af sem allra bráðast. Frlðbiörn Steinsson dbrm., bóksali hér á Akureyri, hefir nýlega verið gerður að heiðursfélaga Bóksala- félagsins. Hann hefir verið bóksali síð- an 1859, eða í 52 ár. Hann var einn af stofnendum Bóksalafélagsins, og hefir verið félagi þess síðan. Undirritaður óskar eftir einhleypum, duglegum verzlunarmanni — helzt bindindismanni — til eins árs eða lengur frá 1. nóvember n. k., sem er fær til að gegna innan- og titanbúðarstarfi, sjá um móttöku, söltun og verkun á fiski og, setn hefir góð meðmæli. Umsóknir verða að vera komnar til mín fyrir 31. september og par tiltekið kaupgjald. Húsavík 13. ágúst 1911. Bjarni Benediktsson. Fjáreigendur í Akureyrarbæ, sem láta fé sitt ganga á Oddeyrinni, mega búast við að féð verði hand- samað og farið með það samkvæmt lögreglusamþykt bæjarins. Akureyri 25. ágúst 1911. Pétur Pétursson. 2 duglegar stúlkur geta frá 1. október næstk. feng- ið vist á Laugarnesspítala við Reykjavík gegn háu kaupi, með pví að snúa sér, munnlega eða skriflega til yfirhjúkrunarkonu, fröken Kjær. Kenslustarf við barnaskóla Siglufjarðar er laust. Laun 300 krónur. Verði unglingakensla síðari hluta dagsins, eins og í fyrra, verða launin 420 krónur. Umsóknir sendist til skólanefndar sem fyrst. Pragtkatalog for 1911 I det dansk-norske Sprog er nu ud- kommet og sendes gratis og franko og uden Kobe- tvang til enhver, som skrlver derefter. Kataloget indeholder Cykler Mærke „Jagdrad" fra Kr. 40.- com- plet med Qummi, Cykledækog Cykleslanger til fabelagtig billige Priser, alle Slags Cykle- dele, Symaekiner, Jagt- Forsvars- og Luksus-Vaaben, Lædervarer, Staalvarer, Qa- lanterivarer, Uhre, elektriske Lommelamper, Musikinstrumenter, Barberapparator o. s. v. 160 Slder stærk! - over 1000 Afbildningerl Salg direkte til Prlvate til Fabrikspriser. De tyske Vaaben oa Cykelfabrlkker H. Burgsmiiller 4 Sonner, Kreiensen (Harz) »5 Tyskland. Breve koster 20 ore og Brevkort 10 ore i Porto. VESKI með nokkru af peningum í hefir fund- ist á innri hafnarbryggjunni nú í vik- unni. Réttur eigandi getur vitjað þess til Kristjáns Helgasonar í gamla spítal- anum gegn sanngjörnum fundarlaun- um og greiðslu á þessari auglýsingu. KLÆDEVÆVER EDFLING VIBORQ, DANMARK. sendir 10 álnir af svörtu, gráu, dökkbláu, dökkgrænu eða dökkbrúnu »Ceviot"-klæði úr alull í fallegai) kvenkjól fyrir einar 8 kr. 85 aura, eða 5 álnir af tvíbreiðum, svörtum, dökkbláum eða grámöskvóttum alullar- dúk í fallegan og endingargóðan karlmannsfatnað fyrir einar 13 kr- 85 aura- Kaupandinn þarf ekki að borga flutningsgjald. Þetta er áhættulaust, pví að hægt er að skila efninu aftur eða fá skiftí, et mönnum líkar það ekki. Ull er keypt fyrir 65 aura pd. og prjónaðar ullartuskur fyrir 25 aura pundið. *»*4.****»**44**4*****«*»****«4** **♦♦♦♦♦*♦♦♦♦♦♦♦**♦♦♦♦ **♦♦♦*««♦««♦ Prentsmiðja Odds Björnssonar,

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.