Norðurland

Tölublað

Norðurland - 09.09.1911, Blaðsíða 3

Norðurland - 09.09.1911, Blaðsíða 3
143 N I Vegna flutnings verður verzlun Sig. Sig- urðssonar lokuð næstk. fimtudag og föstudag (14. og 15. þ. m.). Verzlun Sig. Sigurðssonar. Akureyrarbúar sem þurfa að kaupa slátur í haust, ættu að panta pau sem fyrst í Carl Höepfners verzlun. A llir sem skulda verzl- un Sig. Sigurðsson- ar á Akureyri, áminnast hérmeð um að borga skuldir sínar fyrir 10. okt- óber n. k. Skuldir þær, sem ekki eru greiddar fyrir þann tíma, eða samið um á annan hátt, verða af- hentar málafærslumanni til innheimtu. Sláfurfé verður borgað bezt í Carl Heepfners verzlun. Herferð Jörundar. Þó »ekkert fé sé veitt til þess í fjárlögum*, var flóabáturinn »Jörund- ur* sendur héðan einn dagiun, til þess að Hta eftir brotlegum fiskimönn- um í landhelgi. Skipið tók á Siglu- firði þá Vigfús Einarsson lögreglu- stjóra og aðstoðarmann hans, Guð- mund Guðlaugsson. Lagði skipið svo út og hugði á bráð. En brotlegir veiðimenn sáust hvergi og kom skip- ið heim við svo búið. Langsennilegast að frétt um þetta hafi verið komin til Siglufjarðar á undan skipinu, því hér var þetta á vitorði margra manna áður, hvað tii stóð. Má af þessu læra, að ekki nægir að hafa »hraðskreið skip« eða »nýti- leg vopn«, heldur þarf líka dálítið af fyrirhyggju. Docentsembættlð f gruðfræðf. Um það hafa sótt þeir séra Guð- mundur Einarsson prestur í Olafsvík og Magnús Jónsson cand. theol., sá sem ágætiseinkunnina hlaut frá presta- skólanum síðastliðið vor. UNIVERSALer óbrigðult meðal við gigt og taugagigt. Dilka, veturgamalt fé og sauði kaupir Gránufélagsverzlur) -5E0 móti vörum og peningum eftir samkomulagi. HÆNUEGG eru keypt og borguð langhæsta verði í brauðgerðarhúsi C. Höepfners. k Enn fremur hænuungar eins og að-undanförnu. A Þurrar og hreinar mr gærur borgar Gi án ufélags vei zlun með peningum. Erlend tíðindi. Höfn, 17. ág. 1911. Hœrra í loft upp en nokkur áður hefir komist komst Frakkinn Felix ný- lega; náði hann 3490 stikna hæð og var rúman klukkutfma að því, en þurfti ekki nema 12 mínútur til þess að komast niður aftur. Morð var nýlega framið á Jótlandi. Varð það með þeim hætti, að nótt eina var kallað á lögregluþjón einn, Jensen; hélt hann að einhver þyrfti á hjálp sinni að halda og fór því út í myrkrið, þaðan sem kallið kom. Dag- inn eftir fanst hann örendur með skot- sár í höfði. Enginn veit enn, hver framið hefir. Nýlátnir merkismenn. Hinn heims- frægi hollenzki málari Jozef Israels lézt nýlega, 86 ára gamall. Hefir hann málað fjölda mynda, er snerta líf hol- lenzkra sjómanna, og eru þær frægar um allan heim. Þá er nýlátinn Norðmaðurinn J. D. E. Lieblein prófessor, frægur mað- ur fyrir rannsóknir sínar og þekkingu í forn-egypzkum fræðum. Þýzka blaðið »Deutsche Tageszeit- ung« flutti nýlega grein um ísland og Danmörk; minnist það á frelsisbaráttu íslendinga og lastar Dani um leið; segir, að Danir geri ekki annað en reyna að kúga alla frelsis- og skiln- aðar-baráttu íslendinga, og væri þeim Dönum nær að skara í eld föðurlands- ástarinnar f Slésvík. % Flest er notaA. »Nota flest í nauðum skal« — — mega þeir segja heimastjórnar-undir- róðursmennirnir út um landið. »N1.« frétti eina skemtilega sögu þessu til sönnunar vestan úr Húna- vatnssýslu, rétt nýlega. — Þar er það borið út af undirróðursmönnum heima- stjórnarinnar, að Björn Sigfússon um- boðsmaður á Kornsá sé mjög andvi'g- ur afnámi eftirlauna embættismanna, og má nærri geta í hverjum tilgangi þetta er gert. Hinsvegar vita það allir kunnugir og þeir, sem satt vilja segja, að B. S. er einn þeirra manna á þingi — og hefir verið svo lengi — er ákveðn- ast fylgir fram afnámi eftirlauna em- bættismanna, enda alt annað en vel séður fyrir það í samábyrgðarhópnum. A síðasta þingi studdi hann rækilega frumvarpið um stórkostlega lækkun á ráðherraeftirlaunum, en eins og kunn- ugt er tókst konungkjörnu samábyrgð- arsveitinni í efri deild að koma því fyrir kattarnef. íslenzk kona látin erlendis. í sumar 30. júlí andaðist í Aars á Jótlandi læknisfrú Þórunn Baldvinsdótt- ir frá Bollastöðum í Húnavatnssýslu, kona Stefáns læknis Stefánssonar. — Guðm. Hannesson læknir ritar um hana f »ísafo!d« meðal annars: »Hún var fögur kona, sköruleg í framgöngu, bæði vel gáfuð og vel mentuð, og auk þess góð kona, góð húsmóðir og góður íslendingur. . . . Heimili þeirra læknishjónanna var einkennilegur alís- lenzkur blettur þar á józku heiðunum.* Þau voru systkinabörn frú Þórunn sál. og ritstjóri blaðs þessa. Universal fæst á flestum verzl- unarstöðum landsins. Brúðkjólakaupin. »Vel þarf að vanda það sem lengi skal standa" sagði konan. — Það er gamall þjóðar siður íslendinga, að vanda vel til brúðarklæða fyrst og fremst brúðgumans og þá ekki síður brúðurinnar. Þess vegna var það, að öldruð hefðarkona úr Þing- eyjarsýslu, sem nýlega var hér í bænum og hafði verðið fengin til þess að vera í ráðum með að velja efni í bfúðarkjól, gafst alveg upp, um stund. Hún hafði skoðað efni í brúðkjóla í mörgum búðum, en gat hvergi fengið það svo henni líkaði, því alt af var eitthvað að því, stundurn var það að vísu fáanlegt sem var úr allgóðu efni, en þá var það svo rándýrt að það var ókaup- andi og liturinn var líka ótraustur. I slæmu skapi fór því konan inn til vinkonu sinnar, frú N. N., sem er nýgift hér í bænum og sagði henni vandræði sín, þegar þær voru að drekka kaffið. — „Já, en elsku bezta! Hefirðu komið til Gudmanns? sagði frú N. „Nei, það held eg ekki, eg ruglast svo í þessum búðum," svar- aði hin. „Sú búð er þó auðþekt," sagði frú N. „Það er langt hús f Hafnarstræti, skamt innan við hafn- arbryggjuna á Akureyri, með fimm stórum gluggum á hliðinni, sem ait af eru fullir með allskonar vefnaðar- vöru. Og nú skaltu heyra! Þar á að kaupa allar vefnaðarvörur, þar er lang- mesl úrval, þar eru bestar vörur og haldgóðir litir og svo er þar svo langódýrast hlutfallslega eftir gæðum. Þar keypti eg og maðurinn minn í okkar giftingarföt og þar átt þú að kaupa þetta sem þig vant- ar." „Blessuð kondu með mér þang- að,« sagði gamla konan. Svo fóru þær báðnr og komu aftur út úr búðinni mjög ánægðar á svip. Og síðan hefir gamla konan sagt við vinkonur sínar: *Kaupið allar vefn- aðarvörur, hverju nafni sem nefnast í Vefnaðarvöruverzlun Gudmanns Efterfl.« Veðursímskeyti til JJIs frá 27. ágúst til 9. sept. 1911. | Ak. Rl j ís. j Rv. Þh s. 8.0 5-4 5-2 6.7 9-4 8-5 9-5 M. 6.0 3-2 5-4 5-1 5-5 9.0 9-4 Þ. 5-o i.S 5*4 2.2 4.2 6.0 10.2 M. 4.8 5-0 2.0 4.2 5° 7.0 8.6 F. 12.5 125 14.8 »i-5 7.6 8.3 12.3 F. 7-5 7.0 10.2 6.7 6.4 3-o 11.4 L. 7-5 7-4 6..S 6-5 7-4 7.0 11.6 S. 6-5 6.8 6.8 6.2 6-5 6.5 10.0 M. 6.7 5° 3-6 8.2 6.1 6.8 9.0 Þ. 8.8 9.0 7-5 7-4 7-5 10.0 13.0 M. 7-5 8.2 7-3 7-4 8.7 9-5 11.2 F. 7-5 6-3 7-i 8.1 8.0 8.0 10.0 F. 6.0 3-8 8.8 6.4 5'° 8.0 9.7 L. 8.2 4-5 5-i 8.2 7-3 7.6 8.4 Kl. ( . h.) 7 — 7 - 6 — 7 — 7 — 7 — 6 Slóferð kvartilsins. Kært kvað hafa verið fyrir lögreglu- stjóra hér nýlega, að vínkvartil hafi verið dregið í land í Hrísey, að næt- urlagi eftir komu skipsins »Ingólf« þar á höfnina. Ráðstafanir lögreglustjóra' ókunnar. Ofiarl landsstiórnarinnar. Stjórnarblöðin guma mikið af því að von sé um, að sakamál verði höfðað gegn skipstjóranum, sem flutti þá út nauðuga sýslumanninn og hreppstjór- ann úr Barðastrandarsýslu og eigna það núverandi ráðherra. Varla tekur það því að þræta um þá »röggsemi« Iengur; nú hefir annar orðið landstjórninni ofjarl. Skipstjórinn er sem sé dauður og þá væntanleg^ hafin upp yfir lögin.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.